Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1999, Blaðsíða 36
f iyinningstölur miðvikudaginn 30.06. ’99 10 29 33 37 42 Fjöldi Vinningar vinninga Vinningiupphœð 1. 6 afr 6 1 38.996.280 2.5 0(6.*. »• 0 1.406.960 3-5 0(6 1 239.530 4-4 0(6 148 2.570 ■5-3 0(6,1 v. 392 410 Heildarvinningsi 41.183.050 Á íólandi 2.187.570 V I K I N G A UTT9 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1999 Forstjóri Landssímans: Fylgist með fjarskipta- málum borgarinnar Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, segir í DV-yfírheyrslu að það sé eftirtektarvert að á sama tíma og borgarstofnun eins og Orkuveita Reykjavíkur ákveði að hasla sér völl á fjarskipta- markaði í Reykja- vík og fjárfesta í þeim tilgangi fyrir um 350 milljónir króna, þá sé ákveð- ið i sömu andránni að hækka taxta "rkuveitunnar um pórarinn V. svipaða upphæð á Þórarinsson. einu ári. í þessu samhengi sé það kímilegt að yflrlýst markmið borgaryfirvalda með þessum Öárfestingum skuli vera að lækka Sar- skiptakostnað. Aðspurður um hvort hann hyggist kæra málið til Samkeppnisstofnunar segir Þórarinn: „Auðvitað mun Lands- síminn fylgjast með því að hann þurfi ekki að sæta óheilbrigðri samkeppni." Yfirheyrsla á bls. 13. Ókeypis í bíó í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er viðtal við Óskar Guðjónsson saxófónleik- ara en hann er að fara á túr um landið og telur að hann verði sennilega ekki laminn. Magga sterka svarar síðan nokkrum eró- tískum spumingum.. Fókus býður svo les- endum sínum bíómiða á Mummy sem verður forsýnd í Sambíóunum um helg- ina. Það verða þtjár Fókus-forsýningar og er lesendum gert að finna miðann í Lífinu eftir vinnu - leiðarvísi um allt sem þú i j^ildir vita - og klippa hann út og fara í Sambíó til að fá afhentan alvörumiða. „Skrifstofufárviðri" áfram Sú eindæma veðurblíða sem var í gær og verður að líkindum áfram lagðist þungt á innivinnandi fólk og höfðu einhverjir á orði að algjört skrifstofufárviðri væri skollið á. Þessi þurfti þó ekki að þjást inni við í gær en slappaði af á gúmmítuðrunni sinni í sjónum í Nauthólsvíkinni. DV-mynd Pjetur Kærumál vegna geithafurs í S-Þingeyjarsýslu: „Blöndal" geltur í leyfisleysi - vinargreiði, segir sá sem annaðist verkið DV, Akureyri: Maður verið kærður til lögregl- unnar á Húsavík fyrir að hafa tekið geithafur í eigu systur sinnar og látið gelda hann. Þetta gerðist í febrúar eða mars á sl. ári en uppgötvaðist ekki fyrr en núna í mai. Geithafurinn, sem heitir Blöndal eftir Halldóri Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherrra og núverandi forseta Alþingis, er fjögurra vetra gamall, og hans helsta hlutverk í líf- inu hefur verið og átti að vera að sjá til þess að geitur Guðnýjar Buch á Einarsstöðum í Reykjahverfi í S-Þing- eyjarsýslu færðu henni kiðlinga ár- lega. Blöndals mun nú ekkert bíða annað en að fara á sláturhúsið í haust. Guðný og bróðir hennar bjuggu félagsbúi á Einarsstöðum en því var slitið. Bróðir hennar mun hins veg- ar hafa fengið mann til að gelda fyr- ir sig nokkra unga hrúta, og fékk Blöndal að „fljóta með“ í leiðinni en að eigandanum forspurðum. Maður- inn sem fenginn var til geldingar- innar mun hins vegar hafa staðið í þeirri trú að bróðirinn ætti Blöndal. Guðný mun hafa farið að heyra sögusagnir þess efnis að Blöndal hafi verið geltur, og fékk það svo staðfest nú í vor. Hún á nú engan geithafur því ungum hafri undan Blöndal var slátrað sl. haust. „Mér finnst þetta afskaplega leiðinlegt en annað vil ég ekki segja um málið á þessu stigi,“ segir Guðný þegar DV hafði samband við hana vegna þessa máls. Jón Þór Ólason, sonur Guðnýjar, segir að auk þess að verknaðurinn hafi verið framinn án leyfis eiganda Blöndals sé verknaðurinn ólöglegur sem slíkur. Ekki geti hver sem er tek- ið að sér slíkt verk sem sé mjög sárs- aukafullt fyrir dýrið og það séu ein- ungis dýralæknar sem megi fram- kvæma geldingar, nema í algjörum undantekningartilfellum og þurfi við- komandi þó að hafa leyfi dýralæknis og vera kunnáttumaður á þessu sviði. „Eg hef bara sama leyfl og aðrir sveitamenn til að gera þessa hluti. Þama var bara um að ræða vinar- greiða og ég gerði án gjalds það sem ég var beðinn um að gera. Mér þykir hins vegar leitt að hafa gert Guðnýju þennan grikk en ég vissi ekki betur,“ segir Jónas Jónasson sem tók að sér að gelda Blöndal. Gunnar Hallgrímsson, lögreglu- maður á Húsavík, staðfesti að kæra vegna málsins hefði borist þangað en sagði að yfirheyrslur vegna þess hefðu ekki farið fram enn þá. -gk Systkini dæmd: Fölsuðu skýrslu um útafakstur Systkini á miðjum aldri í S-Þing- eyjarsýslu, hafa verið dæmd þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, fyr- ir að hafa reynt að hafa fé út úr trygg- ingafélagi mannsins, eftir að hann velti bifreið sinni. Þá var maðurinn dæmdur tO greiðslu 35 þúsunda króna og sviptur ökuleyfi í 3 mánuði. Maðurinn, sem er bóndi, var aö koma af þorrablóti að næturlagi í febrúar sl. og ók þá út af og skemmdi bifreiðina mOdð. Daginn eftir mætti hann síðan tO tryggingafélags síns ásamt systur sinni og gáfu þau þá skýrslu þess efnis að konan hefði velt bifreiðinni. í mOlitíðinni hafði lög- reglan frétt af útafakstrinum og farið á vettvang en þá var búið að fjarlægja bifreiðina þótt ummerki sæjust eftir veltuna. Við yfirheyrslur viðurkenndu systkinin að hafa ætlað að svikja út tryggingabætur og maðurinn viður- kenndi að hafa verið undir áhrifúm áfengis þegar hann ók bUreiðinni út af veginum og velti henni .-gk Skipverjar Odincovu enn launalausir: Sjómannafélagið aðhefst ekkert „ Það er varla hægt að gera neitt. Það væri hægt að selja skipið en það er frekar flókið ferli. Það er skráð í Lettlandi og einu verðmætin sem tengjast því eru veiðfieyfi á flæmska hattinum. Skipið fór síðast á sjó um áramót en kom hingað aft- ur í byrjun febrúar og hefur verið hér síðan. Það átti að fara í vélar- upptöku en eigandi skipsins, Sæ- mundur Áreliusson, hefur sagt við mig að unnið sé að endurfjármögn- un,“ segir Jónas Garðarsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavík- ur. Fyrir um tveimur mánuðum sagði DV frá slæmri stöðu skipverja á Odincovu og að langur timi hefði Skipverjar hafa hengt spjöld utan á skipið þar sem þeir mótmæla bágum kjörum. liðið síðan þeir fengu laun greidd síðast. Nú í gær hengdu sjómenn skipsins spjöld utan á það þar sem þeir segja frá því að öllu sé stolið af þeim. Hafa þeir málað á skipið m.a. að íslenskir eigendur skipsins steli af börnumun þeirra. Þegar DV sagði frá málinu í upp- hafi áttu margir inni nokkurra mánaða laun og enn er óbreytt ástand. Eig- endur skipsins sögðu fyrir tveimur mánuðum að skipverjamir fengju kaup- ið sitt um leið og þeir færu heim og væri þá allt borgað í beinhörðum pen- ingum, dollumm meira að segja. Ástandið virðist vera allt annað og alvarlegra en ekki náðist í eiganda skipsins, Sæmund Árelíusson,- EIS Veðrið á morgun: Víða létt- skýjað Áframhaldandi góðviðri verð- ur á landinu á morgun og verð- ur víða léttskýjað og sæmOega hlýtt. Eina úrkoman verður á Suðurlandi þar sem búist er við síðdegisskúrum. Hitinn verður á bOinu 10 tO 21 stig að deginum, hlýjast verður vestanlands. Veðrið í dag er á bls. 37. Pantið í tíma 29 da^ar í Þjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.