Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 Spurningin Hver er uppáhaldsstjórn- málamaður þinn? Guðmundur Halldórsson ellilíf- eyrisþegi: Davíð Oddsson. Þorgerður Guðmundsdóttir elli- lífeyrisþegi: Davíð Oddsson. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, vinn- ur á Hrafnistu: Það er Davíð Odds- son. Þóra Hilmarsdóttir, vinnur á kjúklingabitastað: Ég veit það ekki. íris Stefánsdóttir, í vinnuskóla: Ólafur Ragnar Grímsson. Þórður Jakobsson húsasmiður: Mér finnst þeir allir jafnvitlausir. Lesendur Omögulegur í akstri er vonlaus í rúminu Jón Gröndal, umferðaröryggis- fulltrúi í Grindavík, sendir körl- um i umferðinni (og konum) mik- ilvæg skilaboð: Nýjar rannsóknir frá Svíþjóð og Bandaríkjunum sýna svo ekki verö- ur um villst að samhengi er á milli þess hvemig karlmenn aka og hvernig elskhugar þeir eru. í stuttu máli sagt: Ef hann er ábyrgur ökumaður, þá eru miklar líkur á því að hann sé líka unaðslegur elskhugi. Ef hann er tillitslaus í umferð- inni, þá er hann það líka i rúminu. En hvernig er hægt að þekkja ábyrgan ökumann og þá góðan ból- félaga? Hann spennir beltin og sér til þess að allir aðrir í bílnum geri það líka. í rúminu notar hann að sjálfsögðu viðeigandi öryggisbún- að. Hann ekur ekki undir áhrifum eða þreyttur. Hann myndi aldrei smita þig, ef hann vissi að hann væri með kynsjúkdóm. Hann les umferðina vel, hugsar fram í timann og þarf sjaldan að nauðhemla. Hann veit hvað þér finnst best og er fljótur að finna kynörvunarstaðina. Hann ekur efth aðstæðum og ekki of hratt. Hann fer á þínum hraða í rúminu. Hann sér um að bíllinn sé í lagi. Það sama gildir um samband ykkar. Strákar! Ef hún er tillitssöm í umferðinni, þá er hún það líka í rúminu. Veljið rétt, veljið öryggið og til- litssemina. Júdasar sviku Guömund - gröfturinn undan forstjóranum hófst um leið og nýi stjórnarformaðurinn birtist Kristinn Sigurðsson, fyrrum starfsmaður Pósts & síma, skrifar: Það er vitað mál að Landssíminn var gullkýr rikissjóðs, sem á hverju ári mjólkaði fyrh milljarða króna. Fyrirtækinu var frábærlega vel stjórnað í tíð Ólafs Tómassonar og Guðmundar Bjömssonar sem tók við af honum. Þeh tveh áttu saman afar gott samstarf og unnu vel að hag fyr- irtækisins. Guðmundur var því sjálf- sagður eftirmaður Ólafs og hjá hon- um hélt fyrirtækið áfram að dafna. Síðan gerist það að fyrirtækið verður hlutafélag og kallaður er til formaður stjórnarinnar utan um eitt einasta hlutabréf, sem ríkið á. Með tilkomu Þórarins V. Þórarins- sonar inn í fyrirtækið hófst gröftur- inn undan Guðmundi. Það vita þeh vel sem starfað hafa í fyrirtækinu. Menn sem Guðmundur bauð vel- komna til starfa hjá Landssímanum vom sumir tljóth að snúa baki við honum en gerðust aumkunarverðir já-menn Þórarins Viðars. Maður spyr sig hvernig þessir nútíma- Júdasar eru innréttaðh. Ef Halldór Blöndal hefði áfram verið í embætti samgönguráðherra þá væri Guðmundur enn forstjóri Landssímans hf. og væri það betur. Nýr samgönguráðherra virðist ekki stór karl, hann kaus að gerast félagi Kolkrabbans og þvt fór sem fór. Þær aðfarir sem er lýst eru ógeð- felldar og fólk hlýtur að fordæma þá spillingu sem þama á sér stað. Starfsfólk Pósts og Síma sem þekkh til gerh það einróma og sendh Guð- mundi Bjömssyni góðar kveðjur. Þetta er bara svona - tryggingamenn eiga erfitt með að útskýra mikla hækkun Valdimar Bjömsson, Reykjavík, hafði samband: Það er verið að blekkja almenn- ing með hækkun ökutækjatrygg- inganna. Hjá mínu tryggingafélagi fær maður engin viðhlítandi svör, bara: „Þetta er bara svona!“ Ég sendi ykkur ljósrit af reikningum frá því i fyrra og núna. Hækkunin er gífurleg. Þessi ljósrit segja alla söguna, það era fleiri en mínar tryggingar sem hafa hækkað, en þvt miður vhðast viðbrögðin ekki mjög sterk hjá almenningi. Á einu ári hefur tryggingafélagið hækkað bílatrygginguna svo um munar. Viðbrögðin eru þó ekki sterk. BJilllM þjónusta allan sólarhringinn eoa nringid i sima 5000 lli kl. 14 og 16 Bílatrygging í fyrra Ábyrgöartrygging 69.454 Bónusafsláttur 70% 48.618 20.836 Slysatrygging ökumanns og eiganda 5.589 Framrúöutrygging 2.275 Al-kaskótrygging 26.780 Bónus afsláttur 50% 13.390 13.390 Samtals kr. 42.090 Bónusafsláttur 75% 86.405 28.801 Slysatrygging ökumanns og eiganda 8.750 Framrúöutrygging 2.014 Al-kaskótrygging 33.896 Bónus afsiáttur 50% 16.948 16.948 Stimpilgjald 513 Samtals kr. 57.026 Sumarkók, toppurinn á tilverunni - sumar flöskur eru reyndar ekki par merkilegar að mati bréfritara. Sumar flöskur - eru fullar af vonbrigðum Pétur sendi línu, nokkuð svekkur yfir litlum hlut sínum í sumarleik Kók: Sumartlöskuleikur Coca-Cola er alveg frámunalega heimskulegur, auk þess sem hann og fleiri sölu- hvetjandi leikh munu vera ólög- legir samkvæmt íslenskum versl- unarrétti. En hvað um það, verð- launin sem boðið er upp á eru ekki stórbrotin og lýsingamar vægast sagt yfirdrifnar. Til dæmis „ham- borgaraveislan" sem er í boði - ein 15 tommu pizza með tveim áleggs- tegimdum. Og þú verður að sækja hana sjálfur!! Ég veit um fólk sem bauð vinum heim í þessa „veislu", það urðu vonbrigði. Sumarflöskur eru fullar af vinningum, segh á flöskunum, ég segi fullar af von- brigðum. Sveitalögga í borginni? Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Að undanförnu hefur verið tals- vert ritað og rætt um löggæsluna hér í Reykjavík. Þegar Sigurjón Sigurðsson var lögreglustjóri var löggæslan með miklum ágætum en síðan Böðvar Bragason kom til starfa hefur hún hins vegar verið nokkuð slöpp. Heldur gamli sýslu- maðurinn að hann búi enn í sveit- inni? Fyrh einni öld var mikil óöld í Ameríku og þá stofnuðu borgar- arnir eigin varðlið með góðum ár- angri. Eigum við að þurfa að gera slíkt hið sama? Gauragangur á Kvennadeild Starfsmaður á Landspítalanum hringdi: Gauragangurinn á Landspítala- lóðinni er allt að drepa. Unnið hefur verið af og til við Bamaspít- alann í homi Laufásvegar og Bar- ónsstigs. Starfsfólk á Kvennadeild á verulega bágt þegar hávaðinn og lætin era mest - að ekki sé nú talað um sjúklingana sem þar era að jafha sig efth fæðingar og ýms- ar aðgerðh. Þessar framkvæmdh era fólkinu erfiðar, en auk þess vhðast þær ekkert endilega hafa átt að fara fram, Landspítalalóðin er löngu sprungin og byggingar þar allt of margar. Þessa fram- kvæmd hefði mátt hugsa betur, nógur var tíminn, því áratugir eru síðan hefjast átti handa. Skattagaleiðan ísland Guðmundur Bergur sendir hugleiðingu um launin sín og annarra: Mér finnst það rosalega gamal- dags þegar fólk fær útborguð laun og fer í bankann með óumflýjan- lega skyldureikninga - að þá er oft ekkert efth af laununum. Athugið að það erum við sem höldum uppi auðvaldinu og bankakerfinu. Skattagaleiðan ísland héldist aldrei á floti án okkar. En að breyta skattkerfinu, nei, það má ekki, enda mundu ýmsh hlátur- pokar springa úr leiða ef það yröi gert. Laun almennings virðast miðuð við að viðkomandi sé í fríu fæði og húsnæði, sem er þó ekki tilfellið. Þaö er mesta furða aö fólk skuli fara á fætur á morgnana og „smæla“ framan í heiminn, stór- skuldugt og peningalaust, mánuð efth mánuð, ár efth ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.