Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 19 DV _______________________________________________________________Fréttir ' í hvalaskoðun með Norðursiglingu á Húsavik: Sjáum hvali í 99% allra ferða okkar - segir Hörður Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri DV, Akureyri: „Hvalur klukkan tvö,“ kallar Þór- unn Harðardóttir sem er uppi í frammastri hvalaskoðunarbátsins Hauks frá Húsavík. Við erum stödd á Skjáfandaflóa, undir Víknafjöll- um, og um borð í Hauknum eru um 30 manns, flestir erlendir ferða- menn. Við kall Þórunnar líta allir fram á við til hægri og sjá þar hval kafa skammt frá bátnum. Skammt frá eru tveir aðrir hvalaskoðunar- bátar Norðursiglingar, Knörrinn og Náttfari, og einnig Moby Dick sem gerður er út af öðru fyrirtæki á Húsavík. Hvalaskoðun er orðin geysilega vinsæl afþreying ferðamanna sem hingað koma og íslendingar láta sjá sig meira og meira í slíkum ferðum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að Húsavík sé miðstöð þessara hvala- skoðunarferða og Skjálfandaflói vestanverður aðalvettvangurinn. Morgun einn í síðustu viku þegar DV brá sér í slíka ferð með Hauki, sem Norðursigling gerir út, fóru um 90 manns út með þremur bátum fyr- irtækisins og um 30 manns biðu eft- ir að komast í ferð strax eftir há- degi. Hörður Sigurbjamarson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar, seg- ir eitt af markmiðum fyrirtækisins að varðveita íslenska eikarbáta og gefa þeim framhaldslíf með nýjum verkefnum. Bátar fyrirtækisins eru af síðustu kynslóð eikarskipa við norðanvert Atlanshaf, Knörrinn sem var smíðaður 1963 á Akureyri, Haukur smíðaður 1973 í Reykjavik og Náttfari sem smíðaður var í Stykkishólmi árið 1965. Hvalir út um allt Hörður var í brúnni á Hauki og Þórunn dóttir hans ávarpaði ferða- langana þegar lagt var úr höfn. Hún tjáði þeim hvað í vændum væri og að siglt yrði í tæplega klukkustund yfir að Víknafjöllum. Á leiðinni út- býtti hún vettlingum og húfúm til þeirra sem það vildu, og yfirhafnir stóðu einnig gestunum til boða. Á útleiðinni fékk Hörður tilkynningu Hvalur fram undan. Hrefnurnar komu oft mjög nálægt bátunum og voru ekki nema um 10 metra frá þegar best lét. DV-mynd gk um það í talstöðina að fjölmargir hvalir væru á slóðinni, mest hrefn- ur og hnísur, en einnig hefði sést til sandreyðar. Þegar Víknafjöllin nálguðust fór að draga til tíðinda. Hvalir sýndu sig strax, og Þórunn, sem kom sér fyrir hátt uppi í mastri, kallaði til fólksins hvar hvalina væri að sjá. Það var reyndar hálfgerður óþarfi því hvalimir voru nánast allt í kringum bátinn, köfuðu og heyra mátti ánægjuraddir frá fólkinu með það sem fyrir augu bar. Svona var dólað áfram fram og aftur í um klukkustund og síðan var stefnan sett á Húsavík að nýju. Á heimleiðinni báru Hörður og Þór- unn fram veitingar, kaffi, kakó og meðlæti og þegar Húsavíkurhöfn nálgaðist ávarpaði Þórunn ferða- langana, þakkaði þeim fyrir ferðina og hlaut gott lófatak að launum. Hörður Sigurbjarnarson á bryggjunni á Húsavík áður en lagt var í hann. DV-mynd gk Stanslaus aukning Norðursigling tók til starfa árið 1995 en fyrirtækið haföi keypt Knörrinn árið áður. Tveimur árum síðar var svo Haukur keyptur og Náttfari var tekinn í gagnið í vor. Fyrirtækið er í eigu bræðranna Harðar og Árna Sigurbjörnssona og fjölskyldna þeirra og við það starfa 14 manns yfir sumarmánuðina. „Við fengum um 1700 manns í ferðirnar árið 1995, um 5600 manns árið eftir, árið 1997 voru farþegar 9500 og í fyrra um 12 þúsund. Það hefur því verið stanslaus aukning og við eigum ekki von á öðru en það þessi þróun haldi áfram,“ segir Hörður. Árangurinn í skoðunarferðum Norðursiglingar er mjög góður. „Við höldum nákvæmt bókhald yfir allar ferðir og hvað sést í þeim og til þessa höfum við séð til hvala í yfir 99% allra ferða öll árin. Hins vegar er misjafnt hvaða tegundir hvala sjást í hverri ferð, og engar tvær ferðir eru nákvæmlega eins hvaö það varðar. Hrefnur eru langal- gengastar og sáust í 94% allra ferða á síðasta ári, höfrungar sjást mjög oft en af öðrum tegundum sem við höfum séð má nefna hnúfubak, sandreyði, langreyði, andarnefju, háhyminga og við höfum einnig séð til steypireyðar þótt það sé fremur fátítt,“ segir Hörður. Snar þáttur í ferðaþjónust- unni Hörður segir að hvalaskoðunin sé orðin snar þáttur í ferðaþjónust- unni á svæðinu en segir nauðsyn- legt að fleiri þættir ferðaþjónust- unnar verði virkari og nefnir í því sambandi að vegurinn upp með Jök- ulsá að Dettifossi sé ekki opnaður fyrr en í lok júní. „Það er auövitað algjört skeytingarleysi yfirvalda að svona skuli vera, við eigum afl- mesta foss landsins hérna rétt hjá, en komumst ekki að honum með ferðamenn nema í svona þrjá mán- uði á ári. Það myndi heyrast eitt- hvað í mönnum fyrir sunnan ef að- gengið að Gullfossi væri á þennan veg,“ segir Hörður. -gk Símar og Brúöhjónin ásamt vinum sínum. Guðrun Björk og Ingvar eru 2. og 3. frá hægri á myndinni. DV-mynd gk Húsavík: Brúðkaupsferð á hvalaslóðir DV, Húsavík: „Við giftum okkur um síðustu helgi og héldum síðan í brúðkaupsferð um landið. Við ákváðum bara að elta góða veðrið og héldum norður í land ásamt vinum okkar,“ sögðu þau Guðrún Björk Bjamadóttir og Ingvar Stefáns- son úr Hafharfirði sem voru í hvala- skoðunarferð með Norðursiglingu á Húsavík í síðustu viku. Brúðhjónin og vinir þeirra voru ekki einu íslendingamir í ferðinni en erlendir ferðamenn vom þó í mjög miklum meirihluta um borð í Hauki, einum af þremur bátum Norðursigling- ar. Brúðhjónin' sögðust ánægð með ferðina. „Þetta var mjög fínt. Við reiknuðum ef til vill með að sjá fleiri tegundh hvala í ferðinni en þetta var samt mjög skemmtilegt. Við erum búin að vera í nokkra daga á ferðalagi og förum nú að drífa okkur heimleiðis að nýju, enda er þetta orðið ágætt,“ sögðu brúðhjónin þegar hvalaskoðunarferðinni lauk. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.