Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 1. JULÍ 1999 15 Hver er stríðsglæpa- maður, hver ekki? Sigurvegarar í stríði skrifa ævinlega söguna og ekki annars að vænta en að þeir sem fara halloka séu úthrópaðir stríðs- glæpamenn. Svo er einnig nú í Kosovo. Enginn efast um hroðaleg glæpaverk Serba þar en því fer fjarri að þeir einir eigi alla sök. Menn eru ekki lengur vissir um að allar þær fjölda- grafir sem nú finnast séu þeirra verk. Að minnsta kosti drjúgur hluti þeirra er vitnis- burður um hermdar- verkastríð KLA gegn Serbum siðustu sjö ár. Talsmenn NATO tala líka af meiri hógværð nú en í upphafi eftir því sem ljósara verður hvers konar samtök KLA eru. Fjöldaflóttinn hófst fyrst með loftárásunum. Sekur eða saklaus? Óhjákvæmilega er Milosevic efstur á blaði yfir stríðsglæpa- menn, ásamt fimm öðrum æðstu mönnum Júgóslavíu. Ákæra stríðsglæpa- dómstólsins í Haag og tímasetningin orkar samt tvímælis. Það er af henni of mikill pólitískur keimur. Ákæran, hvort sem það var meðvitað eða ekki, verkaði sem réttlæt- ing fyrir árásarstríði NATO gegn Júgóslavíu. Þegar allt kemur til alls var þetta strangt til tekið innanríkismál Júgóslavíu. Það var ekki farið með ófriði á hendur nágrönn- unum heldur barist gegn því sem Júgóslavar og fleiri kalla ótínd hryðjuverkasamtök í einu héraði landsins sem vildu sjálfstæði sem ekki einu sinni NATO er tilbúið að veita þeim. Spumingar vakna um aðra leið- toga. Hvers vegna var Tudjman, forseti Króatíu, ekki ákærður fyrir stórfelldustu þjóðernishreinsanir stríðsins til þessa þegar allt að 400 þúsimd Serbar voru reknir allslaus- ir frá Krajina í Króatíu á vergang sem þeir eru enn á. Hvar er hjálpin við þá? Hver vegna er enginn leið- togi múslíma í Bosníu ákærður þótt vitað sé um ótal glæpaverk múslíma þar gegn Serbum og Króötum. Hins vegar eru leiðtogar Serba, sem þó töldu sig vera að veija foðurleifð sína fyrir valdaráni múslíma í Bosníu, ákærðir og eftir- lýstir? Þess er tæpast að vænta að þeir Karadzic og Mladic ásamt hin- um komi fyrir rétt í bráð. En lög- formlega hafa sigurvegaramir í þessum stríðum réttinn sín megin, eins og við má búast. Hver er stríðsglæpamaður? En hvað er þá stríðsglæpur? Er George Bush, fyrrum Bandaríkja- forseti, stríðsglæpamaður fyrir inn- rás í fullvalda Panama sem kostaði yfir 5000 mannslíf? Kannski er það ástæðan fyrir því að Saddam Hussein er ekki meðal stríðsglæpa- manna fyrir innrásina í Kúveit. Það heggur of nærri Bush. Em nú- verandi og fyrr- verandi leiðtogar ísraels stríðs- glæpamenn vegna öfgaverka þeirra gegn Palestínu- aröbum á her- námssvæðunum og fyrir stöðugar loftárásir á óbreytta borgara í Líbanon, nú síðast um helgina? Er það stríðsglæpur að hemema fimmta hluta Líbanons og drepa þá sem reyna að veija land sitt? Er það stríðsglæpur að halda uppi stöðug- um loftárásum á írak, án nokkurs umboðs Sameinuðu þjóðanna, eins og Bandaríkjamenn gera? NATO hafði heldur ekki umboð Samein- uðu þjóðanna til árása á Júgóslavíu, það var ákvörðun bandalagsins í trássi við alþjóðalög. Em Solana og Clark þá stríðsglæpa- menn? Og hvað með uppreisnará- standið í Kosovo? Vitanlega ekki. Umheimurinn velur stríðsglæpamenn vandlega til að valda ekki of miklu raski á núverandi ástandi. Eru Kínverjar stríðsglæpa- menn fyrir undirokun Tí- bets og fjöldamorðin á Torgi hins himneska frið- ar? Auðvitað ekki. Stór- veldin skilgreina stríðs- glæpi eins og þeim sýnist. Lög stórveldanna ná ekki yfir alla, síst af öllu þau sjálf. Því ber að taka slík- um útnefningum með stór- um fyrirvara. Gunnar Eyþórsson George Bush, Saddam Hussein, Milosevic, Solana: Hver þeirra er stríðsglæpamaður og hver ekki? Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður JEt það stríðsglæpur að halúa uppi stöðugum loftárásum á írak, án nokkurs umboðs Sameinuðu þjóðanna, eins og Bandaríkja- menn gera?“ Sjálfstæðisflokkurinn herðir tökin Sjálfstæðisflokkurinn herðir tök sín í atvinnulífinu. Ráðningar nýs forstjóra og stjórnarformanns Landssímans hf. bera öll merki þess. Undir yfirskini endurskipu- lagningar tók Sturla Böðvarsson, nýr samgönguráðherra og handhafi alls hlutafjár í þessu hlutafélagi allra landsmanna, þá ákvörðun að koma úr forstjórastóli Guðmundi Bjömssyni, farsælum forstjóra Landssímans, sem hafði starfað i fyrirtækinu um langt árabil, og ráða í hans stað Þórarin V. Þórar- insson, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands íslands, sem hafði til skamms tíma gegnt stöðu stjórnarformanns fyrirtækisins. Um leið var Friðrik Pálsson, fráfar- andi forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, ráðinn nýr stjórnar- formaður. Síðan er látið í veðri vaka að frá- farandi forstjóri hafi af eigin hvöt- um ákveðið að segja starfi sínu lausu, enda þótt öll umgjörð máls- ins og viðbrögð brottrekins for- stjóra gefi allt annað til kynna. Það er ástæða til að gagnrýna harðlega þessi rammpólitísku afskipti Sjálf- stæðisflokksins af málefnum fyrir- tækisins, sem þarf á allt öðra að halda í nýju samkeppnisumhverfi en beinni íhlutun einstakra stjórn- málaflokka og ráðherra. Nýir stjómendur Landssímans era vafalaust hinir mætustu menn, en hitt er kristalklárt að mestu virðist hafa skipt að báðir koma þeir úr innsta kjarna Sjálfstæðis- flokksins; þar era gagnkvæm tengsl og trúnaður á milh. Gagnrýnt harðlega Það var og enda þannig að tveir fulltrúar í stjóm Landssímans hf. gagnrýndu þessa aðgerð ráðherrans harðlega. Þessir tveir fulltrúar vom á sinum tíma skipaðir í stjómina af fráfarandi samgönguráðherra sam- kvæmt ábendingum formanna Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. Eftir slíkum ábendingum var ekki leitað nú, þegar nýr ráð- herra endurskip- aði stjórnina. Eins og kunnugt er skipar sam- gönguráðherra alla stjóm Lands- símans og gerði það raunar sama daginn og forstjóraskipti urðu. í fjölmiðlum var látið í veðri vaka að skipt yrði um stjómarmenn ef erfið- lega gengi að ná saman meirihluta um áðurgreindar mannabreytingar. Sjálfstæðisflokkurinn er með öðmm orðum einráður þegar kemur að málefnum þessa stóra og mikilvæga fyrirtækis. Þessar ráðstafanir koma í kjölfar mikillar umræðu um stöðu Lands- símans í vaxandi samkeppnisum- hverfi, þar sem Sam- keppnisstofnun hefur þráfaldlega komið ábendingum á framfæri til ráðherra samgöngu- mála og annarra sem fara með málefni Lands- símans hf. að gæta betur að leikreglum sam- keppninnar á fjarskipta- markaðnum. Enn frem- ur er athyglivert að ráð- herra samgöngumála, sem hefúr ítrekað lýst vilja sínum til að hraða sölu Landssímans hf., sýnir því afar lítinn áhuga að leita upplýs- inga um raunverð á þessu stóra fyrirtæki. Samkeppnisstofnun hef- ur rökstutt það ítarlega og aðrir sérfræðingar tekið undir það, að Landssíminn hf. hafi í um- ræðu fram að þessu verið stórlega vanmetinn þegar kemur að hreinni eign fyrirtækisins og siðar meir söluverði þess. Það vekur tortryggni og efasemdir um það, að famar verði hagkvæmustu leiðir við söl- una, s.s. varðandi dreifða eignarað- ild og sanngjamt endurgjald til skattgreiðenda, eigenda fyrirtækis- ins, þegar það verður sett á markað. Sporin hræða Það er auðvitað umhugsunarefni i þessu sambandi að nýtt fyrirtæki á fjarskiptamarkaði, Íslandssími, hefur styrkt stöðu sína með nýjum fjárfestum, innlendum sem erlend- um. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvemig þessi kaup gerast á eyrinni, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn ræðst til atlögu og einkavæðir Landssimann hf. og hvaða hlutverki eig- endur Íslandssíma munu gegna í þeim viðskiptum. Ýmsir forsvarsmenn þess fyrirtækis tengjast Sjálfstæðisflokknum sterkum böndum. Sporin hræða i þess- um efnum. Einka- vinavæðing og sölur rikisfyrirtækja á undirverði marka söguna í þessum efnum, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið með „brunaútsölur" á ríkisfyrirtækjum. Að samanlögðu er ljóst að Sjálf- stæðisflokkurin er samur við sig, þegar kemur að afskiptum af at- vinnulifinu. Frelsi markaðarins og samkeppni á aðeins við á hátíðar- stundum hjá þeim sjálfstæðismönn- um og er víkjandi þegar hagsmunir flokksins og bestu vina hans era annars vegar. Eign almennings í Landssiman- um skiptir tugum milljarða króna. Það er ekki og má aldrei verða einkamál örfárra sjálfstæðismanna hvemig farið er með þessa miklu fjármuni og þá gífúrlegu hagsmuni sem í húfi em. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem fram aö þessu hefur verið gætinn og yfir- vegaður stjómmálamaður, má ekki láta flokksvini sína leiða sig á glap- stigu í þessum mikilvægu málum. Guðmundur Ámi Stefánsson „Einkavinavæðing og sölur ríkis- fyrírtækja á undirverði marka söguna í þessum efnum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með „brunaútsölur“ á ríkisfyrir■ tækjum." Kjallarinn Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður Samfylkingar Með og á móti Var eðlilegt að skipta um forstjóra Landssímans? Nýr forstjóri tekur við Landssímanum í dag en fyrrverandi forstjóri var látinn vikja. Menn eru missáttir við aðdrag- anda forstjóraskiptanna og skiptin sjálf. Ögmundur Jónasson alþingis- maður hefur sagt að fyrrverandi for- stjóri hafi drýgt þann eina glæp að vera fyrir þeim mönnum sem um einkavæddan Landssíma eru að véla - einkavæðingar sem til var stofnað i þágu peningamanna og hjálpar- kokka þeirra. Fullkomlega eðlilegt Pétur Blöndal, a(- þingismaður og fyrrverandi for- stjóri. „Það er víða uppi sú skoðun að menn í stjórnunarstöðum eigi ekki að gegna þeim lengur en í fimm til sjö ár á hverjum stað. Lengri tími sé hvorki hollur fyrir þá sjálfa eða fyrirtækið. Þá er það er fullkom- lega eðlilegt að stjórnir fyrir- tækja skipti um stjómendur. Hið gagnstæða væri óeðlilegt. Menn sjá hlutina frá mismunandi sjónarhorni og nýir menn nálg- ast hlutina á nýjan hátt og frá nýju sjónar- homi og byggja á reynslu fýrrverandi stjómenda. Þeir koma úr öðm umhverfi og bæta gjaman einhveiju nýju við á nýjum stað. Fyrirtæki þátna því yfirleitt við það að skipt eru um stjómanda og stjómendur batna við að skipta um vettvang og takast á við að stjórna nýju fyrir tæki. Ég stjómaði Kaupþingi áður og eftir að aðrir menn tóku við því hefúr það haldið áfram að blómstra. Það er ekki víst að þaö hefði hefði blómstrað eins áfram hefðí ég setið við stjómvölinn. Þetta er því stjómunarstefna sem er mjög eðlileg. f eðli sínu er rekst- ur fyrirtækja eins hvort sem um er að ræða frystihús, banka, símafyr- irtæki eða spítala. Fyrirtæki fram- leiða öll vöra eða þjónustu og stunda ýmiss konar aðdrætti. Til þessa þurfa þau fólk og fjármagn. Eðli stjórnunar er alls staðar það sama, að ná fram því besta úr fólk inu. Fólkið er besta auðlind hvers fyrirtækis." Gagnrýnisverð aðferð „Ákvörðunin um að láta fýrrver- andi forstjóra víkja var tekin í samgönguráðuneytinu og án sam- ráðs við stjóm fýrirtækisins og það tel ég hafa verið óeðlileg vinnubrögð þótt kannski megi segja að eigand- inn, eða hluthaf- inn og fulltrúi hans, samgöngu- ráðherra, hafi rétt til þess að skipta um æðstu stjórnendur. Að- dragandinn var sá að stjómin var látin vita af því að það væri búið að ákveða að skipta um for- stjóra þótt fyrir fram hefði maður samt haldið að nýr samgönguráðherra vildi fyrst heyra ofan í stjórn fyrirtækisins áður en jafhmikilvæg ákvörðun væri tekin. Þetta tel ég hafa verið gagnrýnisvert og stjómin, eða í það minnsta hluti hennar, var ekk- ert mjög ánægð með það hvernig var staðið að málinú eftir að hafa um hokkum tfma verið búin að ræða ýmsar skipulagsbreytingar. Síðar ineir, eöa eftir að tillaga um Þórarin V. Þórarinsson sem næsta forstjórá var komin fram, var stjómin hins vegar einhuga um að að ráða hann, enda er Þórarinn hæfúr maður með mikinn metnað fyrir hönd fyrirtækisins." -SÁ Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í KópavogS og stjóm- armaóur í Lands- símanum hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.