Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 Útlönd - Tíu þúsund á mótmælafundi gegn Milosevic Stjómarandstaðan í Júgóslavíu efndi í gær til fyrsta stóra mót- mælafundarins gegn Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta eftir loftárásir NATO á landið. Fund- urinn var haldinn í borginni Cacak, suövestur af Belgrad, þrátt fyrir tilmæli lögreglunnar um að honum yrði frestað. Bandalag um- bótasinnaðra tlokka stóð fyrir fundinum. Lögreglan hafði komið fyrir vegatálmum á leiðunum inn í borgina. Norskir og franskir sjón- varpsmenn, sem komu frá Belgrad, vom stöðvaðir. Tugir er- lendra og innlendra fréttamanna vom þó þegar komnir til Cacak. Fundarmenn púuðu þegar þeim var sagt aö lögreglan hefði stöðv- að rútur með fréttamönnum. Köll- in urðu hins vegar að fagnaðarlát- um þegar tilkynnt var að júgóslavneski herinn hefði boðið eigin bíla til flutninga á þeim sem stöðvaðir vom utan við Kragu- jevac sem einnig er í miðhluta Serbíu. Ræðumenn lögðu meiri áherslu á fátæktina og hungrið í sjálfri Serbíu en ástandið í Kosovo. Sprengjunni ætlað að drepa blaðamanninn Sprengjunni, sem komið var undir bíl blaðamanns við sænska blaðið Aftonbladet síöastliðinn mánudag, var beint þannig að kraftur hennar yrði sem mestur gegn farþegum bílsins. Blaðamaðurinn, sem skrifað hafði um starfsemi nasista, og átta ára sonur hans slösuðust alvarlega. Mikill þrýstingur er nú á sænsku lögregluna að bæla niður ofbeldi nýnasista í Svíþjóð. í mótmælagöngum hafa nýnasistar fengið að vera í friði en látið til skarar skríða gegn andstæðingum þeirra. Noröur-írland: Nokkur árangur náðist í gær Neyðarviðræður vegna lausnar deilunnar um myndun heimastjórn- ar og afvopnun öfgahópa stóðu yfir í allan gærdag. Nokkur árangur mun hafa náðst á fundinum í gær en Dav- id Trimble, leiðtogi Sambandssinna, sagði enn marga hnúta óleysta ætti samkomulag að nást fyrir miðnætti í kvöld. Það er sá frestur sem Tony Blair forsætisráðherra gaf deilend- um til að ná samkomulagi. Takist það ekki er líklegt að friðarsam- komulagið sem var undirritað í fyrra sé fyrir bí. Sambandssinnar neita að mynda heimastjóm með Sinn Féin nema IRA hefji afvopnun þegar í stað. Fulltrúar Sinn Féin segja hins vegar að slík skilyrði sé ekki að finna í friðarsamkomulaginu. Viðræðunum veröur haldið áfram í dag og kvöld og reynt til þrautar að ná samkomulagi sem gæti tryggt frið á N-írlandi. Kúrdar f Frankfurt f Þýskalandi mótmæla dauðadóminum yfir Öcalan. í þýskalandi var kveikt í kaffihúsum og ferðaskrifstofum Tyrkja í Þýskalandi. Símamynd Reuter Hörð mótmæli vegna dauðadómsins yfir Öcalan: Kveikt í kaffi- húsum Tyrkja Flest vestræn ríki fordæmdu í gær dauðadóminn yflr kúrdíska PKK-leiðtoganum Abdullah Öcalan. Talsmaður Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, Joe Lockhart, sagði hins vegar að Öcalan væri alþjóð- legur hryðjuverkamaður sem ætti skilið að verða refsað. Lockhart neitaði að tjá sig um sjálfan dóminn og sagði að málið væri enn fyrir dómstólum. Önnur vestræn ríki og alþjóðleg samtök báðu tyrknesk yf- irvöld um að þyrma lífl Öcalans og breyta dauðadóminum í lífstíðar- fangelsi. „Málaferlin hafa staðfest að Tyrk- land er ekki réttarríki," sagði Jack Lang, utanríkisráðherra Frakk- lands. Lang sagði Kúrda ekki geta annað en litið á dauðadóminn sem ögrun. Hann bætti við að þeir ættu að fá sjálfstjórn til þess að geta varð- veitt menningu sína og tungu. Rússneska utanríkisráðuneytið bað Tyrki um að virða mannúðar- sjónarmið. Þó svo að dauðarefsingu hafi ekki verið aflétt í Tyrklandi I lokavarnarræðu sinni sagði Öcalan að ef tyrknesk yfirvöld viðurkenndu Kúrda sem þjóðarbrot væri PKK-flokkurinn reiðubúinn til að falla frá kröfunni um sjálfstæði. hefur enginn verið tekinn af lífi þar síðan 1984, benti talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins. Yfir- völd í Sviss vöruðu Tyrkland við og sögðu að aftaka Öcalans gæti leitt til ofbeldishrinu í Evrópu. Kúrdar efndu til mótmæla víðs vegar um Evrópu i gær. Þeir hétu því einnig að halda mótmælum sín- um áfram. í Þýskalandi var kveikt í tyrkneskum kaffihúsum og ferða- skrifstofum síðastliðna nótt. Um tvær milljónir Tyrkja búa í Þýska- landi og um hálf milljón Kúrda. Talsmenn PKK, Kúrdíska Verka- mannaflokksins, hótuðu f gær hefndaraðgerðum bæði í Tyrklandi og V-Evrópu. Útlagaþing Kúrda, sem er með bækistöðvar í Brussel, sagði dóminn yfir Öcalan dauðadóm yfir kúrdísku þjóðinni. „Þeir sem hafa breytt Kúrdistan í blóðvöll öld- um saman halda áfram hryðjuverk- um sínum,“ sagði Yasar Kaya, full- trúi útlagaþingsins. Yfirvöld í Tyrk- landi fullyrða að þingið sé hluti af PKK-flokknum. Stuttar fréttir dv Forseti í fíkniefnum Hugo Banzer, forseti Bólivíu, er flæktur í flkniefnahneyksli. Aðal- maðurinn i hneykslinu, Mar- ino Diodato, er kvæntur einni af frænkum forset- ans og lagði fram um 1 milijarð dollara í kosn- ingastóð forset- ans. Það voru fikniefhalögreglu- menn frá Bandaríkjunum sem komu upp um flkniefnahringinn er smyglaði að minnsta kosti 8 tonn- um af kókaíni til Evrópulanda. Eldur í göngum Eldur kom upp í veggöngum við Drammen í Noregi í gær. Tveir slökkviliðsmenn létust við störf þegai’ sprenging varð í göng- unum. Fimmtán slösuðust. Manntjón í Japan Að minnsta kosti 23 eru látnir og 15 er saknað eftir úrhellisrign- ingar í vesturhluta Japans í gær. Ár flæddu víða yfir bakka sína og aurskriöur féllu. Lífverðir skotnir Tveir lifvarða Zedillo Mexíkó- .forseta voru skotnir til bana í gær. Ráðist var á lífverðina fyrir utan bústað forsetans 1 Mexíkó- borg. Forsetinn var hins vegar staddur í Rio de Janeiro þegar til- ræðið átti sér stað. Löggur til Kosovo Madeleine Albright tilkynnti í gær að Bandaríkin væru reiðubú- in að senda 450 lögreglumenn til Kosovo. Mik- il glæpaalda ríð- ur nú yfir hér- aðið og mikil- vægt að mati ut- anríkisráðherr- ans að koma lögum og reglu á sem fyrst. Átján önnur lönd hafa einnig boðiö fram lögreglumenn og þykir líklegt að alls muni 900 laganna verðir halda til Kosovo á næstunni. Stjórnvöld óvinsæl Næstum helmingur Hong Kong- búa er ósáttur við stjómvöld. Margir telja mannréttindi og lýð- ræði hafi farið aftur eftir að Kín- verjar tóku við stjómartaumun- um árið 1997. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Kínverska háskólans í Hong Kong. Tólf létust í skotárás Tólf létust þegar hópur her- manna réðst að íbúum Antantnag- héraðs í Kasmír í gær. Um 25 þús- und manns hafa látist í átökum í Kasmír síðan barátta fyrir að- skilnaði hófst fyrir 9 áram. Kókið í lagi Rannsókn á CocaCola sem var selt á krá í Belgíu fyrir nokkrum vikum er lokið. Ekkert fannst að umræddu kóki og því óljóst af hveiju fjórir gestir urðu veikir og þykir sannað að ekki eru tengsl á milii þess og gall- aða kóksins sem verksmiðjurnar urðu aö innkalla í Belgíu og Frakk- landi nokkru seinna. Drap hund í æðiskasti Kanadamaður hefur verið dæmdm’ til 15 mánaða fangavistar fyrir að berja lítinn hund til dauða. Ástæðan var sú að manninum þótti eigandi hundsins tefja umferð þegar hann stöðvaði bifreið sína til að hleypa önd yfir götuna. Á fund Clintons Kim Dae-jung, forseti S-Kóreu, heldur á fostudag til Washington þar sem hann mun hitta Clint- on forseta að máli. Markmið fundarins mun að biðja Banda- ríkin um áfram- haldandi aðstoð i efnahagsmál- um. Þá mun Kim kynna stefnu sína varðandi samskipti við N- Kóreu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.