Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 13 DV Fréttir Ásdís Sigfúsdóttir og Ólöf Pálmadóttir að raða fiskhryggjum á bretti hjá Laugafiski sem síðar fara á matarborð í Ní- geríu. DV-mynd gk Laugafiskur: „Stóriðja" í Reykjadal DV, S-Þingeyjarsýslui „Við vinnum hér um 30 tonn á dag ef allt er eðlilegt. Hráefnið fáum við að mestu frá Akureyri og Húsa- vík en einnig lengra að, s.s. frá Raufarhöfn og Ólafsfirði," segir Hörður Sigurðsson, verkstjóri hjá Laugafiski í Reykjadal i S-Þingeyj- arsýslu, en þar eru þurrkaðir haus- ar og hryggir af fiskum sem síðan fara á matarborð Nígeríumanna. Það er dálítið furðulegt að koma að Laugafiski því ekki er algengt að fiskvinnsla sé stunduð langt inni í landi eins og á sér stað í Reykja- dalnum. Laugafiskur var stofnað 1988 eftir að forverinn Stokkfiskur hafði orðið gjaldþrota. Útgerðarfé- lag Akureyringa er langstærsti eig- andi Laugafisks með um 80% eign- araðild, en Fiskiðjusamlag Húsavík- ur á um 20%. „Við vinnum hausa og hryggi, mest þorsk, en einnig af öðrum teg- undum s.s. ýsu og ufsa. Fiskurinn er settur á grindur og síðan fer hann í sérstaka þurrkklefa og er loks pakkað. Hér starfa um 25 manns og flestir sem hér starfa eiga heima í Reykjadal, en þó er hér einnig fólk sem býr m.a. í Aðaldal og Bárðardal. Fyrirtækið er mjög mikilvægt atvinnulífmu hérna, það má orða það þannig að Laugafiskur sé eins og stóriðja hér ef við horfum þannig á málið,“ segir Hörður verk- stjóri. -gk Samherjamaður vestur: Bjartsýnn á nýja félagið BorgarQarðarbraut: Kæru Stef- áns hafnað DV, Akureyri: „Ef samruni þessara fyrirtækja geng- ur vel hef ég áhuga á að koma að mál- inu bæði sem fjárfestir og mun einnig skipta mér eitthvað af gangi mála, t.d. með setu í stjórn,“ segir Þorsteinn Vil- helmsson, en einkahlutafélag hans, Ránarborg ehf., mun verða 10% eigandi að sameinuðu sjávar- útvegsfyrirtæki Hraðfrystihússins hf., Gunnvarar hf. og íshúsfélags ís- flrðinga á ísafirði. Þorsteinn, sem er einn Samheija- frændanna á Akureyri, hætti störfum hjá Samheija fyrir skömmu og segist bjartsýnn á framtíð nýja félagsins. „Ég hef trú á því að ef menn snúa bökum saman geti þetta félag gert góða hluti, kvótastaðan verður góð, en menn þurfa að hagræða," segir Þorsteinn. -gk DV, Vesturlandi: í síðustu viku var tekin fyrir hjá úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála kæra Stefáns Eggertssonar í Steðja vegna út- gáfu framkvæmdaleyfis á vega- gerð um Steðjabrekku. Hrepps- nefnd Borgarfjarðarsveitar sam- þykkti í febrúar sl. framkvæmda- leyfi til að breyta legu Borgar- fjarðarbrautar um Steðjabrekku og um að veita Vegagerðinni leyfi til efnistöku úr námu í landi Steðja. Stefán kærði þessa ákvörðun í mars sl. og voru forsendur kærunnar m.a. að hreppsnefnd hefði skort lagaheimild fyrir ákvörðun sinni; að lög kvæðu á um umhverfismat og að fram- kvæmdir væru i ósamræmi við skipulag. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála féllst ekki á nein af málsrökum kæranda en úr- skurðarorð voru eftirfarandi: „Hafnað er kröfum kæranda um að ógiltar verði ákvarðanir hreppsnefndar Borgarfjarðar- sveitar frá 11. febrúar 1999 um að samþykkja framkvæmdaleyfi til að breyta legu Borgaríjarðar- brautar um Steðjabrekku og um að veita Vegagerðinni leyfi til efnistöku úr námu merktri D í landi Steðja.“ -DVÓ/GE Bændur á Suðurlandi og víðar hafa beðið eftir þurrki - sumarið hefur verið afar kalt og veðrátta rysjótt. En það birti til fyrir helgi hér sunnanlands og þá fengu kýrnar á sumum bæjum að fara úr húsi. Þær slettu heldur betur úr klauf- unum eins og sjá má á myndinni sem tekin var í Mýrdalnum. Nú bíða bændur eftir að vel þorni og þá fer heyskap- urinn á fullt. DV-mynd Njörður - varahlutir ITKJRRAY [EHF. Sími: 587 9699 CJALFSBJORG Landssamband fatlaðra 8):■ STOFNA0 A . JUNf 1353 i^pÁRA AFMÆLISHAPPDRÆTTI Vinningar í 40 ára afmælishappdrætti Sjálfsbjargar* Útdráttur 24. júní 1999 Nissan Terrano II árg. 1999 sjálfsk. kr. 2.924.00 79545 Ford Focus High Series árg. 1999 kr. 1.719.000 1773 46361 Ferðavinningur með Úrval/Útsýn kr. 140.000 1844 18573 42297 60142 77267 93376 103703 115677 3927 22547 52145 60779 81047 95150 107773 118339 9866 26664 52688 61165 86389 99016 109798 120729 13781 28739 55014 62211 89145 102339 110089 123355 14311 30290 55538 66141 91022 102357 115367 125569 Úttekt í Kringlunni kr. 40.000 858 15385 25224 37312 48709 210515455 25346 37455 50404 5136 15512 27453 37710 50892 5268 16501 27551 39390 51215 5400 17077 27843 39433 53111 5797 17267 30848 39696 54436 6172 17397 31335 41030 54531 6970 18178 32550 41467 54747 7964 18795 32666 42793 57294 8628 19228 32953 42865 57887 9289 20529 33326 42898 58058 11234 21613 33432 43108 58324 12523 21982 33439 43271 59196 13350 22945 33747 44588 59212 13797 23377 35176 44635 59240 13946 24132 35252 45774 59842 14143 24377 36128 46033 60213 14926 25046 36770 47092 61743 62685 77952 93004 105143 115005 63373 78134 95233 105843 115570 63386 79043 95861 106475 116249 64015 79565 95904 106708 117021 66097 80395 95912108283 117115 67740 81438 95924 108393 118475 70207 81455 96621 108810 119352 70478 83954 97306 109309 120041 70872 85830 98927 109774 120109 71121 86551 99320 110732 121189 73718 87515 99475 110867 124571 74204 88020 99643 111056 124897 74799 88864 101203 111703 124998 75276 88984 101209 112056 125510 75326 89639 101763 112561 125518 75818 90426 103460 112798 125865 75902 90780 104385 113098 127226 76318 92523 105097 113578 *Birt með fyrirvara um innsláttarvillur Þökkum veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík, sími 552-9133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.