Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 Fréttir Skólastjóri Austurbæjarskóla um skólaundirbúninginn: Villuráfandi í kviksyndi - neyðaráætlun felst í að færa til kennara „Maður er eins og viliuráfandi í kviksyndi. Maður veit ekkert hvar á að stíga niður fæti næst. Þetta hangir allt í lausu lofti,“ sagði Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri Austurbæjar- skóla, aðspurður um stöðu undirbún- ings fyrir næsta skólaár. Tæplega 600 nemendur verða í skólanum næsta vetur í 27 bekkjardeildum. 18 fast- ráðnir kennarar hafa sagt upp störf- um. Guðmundur sagðist binda vonir við að sem flestir kennaranna kæmu aftur. Engin teikn væru þó á lofti um það enn. Hann kvaðst hafa auglýst eftir kennurum og hefðu nokkrir leið- beinendur haft samband en enginn réttindakennari. í dag reiknaði hann skipulagningu skólastarfsins út frá því að þeir kennarar komi aftur sem hafa sagt upp. Ef svo yrði ekki reikn- aði hann með því að færa til kennara. Sumir árgangar mættu illa við því að fá leiðbeinendur en þyrftu sterka kennara, samsetningarinnar vegna. „Þá er orðin spuming um að færa réttindakennarana til og nota þá þar sem þörfin er. Ég þori ekki af vakt- inni ef einhver skyldi hringja til að spyrjast fyrir eða sækja um.“ Aðspurður um hvort kennarar þyrftu ekki að vera að undirbúa vetr- arstarfið samkvæmt nýrri námsskrá sem verður byrjað að starfa eftir í haust sagði Guðmundur að hann myndi hafa útbýtt almennum kafla hennar til kynningar meðal kennara í vor, hefði allt verið með felldu. Að auki myndi hann hafa útbýtt náms- greinum til fagkennara. Þá hefði þurft að verja heilum starfsdegi í sumar til að ákveða hvaða breytingar ætti að taka inn í vetur. „En eins og staðan var þegar ég kvaddi kennar- ana voru engin tilefni til slíkra hug- leiðinga. Maður skipuleggur skóla- starf með því fólki sem maður ætlar að vinna með en ekki þvi fólki sem maður vann með. Ég veit þó að þeir kennarar sem sögðu ekki upp og hin- ir sem koma aftur eru með sín gögn og eru að glugga í þau.“ -JSS Helgi Jóhannesson, verjandi Kios Alexanders Briggs sem var sýknaður í gær: sandkorn Skilningsríkur í afar vel heppnuðu fimmtugsafmæli vel metins embættismanns hjá Fiug- málastjóm var skeggrætt um málefni Landssímans. Sjálfstæðismenn i hópn- um voru mishrifnir af því að fá hinn öfluga bardagamann, Þórarin V. Þórarins- son, í forstjórastólinn sem hefur eins lengi og elstu menn muna sagt þjóðinni frá erfiðu ár- ferði og nauðsyn þess að launamenn haldi aftur af sér með að krefjast mannsæmandi launa. Þetta töldu menn merki um að þetta aldna einokunarfyrirtæki yrði ekki lík- legt tU að lina einokunartök sín á næst- unni. En menn mátu það þó við Þórarin að hafa sýnt undanfarið að hann hafi skilning á stöðu atvinnulausra: Hann hefði þegar ráðið tvo atvinnulausa menn tU Landssímans, Friðrik Pálsson stjómarformann sem rekinn var frá SH á afmælinu sínu og sjálfan sig fram- kvæmdastjóra á eigin afmælisdegi... Finnst að akæra eigi vitnið - of mikill vafi talinn á sekt Kios svo að ástæða þótti til að sýkna hann af ákæru „Mér hefur aUtaf fundist í þessu máli að Guðmundur Ingi - sem hef- ur viöurkennt hér fyrir dómi að hafa vitað af fikniefnunum og gerði afit sem hann gat tU að koma þeim hingað tU íslands - hljóti að hafa brotið lög með því. En þetta er ákvörðun ákæruvaldsins, það er ekki mitt að dæma í þessu,“ sagði Helgi Jóhannesson, verjandi Kios Alexanders Briggs sem fiölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaöi i gær af ákæru um að hafa vísvit- andi ætlað að smygla 2031 e-töflu tU landsins 1. september siðastliðinn. Jesú, Jesú, þakka þér fyrir Geðshræring sakbomingsins var mikil þegar túlkur þýddi orð dómar- ans um að hann væri sýkn af sakar- giftum. Ingibjörg Benediktsdóttir dómsformaður hélt áfram að lesa dómsorðið en Kio grét og hélt um andlit sitt og hrópaði eins og ósjálfrátt hvað eftir annað: „Jesú, Jesú, þakka þér fyrir.“ Viðstaddir, sem DV ræddi við, voru sammála um að önnur eins viðbrögð heföu vart sést í dómsöl- um og þó víðar væri leitað. Engu svarað um rannsókn gegn Guðmundi Inga Kio sagði við DV að hann væri trúaður maður og bæri í raun ekki kala tU aðalvitnisins í málinu, Guð- mundar Inga Þóroddssonar, sem bjó Úr réttarsalnum í gær. Kio grét og hélt um andlit sitt þegar dómurinn var lesinn upp. DV-mynd Pjetur úti á Spáni og sagði m.a. í DV að hann hefði vísvitandi bent á Kio tU að koma sér í mjúkinn hjá lögreglu. Guðrún Sesselja Amardóttir, fuU- trúi ákæruvaldsins við dómsupp- kvaðninguna í gær, sagðist aðspurð engu geta svarað tU um það nú hvort ríkissaksóknaraembættið færi fram á lögreglurannsókn vegna meintrar aðildar Guðmundar Inga eða hvort stefnt væri að því að ákæra manninn. A hverju er sýknan byggð? í dóminum er m.a. rakið hvemig Guðmundur Ingi hringdi tU lög- reglu á íslandi áður en Kio fór til fs- lands - hvemig hann taldi sig hafa samið við lögreglu um að tiltekið sakamál gegn sér yrði látið niður faUa gegn því að hann veitti upplýs- ingar um fikniefni. Einnig er bent á að Kio hafi verið varaður við um- ræddum Guðmundi Inga og teikn- ing af Leifsstöð, sem Guðmundur Ingi bar um fyrir dómi, hefði ekki fundist á Kio heldur í vasa á buxum sem hann kannaðist ekki við í tösku sinni. Ekki þóttu heldur fram komnar sann- anir fyrir því að hann ætti buxurnar. Frásögn Guð- mundar Inga þótti ótrú- verðug og það m.a. talið með ólíkindum að Kio hefði, eins og sannað þótti, skUið töskuna lengi við sig á almannafæri ef hann hefði haft vitneskju um að í henni væm fíkniefni að andvirði margra miUjóna króna. Með vísan tU þessa og annarra atriða þótti svo mikiU vafi fram kominn um að Kio hefði verið kunnugt um að fíkniefnin væru í töskunni við kom- una til íslands að hann var hann sýknaður. Ríkið er dæmt til að greiða allan málskostnað Eftir dómsuppkvaðninguna í gær kom annar dómari og féUst hann á kröfu ákæruvaldsins um farbann yfir Kio þangað tU dómur Hæsta- réttar gengur í málinu. Líkur eru á að Hæstiréttur dæmi í september eða október í máli Kios. -Ótt Stendur með sínum mönnum Ákveðið hefur verið að bjóða út reksturinn á flutningum tU og frá Vestmannaeyjum. Það mun gert samkvæmt EES-reglum og fyrir- mælum frá Brussel. Vinir Árna Johnsens alþingis- manns reka Herjólf tU að annast þessa flutninga. Vinir Áma hringdu i hann og kvörtuöu und- an því að nú ætti að taka af þeim flutningana og kippa fótunum undan rekstri ferjunnar. Ámi Johnsen lætur ekki segja sér svona nokkuð tvisvar. Ámi stendur með sínum mönnum. Ámi er formaður samgöngunefhd- ar Alþingis og er þar að auki orð- inn fyrsti þingmaður Sunnlend- inga og hefur svarað kaUi skyldu sinnar og mótmælir útboðinu á Vestmannaeyjaflutningunum. Ámi segir í Morgunblaðinu í gær að þetta sé sýndarmennskuút- boð samkvæmt fyrirmælum frá Bmssel og það þurfi að skoða hvemig aðrar þjóðir hafi túlkað þessar reglur og segir örugglega fordæmi fyrir því að vikið sé frá þeim. Auk þess telur Ámi að það hafi verið mistök að samþykkja þessar reglur og það em of mikil brögð að því aö embættismenn láti Bmssel stjóma sér. Það sem mestu máli skiptir er þó að það getur enginn tekið aö sér flutninga til Eyja nema Heij- ólfur og það má engu breyta í því sambandi nema það sé ömggt aö annað betra taki við. Ekki verður annaö séð en að hætt verði við út- boðið eftir þessa röksemdafærslu hjá þingmann- inum. ísland er að fylgja reglum sem ísland hefði aldrei átt að samþykkja. Reglurnar eru vitlausar og ef það á að taka mark á þeim verður að víkja frá þeim. Til þess em reglur til að virða þær að vettugi þegar um er að ræða rekst- ur á ferju sem heitir Heijólfur og er rekinn af vinum þingmanns sem er þeirrar skoðunar að engu megi breyta þegar útboð eru óþörf. Ríkissjóður greiðir níutíu millj- ónir á ári í styrk til Herjólfs og það er ljóst að útboð samkvæmt fyrir- mælum frá Bmssel getur aldrei orðið hagkvæmara heldur en það að ríkissjóður fái að borga níutíu milljónir til að Herjólfur geti stað- ið undir flutningum til Eyja sem enginn getur betur gert og Árni Johnsen þekkir þennan rekstur og þekkir mennina sem sjá um rekst- urinn og Ámi er formaður sam- göngunefndar sem ákveður styrk- inn til Herjólfs og þess vegna er það rugl út i loftið að ætla að bjóða þennan rekstur út. Hér er um að ræða grófa aðfor að vinum Áma að undirlagi ein- hverra valdamanna í Brussel sem aldrei hafa komið til Vestmannaeyja og vita ekki hvað þeir eru aö tala um. Ámi stendur með sínum mönn- um og er á móti útboði sem hugsanlega gæti kippt fótunum undan rekstri sem ekki þarf nema 90 milljónir króna ríkisaðstoð til að standa undir sér. Dagfari Hvaða bakki? í Morgunblaðinu, sem af samvisku- semi skrásetur atburði líðandi stundar með nákvæmni Jóns Espólíns annála- skrifara, var í fyrradag eindálksfrétt á baksíðu þar sem lýst er þeim merka at- burði sem varð á ein- hverjum ótilteknum stað á íslandi, að skip lagðist í fyrsta sinn upp að nýja bryggju- kantinum. Frá því er skilmerkilega greint að fram- kvæmdir hafi staðið við nýja hafnarsvæðið í meira en ár og skipskoman marki þann merka og gleðilega áfanga að tekinn hefur verið í notkun fyrsti áfangi nýja hafnarsvæð- isins. Hvergi er þess getið hvar þessi nýi bakki er en hins vegar ekki látið hjá líða að geta þess að skipið heiti Reksnes og sé gert út af norsku skipa- félagi og flytji til landsins granít sem eigi að nota í malbik ... Öflugur hliðvörður Starfsfólk á skiptiborðum fyrirtækja og stofnana virðist hafa nokkuð mis- jafnt vægi. Hjá Ríkissaksóknara er þó flestum fiölmiðlamönnum sem leita þar frétta af gangi mála orðið ljóst að símadama embættisins er hæstráðandi þar á bæ. í hvert sinn sem blaðamenn hringja gengur konan hart eftir erindinu og segir síðan að viðkomandi emb- ættismaður hafi ekk- ert um málið að segja, taki ekki símann, eða að það sé ekkert af málinu að frétta. Þegar einn frétta- haukurinn missti þolinmæðina og svaraði hinni ráðríku símadömu að það væri svo sannarlega talsvert að frétta af málinu, fyrtist hin allsráðandi símadama og sagði hortugum frétta- hauknum að hún kynni nú ekki við svona tón og lauk svo símtalinu. Skyldi Bogi Nilsson ríkissaksóknari borga þessum hæstráðanda embættisins i samræmi við atorku og ábyrgð? Porsche í Listasafninu Það hefur vakið nokkra athygli að Listasafn íslands er að stilla upp, inn- an um myndlistina, Porsche-sportbíl. Þessi bílsýning mun tengjast því að stofnað hefur verið umboð hér á landi fyrir Porsche-bOa. List- unnendur velta því nú fyrir sér hvort þetta sé upphafið að einhvers konar listhönnunar- deild viö safnið eða hvort um sé að ræða einstakpn atburð ___ tengdan bíladellu Ólafs Kvaran forstöðumanns, eða þá að verið sé bara að afla safninu sértekna. Sé hið síðast- nefnda tilfeUið má hugsa sér að safn- gestir eigi þess kost með haustinu að sjá í gamla Glaumbæ nýja módelið af Suzuki Baleno, Hyundai Pony og fleiri alþýðueðalvögnum innan um kúnst Kjarvals og Þorvaldar Skúla ... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.