Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 10
io menning MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 X-j"V Frjáls listsköpun og gagnleg I síðustu viku komu fyrir almenningssjónir tvö stór verk sem komið hefur verið fyrir í opin- berum byggingum á Reykjavíkursvæðinu. Annað er steindur gluggi í kórgafli Langholtskirkju eftir Sigríði Ásgeirsdótt- ur, hitt er verk eftir Hall- dór Ásgeirsson í húsa- kynnum íslenskrar erfða- greiningar að Lynghálsi 1. I fljótu bragð mætti ætla að hér væri um tvö gjörólík verk að ræða; enda voru þau kynnt með sitt hvorum hætti. í frétt- um og viðtölum var fyrst og fremst fjallað um kirkjuglugga Sigríðar með hliðsjón af hlutverki hans í kirkjurýminu, tal- að var um mikilvægi hans fyrir heildarmynd kirkjukórsins, um hann sem altaristöflu „með boð- skap og íhugunarefni", Sigríður Ásgeirsdóttir fyrir framan glugga sinn í Langholtskirkju. auk þess sem minnst var á jákvæð áhrif hans á hljómburð í kirkjunni. ____________________________________________ Þeir fáu sem komu til að skoða gluggann, að- allega íbúar í Langholtssókn, hafa því tæp- lega velkst í vafa um að þarna væri komið gagnlegt verk. Um verk Halldórs var hins vegar rætt á allt öðrum nótum. Það var klárlega mynd- listarverk, „sprottiö úr starfsemi fyrirtækis- ins“, svo vitnað sé í fréttatilkynningu, en að öðru leyti mun listamaðurinn hafa haft frjálsar hendur til túlkunar. Það var sömu- Listhönnun Aðalsteinn Ingólfsson leiðis auðheyrt á aðstandendum íslenskrar erfðagreiningar, myndlistarmönnum og ýmsum menningarforkólfum, sem komu til afhjúpunar á verki Halldórs, að þeir töldu sig vera að halda upp á tilurð frjálsborins „myndlistarverks". Hyllingar hins yfirnáttúrlega Viðbrögðin við þess- um tveimur verkum eru allrar athygli verð, þar sem þau lýsa í hnotskurn óstöðugleika ýmissa hug- taka í sjónlistum nútíðar. Og tregðu okkar að taka þau til endurskoðunar. Staðreyndin er sú að „frjáls" listsköpun og „nytsamleg“ skarast nú í ýmsum mæli, einkum þegar kemur að listaverk- um á almannafæri. Höf- um við virkilega engin „not“ af veggmynd Gerðar Helgadóttur á Tollstöðvar- húsinu? Eða hyrndum skúlptúrum Magnúsar Tómassonar við Vestur- bæjarskólá? Staðreyndin er líka sú að í meginatriðum - og alveg óvart - eru þessi verk þeirra Sigríðar og Halidórs sláandi lík, bæði hugmyndalega og í útfærslu. Bæði eru þau klæðskerasniðin að umhverfi sínu. Bæði eru þau hyllingar til yflr- náttúrlegra eða frumnáttúrlegra afla. í báðum tiifellum eru gler og birta virkjuð til þessarar hyllingar, og þá sérstaklega margháttaðir blátónar með öllu sínu táknræna trússi. í báð- um tilfellum eru verkin felld inn í glugga- karma sem fyrir eru, þar sem þau blasa við gestum um leið og komið er inn. Kannski er það langsótt, en í gler- pípunum sem Halldór notar í verki sínu þóttist ég einnig sjá samsvönm við orgelpípurnar sem brátt verða settar upp fyrir framan glugga Sigríð- ar í Langholtskirkju. Þessi samlíking flökraði að mér þegar ég horfði á Kol- bein Bjarnason blása í flautu sína fyr- ir framan pipur Halldórs. „Nytjalistarverk" eða „myndlistar- verk“? Skiptir máli hvorum megin hryggjar verkin lenda? í stað þess að ástunda flokkadrætti af þessum toga ættu unnendur sjónlista að gaumgæfa sérhvert verk á eigin forsendum. EWS- Kolbeinn Bjarnason leikur á flautu fyrir framan verk Halldórs Ásgeirssonar í íslenskri erfðagreiningu. D avíðssálmasöngur Davíðssálmar fyrr og nú hefði getað verið yfirskrift tónleika Schola Cantorum sem fram fóru í Hallgrímskirkju á vegum Kirkju- listahátíðar á sunnudagskvöldið en þeir voru endapunkturinn á sérstakri Davíðs- sálmahelgi hátíðarinnar. Á efnisskránni mátti finna verk sem sam- in höfðu verið við Davíðssálma og þar voru fyrirferðarmestar fyrir hlé mótettur þýska tónskáldsins Johanns Hermanns Scheins. Schein þessi var merkilegt tónskáld og var einn af þeim fyrstu til að kynna ítalskan ma- drigalastíl í hefðbundinni kirkjumúsík. Þær mótettur sem kórinn söng eru fengnar úr bók hans Israelis Briinlein sem gefln var út árið 1623. Af þeim að dæma er ekki skrýtið að hann hafi ásamt þeim Schútz og Scheidt verið talinn fremsta tónskáld Þýskalands á þeim tíma en hann var uppi á árunum 1586-1630. Þær 6 mótettur sem kórinn söng eru hver annarri fallegri en ólíkar að gerð, þó allar einkennist þær af þessum þokkafulla ítalska stíl, textinn svo einkar vel túlkaður í tónun- um. Gera þær allar miklar kröfur til flytj- enda. Flutningurinn á þeim var ákaílega vandaður og nutu þær sín flestar einstaklega vel í meðfórum kórsins, sérstaklega flnleg blæbrigði Lehre uns bedenken og hin ótrú- lega Die mit Tránen sáen voru hreint glans- andi vel gerðar. Þó var eitthvert ójafnvægi milli radda í Ich bin jung gewesen og Was Betrubst du dich, meine Seele sem gerði að verkum að þær nutu sín ekki sem skyldi. Drottinn er minn hirðir Gregorsöngurinn hljómaði líka fallega þótt textinn hyrfl einhvers staðar í hvelfmg- unni en það jók nú bara á stemninguna. Eitt bjart og fallegt verk Alessandros Scarlattis Schola cantorum á æfingu. fékk líka að fljóta með og var afar fallega sungið af kómum. Eftir hlé var áherslan á íslensk verk og var skemmtilegt að heyra muninn á sálmi 96 Cantante Dominum frá hendi Hans Leos I * ■■ Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Hasslers og Harðar Áskelssonar, stjórnanda kórsins, og þótt 400 ár séu á milli þeirra var sama fegurðin og gleðin til staðar í báðum verkum og flutningur þeirra beggja til fyrir- myndar. Drottinn er minn hiröir eftir Jónas Tómas- son fékk einnig und- urfagra með- ferð hjá kórn- um með held- ur íslenskari tón en áður hafði heyrst. Einn frum- flutningur var á dagskrá og var það á verki Olivers Kentish sem hafði verið sérstaklega pantað fyrir hátíðina. Oli- ver hef- ur sýnt það að hann er laginn að semja fyrir raddir og kom því ekki á óvart að heyra hversu vel honum hafði tekist upp í þetta sinn. Textinn er fenginn úr 25. sálmi og sunginn á ensku, Turn thee unto me, og málaður dökkum litum þar sem angistin og eymdin íklæðast tónum en verkið er heilsteypt og áhrifamikið og vel flutt af kórnum þrátt fyr- ir smáóöryggi á örfáum stöðum. Tigniö Drottinn eftir Jón Hlöðver Áskelsson var svo glæsilegt í flutningi kórsins og einsöngsstróf- urnar sérlega fallega sungnar bæði af sópran og tenór. Tónleikunum lauk svo með Exulta- te Deo, mögnuðu verki Francis Poulencs, og sem fyrr brást kórinn ekki áheyrendum sín- um sem þökkuðu vel fyrir sig í lokin. Kórinn hefur nú bætt enn einni rósinni í hnappagat- ið með þessum vel heppnuðu tónleikum. Tríó í Selfosskirkju Musica Colorata heitir tónlistarhópur (hvað varð um gömul og gegn nöfn eins og „Geysir", „SöngbraÉÆur" og ,,Heimir“?), eða raunar tríó, sem í eru þrír ágætir tónhstar- menn: Auður Hafsteinsdótt- ir fiðluleikari, Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari og Peter Tompkins óbóleikari (á mjmd). í kvöld, kl. 20, heldur tríóið tónleika í Selfoss- kirkju og þar verða á efnisskrá verk eftir Hándel, C.P.E. Bach, César Cui, Oliver Kentish, Kalliwoda og Sibelius. Þessa efnisskrá fluttu þau Auður, Guðríður og Peter í Stykkishólmi sl. sunnudag við ágætar undirtektir svo ekki er að efa að Selfossbúar eiga spennandi tónleika í vændum. Guðrún valin til Camegie-sýn- ingar Carnegie Art Award heitir myndlistarsýning sem sænska flárfestingar- fyrirtækið Carnegie í Stokkhólmi stendur fyrir öðru sinni í ár. Sýningin er helguð norrænni málarahst og er fagmönnum á Norðurlöndun- um fimm fahð að tilnefna listmálara th hennar og sérstakra verðlauna sem veitt eru í tengslum við hana. Verðlaunin eru vegleg. Fyrstu verð- laun nema 500.000 s.kr., önnur 300.000 s.kr. og þriðju verölaun 200.000 s.kr. Auk þess er ungum myndlistarmanni veittur sérstakur styrkur að upphæð 50.000 s.kr. Sérstök dómnefnd norrænna safnstjóra velur síðan sýnendur úr tilnefndum listamönnum. Nú er búið að velja 27 listamenn tíl Camegie- sýningarinnar 1999 og eru í þeim hópi átta Finnar, sex Svíar, sex Norðmenn, fjórir Danir og þrír íslendingar: Guörún Einarsdóttir (á mynd), Georg Guöni og Helgi Þorgils Friöjóns- son. Sýningin verður opnuð í Ósló þann 15. októ- ber nk. af Sonju Noregsdrottningu og flyst síð- an mhli landa. Henni lýkur hins vegar í Lund- únum í maí árið 2000. Listahátíð vill fá smásögur Listahátíð í Reykjavík hefur ákveðið að e&ia th smásagnasamkeppni á Listahátíð árið 2000 og er samkeppnin samstarfsverkefni Ríkisút- varpsins, Vöku-Helgafehs og Listahátíð ar. Verðlaun verða veitt fyrir bestu smásögumar og mun Ríkisútvarpið í thefni af 70 ára afmæli sínu greiða verðlaunahöfiun kr. 200.000 í 1. verð- laun, kr. 100.000 i 2. verðlaun og kr. 50.000 í 3. verðlaun. Vaka-Helgafeh mun síðan gefa verðlaunasögurnar út á bók ásamt sjö sögum úr keppn- inni th viðbótar. Jafnframt verða smásögurnar tíu, sem bestar þykja, lesnar í útvarpi. í dómnefnd sitja Þorsteinn Þorsteinsson, f.h. Rithöfundasambands íslands, Bergljót Krist- jánsdóttir, f.h. Bókmenntafræðistofnunar Há- skóla íslands, og Sveinn Einarsson, f.h. Listahá- tíðar í Reykjavík. Skilafrestui' th að senda inn smásögur er 15. október 1999. Listahátíð efndi fyrst th smásagnasamkeppni árið 1986 og bárust þá 370 sögur. Síðan efndi há- tíðin th ljóðasamkeppni árið 1996 og var einnig mikh þátttaka í henni og gefln út ljóðabók með völdum ljóðum (sjá mynd). Fundin saga eftir Faulkner Fyrir fimmtíu árum höfnuðu banda- rísku timaritin Harpers og Atlantic Monthly smásögu sem rithöfundurinn William Faulkner (á mynd) hafði sent þeim. Eftir það hvarf þessi smásaga og kom ekki fram í dagsljósið fyrr en ný- lega. Smásagan, sem nefhist Lucas Beauchamp og fjallar um fátækan og fá- vísan blökkumann, verður nú gefln út af Virgina Quarterly Review í næstu viku. Þótt sagan þyki ekki vera meðal meistaraverka Faulkners telst uppgötvun hennar th bók- menntalegra tíðinda í Bandaríkjunum þar sem áhtið var að búið væri aö hafa uppi á öhum verkum skáldsins. Umsjón Aðalsteinn ingólfssnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.