Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 íþróttir unglinga Kolbrún Ýr á leið á stórmót: „Ætla á pall" Ein fremsta sundkona okkar íslendinga, Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, ÍA, mætti galvösk á Aldursflokkameistaramótið í Borgarnesi. „Mér gengur bara mjög vel, ég er ekkert búin að vera að létta fyrir þetta mót. Ég er að fara út að keppa eftir tvær vikur, fyrst á Evrópumeistara- móti unglinga og svo fullorð- inna. Þetta mót er hluti af æfmg- unum hjá mér,“ sagði Kolbrún, sem hefur verið á miklum þeyt- ingi erlendis að undanfomu. „Mér finnst alveg æðislegt að koma og vera bara með jafnöldr- um og krökkum sem maður þekkir,“ sagði Kolbrún en alvar- an er mikil á stórmótunum og því gott að koma og keppa á Is- landi. „Ég þarf aö bæta mig hér í greinum sem ég keppi í úti. Markmiðið úti er að komast á pall og ég tel góða möguleika á því. Ég ætla að líka að hafa gam- an af því að fara út og stefni hátt,“ bætti þessi frábæra sund- kona við. Koibrún Ýr stefnir á verðlaunapali á Evrópumeistaramótinu. I Umsjón (ris B. Eysteinsdóttir Iris Edda Heimisdóttir stefnir að því að bæta ísiandsmetið á Evrópumeistaramóti unglinga. íris Edda stefnir hátt: íslandsmetið stórhættu íris Edda Heimisdóttir, Keflavík, var ekki ánægð með árangur sinn á Aldursflokkameistaramótinu. „Ég er ekki búin að vera að hvíla nógu mikið og því er ég ekki búin að bæta mig í neinu. Ég er bara að æfa vel fyrir Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í næsta mánuði. Þar ætla ég að taka íslandsmetið, mér hefur lengi dreymt um það,“ sagði íris, sem er ákveðin í að standa sig vel á næstu árum. „í framtíðinni stefhi ég á Ólympíuleikana, það er stærsti draumurinn," sagði íris, full sjálfstrausts. „Minn helsti styrkur er að ég hef svo rosalega gott þol, þannig að 200 metrarnir eru besta sundið mitt,“ sagði íris að lokum. Meira um AMÍ Meira verður fjallað um Aldursflokkameistaramótið í sundi á síðum DV í næstu viku. Helstu afrek Afreksverðlaun voru veitt fyr- ir stigahæsta sundmann í þrem- ur greinum á Aldursflokkameist- aramótinu í sundi. Verðlaunin hlutu: Sveinar: Birkir Már Jónsson, Keflavík, 1132 stig. Meyjar: Þóra Björg Sigurþórs- dóttir, Keflavík, 1351 stig. Drengir: Helgi Hreinn Ósk- arsson, UMFN, 1416 stig. Telpur: Berglind Ósk Bárðar- dóttir, SH, 1872 stig. Piltar: Jakob Jóhann Sveins- son, Ægi, 2307 stig. Stúlkur: Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, ÍA, 2259 stig. Bætti 4 met Jakob Jóhann Sveinsson átti þátt í öllum metunum fjórum sem bætt voru á Aldursflokka- meistaramótinu í sundi. „Ég stefndi að þessu en ég átti nú ekki að toppa. Þetta kom mér ekki á óvart. Ég var viss um að ég gæti þetta. Bringusund er að- algreinin mín. Ég átti gamla metið þar síðan í fyrra,“ sagði Jakob, sem hefur háleit mark- mið i huga. „Það er Evrópu- meistaramót unglinga í næsta mánuði og Evrópumeistaramót fullorðinna. Ég ætla bara að reyna að synda eins vel og ég get. Ég fer bara þarna og syndi. Ég held að það sé draumur hvers sundmanns að komast á Ólymp- íuleika og ég tel það ágætlega raunhæft." sagði Jakob. Metin sem Jakob bætti voru 200 m bringusund, síðan var hann í sveit Ægis sem bætti þrjú boðsundsmet, 4x100 m fjórsund, 4x100 m skriðsund og 4x50 m skriðsund, sem eru allt ný ís- landsmet í piltaflokki. Aldursflokkameistaramót íslands í sundi: Liðsandi - góður hjá krökkunum sem stóðu sig vel Aldursflokkameistaramót íslands í sundi fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi. Keppendumir 200 á mótinu voru á aldrinum 12-17 ára, frá 19 félög- um. Mótið fór glæsilega fram og eiga Borgnes- ingar hrós skilið fyrir frábæra framkvæmd og aðsöðu sem var öll hin hesta á mótinu. Gekk hratt fyrir sig „Þetta hefur gengið bara mjög vel. Mótið byrjaði í rigningu og kulda á fóstudaginn en á Guðmundur sunnudaginn var gott mótsstjóri. veður og þá gekk mótið miklu betur fyrir sig,“ sagði Guð- mundur Sigurðsson mótsstjóri. Það vakti sérstaka athygli hve já- kvæðir allir starfsmenn mótsins voru og hve vel þer tóku á móti gestum. „Allir staifsmennirnir hafa staðið sig mjög vel. Við emm meira að segja á undan áætlun í dag (sunnu- dag),“ sagði Guðmud- ur. Eldsnemma í ró Flestir keppend- urnir sem komu á mótið voru í Borgar- nesi alla helgina og nutu þess að skoða þennan skemmtilega bæ. „Þau gistu öll í bamaskólanum. Við Sigurðsson erUm með mjög góða aðstöðu þar. Á fostu- dags- og laugardags- kvöldiö var ró komin á krakkana um klukkan ellefu en þau þurftu öll að vakna snemma í keppni. Á sunnudagskvöld var svo diskó, en það er alltaf síðasta kvöldið á þess- um mótum,“ bætti Guðmundur við. Mikilvægt er að krakkamir fái næg- an svefn á mótinu, þar sem árangur- inn hvílir á því að þau séu rétt und- irbúin. Siguriið Kefiavíkur á Aldursflokkameistaramóti íslands í sundi. Eiga hrós skilið Veronika G. Sigurvinssdóttir, framkvæmdastjóri UMSB, kom að skipulagningu mótsins og var hún mjög sátt við heildarsvip þess. „Ég er rosalega ánægð með krakkana. Það er greinilega góður liðsandi í liðunum og þessir 170 krakkar sem gistu gengu bara mjög vel um skól- ann og eiga hrós skilið,“ sagði hún. Guðmundur tók undir með Ver- oniku. „Ég vil bara nota tækifærið að lokum og þakka öllum starfs- mönnum mótsins. Þetta er búin að vera mikil töm, bæði í undirbún- ingi og á mótinu sjálfu," sagði Guð- mundur, ánægður í mótslok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.