Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 Spurningin Notar þú Internetið? Magnús Arthúrsson, starfar hjá Olíudreifingu: Annaö slagið. Engilbert Friöþjófsson, vinnur hjá Pizzahúsinu: Já, mikið. Berglind Jónsdóttir, vinnur í Hagkaupi: Já, stundum. Ásdís Jóhannsdóttir, vinnur í Ný- kaupi: Já, stundum. Björg Long ræstitæknir: Nei, aldrei. Emilía Ruth Ragnarsdóttir, 10 ára: Nei, ekki svo mikið. Lesendur Ríkið, það Einar Einarsson skrifar: Þá hefur Þórarni V. Þórarinssyni loks tekist það sem bæjarrómur sagði fyrir ári síðan - þ.e.a.s. að gera sjálfan sig að forstjóra Lands- símans, þó án þess að geta komið Guðmundi Björnssyni fyrir hjá öðru ríkisfyrirtæki eða -stofnun. Það er sérstök ástæða til að óska Þórarni til hamingju með að hafa komið þessum afar sérstöku skipu- lagsbreytingum i gegn hjá Lands- símanum. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem stjórnarformaður fyrirtækis tekur við forstjórastöðu og fráfarandi forstjóri er engu að síður ráðinn ráðgjafi fyrirtækisins. Til hvers var þá verið að skipta út forstjóranum ef hann á svo að vera ráðgjafi fyrirtækisins? Er hann þá nógu góður fyrir fyrirtækið? En verðandi forstjóri er bestur, það vit- um við sem sjáum hann í blöðunum og í sjónvarpsviðtölunum. Þar er á ferðinni maður sem er frægur og fær. Talsmaöur vinnuveitenda sem verður talsmaður ríkisins. Frjáls- hyggjumaður sem verður ríkis- starfsmaður. Og nú á heldur betur að láta í sér heyra þegar einhver gagnrýnir Landssímann, fyrirtækið hans Þór- arins. Þá verður bæði farið hörðum orðúm um viðkomandi í flölmiðlum og ráðherrum og öörum mektar- Guðmundur Björnsson, ráðgjafi Landssímans hf. mönnum skrifuð bréf til að lýsa frati. Frati á viðkomandi sem vinn- ur vinnu sína eins og lög og reglur gera ráð fyrir - Samkeppnisstofnun, Tal, Íslandssíma og alla sem eru vondir við Landssímann og Þórar- in. Og það verður forvitnilegt að sjá hvort hinn frjálshyggjumaðurinn og fyrrum blaðamaður Morgunblaðs- er ég Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans hf. ins, verði skyndilega settur út í hom. Þessi ungi upplýsingafulltrúi sem hefur ósjaldan gert sjálfan sig og Landssímann að athlægi í fjöl- miðlum. Kannski Þórarinn taki sjálfkrafa viðtölin í sínar hendur? Þórarinn því að hann er maðurinn sem hægt er að treysta á. Ríkið, það er Þórarinn. Hræðileg örlög mann- vinarins Elíasar Seiður skrifar: Mannvinurinn Elías eða ílæas eins og þeir útlendingar sem hafa unnið hér kölluðu hann, er dáinn, hann var tíu ára gamall er hann lét lífið. Saga Elíasar er skemmmtileg framan af og lýsir því hvernig við íslendingar getum verið yndislegir þegar sá gállinn er á okkur. Elías var köttur sem bjó á verbúð á Patreksfirði, verbúðin er tveggja hæða og þetta var veröld Elíasar. Ekki eins lítil veröld og maður gæti fyrst haldið, því þarna kynntist hann fólki frá Færeyjum, Portúgal, Suður-Afríku, írlandi, Englandi, Póllandi og mörgum öðmm löndum. Elías bjó þama og það fólk sem kom og lifði þar með honum hugs- aði um hann. Til skiptis bjó hann á neðri hæð eða efri, ár og ár í einu og Elías var elskaður; „ílæas, vott a vonderfúl katt“, heyrði maður er á hann var minnst. Þá kemur að örlögum Elíasar. Nú fyrir stuttu féll hann fyrir hendi manns, Pólverja sem hafði búið á Patreksfirði í tvö ár í mesta lagi. Hann, í reiðiskasti og mikið truflað- ur að mínu mati, drepur Elías, mannvin aldarinnar. Elías, sem gælt hafði við fólk alls staðar af þessari jörð og aldrei gert manna mun, skildi hvert eitt einasta tungu- mál sem talað var í hans húsum, féll fyrir hendi útlendings. Gestgjafinn mikli, orðinn gamall köttur og vit- ur. Þá kemur að þvi. Enginn átti hann, en allir áttu hann samt, mik- il reiði, grátur og gnístan tanna, hver átti að kæra fólið? Enginn kærði fólið, mEmnvinurinn Elías féll fyrir manni sem í krafti mannkyns- ins drepur það sem fer í taugarnar á honum. Ég er reiður, íslendingi er launuð gestrisnin, malið og sleikjurnar með lífláti og enginn getur gert neitt því enginn átti Elías, hann var allra. Morð, rán og morð, viö vorum rænd mannvininum mikla með þessu morði, morðinginn sleppur, og SVEI. Ljót er þessi litla saga og vonandi kemur svona aldrei fyrir aftur en Elías var alltof stórkostlegur til þess að morðið á honum yrði þagað til gleymsku. 600-kall kostar að skila ríkinu eign sinni Jón Guðmundsson í Keflavík hringdi: Það hagar svo til hjá mér að ég er með gamlan bíl og ætla annað hvort að selja hann, trúlega í varahluti, eða farga honum. Ég tek hann þess vegna af númerum og tryggingu. Ég fór í Bifreiðaeftirlitið héma í Kefla- vík þar sem vel var tekiö á móti mér. Þar var mér tjáð að ég þyrfti að borga 600 krónur í geymslugjald fyr- ir númeraplöturnar. Ég vildi nú vita fyrir hvað ég væri að borga og var sagt að embættið væri með stærðarherbergi til að geyma núm- er. Auðvitað fannst mér þetta gjald ÍUÉ^IiMIM þjónusta allan sólarhringinn ROflllls J J| JU lllinUi«in - eða hringið í síma ^0^50 5000 HfHlli kl. 14 og 16 Bílnúmeraplötur - þegar þeim er skilað til eigandans þarf að borga 600 krónur í „húsaleigu". Einn furðuskatturinn sem fjármálaráðuneytið hefur fundið upp. einkennilegt. I fyrsta lagi er það há húsaleiga fyrir lítið pláss - en auk þess vill svo til að ég á ekki bílnúm- erin. Ég bauðst til að hýsa bílnúm- erin en þvi tilboði var hafnað. Stúlkan varð að segja mér að hún gæti ekkert aö þessu gert, hún yrði að innheimta gjaldið. Starfsfólk var nokkuð á sama máli og ég um að þetta gjald væri vanhugsað. Það á ekki að vera hægt að skattleggja fólk fyrir að skila númeri til eigand- ans, ríkisins. Auövitað er þetta skattlagning, ein af mörgum dulbúnum skattlagn- ingum í þjóðfélaginu, það er ekki hægt að hreyfa sig fyrir slíku. Ef dulbúnir skattar eru lagðir ofan á opinber gjöld kemur í ljós hvað við borgum mikið. Lögreglan brýtur lög á forræðis- manni Ungur faðir í Reykjavík hringdi: „Við erum með sameiginlega forsjá dóttur okkar, ég og móðir hennar. Um daginn fóru þær utan og konan fékk vegabréf handa dótturinni. I vegabréfa- deild löggunnar var henni sagt að hún þyrfti ein að skrifa und- ir umsóknina. Mér fannst þetta skrýtið þegar ég frétti af þessu, hringdi í sýslumann og var sagt að þegar vegabréf væru gefin út sæju þeir á tölvunni dvalarstað barns, en ekkert um forsjár- menn þess, málið væri að emb- ættin verði að sýna mannlegheit og trúa fólki. Mér finnst þetta ekki góð embættismennska og lét það í ljós á þennan hátt og fékk að launum sýnishorn af hroka embættismannsins. Reynslan sýnir að svona á ekki að vinna hlutina, auðvitað átti ég líka að kvitta undir, og hefði gert það með glöðu geði. Milli mín og þeirra mæðgnanna er ágætt samkomulag. En þetta býöur upp á að fólk laumist úr landi með börnin, eins og dæmi sanna, án þess að sátt sé um flutning milli forræðisaðilanna. Vegalögreglan verður að láta sjá sig úti á vegunum. Hvaö er vegalögregl- an aö hugsa? GG skrifar: Umferðin milli Reykjavíkur og Hveragerðis eftir hádegi á sunnudag var með ólíkindum mikil, nánast bíll við bfi, rétt eins og á Laugavegi. Þarna voru örfáir sem ítrekað voru í fram- úrakstri, eins og það þýddi nú lítið. Þarna var greitt ekið. Lög- reglan getur sannarlega unnið fyrir kaupinu sínu á þessum þjóðvegi sem öðrum, ef hún yfir- leitt nennir aö vinna vinnuna sína. Hvað er vegalögreglan ann- ars að hugsa. Það veitir ekki af að vera á vettvangi og halda aft- ur af ökuníðingunum sem á ferðinni eru. Einn þeirra kom á skrjóð sínum rétt fyrir ofan Skíðaskálann og ruddist milli míns bfis og annars sem kom á móti, þar sem þrenging er á veg- inum. Það var ekki stór aðskiln- aður mfili bílanna þriggja. Ekki fleiri þýskar, takk! Sjónvarpsglápandi hringdi og leist illa á: Kvikmyndin Okkar maður, þýsk spennumynd, eins og hún var kynnt, fannst mér vægast sagt fila samsett. Myndir af þessu tagi hafa verið áður frá Þýskalandi. Mér er tjáð að RÚV hafi komist í einhverja kistu fulla af þess kon- ar góðgæti og hyggist demba þessu yfir þá sem enn horfa á stöðina. Það er mikið metnaðar- leysi sem þarf til að taka slíkar myndir til sýninga í stað þess að hafna þeim. Við sem greiðum há gjöld af sjónvarpsdagskrá RÚV eigum rétt á að fólk vandi sig í vali efnis, það viröist ekki gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.