Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 Viðskipti Þetta helst: ...Viðskipti á Verðbréfaþingi alls 1011 m.kr. ...Mest með húsbréf, 846 m.kr. ...Hluta- bréfaviðskipti 52,3 m.kr. ... Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,23% Mest viðskipti með íslenska aðalverk- taka, 19,5 m.kr. Vöruskipti óhagstæð um 4,2 milljarða í maí aa Japanar vinna að því að veikja jenið Spáð í milliuppgjör fyrirtækja: Milliuppgjör gefa góð fyrirheit - bjartari efnahagshorfur hafa áhrif Ef spár fjármálasérfræðinga um hagnað fyrirtækja rætast virðist árið í ár ætla verða nokkuð gott. í gær lauk þvi rekstrartímabili sem kemur inn í hálfsársuppgjör fyrirtækja á Verðbréfaþingi Islands. Að því tilefni birti F&M spár í gær um þau fyrir- tæki er mynda Úrvalsvísitöluna og nokkur önnur fyrirtæki. í Viðskipta- blaðinu í gær er svo að finna fleiri spár sem Kaupþing, Landsbankinn, Fjárvangur, Landsbréf, Verðbréfastof- an, FBA, Búnaðarbankinn og Kaup- þing Norðurlands gerðu um áætlaðan hagnað þessara fyrirtækja. Almennt má segja að gert sé ráð fyrir ágætum hagnaði þessara fyrirtækja þó svo að hinir ýmsu geirar atvinnulífsins komi misjafnlega út. Sjávarútvegur Horfur sjávarútvegsfyrirtækja er mjög misjafn eftir því á hvaða sviði þau starfa. Þau fyrirtæki sem stóla á bolflskveiðar og vinnslu ganga vel auk þess sem frystitogaraútgerð hefur gengið mjög vel. Sérfræðingar F&M telja að svo verði áfram. Einnig hefúr verið bent á að saltfiskvinnsla gangi vel. Þau fyrirtæki sem byggja afkomu sína að mestu á uppsjávarfiski ganga ekki eins vel og ekki eru horfur á góðri afkomu þar. Það er fyrst og fremst af- urðaverð sem mestu ræður um þessa Úrvalsvísitala Hagnaður tímabilsins Flugleiðir hf. 500.000.000 Grandi hf. 265.000.000 Haraldur Böðvarsson hf. 257.000.000 Hf. Eimskipafélag Islands 285.000.000 Marelhf. 36.000.000 Samheiji hf. 280.000.000 SlFhf. 142.350.000 Útgerðarfélag Akureyrínga hf. 95.000.000 Þormóður rammi - Sæberg hf. 112.000.000 Biinaðarbanki fslands hf. 472.500.000 FBAhf. 525.000.000 fslandsbanki hf. Landsbanki Islands hf. 400.000.000 Tiyggingamiðstöðin hf. 180.000.000 Opin kerfi hf. 78.000.000 ðnnurfélög ÍS 105.000.000 SH 300.000.000 Baugur hf. 224.000.000 Tæknival hf. -25.000.000 Skýrr hf. 25.000.000 Heimild: F&M IrSya þróun. Sameining sjávarútvegsfyrir- tækja hlýtur, frá hagrænum sjónar- miðum, að teljast jákvæð. Nokkrar sameiningar hafa gengið í garð á skömmum tima og líklegt að slíkt leiði til meiri hagnaðar í greininni. Um 70% af útflutningi okkar íslendinga eru sjávarafurðir og því gríðarlega mikil- vægt að ná fram sem mestum afköst- um. Bankastarfsemi ábatasöm Banka- og fjármálastarfsemi virðist vera sérlega ábatasöm um þessar mundir. Talið er að milliuppgjör bank- anna verði með besta móti. Á tímabil- inu gera sérfræðingar ráð fyrir að hagnaður flestra banka verði um hálf- ur milljarður. Frá áramótum hefur hlutabréfavísitala fjármálafyrirtækja hækkað um 13%. Líklegt er að frekari hækkun verði en mjög erfitt að spá hversu mikil. Mjög mikill vöxtur hefur einkennt tölvu- og tæknifyrirtæki það sem af er þessu ári. Tæknival er eina fyrirtækið sem búist er við að tapi en önnur fyrir- tæki ættu að sýna ágætan hagnað. Frá áramótum hefur vísitala þessara fyrir- tækja hækkað um 42%. Vísitalan náði hámarki í apríl og hefur lækkað örlítið síðan og spennandi verður að sjá hvert framhaldið verður. Samgöngur og iðnaður Þrátt fyrir að margir spái Flugleið- um tapi á þessu ári virðist ljóst að af- koman er að batna. Bæði verður mik- ill söluhagnaður á árinu og vonir standa til að kerfisbreytingar hjá fyrir- tækinu skili betri afkomu. Eimskip skilar að öllum líkindum góðri afkomu á þessu ári þrátt fyrir að félaginu sé spáð minni hagnaði nú en í fýrra. Það sem skiptir mestu fyrir fyrirtæki í þessum geira eru aukin umsvif í þjóð- félaginu. Efnahagshorfur eru góðar áfram og því er líklegt að þessi fyrir- tæki standi undir væntingum. Afkoma iðnaðarfyrirtækja er mjög misjöfn. Almennt virðist afkoman vera góð en áfram er nauðsynlegt að styðja við samkeppnishæfni þessara fýrir- tækja gagnvart umheiminum. Horfur í lyfiaiðnaði eru góðar og hefur vísitala þess geira hækkað um 12% frá áramót- um. Góðar horfur Þegar á heildina er litið má segja að útlit og afkoma atvinnuvega sé betri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Flest fýrirtækin sem eru á listanum eru að sýna betri afkomu á þessu ári. Þrátt fyrir að afkoma sé ágæt er enn þá lík- legt að doði verði á hlutabréfamörkuð- mn enn um sinn. Þar koma meðal ann- ars til aðhaldsaðgerðir Seðlabankans og sumarskap fiárfesta. Hins vegar virðast bjartar efnahagshorfur auka mönnum bjartsýni og allt tíma- sprengjutal hefur snarlega verið kveð- ið niður. Á næstu dögum verður fiall- að ítarlegar um einstök fyrirtæki og geira. -bmg Gjaldeyristekjur aukast - erlendum feröamönnum fjölgar og tímabilið lengist Frá fyrsta ársfundi sjóðslns. fyrsti ársfundur Líf- eyrissjóös sjómanna - fjóröi stærsti sjóöurinn Lifeyrissjóður sjómanna er orðinn fiórði stærsti lifeyrissjóður landsins og námu eignir sjóðsins 32 milljörðum króna í árslok 1998. Á árinu greiddu 6.338 félagar í sjóðinn en sjóðfélagar eru samtals 35.686. Lífeyrisgreiðslur námu 844 milljónum króna en heildar- fiöldi lífeyrisþega var 2.693 á árinu. Raunávöxtun sjóðsins var góð, eða 8%, en meðalraunávöxtun síðustu fimm ára er 7,4% og keypt voru verðbréf fýr- ir 5.854 milljónir. Iðgjaldaaukning var tæp 6% milli ára og námu þau 1.639 milljónum. -bmg Gert er ráð fyr- ir að fiöldi ferða- manna hér á landi á þessu ári verði á bilinu 250-260 þúsund. Á síðasta ári komu 232 þúsund ferða- menn til landsins, eða 64 prósent fleiri en í upphafi áratugarins. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhags- stofnun. Sam- hliða fiölgun erlendra ferðamanna hafa tekjur farið vaxandi. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur 26,3 millj- örðum sem er tæplega helmings- raunhækkun frá árinu 1990. Á árinu 1998 voru tekjur af ferðamönnum 12,9% af útfluttri vöru og þjónustu. Á árinu 1999 er gert ráð fyrir að þessar tekjur verði um 29 milljarðar og auki örlítið sinn hlut í útflutn- ingi landsmanna. Ferðamannatíminn lengist Undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum Qölgað verulega yfir vetrarmánuðina. Á fyrstu fimm mánuðum ársins 1996 sóttu tæplega 49 þúsund erlendir ferðamenn land- ið heim en á fyrstu fimm mánuðum þessa árs voru þeir tæp 73 þúsund. Helstu markaðssvæði okkar íslend- inga eru Norðurlöndin, Þýskaland, Bandaríkin og Bretland. Mesta aukning í fiölda ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins, samanborið við sama tíma í fyrra, er frá Finn- landi (94%), Noregi (25%), Sviþjóð (35%), Bandaríkjunum (25%), Frakklandi (23%) og Þýskalandi (10%). í heild komu 16,4% fleiri ferðamenn til landsins fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. -bmg Fóðurblandan fjárfestir Fóðurblandan hefur keypt einkahlutafélgið TP Fóður ehf. Tilgangur kaupanna er að styrkja stöðu Fóðurblöndunnar á inn- lendum markaði. TP Fóður hefur sérhæft sig í að þjónusta við- skiptavini sem vilja blanda sjálfir sitt fóður með kaupum á hráefni og vitamínblöndum. Fóðurbland- an mun taka formlega við rekstr- inum i dag. Islendingar vilja InfoStream Hlutafiárútboði InfoStream ASA lauk á mánudaginn. Alls skráðu sig 63 aðilar fyrir hlutum í InfoStream hér á landi fyrir sam- tals 4,7 milljónum hluta, að and- virði um 142 milljónir króna. Á föstudag munu endanlegar niður- stöður útboðsins, sem fram fór á íslandi og Noregi, liggja fyrir. Búnaðarbankinn tekur lán Fyrir skömmu var undirritaður samn- ingur milli Búnaðar- bankans og 12 er- lendra banka. Samn- ingurinn felur i sér lán til Búnaðarbank- ans að upphæð 72,5 milljónir evra. Það jafngildir 5,6 milljörðum króna. Þetta er nokkru hærri upphæð en bankinn ráðgerði en jtJ' ■ Jff vegna góðra kjara Bk 4Bi var ákveðið að hækka upphæðina. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn fær lán- að í evrum. IS fær tilboð Samtök atvinnulifsins hafa gert tilboð upp á 350 milljónir króna í hús íslenskra sjávarafurða í Sig- túni. Þetta kom fram í Viðskipta- blaðinu í gær. Viðræður eru samt strandað vegna þess að ÍS vill fá um 400 milljónir fyrir húsnæðið. Nýherji selur Skaftahlíð 24 í gær var skrifað undir samn- ing um sölu á húsnæði höfuð- stöðva Nýherja hf. við Skaftahlíð í Reykjavík en fyrirtækið hyggst um mitt næsta ár flytja í húsnæði við Borgartún sem nú er í bygg- ingu. Söluhagnaður eignarinnar er um 129 milljónir króna. Þetta kom fram á Viðskiptavef VB á Vísi í gær. Nýir McDonald’s staðir í september stendur til að opna nýjan McDonald’s veitingastað í Kringlunni. Ráðgert er að árið 2001 verði annar staður opnaður í Smáralind í Kópavogi. Þaí er míkilvægt að taka vel igrundaða ákvörðun* Nýjustu ISDN-símstöðvarnar frá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis. Því bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni. Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval, þráðlausar lausnir og margt fleira, nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig. SIEMENS m - im *• ■ iss m sHtcom ) iSOHW J *... það gerðu þau: • Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp • Félagsþjónustan I Reykjavík • Skeljungur* (SAL* íslenskir aöalverktakar • Flugmálastjórn • Ræsir hf • Domus Medica • Mjólkursamsalan • Hallgrímskirkja • Grímsneshreppur • Magnús Kjaran • Hótel Keflavik • Rafiðnaðarskólinn • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • SL Jósepsspítali • Taugagreining •Tölvu- og verkfræðiþjónustan • Dagvist barna • Rauði kross íslands • Plastprent • Ölgerð Egils Skallagríms • íslensk mfðlun hf. o.fl. o.fl. SMITH & NORLAND V Nóatúni 4 105 Reykjavik Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.