Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 1. JULÍ 1999 11 DV Útlönd Bretland: Dætur Andrésar prins verði sviptar titlum Frá bresku hirðinni berast þær fréttir að hugsanlega verði dætur Andrésar prins og Söruh Fergu- son sviptar konunglegum titlum þegar þær ná fullorðinsaldri. Frá þessu er grein í The Sunday Times og þar er jafnframt sagt að þetta sé einskær vilji El- ísabetar drottningar. Andrés prins mun hafa brugðist ókvæða við og segir hugmyndina fárán- lega. Hann kennir ráðgjöfum drottningar um ráðabruggið. Heimildarmaður innan haUar- innar segir Elísabetu aðeins vera að fylgja fordæmi Georgs V kon- ungs sem lagði á það ríka áherslu að konunglegum titlum yrði hald- ið á lágmarki. Þegar Játvarður prins gekk að eiga Sophie Rhys-Jones á dögun- um var gert kunnugt að eignuðust þau böm mundu þau ekki bera konunglega titla. Ját- varður og Sophie em hæstánægð með það fyrirkomulag. Sarah Ferguson kvað vera afar ósátt með framgang mála. Verði þær Beatrice og Eugenie sviptar titlum hefur það í fór með sér að þeir tíu lífverðir, sem jafnan gæta þeirra, verða ekki lengur við störf. Sarah Ferguson vill alls ekki missa lífverðina úr þjónustu dætranna enda þykir henni gott að hafa þá með í fór á ferðalögum erlendis. Kokkahneyksli skekur Frakkland Þrjátíu og fjórir af helstu kokkum Frakklands era flæktir í mútumál sem nú er er fyrir rétti í Créteil í París. Kokkarnir eru granaðir um að hafa tekið við um 60 milljónum íslenskra króna í mútur frá fisksölum. Fisksalarnir hafa það fyrir venju að múta eigendum veitingastaða. Meistarakokkarnir búast jafnframt við þóknun frá fisksölunum. Mörg lúxushótela Parísar og frægir veitingastaðir era flæktir í málið. Mamman fór í frí til nýs kærasta: Börnin dóu úr hungri á meðan 23 ára gömul einstæð móðir skildi tvo syni sína, 2 og 3 ára, eft- ir eina heima þegar hún fór í frí til nýs kærasta síns. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart tveimur vikum seinna og fundust þá drengirnir látnir. Þeir höfðu dáið úr hungri og þorsta. Móðirin, sem fannst í Berlín, sagðist hafa skilið eftir bæði mat og drykk á borðinu áður en hún fór að heiman.. Konan er atvinnu- laus og hefur áður yfirgefið barn sitt sem nú býr hjá foreldrum hennar. Fyrir tveimur vikum ákvað mamman að heimsækja nýja kærastann í Berlín. Hann spurði ítrekað hvar synir hennar væru og konan fullyrti að þeir væra í góðu yfirlæti hjá foreldrum hennar. Nágrannar hafa nú sagt við lög- regluyfirheyrslu að þeir hafi heyrt óp og grát frá íbúðinni þar sem drengirnir litlu voru læstir inni. Engann grunaði hins vegar að þeir væra einir og enginn gerði viðvart fyrr nú í vikunni. Móðirin er nú í gæsluvarðhaldi og verður ákærð fyrir morð. NýirKia Clarus GLX, 2,0 I ► ► ► ► ► ► ► ► Sjálfskiptir ABS-bremsur Topplúga Rafdrifnar rúður Þjófavörn Rafdrifnar læsingar 2 líknarbelgir Rafdrifnir speglar Verð 1.290.000 STAÐGREITT Að minnsta kosti 27 hafa látist í miklum flóðum og aurskriðum sem gengið hafa yfir vesturhluta Japans undanfarna daga. Talið er að rúmlega 6 þúsund heimili hafi farið á flot í náttúruhamförunum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í mið- og austurhluta Japans. Símamynd Reuter Mál Öcalans til Evrópudómstólsins: Ferðamenn varaðir við Tyrklandsferð Verjendur kúrdíska PKK-leiðtog- ans Abdullahs Öcalans ætla að biðja Mannréttindadómstól Evrópu að koma í veg fyrir að Tyrkir fullnægi dauðadóminum yfir honum. Hvorki Búlent Ecevit, forsætis- ráðherra Tyrklands, né Súleyman Demirel vilja segja nokkuð um væntanlega ákvörðun þingsins um fullnægingu dómsins. Málið verður fyrst að fara til hæstaréttar. Verði dómurinn staðfestur þar kemur til kasta þingsins. Forsetinn hefúr síð- an úrslitavald. Fjölmiðlar í Tyrklandi fógnuðu í gær dauðadóminum. Hópur PKK-fé- laga í kúrdíska útlagaþinginu í Brússel vöraðu í gær ferðamenn við að fara til Tyrklands þar sem „kúrdíska þjóðin væri pirruð". Abdullah Ocalan. Sfmamynd Reuter Lögreglumenn gabbaðir að stolnum bíl í Malmö í Svíþjóð: Lögreglan særðist í bílasprengju Tveir lögreglumenn særðust þeg- ar bílasprengja sprakk í bil í mið- borg Malmö í Svíþjóð um miðnætti i nótt. Lögreglan hafði fengið til- kynningu um að stolinn bíll væri við bensínstöð á iðnaðarsvæði við höfnina í Malmö. Þegar lögreglumennimir komu á staðinn og opnuðu dymar á stolna bílnum sprakk öflug sprengja. Öðr- um lögreglumanninum tókst að skríða til lögreglubílsins og gera viðvart. Fíöldi lögreglumanna kom á staðinn en ekkert fannst sem kastað getur ljósi á sprengjuárás- ina. „Augljóst þykir að tilræðismenn- imir hafi viljað fá lögreglu á stað- inn, ef til vill í hefndarskyni. Okk- ur bárust engar hótanir eða kröfur frá þeim sem hríngdi," sagði Hans Rasmusson lögreglumaður í nótt. Ekki era nema nokkrir dagar síðan feðgar, blaðamaður við Aftonbladet og átta ára sonur hans, særðust við bílasprengju i Stokk- hólmi. Blaðamaðurinn hafi skrifað um starfsemi nýnasista í Svíþjóð. Samkvæmt mati sérfræðinga hafa nýnasistar í Svíþjóð ónáðað tugi þúsunda Svía með bréfum og símleiðis. Talið er að hundruðum stafi alvarleg hætta af nýnasistun- um. Kurdo Baksi, ritstjóri tímaritsins Svartvitt, hefur fengið um 1000 morðhótanir. „Ég veit um að minnsta kosti 100 blaðamenn, greinarhöfunda og aðra sem stöðugt þurfa að vera á verði. Þeir neyðast til að taka leigubíl, skipta um næturstað, forðast opinbera staði og svo framvegis," greinir Baksi frá. Bengt Westerberg, fyrrverandi leiðtogi Þjóðarflokksins, þurfti að hafa lífvörð í fjögur ár vegna hót- ana frá ýmsum samtökum kyn- þáttahatara. „Það sem reyndi mest á var þegar hótanimar beindust gegn syni mínum. Hótanirnar sýna hins vegar að baráttan er nauðsyn- leg,“ segir Westerberg. Mona Sahlin vinnumálaráðherra er meðal þeirra fjölmörgu sem borist hafa hótanir frá öfgasamtök- um. Fólki á landsbyggðinni sem berst gegn útlendingahatri er talin stafa mest hætta af öfgasamtökum í Sví- þjóð. „Unglingar, sem berjast gegn of- beldi, era oft sjálfir beittir ofbeldi. ÍTrelleborg reyna kynþáttahatar- arnir að þagga niður í okkur,“ seg- ir heimildarmaður Rauða krossins sem ekki vill láta nafns síns getið. Blaðamaður, sem kannað hefur starfsemi kynþáttahatara, segir að hótanirnar skapi hræðslu hjá öðr- um. Afleiðingin verði sú að fólk tel- ur nasista hættulegri en þeir eru. m Bílasalan Bíldshöfða 3. Sími 567 0333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.