Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingan 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Jafnvægi milli kynslóða Við söfnum sjálf til elliáranna hér á landi, ólíkt flest- um öðrum þjóðum, sem annað hvort búa við ótryggt ævi- kvöld eða treysta meira eða minna á gegnumstreymi líf- eyris á vegum opinberra aðila. Unga fólkið á íslandi er ekki lengur að safna lífeyri fyrir gamla fólkið. Málin hafa fallið hratt í þennan farveg, síðan farið var að miða lífeyrisgreiðslur við raunverulegar tekjur, en ekki strípaða taxta; síðan lífeyrisprósentan var hækkuð um 2,2 stig; og síðan farið var að bæta séreignasjóðum og séreignadeildum ofan á eldra sameignarkerfi. Gegnumstreymi er algengt lífeyriskerfi á Vesturlönd- um. Tekið er af þeim, sem eru á atvinnualdri, til að greiða þeim, sem eru hættir að vinna. Þetta gengur vel, þegar aldursskipting þjóðar er þannig, að hlutfall eftir- launafólks af heildarmannfj ölda er fremur lágt. Eftir því sem þjóðir eldast, svo sem gerzt hefur hratt á Vesturlöndum, minnka líkur á, að starfandi fólk geti staðið undir eftirlaunum aldraðra. Opinbera lífeyriskerf- ið sligast að lokum hreinlega undir þunga gegnum- streymis, sem virtist svo ódýrt og þægilegt í fyrstu. Hollendingar og Bretar hafa gengið þjóða lengst í að reka lífeyriskerfið á raunverulegum spamaði liðins tíma. Við komum í þriðja sæti, næst á undan Svíum og írum. Þetta eru þær þjóðir, er búa við traustan lífeyri, sem mun standast ágjöf breyttrar aldursskiptingar. Mikill og raunverulegur lífeyrisspamaður að okkar hætti saöiar enn fremur lausu og dreifðu fjármagni í öfl- uga sjóði, sem taka þátt í að efla atvinnulífið. íslenzki hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu árum einkennzt af mikilli og öflugri þátttöku lífeyrissjóða. Mikilvægt er þó, að lífeyrissjóðir gangi ekki of langt í eltingaleik við skammtímahagsmuni. Samkeppni um arðsemi má ekki leiða til áhættusamra flárfestinga, sem stríða beinlínis gegn þeirri grundvallarforsendu lífeyris- sjóða að skila höfuðstólnum langt inn í framtíðina. Við uppsöfnunarkerfi lífeyrismála okkar bætist svo, að fyrir löngu var hætt að niðurgreiða byggingalán. Fólk getur ekki lengur reist sér húsnæði fyrir lánsfé, sem brennur upp. Við erum fyrir löngu hætt að velta vanda- málum neikvæðra vaxta inn í framtíðina. Uppsöfnun lífeyris og jákvæðir húsnæðisvextir stuðla beint og óbeint að jafnvægi milli kynslóða á mælikvarða svokallaðra kynslóðareikninga. Við erum nokkum veg- inn hætt að senda ungu fólki og ófæddum bömum reikn- inginn fyrir að lifa sjálf um efni fram. Árið 1995 hefðu skattar okkar þurft að vera 5% hærri til að núverandi kynslóðir standi sjálfar undir opinber- um rekstri. Talan hefúr síðan lækkað og er líklega í núlli um þessar mundir. Það þýðir, að við erum hætt að senda reikninga til ófæddra bama og bamabama. Fáar þjóðir hafa borið gæfú til að draga úr þessu gegn- umstreymi skatta milli kynslóða. írar, Bretar og Danir, Nýsjálendingar, Ástralir og Kanadamenn em í álíka góð- um málum og við í opinberum rekstri, nálægt hinu eftir- sóknarverða núlli í kostnaðarjafhvægi kynslóðanna. Hér eftir verður erfiðara fýrir skammtímasinnaða stjómmálamenn að sukka í samneyzlu og opinberum fjárfestingum eins og tíðkaðist fyrr á áratugum. Við er- um orðin meðvituð um, að halli á ríkisbúskapnum jafn- gildir álögum á ófædda afkomendur okkar. í fomöld seldi fólk böm sín í ánauð til að afla brauðs. Við mætum hins vegar nýrri öld með hreinu borði. Við erum hætt að hlaða byrðum á afkomendur okkar. Jónas Kristjánsson Enda þótt landbúnaðurinn sé nær markaðsaðstæðum en fyrr er hann enn styrkþegi ríkisins telur greinarhöf- undur. Sátt í orði - stríð á borði tonn á ári eða 25 kg á hvem íbúa; samt er kindakjötsneysla um helmingur af allri kjöt- neyslu í landinu. Enn hafa samkeppnisafurðir eins og svína- og fugla- kjöt ekki eðlilega sam- keppnisstöðu vegna of hás verðs, sem rekja má til leifa af gömlu kvóta- kerfi og óeðlilegs hagnað- ar fárra framleiðenda. Þeir sem vildu halda fram hjá kindakjöti máttu bara blæða. Mjólkurframleiðsla er nú liðlega 100 milljónir Ktra, en neysla mjólkurafurða hefur dregist saman á „Þrátt fyrirjákvæða þróun þegar á heildina er litið og að landbún- aðurinn hafí þróast nær mark- aðsaðstæðum er heildarstuðn- ingur við hann enn þá 2,3 miiljón- ir á hvern bónda á ári.u Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Nú er í tísku að stefna að sátt á öll- um sviðmn. Reynt skal að ná sátt í sjávarútvegi en þó þannig að aðal- deiluatriðum, þ.e. úthlutanarreglum kvóta, má ekki breyta ef það rask- ar hagkvæmni í greininni án þess að tilgreint sé fyrir hvem. Sif umhverf- isráðherra hefur ekki sparað yfirlýs- ingar; hún ætlar að frnna jafnvægi eða sátt í virkjunarmál- um. Hætt er við að margir telji Eyja- bakka eða Dimmugljúfúr ekki til skiptanna, ekki megi setja hluta þeirra undir lón og reka hluta gæsanna á brott. Hætt er við að drápseðli dugi henni betur til stríðs en sátta; sáttaleið er oft vandfetaðri en stríð. Sátt um landbúnaðinn? 1 seinni tíð er lítið minnst á land- búnaðinn sem deiluefni. Stríð hefur staðið um hann í áratugi og forystu- menn hans hafa verið bæði draum- óra- og eljumenn, sem hafa rekið áfram framleiðslu bæði sauðfjár- og mjólkurafurða á kostnað neytenda og skattborgara; þeir hafa beinlínis barið hausnum við steininn og ekki viöurkennt að fsland er við heim- skautsbaug og með öllu vanhæft til útflutnings landbúnaðarafurða. Síðan hefur það gerst, að árleg kindakjötsframleiðsla hefur minnk- að um helming á síðustu tuttugu ámm og er nú um tæp 8 þúsund hvern íbúa um tæpan þriðjung á sama tíma og samsvarar nú um ein- um lítra mjólkur á dag á hvem íbúa; ostaneysla t.d. hefur þó farið vaxandi. Segja má að mjólkurfram- leiðsla virðist nú í jafnvægi þótt verðlag sé of hátt og framboð fátæk- legt á summn sviðmn. Innflutning- ur er sýndarmennskan ein; eirm að- ili flytur inn rúmlega 90% af leyfð- um 35 tonnum af ostum og verðið er óheyrilegt vegna gjalda. Grænmeti og ferskar jurtaafurðir (nema ávextir) eru hér yfirleitt mjög dýrar miðað við nágranna- lönd og innflutningur er hindraður ótæpilega. En neyslan fer smám saman vaxandi til hagsbóta fyrir heilsufar og óskir; hún siglir fram hjá skammsýnum verndarpostulum og skilur ]já eftir steinmnna. 2,3 milljóna stuðningur við hvern bónda Þrátt fyrir jákvæða þróun þegar á heildina er litið og að landbúnað- urinn hafl þróast nær markaðsað- stæðum er heildarstuðningur við hann enn þá 2,3 milljónir á hvern bónda á ári og er það með þvi allra mesta sem gerist í heiminum, þrátt fyrir að íslensk framleiðsla, sem er mun fábreyttari en gengur og gerist annars staðar, brauðfæði þjóðina ekki einu sinni að hálfu leyti. Mun þróunin nú stöðvast? Það virðist vera venjan að fráfar- andi landbúnaðarráðherrar geri samning við bændasamtökin í lok síns tímabOs. Á síðasta vori gerði Guðmundur Bjamason samning til 2003 um framlög ríkisins. Gert er ráð fyrir verulegri hækkun til leið- beiningarstarfsemi, þróunarverk- efna og jarðabóta á lögbýlum. Á sama tíma og auka á þátttöku fisk- veiða í kostnaði ríkisins vegna hennar eru framlögin til landbúnað- ar aukin. Ekki verður séð að það sé í samræmi við fyrirsjáanlega aukn- ingu í milliríkjaverslun samkvæmt alþjóða viðskiptastofnuninni WTO. Landbúnaðurinn ætti frekar að búa sig undir aukna samkeppni, mesti stuðningurinn felst í verðtryggingu kindakjöts og mjólkur, svo og sam- keppnishindrunum á kostnað al- mennings. Nýi landbúnaðarráðherr- ann hefur sagt það vera eitt af helstu markmiðum sínum að bæta kjör bænda. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig hann hugsar sér það án þess að snúa þróun við. Hann hefur til þessa aðeins framvís- að hundum af sínum spilum. En segja má um hann og Sif: „Dag skal að kvöldi lofa en méy að morgni." Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Hópuppsagnir fyrir vestan og sunnan „Fyrir vestan eru hópuppsagnir orðnar nær dag- legt brauð, því miður heldur næringarsnautt. Fyrir sunnan eru hópuppsagnir orðnar fastur liður i kjaraþrasinu og eru árangursríkar. Munurinn á hópuppsögnunum fyrir vestan og raunar fyrir norð- an líka, og á hópuppsögnum fyrir sunnan er að fyr- ir vestan og norðan er það verkafólk sem atvinnu- rekendur afhenda passann sinn út i óvissuna og segja því upp atvinnunni, en fyrir sunnan eru það hópar í vinnu hjá því opinbera sem segja upp störf- um sínum og ráðningarsamningum og hlaupa frjáls- ir og fagnandi út á frjálsa vinnumarkaðinn. Það er að segja ef þeir eru ekki ráðnir aftur á enn betri kjörum en nokkru sinni var samið um.“ Oddur Ólafsson í Degi í gær. Lán samkvæmt sögusögnum og fréttum „Því er nefnilega þannig varið að Landsbankinn byggir nú orðið afgreiðslu lánveitinga á sögusögn- um og fréttum, sem dagblöð flytja, m.a. Lætur bank- inn gjaman fylgja lánsafgreiðslu tölvuútskrift af slíkum fréttum. Nýjasta dæmið er afgreiðsla láns- beiðni frá Þingeyri, sem bankinn neitaði, sem von- legt var, enda búinn að afla staðfestra fregna þess efhis, að stjómvöld væru búin að banna íbúum Þingeyrar að sækja sjóinn sinn. Þorpið þessvegna dauðadæmt og eignir þar með öllu verðlausar. Eftir þessar hremmingar hefði verið upplyfting í að fá að berja augum afgreiðsluna á lánsbeiðni Stöðvar 2 ásamt styrktarskjölum. Þar hefur ekki á skort í upplýsingum af lífvænlegu framtaki láns- beiðanda í áranna rás og arðvænlegu. Fyrir utan fréttir og myndir af faðmlögum lánsbeiðanda og Framsóknarforkólfanna fyrir kosningar, sem hræra hjörtun." Sverrir Hermannsson í grein í Morgunblaðinu í gær sem hann kallar Banki allra Framsóknarmanna. Hvers vegna kennarar segja upp „Um það bil 330 kennarar í Reykjavik hafa þegar þetta er skrifað, sagt upp störfum frá og með næsta hausti. Og hvers vegna hafa þeir gert það? kann ein- hver að spyrja. Svarið er einfalt. Þeir vilja fá greitt fyrir vinnu sem er umfram þær vinnulýsingar sem núverandi kjarasamningur byggir á. Allflest sveitar- félög á landinu viðurkenna þetta og hafa gert sér- samninga við kennara sina til að koma til móts við þessa viðbótarvinnu." Lilja M. Jónsdóttir kennari í grein í Mbl. í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.