Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 13 DV Fréttir Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, í DV-yfirheyrslu: Verð ekki ósýnilegur Verkalýðshreyfingiti hefur stund- um kveinkað sér undan þér hér hjá VSÍ og sagt þig vera harðan nagla. Ert þú sá sem Landssíminn þarfn- ast? „Ég vil ekki um það dæma. Það var mat stjómar Landssímans að ég væri rétti maðurinn í þetta starf og ég ætla að gera það sem ég get til að staðfesta það.„ Muntu herða ímynd Landssimans eða mýkja? „VSÍ er auðvitað allt annar starfsvett- vangur en þjónustufyrirtæki á borð við Landssímann. Fyrir árangur VSÍ hefur það skipt sköpum að við höfum alltaf komið mjög einarðlega fram. Stefna og afstaða VSÍ hefur jafhan verið mjög skýr. Við höfum lagt mikla áherslu á að standa við það sem við höfum samið um og höfum við hótað einhveiju hefur því verið fylgt eftir. Verkalýðshreyfmgin, viðsemjendur okkar, hefur alltaf getað treyst orðum okkar.,, En er einhver þjónustulund i harða naglanum frá VSÍ? „Ég held það. Ég byrjaði minn starfsferil á menntaskólaárunum sem sjálfstæður þjónustuaðili í hreingem- ingum. Til að halda þeim viðskiptum þurftu menn auðvitað að vera sveigj- anlegir. Ég held ég hafl þá áttað mig á því sem auðvitað er lykillinn að vel- gengni Landssimans að það em þarfír viðskiptavinarins og óskir sem eru lög, ekki hvað mér eða Landssímanum hentar á hverjum tíma.„ Landssíminn hefur verið meira og minna inni á borði hjá sam- keppnisyfirvöldum undanfarið, fólk skammar Simann og kvartar und- an honum, m.a. í lesendabréfum: „Það er nú samt svo að við- horfskannanir sýna að Landssíminn nýtur trausts meðal fólks og fólk skynj- ar það að símaþjónusta er ódýr á ís- landi. Auðvitað er það afstætt hvað er dýrt og ódýrt og eini mælikvarðinn á það er hvað sams konar þjónusta kost- ar i öðrum og stærri löndum. Ég hygg að það séu fá, ef nokkur þjónustufyrir- tæki sem geta státað af því að vera sig- urvegarar í verðsamanburði við sams konar þjónustuaðila í öðrum löndum. Það getur Landssíminn. Það er hins vegar rétt að í arfleifðinni er ýmislegt sem þarf að vinna á. Síminn kemur úr einkaréttammhverfi þar sem við- skiptaaðilar urðu að sætta sig við þær tæknilausnir sem boðið var upp á á hverjum tima.„ Hver ákvað það að nauðsynlegt vœri að skipta um forstjóra Lands- simans? „í sjálfu sér var ekki tekin nein ákvörðun um það, heldur varð sam- komulag milli Landssímans og fyrr- verandi forstjóra að rétti tíminn væri áð breyta til.„ Hvað fólstfleira i því samkomu- lagi? „Ég vil ekki tjá mig meira um það. Mér er falið að reka fyrirtækið fram á við og ætla að einbeita mér að því.„ Þú tekur vœntanlega i arf starfs- lokasamning við fyrirrennara þinn. Hvað er hann hár? „Fyrrverandi forstjóri mun sinna áfram verkefnum fyrir fyrirtækið þótt hann hafi látið af störfum. Hann fær launagreiðslur fyrir það. Þær em hins vegar trúnaðarmál milli stjómar fyrir- tækisins og hans sjálfs.,, Eru 40 milljönir nœrri lagi? „Nei, og ég ætla ekki að tjá mig um hvað felst í samkomulagi um breytt starfssvið fyrrverandi forstjóra.,, Hver réð þig sem forstjóra? Var það fyrrverandi stjórnarformaður, þú sjálfur? „Nei. Það var núverandi stjórnarfor- maður. Hann bar fram tillögu í stjóm Landssímans um að ráða mig og stjómin samþykkti það samhljóða með öúum greiddum atkvæðum. Mér þótti YflRHtYRSlR Stefán Ásgrímsson og Einar Sigurðsson vænt um það traust af því að stjóm Landssímans er tilnefnd af stjómmála- flokkunum. Þaö skiptir máli fyrir Sím- ann að stjómin sé einhuga um hvaða breytingar eigi að gera á yfirstjóminni og einnig á skipuritinu, breytingar sem eiga að gera fyrirtækið snarpara í samkeppninni og þjónustuvænna á all- an rnáta.,, Starfshópur samgönguráðherra, sem fór yfir gjaldskrármál Lands- símans á sinum tima, hafði innan- borðs menn frá hugbúnaðarfyrir- tœkinu OZ, þeirra á meðal Eyþór Arnalds, núverandi forstjóra ís- landssima sem nú er að hefja sam- keppni við Landssímann. Er það eðlilegt? „Ég orðaði það þannig þá að sú ná- lægð sem var frá lokum starfs þeirrar nefndar og þar til íslandssimi var stofnaður hafi verið óheppileg. Að- stæður hafa hins vegar breyst svo hratt á þessum markaði að það er ekk- ert lengur sem Eyþór Arnalds og félag- ar hans hafa hugsanlega fengið út úr nefndarstarfinu sem gæti gagnast þeim sérstaklega nú.„ Bakhjarl íslandssima eru þeir aðilar sem einna líklegastir eru hér á landi til að geta eignast stóran hlut i Landssímanum þegar hann verður seldur. Er ekki hœtta á að framkvœmdastjórinn hafi komist á snoðir um ýmis innri mál Lands- simans sem hann gœti notfœrt sér, eins og einn alþingismanna hefur reyndar látið í Ijósi? „Það tel ég ekki. Það hefur komið fram ný tækni og ný viðskiptasjónar- mið þannig að það gagnast keppinaut- um. Landssimans ekkert að vita ná- kvæmlega hvemig Síminn var fyrir þremur árum. Ég hef hvorki áhyggjur af því né ástæðu til að ætla að trúnað- arupplýsingar hafi verið eða séu mis- notaðar.,, Nú er komið fram á sjónarsviðið fyrirtœki i eigu Orkuveitu Reykja- víkur. Hvernig muntu bregðast vió þvi? „í sjálfu sér er þetta viðbótarfram- boð á þjónustumöguleikum sem ég fagna. Menn hafa hins vegar bent á það að sú tilhneiging fyrirtækja á vegum sveitarfélaga á Norðurlönd- um til að fara inn á samkeppnis- markað sé afar umdeilanleg. Þetta em fyrirtæki sem greiða enga skatta og lúta þar af leiðandi öðrum lög- irálum en þau fyrirtæki sem þau keppa við. í annan stað hlýtur það að hljóma nokkuð skringilega að til gangurinn með því að leggja í 3-400 milljóna fiárfestingu í nýju fiar- skiptakerfi hér í Reykjavík sé af hálfu borgaryfirvalda sá að lækka fiarskiptakostnað. Það markmið er auðvitað góðra gjalda vert. Hins vegar er kímilegt þegar um sama leyti, jafnvel á sama fúndi og ákveðið er að hefia þessa starfsemi, þá ákveði þessir sömu aðilar að hækka verð um 3-400 milljónir á ári á þeirri þjónustu sem þeir hafa einokunaraðstöðu til að selja hér á höfuðborgarsvæðinu.,, Ætlarðu ekki að kœra þetta til Samkeppnisstofnunar? Ertu ekki kominn í svipuð spor og Tal hf. gagnvart Landssimanum? „Auðvitað mun Landssíminn fylgj- ast með því að hann þurfi ekki að sæta óheilbrigðri samkeppni. Við erum full- komlega sáttir við alla samkeppni sem fer ffarn á réttum viðskiptaforsendum. En ef einokunarfyrirtæki eins og Orkuveitan er að leggja verulega fiár- muni af orkusölutekjum sínum fram og ég tala nú ekki um ef hún hækkar orkutaxtana til að verða sér úti um auknar tekjur á móti, þá hlýtur það að koma til skoðunar hvort slíkt standist. Það hafa ekki sést neinar viðskiptaá- ætlanir í þessu efni en það á greinilega að fara varlega af stað því í fféttum er talað um að nettengja 100 fyrirtæki og heimili. Ef kostnaður við það er 350 milljónir þá er ekki líklegt að þjónust- an verði borin uppi af mjög lágum þjónustugjöldum heldur verði kostnað- urinn greiddur annars staðar ffá. En allt á þetta eftir að koma í ljós. Það er markmið borgaryfirvalda að leggja nýtt fiar- skiptakerfi um Kvos- ina þar sem kann vel að vera að ríkisvaldið telji heppilegt að styrkja gagnaflutninga úti á landsbyggðinni. Það hlýtur þó að ger- ast á vegum hins opinbera því að Landssíminn getur ekki og mun ekki lýsa Reykjavík óvarða borg í sam- keppnislegu tilliti. Við munum þjóna viðskiptavinum okkar hér í Reykjavík á nákvæmlega þeim markaðslegu for- sendum sem hér eru.„ Áttu von á því að þegar eignar- hald á Landssímanum breytist að hann jafnvel brotni upp og til verði Reykjavíkursimi og dreifbýlissími? „Ég sé það ekki gerast. Ég held hins vegar að stjómmálamenn, sem ákveða hvort og hvenær Síminn verður seld- ur, verði að taka upp alvarlega um- ræðu um þessi tilteknu byggðamál, fiarskiptin. Margir telja að til að hægja á þeirri byggðaröskun sem á sér stað megi ekki fyrirfmnast neinn alVarleg- ur hemill í fiarskiptakerfinu úti um landið hvort heldur sem er i verði eða gæðum. En ég segi það alveg skýrt að það verður ekki lagt á eitthvert eitt fyrirtæki að kosta slíkt. Landssiminn getur ekki tekið það að sér að annast fiarskiptaþjónustu úti á landi en missa allar tekjumar í Reykjavík.,, Nú yfirgef- urðu VSÍ eftir 13 ára starf. Hvers saknarðu? „Starfsvettvangurinn hér hefur ver- ið feiknarlega víðfeðmur enda fátt mannlegt óviðkomandi starfsumhverfi atvinnurekstrarins. Þess mun ég auð- vitað sakna. Ég er að hverfa úr póli- tísku atvinnupólitísku starfi og taka við rekstri á þjónustusviði og hlakka tfi þess.„ Hvað var erfiðasta upplifun þín sem framkvœmdastjóri VSÍ? „Erfiðasta staðan sem við höfum lent í var í ótrúlega löngu verkfalli verslunarmanna 1988. Það var mjög hatrammt verkfall á erfiðu ári og í því var m.a. sótt að mér persónulega. Kjami VSÍ hefur hins vegar alltaf ver- ið samhentur. Það hefúr verið lykill- inn að því að við náðum árangri. Það sem gerir starf ffamkvæmdastjóra VSÍ erfitt er það að það hefur hvílt mjög á honum og hans félögum að segja nei. Við höfum orðið að segja það skýrt og skorinort hvenær komið er að mörk- um þess mögulega. Það er ótrúlega auðvelt að segja já á stundinni, klára samninga og fara heim. Reynslan hef- ur hins vegar kennt mér að það er alltaf best að koma hreint fram og segja neiið strax þegar þarf að segja það. Ef maður reynir að blekkja sjálf- an sig með því að eitthvað sé kannski hægt sem maður veit innst inni að ekki er mögulegt, þá kemur það manni harkalega í koll siðar.,, Hvernig vinnustaður á Lands- siminn að verða? „Ég vil breyta þessu fyrirtæki þannig að starfsmenn upplifi það sem marga spennandi litla vinnustaði hvem á sínu sviði innan þess sterka ramma sem Landssiminn hf. er. Ég ætla ekki að verða ósýnilegur forstjóri sem er lokaður inni á skrifstofu, heldur vinna með starfsmönn- um fyrirtækisins. Mitt fyrsta verk verður því að heimsækja hina fiöl- mörgu vinnustaði Sím- ans og kynnast sam- starfsfólki mínu og að- stæðum þess.„ þyngsti hluti skiptanna er, til að geta þar boð- ið lægsta mögu- lega verð. Á sama tíma virðist sterk pólitísk krafa um að tryggð sé viss lágmarks- þjónusta í verði og gæðum í fiarskiptum og gagnaflutning- um úti á landi. Reykjavíkurborg er greinilega að hafna þátt- töku í slíku og stuðla að því að það muni ekki gerast án sérstakra ráðstafana ríkisvaldsms. Það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.