Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 17 Sport Sport \BV Keflavlk - IBV 1-3 ” Gestur Gylfason - Allan Mörköre 2, Guöni Rúnar Helgason íRreiöablik - ri-o Bjarki Pétursson FH - Stjarnan 0-4 Veigar Gunnarsson 3, Boban Ristic Þrottur R. 0-1 Sumarliði víti Víkingur Árnason, i ENGLAND Fjórir í kvöld Fjórir seinni leikir 16 liða úrslita bikarsins fara fram í kvöld klukkan átta. KR og Fylkir mætast i vesturbænum, Valur og Víðir á Hlíðarenda, Fram 23 og ÍA á Laugardalsvelli og Sindri og Haukar á Hornaflrði. -ÓÓJ Vandamál hjá meisturum Manchester United: Fá meistararnir að sleppa bikarnum? Svo gæti farið að Manchester United verði ekki með í ensku bik- arkeppninni á næsta tímabili. For- ráðamenn United hafa farið fram á það við enska knattspyrnusamband- ið að fá að sleppa við þátttöku í bik- arnum eða í versta falli að koma inn í keppnina í 5. umferð. Ljóst er að með stofnun heims- meistarakeppni félagsliða verður álagið á leikmenn liðsins gífurlegt á næsta tímabili. Leikmennirnir kvörtuðu sáran undan miklu álagi á síðasta timabili sem var eitt það sig- ursælasta í sögu þess en komandi tímabil verður ekki léttara nema síður sé. Ef allt leikur í lyndi á næsta tímabili leikur liðið tæplegaa 80 leiki. Fyrsta heimsmeistarakeppni fé- lagsliða verður haldin í Brasilíu í janúar en þangað er stefnt bestu fé- lagsliðum heims. Áður en nokkur endanleg ákvörð- un er tekin í málinu verður að skoða allar hliðar þess ofan í kjöl- inn. Enska knattspyrnusambandið óttast það ef Manchester United verður ekki með á mótinu í Brasil- íu muni líkurnar minnka verulega á því að heimsmeistarakeppnin verði haldin á Englandi árið 2006. England berst m.a. við Þýskaland um að halda keppnina. Ef United tekur ekki þátt í HM félagsliða verð- ur Bayem Múnchen tekið inn í staðinn sem mótherji enska liðsins í úrslitum Evrópumótsins í Barcelona sl. vor. Það sem Englendingar óttast er að ef United verður ekki með myndu möguleikar þeirra til að halda HM 2006 minnka. Gífurlegir hagsmunir era í húfi enda hefur umsókn Englendinga kostað þá miklar fjárhæöir. Er litið á það sem áfall fyrir umsókn Englendinga ef þýska liðið fer til Japans. Tony Banks, íþróttamálaráðherra Bretlands, var inntur álits á málinu á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í gær. „Ég má ekki til þess hugsa að United taki ekki þátt í HM félags- liða þannig að Bayern taki sæti liðs- ins. Það yrði mikið áfall fyrir um- sókn Englendinga." Manchester United nýtur stuðn- ings enska knattspyrnusambands- ins sem boðið hefur liðinu að taka ekki þátt í bikarkeppninni. Þetta boð hefur fengið misjafnar undir- tektir hjá ýmsum aðilum. Félagið sjálft hefur ekki svarað þessu’boði og skoðanir manna eru mjög skipt- ar varðandi málið. -JKS/-SK Stórleikur Veigars - þegar Stjarnan rúllaöi yfir FH-inga, 0-4, og inn í 8 liða úrslit 0-1 Veigar P. Gunnarsson (8.) 0-2 Veigar P. Gunnarsson (65.) 0-3 Boban Ristic (68.) 0-4 Veigar P. Gunnarsson (86.) „Þetta var mjög ánægjulegt, sérstaklega af því að þetta var fyrsta þrennan mín með meistaraflokki. Við höfum alltaf haft tak á FH og þeir eru í raun að spila ranga leikaðferð gegn okkur. Það er ekki einu sinni erfitt að spila á móti þeim. Svo höfum við verið vel stemmdir undanfarið og erum komnir á sigurbraut," sagði Veigar P. Gunnarsson eftir 0-4 sigur á FH i Kaplakrika I gærkvöld. Auk þrennunnar lagði Veigar upp ijórða markið og átti sannkallaðan stórleik. Það var nokkuð gegn gangi leiksins þegar Veigar gerði fyrsta markið á 8. mínútu eftir að Valdimar Kristófersson hafi skallað aukaspyrnu Bernhards Guðmundssonar fyrir fætur Veigars. Eftir þetta dofnaði nokkuð yfir leiknum og gerðist lítið markvert fram að hléi fyrir utan að FH-ingar fengu tvö Veigar Páll Gunnarsson. þokkaleg færi sem ekki nýttust. Það tók Stjörnuna 20 mínútur að skora sitt annað mark. Þar var Veigar aftur að verki eftir að misheppnað skot Bobans Ristic hafnaði hjá honum. Eftir það brustu allar flóðgáttir hjá FH- ingum. Þremur mínútum síðar skoraði Rostic eftir fyrirgjöf Veigars og fjórum mínútum fyrir leikslok fullkomnaði Veigar þrennuna þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Sigurðar Friðrikssonar. FH-ingar voru nánast heillum horfnir í þessum leik ef fyrstu mínúturnar eru undanskildar. Einu mennirnir sem sýndu lit voru Hallsteinn Arnarson og Davíð Ólafsson á miðjunni. Stjörnumenn léku ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en réðu lögum og lofum í þeim síðari. Veigar og Ristic voru mjög hættulegir saman í framlínunni og Dragan Stojanovic og Sigurður Friðriksson voru öflugir á miðjunni. Vörnin var stundum óörugg en það kom ekki að sök að þessu sinni. -HI Islenska 18 ára landsliðið, hér til vinstri, varð Norðurlandameistari í handbolta í gær. Á myndina vantar þó Fannar Þorbjörnsson, Sverri Pálmason og Kristján Andrésson. DV-mynd Óskar . Eftir úrslitaleik Rangers og Celtic í skoska bikarnum á dögunum voru tekin þvagsýni til rannsóknar úr nokkrum leikmönnum. Niðurstaðan leiddi í ljós að Alan Stubbs, leikmaður Celtic, væri meö alvarlegan sjúkdóm. Við fyrstu sýn lækna gæti veriö um krabbamein að ræða en Stubbs verður að gangast undir ítarlega læknisrannsókn. Hann var staddur erlendis í sumarfríi með fiölskyldu sinni þegar honum bárust tíðindin. Nicolas Anelka sagði í gær að hann vildi komast frá Arsenal. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að mál sín varðandi Lazio skýrðust i siðasta lagi á fóstudag. Allar líkur eru taldar á því að hann gangi til liðs við Rómarliðið. Svo gœti farið að Stan Collymore léki með gríska liöinu Panathianikos frá Aþenu á næsta tímabili. Samningaviðræður standa á milli Aston Villa og gríska liðsins. Hollenski knattspyrnumaðurinn Pierre van Hoojdonk var i gær seldur frá Nottingham Forest til hollenska liðsins Vitesse fyrir 400 milljónir króna. Hoojdonk vakti mikla athygli á síðustu leiktíð í enska boltanum er hann fór í nokkurra mánaða verkfall til að mótmæla því að forrráðamenn liðsins neituðu að styrkja liðið með kaupum á sterkum leikmönnum. -JKS/ -SK - minnisstæðust frá leik Blika og ÍR 1-0 Bjarki Pétursson (47.) Ef ekki hefði verið vegna hinnar einmuna veðurblíðu sem var á Kópavogsvelli í gær þegar lið Breiðabliks og ÍR mættust í 16 liða úrslitum bik- arkeppninnar, þá hefðu sjálf- sagt margir áhorfendur verið búnir að koma sér heim löngu áður en leiktíminn rann út. Leikurinn sem liðin buðu upp á var í heildina séð leiðinleg- ur. Miðjuþóf og tilviljana- kenndur sóknarleikur bauð hvorki upp á spennu, hraða né annað það sem prýðir skemmtilegan fótboltaleik. Algjört jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Blik- arnir sóttu þó heldur meira og fengu tvö ákjósanleg færi sem þeir fóru illa með. Fyrst Marel Baldvinsson sem skaut langt fram hjá marki þegar hann stóð einn og óvaldaður í víta- teig ÍR og Tómas Ingason varði vel fast skot Hreiðars Bjarnasonar á síðustu sek- úndu hálfleiksins. Bjarni Gaukur Sigurðsson átti besta færi ÍR í fyrri hálfleiknum þegar hann skaut að marki úr aukaspyrnu, en Atli Knútsson varði fast skot hans. Seinni hálfleikur var varla hafmn þegar Blikarnir höfðu tryggt sér sigurinn. Kjartan Einarsson tók hornspyrnu frá vinstri, þar sem Ásgeir Bald- urs skaut að marki, boltinn skoppaði undir Tómas í marki ÍR og Bjarki Pétursson fylgdi boltanum í netið á 47. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í síðari hálfleiknum, ÍR-ingar sóttu nokkuð í sig veðrið eftir mark Blikanna en höfðu ekki erindi sem erfiði. Erfiður leikur „Þetta var erfiður leikur, þeir eru með gott lið, börðust vel og lögðu sig vel fram sem kom fram í þvi að við áttum erfitt með að spila boltanum. Það leikur enginn betur en andstæðingurinn leyfir. Við höfum ekki náð aftur þeim takti sem við höfðum í fyrstu umferðununum í deildinni og þar er engu um að kenna öðru en okkur sjálfum, við leggjum okkur ekki nógu vel fram,“ sagði Hákon Sverrisson, fyrir- liði Breiðabliks, eftir leikinn. -ih Víkingurinn Hólmsteinn Jónasson sést hér umkringdur af Þrótturum í viðureign liðanna í 16 liða úrslltum bikarsins í gær. Hólmsteinn berst við Þorvald Ásgeirsson um boltann en þeir Þorsteinn Halldórsson, Arnaldur Loftsson og Logi Jónsson horfa á. Á innfelldu myndinni er Fjalar Þorgeirsson, markvörður Þróttar, á undan Víkingnum Arnari Hrafni Jóhannssyni í boltann. DV-mynd ÞÖK Mörkin telja - Keflvíkingar stjórnuðu leiknum en Eyjamenn skoruðu 0-1 Guðni Rúnar Helgason (51.) 0-2 Allan Mörköre (60.) 1-2 Gestur Gylfason (64.) 1-3 Allan Mörköre (69.) í knattspymunni eru það mörkin sem gilda - ekki hverjir sækja eða spila áferðarfallegri knattspyrnu. Keflvíkingar stjómuðu leiknum svo til frá fyrstu mínútu til þeirrar síð- ustu en uppskeran var enginn. Þeir sitja eftir en Vestmannaeyingar eru komnir í átta liða úrslitin. Fyrri hálfleikur byrjaði rólega Keflvíkingar sóttu af miklum móð en áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi. Keflvíkingar stjórnuðu miðjunni en varnarmenn Vest- mannaeyinga unnu sína vinnu í vöminni og Birkir markmaður þurfti sjaldan að taka fram spari- hanskana. Vestmannaeyingar virt- ust ekki vera til stórræðanna í upp- hafi seinni hálfleiks en eins og svo oft áður skyldi enginn vanmeta Eyjamenn. Á tíu mín. kafla skoruðu þeir tvö mörk og komu sér í þægi- lega stöðu. Keflvíkingar héldu áfram að sækja og gerðu gott mark og hefðu hæglega getað jafnað en góð skyndisókn Eyjamanna gerðu þá drauma að engu - staðan skyndi- lega orðin 1-3. Keflvíkingar gáfust þó ekki upp og á 84. mín. æddi Kristján Brooks upp hægri kantinn, skildi Kjartan Antonsson, varnar- mann Vestmannaeyinga, eftir og átti skot í stöngina, Marko Tanasic náði boltanum en á síðustu stundu komst varnarmaður Eyjamanna fyrir boltann. Á síðustu mín. leiks- ins áttu bæði lið góð færi og hefðu hæglega getað bætt við mörkum. Rúnar Amarson, formaður Kefl- víkinga, var ósáttur við úrslitin en sannfærður um það að miðað við hvernig leikurinn þróaðist væri hann hvergi hræddur við leikinn á - sunnudaginn og þeir færu með þvi hugarfari í leikinn að þeir ættu jafna möguleika á að vinna. En enn þá þyrfti liðið þó að vinna í sínum málum, þétta vörnina og nýta tæki- færin í sókninni. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vest- mannaeyinga, sagði að taktíkin heföi ekki verið að leggjast í vörn þótt það hefði verið raunin mestall- an fyrri hálfleik. Með ákveðnum breytingum í seinni hálfleik hefði náðst meiri stöðugleiki í liðið sem hefði skilað nauðsynlegum sigri. Varðandi leikinn á sunnudaginn* væri hann bjartsýnn, en varaði við of mikilli bjartsýni því Keflvíkingar væru ávallt erfiðir andstæðingar, jafnvel þó að Vestmannaeyingr hefðu farið með sigur á hólmi i Eyj- um hin síðari ár. -KS Veöurblíða 0-1 Sumarliöi Ámason (21. vítaspyrna). Víkingur sigraði Þrótt, 1-0, í bragðdaufum leik á Valbjarnarvelli í gærkvöld. Heimamenn hófu leikinn af miklum þrótti og áttu nokkur færi í upphafi leiks. Víkingar vörðust vel og byggðu spil sitt upp á löngum sendingum. Svo virtist sem mikið væri í húfi fyrir bæði lið því ekki var spilaður áferðarfallegur fótbolti, heldur var mikið um kýlingar og kapphlaup í kjölfarið. Á 21. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Þorsteinn Halldórsson, fyrirliði Þróttar, braut á Þrándi Sigurðssyni og var Jóhann Valgeirsson dómari ekki í neinum vafa og dæmdi vítaspyrnu. Sumarliði skoraði öragglega úr vítinu. Þróttarar gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja og fengu ágætt færi strax í kjölfar marksins. í lok fyrri hálfleiks vildu svo Þróttarar fá víti er stjakað var við Ingvari Ólasyni í teig Víkings, en dómarinn sá ekkert athugavert við það. Víkingar komu örlítið beittari til síðari hálfleiks og sóttu meira til að byrja með. Sváfnir Gíslason kom frískur inn á í hálfleik hjá Vikingum og átti oft góðar rispur. Þróttarar spiluðu sig smám saman inn í leikinn og í lokin sóttu þeir stanslaust að marki Víkinga. Eins og í síðustu leikjum Þróttar náðu þeir ekki að skora í gærkvöld þrátt fyrir nokkur ágæt færi. „Við vorum sterkari á öllum sviðum en náðum ekki að skora,“ sagði Þorsteinn svekktur í leikslok, en hann ásamt Ingvari, Ásmundi Haraldssyni og Páli Einarssyni spiluðu vel. „Ég er nú ekki sáttur við leikinn. Við náðum ekki að láta boltann ganga eins og við lögðum upp fyrirfram. Við vissum að Þróttararnir kæmu alvitlausir á móti okkur. Baráttan hjá okkur var góð og við náðum að halda út allan leikinn og það var yndislegt," sagði Þrándur, fyrirliði Víkings, bombrattur í leikslok. Þrándur var góður í liði Víkings ásamt Daníel Hjaltasyni, Amari Hrafni Jóhannssyni og Lárusi Huldarsyni. -ÍBE ísland eignaðist í gær Norðurlandameistara í handknattleik. Landslið skipað leikmönnum 18 ára og yngri tryggði sér titilinn með öruggum sex marka sigri gegn Dönum, 20-26, en mótið fór fram í Danmörku. Góður árangur „Þetta var virkilega góður árangur og strákarnir léku mjög vel á mótinu. Við skul- um vona að þarna sé komið framtíðarlið og í raun held ég að það sé alveg klárt. Lið- ið leikur mjög sterka 3-2-1 vörn, enginn leikmanna er sérlega hávaxinn en snerp- an er þeim mun meiri og vinnusemin. Liðsheildin er mjög sterk,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari liðs- ins, í samtali við DV í gær- kvöld. Fyrsti í 6 ár ísland sigraði Svíþjóð með 30 mörkum gegn 20 í fyrsta leik mótsins og í næsta leik tók íslenska liðið það norska í nefið og sigraði 31-15. í gær vannst síðan sannfærandi sex marka sig- ur á Dönum og þar með víir fyrsti Norðurlandameistara- titill Islendinga í handknatt- leik í ein sex ár í höfn. Stórskemmtilegt mót „Þetta var stórskemmti- legt mót og íslenska liðið stóð sig stórkostlega. Ef vel verður á málum haldið er þetta framtíðarlið," sagði Friðrik Guðmundsson, liðs- stjóri íslenska liðsins, í sam- tali við DV í gærkvöld. Mörk íslands gegn Dön- um skoruðu þessir leik- menn: Jónatan Magnússon, KA 4, Bjarki Sigurðsson, Val, 4, Valdimar Þórsson, Selfossi, 4, Ingimundur Ingimundar- son, ÍR, 3, Snorri Guðjóns- son, Val, 3, Markús Michaelsson, Val, 3, Róbert Gunnarsson, Fram, 3, Einar Hólmgeirsson, ÍR, 1, Sverrir Pálmason, Gróttu/KR, l.-SK FramU23-IA Fellur Skaginn út, annað árið í röð, fyrir 23 ára liði? Komið og sjáið Sigurvin Ólafsson spila. Hittumst í Framheimilinu kl. 18.30. Veitingar seldar. Framherjar. Bland i poka Hinn 43 ára gamli Argentlnumaöur Hector Cuper verður næsti þjálfari Valencia en í gær skrifaði hann und- ir tveggja ára samning viö féiagið. Hann tekur viö starfmu af Claudio Ranieri sem gerðist þjálfari hjá At- letico Madrid í fyrradag. Rayo Vallecano sigraði Extrema- dura, 2-0, og Sevilla sigraði Villareal, 2-0, í fyrri leikjum liðanna um laus sæti í A-deild spænsku knattspyrn- unnar. Breski kúluvarparinn Paul Eduiards á yfir höföi sér lífstíðarbann vegna ólöglegs lyflaáts. Þetta er í annað sinn sem Edwards verður uppvís að ólög- legri lyijanotkun og því má víst telja að refsingin verði bann fyrir Iífstíð. Einar Þorvarðarson, þjálfari ís- lenska landsliðsins u-18 ára, og Frið- rik Guðmundsson liðsstjóri, höfðu í nógu að snúast. Þeir voru langt fram á nótt að þvo búninga liðsins en í dag héldu þeir félagar með u-21 árs liðiö á opna skandinavíska mótið í Svíþjóð. Sjö leikmenn úr u-18 ára liðinu fóru með þeim Einari og Frikrik til Sví- þjóðar en reikna má með að róður ís- lenska liðsins verði mjög erfiður á mótinu enda verið að hugsa til fram- tíöar. Þórey Edda Elísdóttir, FH, sigraði með glæsibrag i stangarstökki á al- þjóðlegu móti i Finnlandi á dögunum. Þórey Edda stökk 4,22 metra sem er hennar besti árangur utanhúss á ferl- inum. Vala Flosadóttir, ÍR, stökk 4,05 metra i stangarstökki á móti i Sviþjóð í gær. Vala reyndi þrívegis við 4,25 metra en tókst ekki að fara yfir þá hæð. Franski varnarmaðurinn Laurent Blanc gekk í gær í raðir Inter Milan á Italíu frá Marseille. Kaupverðið er um 210 milljónir króna. Blanc kom til Marseille frá Barcelona 1997. Hakeem Olajuwon, miðherji Hou- ston Rockets til fimmtán ára, gæti verið á leiðinni til Toronto í NBA- deildinni i skiptum fyrir tvo leik- menn (Doug Christie og Kevin Willis) og tvo valrétti í fyrstu umferð í ár. Þetta gætu veriö ein athygiisverðustu skiptin í langan tíma í NBA. -JKS/-SK/-ÓÓJ Pro-Am golfmótið: Sæmundur og Magnús íDublin Sæmundur Hinriksson og Magnús Þórarinsson verða keppendur fyrir íslands hönd á Pro-Am golfmótinu sem haldið verður í Dublin á írlandi og hefst í dag. Umrætt mót er opnun á írska meistaramótinu sem stendur yfir dagana 1.-4. júlí. Magnús og Sæ- mundur unnu sér þátttökurétt á mótinu með sigri á móti í Dublin í fyrrahaust á vegum írska ferða- málaráðuney tisins. Mótið fer fram á Druid’s Glen golf- vellinum og hefja þeir félagar keppni rétt eftir hádegi í dag. -JKS íslands varð Norðurlandameistari í handbolta í gær eftir frábæra frammistöðu Héldum út - sagði Þrándur Sigurðsson, fyrirliði Víkinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.