Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 17 DV Sviðsljós Starfsmenn Linsunnar: Hvað segja gleraugun? Friðrik Pálsson: Hann er með töff gleraugu sem tekið er eftir, þau undirstrika ákveðinn karakt- er sem veit hvað hann vill. Ástríður Thorarensen: Þetta er stórglæsileg kona en gleraugun henta henni ekki. Þau eru of stór og ekki alveg í takt við tímann. Ný gleraugu myndu bætá annars ágæta konu. Þossi á X-inu: Það er eins og hann vilji stuða fólk með gler- augnavali sínu og það tekst vel. Hann er skemmtilega djarfur. -þor Starfsfólk Linsunnar sem Til- veran ræddi viö var ekki á því að til væru neinar reglur um það hvaða gleraugu hentuðu ákveðn- um andlitsformum. „Nei, ég er því algjörlega mótfallin,“ sagði Sigrún Bergsteinsdóttir sölumaður. „Ég held að það sé ekkert hægt að full- yrða um það að breiðleitt fólk eigi að nota vissar tegundir gleraugna og önnur ekki. Ég hef orðið vitni að því hundrað sinnum að þessar reglur hafa verið brotnar. Þó er það staðreynd að íslendingar eru margir breiðleitir og þeim fer oft vel að vera með breiðar umgjarð- ir sem ná ekki langt niður á and- litið. Annars er fólk misjafnt og gleraugun líka,“ sagði Sigrún. Tilveran bað starfsmennina að dæma gleraugu nokkurra valin- kunnra manna og gefa þeim ein- kunn. Hvað segja gleraugun um þetta fólk? Vigdis Grímsdóttir: Þessi kona er með áberandi gleraugu og það er augljóst mál að hún vill láta taka eftir sér. Hún ber andlit- ið vel enda sterk týpa. Robert Downey Jr. dott- inn í enn einn pyttinn Leikaranum geðþekka, Robert Downey Jr., virðist ætla að ganga illa að ná sér á réttan kjöl aftur en sem kunnugt er af fréttum lenti hann í fangelsi fyrir skömmu vegna eiturlyfja- og áfengismis- notkunar sinnar. Downey losnaði úr fangavistinni fyrir stuttu og sagðist þá vera staðráðinn í að bæta ráð sitt en það virðist ætla að ganga brösuglega ef marka má nýj- ustu fréttir af kappanum. Samkvæmt þeim hafði Downey fengið hlutverk í kvikmyndinni Reaching Normal, sem Anne Heche skrifar handrit að og leik- stýrir, en hann hafði það af að láta reka sig áður en tökur á myndinni hófust - enn og aftur vegna drykkjuskapar. Að sögn mætti Downey illa fyrir kallaður og enn verr útlítandi á tökustaðinn fyrsta daginn og var hann vinsamlega beðinn um að ómaka sig ekki frekar. Hlutverki hans var úthlutað öðrum leikara, Paul Rudd, sem er kunnastur fyrir leik sinn í myndinni The Object of My Affection. „Brostu þótt hjarta þitt bresti og brotni" söng Robert Downey Jr. svo eftirminnilega í myndinni um Chaplin hér um árið. Hér reynir hann að fara að eigin ráðum og kreistir fram bros. www.itn.is/leppin leppin Isp o r t Hollusta alla leið ekkert koffein, enginn hvítur sykur, engin aukaefni Sportdrykkur fyrir 12-19 ára. Hollur og bragðgóður drykkur sem inniheldur öll nauðsynleg vítamín og bætiefni fyrir þennan aldurshóp. Sportdrykkur fyrir 5-11 ára. Hollur og bragðgóður drykkur sem inniheldur öll vítamín og bætiefni sem þessi aldurshópur þarf. spo* GRU Squeezy powder, 500g / 2kg: Kolvetnaduft sem blandast í vatn. Gefur réttu orkuna og kemur í veg fyrir að kolvetnabirgðir líkamans tæmist. Hollur oggóður orkudrykkur, t.d. í vinnu, á æfingu og íkeppni. r„..ntu 2 dósir og brúsann I kaupb*ti HAGKAUP Meira úrval - betrikaup Nýkaup Þarsern ferskleikinn býr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.