Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Síða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1999 Húsdýragarðurinn: Aðgangseyrir barna hækkar M um helming Nýskipuð rekstrarnefnd Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal kom saman í fyrsta sinn í síðustu viku. Á þeim fundi var ákveðið að hækka að- gangseyri í garðinn. Að sögn Sigrúnar Thorlacius, rekstrarstjóra Plölskyldu- garðsins, var ákveðið að hækka gjald fyrir 6-13 ára höm úr 200 krónum í 300 krónur og fyrir 13 ára og eldri úr 300 krónum upp í 400 krónur. -hb Lagt af stað í útilegu. Straumur í Þórsmörk: Eftirlit með fíkniefnum 1 Búist er við straumi fólks í Þórs- mörk um helgina eins og undanfarin ár en hefð hefur skapast að ungt fólk safn- ist þar saman fyrstu helgina í júlí. Skv. upplýsingum frá lögreglunhi á Hvols- velli voru um 3.000 manns í Þórsmörk fyrstu helgi júlímánuðar í fyrra. Lög- reglan hefur fengið sérstakan liðsauka víðs vegar af landinu til að fylgjast með að skemmtunin fari fram eftir settum reglum. Umferðardeild ríkislögreglu- stjóra verður með eftirlit auk þess sem sérþjálfaðir flkniefnalögreglumenn verða á staðnum. Þá verður læknir i Húsadal. Lögreglan á Hvolsvelli vill benda ökumönnum á að fara varlega í ámar í Þórsmörk. -hb Pantið í tíma 27 da^ai í Þjóðhátíð FLUOFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 Bandaríkjamaðurinn Gregory Schorr, til vinstri á myndinni, og íslandsmeistarinn í vaxtarrækt, Smári Harðarson, munu leggjast til sunds í Vestmannaeyjahöfn á morgun, sunnudag, íklæddir nærbuxum einum fata. DV-mynd Ómar Veðmál Keikómanna: Synda yflr Friðarhöfn á nærbuxunum DV-Vestmannaeyjum: Bandaríkjamaðurinn Gregory Schorr og íslandsmeistarinn í vaxtar- rækt, Smári Harðarson, munu leggjast til sunds í Vestmannaeyjahöfn á morg- un, sunnudag, iklæddir nærbuxum ein- um fata. Báðir mennimir starfa við gæslu á kví Keikós í Klettsvík í Eyjum. Sund- spretturinn er tilkominn vegna veð- máls þar sem Smári og Gregory urðu að láta í minni pokann fyrir Jeff Fost- er sem hefur yfirumsjón með þjálfun Keikós. Dagsetningin er engin tilviljun því sunnudaginn ber upp á 4. júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Það er því ljóst að niðurlæging íslands- meistarans er algjör. „Eftir að hafa orðið að láta í minni pokann fyrir Jeff í keppni ákváðum við þrír að keppa í golfl,“ sagði Smári í sam- tali við DV. „Við áttum það ailir sameig- inlegt að hafa aldrei snert golfkylfu og á einhvem óskiljanlegan hátt tókst Jeff að sigra. Síðan var ákveðið að þeir tveir sem töpuðu skyldu synda í höfhinni í Vestmannaeyjum á nærbuxunum og engu öðra. Orð skulu standa og munum við Gregory uppfylla okkar hlut á morg- un,“ sagði Smári og ætlar hann sér ekk- ert nema sigur. -ÓGAÓtt Starfsmaður virðisaukaskattsdeildar skattstjóra í 10,8 milljóna króna svikamáli: Mataði skattkerfið - og var í sjálfstæðum rekstri. „Áfall,“ segir skattstjórinn á Reykjanesi Starfsmaður virðisaukaskatts- deildar skattstjórans á Reykjanesi var í gær úrskurðaður í viku gæslu- varðhald vegna fjársvikamáls. Málið kom tiltölulega fljótt upp á í síðustu viku, að sögn skattstjórans. Maðurinn er grunaður um að hafa notfært sér aðstöðu sína og matað j skattkerfið skipulega á tilhæfu- -»|1 lausum upplýsingum um skatt- skil tiltekins fyrirtækis. Hann tengist umræddu fyrirtæki með því að hafa verið frámkvæmda- stjóri þess og í varastjóm, sam- hliða því að starfa hjá skattstjór- anum. Maðurinn er grunaður um brot í opinberu starfi og fjársvik upp á 10.869.321 krónu. Fyrirtækið er fiskvinnslufyrir- tæki sem þurrkar fisk til útflutn- ings, samkvæmt heimildum DV. Fyrirtækið er í svokölluðum bráða- birgðaskilum. Þannig þaif fyrirtæk- ið að skila virðisaukaskattsskýrsl- um einu sinni í viku. Skattstjórinn sagði við DV í gær að málið sé vissulega áfall en vildi ekki tjá sig um það hvort það sé áfellisdómur yfir _ skattayfirvöldum - að tiltekin háttsemi eigi sér stað í ár án þess að eftir sé tekið. Þegar skýrsl- um var skilað yfir innkaup á hráefni myndaðist inneign fyrirtækisins hjá ríkissjóði. Siðan leiddu skýrslurnar - sem náðu yfir eins árs tímabil - til end- urgreiðslu upp á tæpar 11 milljónir króna - nokkuð sem átti sér ekki stoð i raunveruleikanum. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir að málið sé upplýst varðandi fjárhæð og aðferð. Hins vegar sé um mikla peninga að ræða þannig að svigrúm þurfi til að kortleggja mál- ið og freista þess að ná aftur ein- hverju af því fé sem svikið var út úr ríkissjóði. -Ótt/EIS 13 o 0 14 '3 ^ 15 j 0 15 15 (0 í t 0 15 /T 9 9 9 V Upplýslngar frá Veöurstofu Islands 0 v 0 v Sunnudagur Veðriö á sunnudag og mánudag: Léttskýjað en hætta á þokubökkum við ströndina Á morgun verður fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður en dálítil súld við austurströndina og sums staðar síðdegisskúrir suð- austanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnan- og vestanlands. Á mánudaginn verður hæg breytileg átt eða hafgola, víða léttskýjað en þokubakkar við ströndina, hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum. Veðrið í dag er á bls. 57.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.