Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 25 Ferðalög: Hringvegurinn eða suðrænar strendur? íslendingar eru sólþyrstari en nokkru sinn fyrr þetta sumarið. Sam- kvæmt upplýsingum ferðaskrifstof- anna leggja fleiri íslendingar land und- ir fót þetta árið og ferðast til suðrænna stranda en áður hefur þekkst. En ekki eru allir gefnir fyrir ókunnug lönd og framandi loftslag þvi þeir eru einnig margir sem kjósa að ferðast innan- lands og njóta þess sem ísland hefur upp á að bjóða. Hagsýni kannaði lauslega hvað það kostar fyrir öögurra manna íjölskyldu, hjón með tvö börn undir tólf ára aldri, annars vegar að ferðast hringinn í kringum landið á tveimur vikum og hins vegar hvað það kostar fyrir þessa sömu fjölskyldu að skreppa í tvær vik- ur til Spánar. Skýrt skal tekið fram að hér er ein- ungis um talnaleik að ræða þar sem öll verðdæmi í könnuninni eru meðaltals- verð og því líklegt að hægt sé að ferð- ast á ódýrari hátt bæði hérlendis og er- lendis. Einnig skal tekið fram að að sjálfsögðu er ekki hægt að bera mis- munandi þjónustu og gæði algjörlega saman á milli landa. Gistingin dýr Fjögurra manna fjölskyldan getur fengið ferð til Spánar með gistingu i tveggja herbergja íbúð á um 206.980 krónur. Þá eru flugvallarskattar og barnaafsláttur tekin inn i dæmið. Ef við gerum ráð fyrir að fjölskyld- an sem ætlar að ferðast um ísland gisti ekki á hótelum heldur á góðum gisti- heimilum má reikna með að Qölskyld- an þurfl að greiða að minnsta kosti 98.000 krónur fyrir gistingu víðs vegar um land. Þá er gert ráð fyrir að annað barnið þurfi aukarúm sem yflrleitt er greitt sérstaklega fyrir og fjölskyldan leigi sér herbergi með baðherbergi þar sem það stendur til boða. Fjölskyldan sem ferðast um ísland þarf auk þess að greiða fyrir bensín á fjölskyldubílinn til þess að komast á milli staða. Ef gert er ráð fyrir að fjöl- skyldan eigi meðalstóran nýlegan fólksbíl, sem eyðir um 8 lítrum á hundraði, má reikna með að fjölskyld- an eyði að minnsta kosti 11.000 krón- um í bensín á ferð sinni um landið. Þá er gert ráð fyrir að flölskyldan fari all- an hringveginn en komi auk þess víða annars staðar við til að skoða landið. Sund og nesti Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að báðar flölskyldurnar geri sér ýmislegt tfl gamans og má m.a. nefna busl 1 sundlaugunum. Fjölskyldan á Spáni greiðir líklega ekkert fyrir sundsprett- inn þar sem hægt er að fara í sund á hótelinu en flölskyldan á íslandi greið- ir að minnsta kosti 3430 krónur fyrir sundsprettinn. Þá er gert ráð fyrir að flölskyldan fari í sund á hverjum degi en ekki þurfi að borga fyrir yngsta flöl- skyldumeðliminn. Báðar flölskyldumar þurfa að nær- ast og þar kemur fram talsverður verð- munur. Ef við gerum ráð fyrir að báð- ar flölskyldurnar séu hagsýnar þegar kemur að morgunmatnum og kaupi sér flórar jógúrtdósir sem kosta um 53 krónur á íslandi en 25 krónur á Spáni eða annan svipaðan mjólkurmat, flög- ur stór rúnnstykki sem kosta um 55 krónur stykkið á íslandi en 35 krónur á Spáni eða annað brauðmeti og einn lítra af mjólk tfl að borða á morgnana í tvær vikur lítur dæmið svona út. Á íslandi greiðir flölskyldan að minnsta kosti 7070 krónur samtals fyrir morg- unmatinn í tvær vikur en á Spáni greiðir flölskyldan að minnsta kosti 4270 krónur fyrir sama málsverð. Þjónað til borðs Þá er komið að hádegisverðinum. Við gerum ráð fyrir að flölskyldurnar séu ekki jafnsparsamar í hádeginu og leyfl sér að borða einhvers konar skyndibita í hádegismatnum. Ef við gerum ráð fyrir flölskyldan borði ein- faldan hamborgara eða annan sam- bærilegan skyndibita sem kostar að meðaltali 350 krónur á mann og drekki 1/2 lítra af gosi eða sódavatni sem kostar 110 krónur með í hverju hádegi kostar hádegisverðurinn samtals 25.760 krónur í tvær vikur á íslandi. Á Spáni má gera ráð fyrir því að sami skyndibiti kosti um 270 krónur og sama magn af gosi um 65 krónur. Samtals kostar hádegisverður þar í tvær vikur fyrir flögurra manna flöl- skyldu 18.760 krónur. Þá er komið að kvöldverðinum. Ef gert er ráð fyrir að flölskyldan geri vel við sig í mat á kvöldin í hálfan mánuð og fari út að borða á meðalflna veit- ingastaði, (ekki skyndibitastaði) þar sem þjónað er til borð, hvort sem er hérlendis eða á Spáni, kemur fram um- talsverður verðmunur. Ef fiölskyldumeðlimimir fá sér fisk- Utanlandsferðir: Kauptu ekki köttinn í sekknum íslendingar verða sífellt ferðaglaðari með árunum, ef svo má að orði kom- ast, og víst er að stór hluti landsmanna mun leggja land undir fót í sumar og bregða sér til fallegra stórborga eða suðrænna stranda. Hvert sem haldið • er kosta slíkar ferðir umtalsverðar flárhæðir og því er mikilvægt að skoða vel hvað er í boði og hvaö er innifalið svo viðskiptavinurinn endi ekki á því að kaupa köttinn í sekknum í þessum efnum. Hér á eftir fylgja nokkur ráð sem gott er að hafa í huga áður en ferð- in er keypt. Misjafnar lýsingar 1) Skoðaðu bæklinga ferðaskrifstof- anna með gagnrýnisaugum því stund- um lítur staðurinn betur út í bæk- lingnum heldur en þegar á áfanga- stað er komið. Þú gætir t.d. spurt hvenær ársins myndir frá sólarströnd- inni, sem þú ert að hugsa um að skella þér á, eru teknar ef ströndin er mjög mannmörg yfir sumartímann en myndin er tekin að vorlagi. Einnig er ágætt að lesa lýsingar í bæklingunum með gagnrýnu hugar- fari, „líflegt hótel“ gæti e.t.v. þýtt að það sé of hávaðasamt fyrir þann sem vill slappa af og „rólegur staður" gæti þýtt að þeim sem ætla að skemmta sér gæti leiðst. 2) Gerðu verðsamanburð á milli ferðaskrifstofa og athugaðu vel að „lægsta verð“ einhverrar ferðaskrif- stofu er e.t.v. ekkert betra en meðal- verð einhverrar annarrar ferðaskrif- stofu. 3) Skoðaðu smáa letrið vel og athug- aðu hvort þar felst einhver aukakostn- aður sem þú vissir ekki um, t.d. flug- vallarskattur, gjald fyrir akstur frá flugvefli eða annað slíkt. Skoðaðu einnig vel hvaða skilyrði liggja á bak við þegar boðið er upp á frí flugsæti fyrir bömin eða ókeypis bílaleigubíl. Venjan er sú að tveir full- orðnir þurfa að fylgja bömunum til þess að þau fái frítt flugsæti og oft þarf að greiða sérstaklega fyrir tryggingu á bíla- leigubílnum Stór hluti íslend- ínga mun leggja land undir fót í sumar og þá er mikilvægt að kaupa ekki köttinn í sekknum. og bensín á hann, jafnvel þegar sagt er að ferðinni fylgi ókeypis bíla- leigubíll. Næturflug 4) Skoðaðu vel hvenær tima dagsins flogið er út og hvenær er flogið heim aftur. Einnig skaltu skoða hvort um beint flug er að ræða eða hvort milli- lent er á leiðinni og jafnvel skipt um flugvél. Stundum em flogið á nætum- ar og skipt um vélar eða millilent á leiðinni ef um ódýrt flug er að ræða. Slíkt getur valdið óþægindum og stytt dvalartímann á áfangastaðnum meira en ætlunin var. 5) Kauptu ferðatryggingu um leið og þú bókar ferðina til að komast hjá óþægindum og peningaútlátum ef þú þarft að hætta við. 6) Fáðu nákvæma lýsingu á hótel- herberginu eða íbúðinni þannig að þú og fiölskyldan verði ekki eins og sard- inur í dós í alltof lítilli íbúð sem virtist mun rúmbetri I bæk- lingnum heldur en þegar á staðinn er komið. 7) Ef þú hefúr einhverjar sér- þarfir, þarft t.d. að vera nálægt lyft- unni eða á neðstu hæð, skaltu senda inn skriflega beiðni um slíkt áður en haldið er af stað. Best er einnig að fá skriflega staðfestingu á að ferðaskrif- stofan geti orðið við beiðni þinni áður en þú leggur af stað. -GLM eða pastarétti með brauði sjö kvöld í ferðinni má reikna með að greiða þurfi um 620 krónur fyrir réttina á Spáni en um 1100 krónur á íslandi. Ef keypt er kjötmáltíð hin sjö kvöldin má reikna með að rétturinn kosti um 980 krónur á Spáni en um 1400 krónur á íslandi. Samtals verður veitingahúsareikn- ingur flölskyldunnar á íslandi, miðað við áðurnefndar forsendur, 68.920 krónur. Reikningur flölskyldunnar á Spáni er hins vegar umtalsvert lægri, miðað við þessar forsendur, eða 44.800 krónur. Samtals kostar því ferð og uppihald Qölskyldunnar á Spáni 274.810 krónur en ferð flölskyldunnar hringinn í kringum ísland 214.180 krónur. r O oo X) <D < Q < —\ L. J Faxafeni 8 Sumarklœði fyrir alla aldurshópa í úrvali á frábœru verði Opið Mán - Fi 10-18 Fö 10-19 Lau 10 - 18 Su 12-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.