Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1999, Blaðsíða 32
L*m að.vinriaJ m -út&sL tnl '&í tki'j , íjjyti FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdQ þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 27 starfsmönnum Unnar ehf. á Þingeyri sagt upp í gær: Þá er bara bankinn eftir - segir atvinnulaus íbúi. Byggðarlagið lamast Fiskvinnslufyrirtækið Unnur ehf. á Þingeyri sagði í gær upp öllu starfsfólki sínu, hátt í 20 manns. Fyrirtækið er hið eina sem eftir er Laxveiði: Engir maðk- ar á landinu Mikill skortur er á laxveiðimöðk- um á landinu. Ástæðan er að fram að þessu hefur verið of kalt til þess að rækta maðka. Hafa laxveiðimenn ver- ið að fara á taugum og pöntuðu marg- ir maðk frá Akureyri en hann er nú búinn. Verðið hefur hækkað mikið af þessum sökum og hafa laxveiðimenn ^*erið að borga hátt í 80 kr. fyrir hvern maðk. Laxveiðimenn muna vart annað eins. Þeir vona að nú sé að verða breyting á enda veður farið að skána á suðvesturhominu. -EIS Hafró og Keikó- samtökin að hefja rannsóknir Keikósamtökin og Hafrann- sóknastofnun munu á næstunni heQa samstarf þar sem verðmæt og fullkomin tæki verða notuð til að rannsaka háhyrninga hér við land. Rannsóknir sem þessar hafa aldrei átt sér stað hér á landi 'áöur. Þær munu fara fram á bát- um á vegum Keikósamtakanna, aðallega við og í kringum Vest- mannaeyjar. Hallur Hallsson seg- ir rannsóknirnar tilhlökkunar- efni fyrir báða aðila. íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn eiga þess nú kost að fara út að kví Keikós á hverjum degi til að líta á hinn fræga há- hyrning. Ferðirnar eru farnar á vegum PH-Viking á þeim tíma dags þegar háhyrningurinn gerir ýmsar æflngar, stekkur upp úr sjónum og gerir ýmsar kúnstir - að visu ekki fyrir ferðamennina heldur sem hluta af hinni svoköll- uðu afþjálfun. -Ótt á staðnum eftir að rekstr- custöðvun Rauðsíðu varð' fyrir nokkrum vikum. Sig- fús Jóhannsson fram- kvæmdastjóri sagði í sam- tali við DV í morgun að hann hefði ekki átt annars úrkosti en grípa til upp- sagnanna. „Við höfum nú verið hráefnislausir í viku og fyrirsjáanlegt að erfltt verður með hráefnisöílun Sigfús Jóhannsson. á næst- hjá sama fyrirtæki, segir ástandið vera í einu orði sagt svart. „Það væri hreinlegast að urða staðinn heldur en halda okkur i þessari óvissu. Það stefnir í að hér verði ekkert eftir nema bankinn og heilsugæslan," segir hún. María og maður hennar eiga þrjú börn á aldrinum þriggja til ellefu ára. Þau unni. Það er einfaldlega svo þungt fyrir fæti að ekki var annað að gera en segja starfsfólkinu upp,“ sagði Sigfús í morgun. Hann segir að alls starfi nú 27 manns hjá fyrirtækinu á sjó og landi en mun færri yfir vetrartímann. „Við munum nú skoða stöðuna og ákveða framhaldið. Það er fullkomin óvissa um framhaldið," segir Sigfús. Þrengingar á Þingeyri munu aukast enn eftir nokkrar vikur þeg- ar uppsagnimar taka gildi. Þegar eru 100 starfsmenn Rauðsíðu at- vinnulausir og við bætast 30 manns Unnar ehf. fari svo sem horfir. Þá lamast allt atvinnulíf í þorpinu. Þá liggur í loftinu að frystitogari Bása- fells hf., Sléttanes ÍS, verði seldur og þar með missa á annan tug Þingeyr- inga vinnuna. Alls búa um 400 manns á Þingeyri. María Valsdóttir, starfsmaður Rauðsíðu, sem verið hefur atvinnu- laus ásamt manni sínum sem vann hafa haft rúmar 100 þúsund krónur frá verkalýðsfélaginu til að lifa af í 7 vikur síðan þau fengu síðast út- borgað hjá Rauðsíðu. „Við erum á lífi og þetta hefur dugað fyrir nauðþurftum. Við komumst ekkert í burtu því við höf- um ekki efni á að borga undir gám- inn suður,“ segir María. -rt Steinn á villigötum Ekki náðu þyrlur vamarliðsins að flytja minnisvarða um Sigvalda Kaldalóns á Vestfirði í gær eins og til stóð. Tímamörkin sem þyrlunum voru sett voru liðin því flytja þurfti þær til Bandaríkjanna. Að sögn Friðþórs+ Eydals, upplýsingafull- trúa varnarliðsins, slakaði þyrlan steininum niður miðja vegu milli Reykjavíkur og Vestfjarða og mun vörubíll flytja steininn þaðan. -EIS FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1999 Þegar léttir yfir veðrinu léttir yfir öllum. Krakkarnir á barnaheimilinu Báru- járnshúsinu við Bergþórugötuna voru að leika sér í sólinni þegar þau hóuðu á Ijósmyndara DV og sátu fyrir. DV-mynd GVA Lindarmálinu lokið: Enginn var ábyrgur - segir Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingar „Þótt það sé ánægjulegt að ekki þurfl að saksækja menn, þá er það jafnframt umhugsunarvert að þegar fyrirtæki tapar jafn gríðarlegum fjárhæðum og þarna gerðist, skuli enginn vera ábyrgur," sagði Mar- grét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, í morgun um lyktir Lindarmálsins. Margrét Frí- mannsdóttir. Margrét sagði við DV í morgun að það væri ekki síður athugavert að ráðherrar sem vilja láta taka sig alvarlega skuli leyfa sér að kalla það pólitískt mold- viðri þegar þingmenn spyrjast fyrir um mál af þessu tagi. Slík orð lýsi að hennar mati umtalsverðum hroka. „Er það ekki einmitt eitt af mikilvægari hlutverkum alþingis- manna að spyrjast fyrir og grafast fyrir um mál af því tagi sem Lindar- málið er?“ sagði Margrét Frímanns- dóttir. -SÁ Tekinn á 152 km hraða Lögreglan á Akureyri svipti einn ökumann ökuleyfi til bráðabirgða i gærkvöld. Maðurnm, sem ók á 152 kílómetra hraða á klukkustund, var á Eyjafjarðarbraut eystri. Að sögn lögreglu er ökumaðurinn fæddur 1981 og hefúr því einungis haft bflpróf í tæplega ár. Lögregl- unni á Ákureyri finnst það færast i vöxt að skipta þurfi sér af ungum ökmnönnum sem þessum. -EIS Veðrið á morgun: Síðdegisskúrir sunnanlands Á morgun verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu allra austast og þokuloft við norðurströndina fram eftir degi. Annars bjart veður víðast hvar, en sums staðar síðdegis- skúrir sunnanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum sunnan- og vestanlands. Veðrið i dag er á bls. 29. Dúkkuvagnar og kerrur í miklu úrvali Símar 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikfong og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.