Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir jov Tuttugu og einn lést er kláfur hrapaði í Frakklandi Tuttugu og einn lét lifið er kláf- ur hrapaði í morgun áttatíu metra á ferðamannastað í frönsku Ölpunum. Slysið varð í Saint- Etienne en Dévoluy í Haute- Alpes. Talið er að flest fómarlömbin hafi veriö starfsmenn stjömuat- hugunarstöðvarinnar við Pic de Bure en þangað var ferð kláfsins heitiö. Ekki var vitað i morgun hvers vegna kláfurinn losnaði af vírunum sem héldu honum uppi. Flóttamenn í kapphlaupi við strandgæsluna Tveimur af sex kúbverskum flóttamönnum tókst í gær að kom- ast undan bandarísku strandgæsl- unni og upp á strönd Miami í æsi- legum eltingaleik. Strandgæslan náði hinum Qór- um og var tilkynnt að þeir yrðu sendir aftur til Kúbu. Samkvæmt bandarískum lögum geta bara þeir tveir sem náðu að snerta sandinn, það er bandaríska jörð, verið um kyrrt í Bandaríkjunum og fengið atvinnuleyfi. Hundruð áhorfenda kölluðu hvatningarorð til flóttamannanna síðasta spölinn. Strandgæslan hóf eltingaleik við flóttamennina er þeir áttu 300 metra ófarna í land. Sjónvarpið sendi beint frá því er sex strandgæsluskip og margir lögreglubátar reyndu að grípa Kúbumennina áður en þeir næðu landi. Nokkrum metrum undan ströndinni stukku flóttamennim- ir í sjóinn og reyndu að synda í land. Fjórir þreyttust á sundinu og voru gripnir. Eftir atburðinn mótmæltu þús- undir Kúbumanna utan við stöðv- ar strandgæslunnar víða á Mi- ami. Ákveðið var að fjórmenning- amir sem voru gripnir fengju einnig að vera um kyrrt um óá- kveöinn tíma á meðan fjaliað væri um beiðni þeirra um hæli. Handtökur vegna brunans í S-Kóreu Fimm manns hafa verið hand- teknir vegna bmnans í sumar- búðunum í S-Kóreu er 19 böm og 4 fullorðnir létust. Tveir hinna handteknu eru gæslumenn í sum- arbúðunum, einn er eigandi og tveir hönnuðir byggingarinnar sem brann. Það er mat lögregl- unnar að þeir sem bára ábyrgð á bömunum hafi bragðist of seint við. Eru þeir sagöir hafa verið í veislu í annarri byggingu er eldurinn kom upp. Viðræður á N-írlandi halda áfram í dag: Reynt til þrautar að ná samningi Leiðtogar stríðandi fylkinga á N- írlandi sátu maraþonfund í gær- kvöld þar sem reynt var til þrautar að ná samkomulagi um afvopnun öfgahópa og myndun heimastjómar. Tony Blair, forsætisráðherra, haföi gefið deilendum frest til mið- nættis í gær til að ná samkomulagi. Blair sat fundinn í gærkvöld ásamt Bertie Ahem, forsætisráðherra ír- lands, og þegar klukkan sló tólf sátu fundarmenn sem fastast. Ákveðið var að halda viðræðum fram eftir nóttu en á fjórða tímanum var fundi slitið og tilkynnt að haldið yrði áfram klukkan tólf í dag. Tony Blair dvelur enn í Belfast og hyggst ásamt Bertie Ahern taka þátt í viðræðunum í dag. Það þykir til marks um að enn sé von um að sam- komulag náist en vonin verði veik- ari eftir því sem viðræðurnar drag- ast á langinn. Ásteytingarsteinninn í viðræðun- um er sem fyrr krafa Sambands- sinna um afvopnun írska lýðveldis- hersins (IRA), hemaðararms Sinn Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, hélt stutt ávarp að loknum fundi í nótt. Féin, þegar í stað. David Trimble, leiðtogi Sambandssinna hefur stað- ið fast á því að án afvopnunar verði ekkert af myndun heimastjórnar. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, hefur hins vegar sagt að ómögulegt sé að sannfæra IRA um að ganga að þeim kröfum. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, hefur heitið að leggja sitt á vogar- skálamar svo samkomulag náist. Forsetinn fylgdist grannt með gangi mála í gærkvöld og nótt og mun hafa átt i símasambandi við Gerry Adams eftir að fundi var frestað. Heimildir herma að Sinn Féin hafi lagt fram tilboð til lausnar deil- unni í nótt. Ekki hefur verið gert kunnugt hvað felst í tilboðinu en líklegt þykir að það feli í sér að af- vopnun IRA hefjist í haust. Þá herma sömu heimildir að Trimble hafi farið fram á formlega yfirlýs- ingu frá IRA vegna málsins. Vegna áframhaldandi viðræðna í dag er óvíst hvort Tony Blair getur verið viðstaddur þegar fyrsta skoska þingið í 300 ár verður sett í Edinborg. Flóttafólk af albönskum ættum byrjaðl að snúa heim til Kosovo síðastliðinn mánudag. Flutningur fólksins gengur víða hægt enda mikil hætta sem stafar af jarðsprengjum í héraðinu. Sfmamynd Reuter Austón Powars ísiands: „Þið getið öfundað okkur af Glaumbæ“ Ný fjöldagröf fundin í Kosovo Þýskir friðargæsluliðar fundu í gær enn eina fjöldagröfina í Kosovo. í gröfinni, sem fannst í bænum Celine um 15 km norðvestur af Prizren, voru lík 78 manna. Er jafnvel talið að líkamsleifar 119 manns kunni aö vera í gröfinni. Samtímis sagði talsmaður stríðsglæpadómstólsins í Haag að greinilegt væri að reynt hefði verið að eyðileggja sannanir fyrir voðaverkunum sem framin vora í Kosovo. Sjónarvottar hefðu til dæmis greint frá að lík heföu verið færð á milli staöa. Rannsóknir hafa einnig leitt i ljós að reynt hefur verið að brenna skjöl sem sýna að herferð Serba gegn Kosovo-Albönum hefði verið skipulögð. Á nær öllum lögreglustöðvum og skrifstofum hins opinbera mátti sjá þess merki að skjöl hefðu verið brennd. Amishmenn í fangelsi Tveir menn sem tilheyra samfé- lagi Amishfólks í Pennsylvaníu voru dæmdir í ársfangelsi i gær. Mönnunum var gefið að sök að hafa selt eiturlyf. Amishfólk hefur ekki verið dæmt fyrir eiturlyfia- misferli áður. Skjöl gerö opinber í gær afhentu bandarísk stjóm- völd fyrsta hluta skjala sem varða stjómartíð fyrr- um einræðis- herra Chile, Augusto Pin- ochets. Alls era skjölin 5800 og telja um 25 þús- und blaðsíður. Skjölin munu varpa ljósi að mannréttindabrot framin í Chile fyrstu fimm ár stjómartíða Pinochets. Mannrétt- indafrömuðir fögnuðu opinberan skjalanna og einn hafði á orði að þau myndu tryggja það að Pin- ochet gæti aldrei snúið aftur heim. Tíföld hætta á krabba Böm í Úkraínu er í tífaldri hættu á við önnur börn að fá skjaldkirtilskrabbamein. Ástæð- una rekja sérfræðingar til Tjerno- bylslyssina sem varð fyrir 13 ár- um. Tilkynnt var um 577 sjúk- dómstilfelli á árunum 1986 til 1997. Útlagi snýr heim Rússneski rithöfundurinn Al- exander Zinovyev sneri aftur til Moskvu í gær eftir 21 árs útlegð. Zinovyev flúði land vegna skrifa sinna um Leoníd Brésnjév árið 1978. Ráöist á tónleikagesti Átta manns, sem voru á popptónleikum í Miami í gær, vora fluttir á sjúkrahús með stungusár. Svo virðist sem hópur manna hafi ráðist með hnifum að fólkinu og veitt því áverka. Ekk- ert tilefhi virðist hafa verið með árásinni. Hubbell játar Webster Hubbel, einn aðalmað- urinn í Whitewatermálinu, játaði i gær að hafa villt um fyrir rannsóknar- mönnum og einnig að hafa svikið undan skatti umtals- veröai' fiárhæð- ir. Kenneth Starr, sérlegur sak- sóknari var ánægður með gang mála í gær og sagðist munu halda málarekstri áfram. Hubbell hefur haldið þeirri staðhæfingu til streitu að forsetahjónin séu bæði með hreinan skjöld í málinu. Fréttamanni smyglað Sendiherra Svíþjóðar smyglaði bandarískri sjónvarpskonu frá Belgrad. Borist höfðu hótanir um að ræna ætti konunni. Er talið að menn hins alræmda Arkans hafi verið þar að verki. Slys rannsakað Orsök eldsvoðans í göngunum við Drammen í Noregi er enn óljós. Tveir slökkviliðsmenn létust og fimmtán manns særðust er sprenging varð á meðan á slökkvistarfi stóð. Heittrúaðir í stjórn Ehud Barak, verðandi forsætis- ráðherra ísraels, tilkynnti í gær að hann myndi mynda stjóm í næstu viku þar sem hann nyti nú nægilegs stuðnings til þess að taka upp friðarviö- ræöur á ný. Shasflokkurinn, aðra, ákvað í gær að taka þátt í stjóminni eftir að hafa fengið vil- yrði fyrir því að deila völdum með öðrum trúarflokki í ráðu- neyti trúmála. flokkur heittrú-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.