Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1999, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 3. JULI 1999 BILAR Nýrieppiaíáa \v Nýtt bílaumboð kynnt um helgina imboð kynnt um helgina: ! Porsche til Bílabúðar Benna Nýtt bílaumboð bætist í íslensku bílaflóruna um þessa helgi því Bíla- búð Benna hefur tekið við umboði fyrir Porsche á íslandi og sýnir fyrstu bílana í sýningarsalnum núna um þessa helgi. Blaðamenn fengu forkynningu á Porsche 911 Carrera 4 á flugvellin- um á Egilsstöðum fyrir viku en formleg frumsýning var haldin fyrir valda gesti í Listasafhi íslands í fyrradag, að viðstöddum Jens Putt- farchen, framkvæmdastjóra Evr- ópudeildar Dr. Ing. h.c. F. Porsche Aktiengesellschaft, en svo heita verksmiðjurnar fullu nafni. Bene- dikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna og Jens Puttfarchen afhjúpuðu nýj- ustu gerðirnar, Boxter og 911 Car- rera 4. Að sögn Benedikts Eyjólfssonar hafði það nokkurn aðdraganda að Porsche 911 Carrera 4 verður til sýnis hjá nýju umboði, Bílabúd Benna, um helgina. þeir tækju við umboðinu. Porsche hefur verið án umboðs hér á landi í allmörg ár en alls munu vera um 88 Porschebílar á landinu, flestir flutt- ir inn notaðir. Haldið var upp á 50 ára afmæli Porsche á síðasta ári en sú gerð Car- rera 4, sem nú er verið að frumsýna hér á landi, kom einmitt á markað í tilefni af afmælinu. Bls.30 Fallegar, klassískar línur einkenna útlit Vulcan 1500-hjólsins. Mynd DV-bilar NG Japönsk klassík í fyrra kom út endurbætt útgáfa af hjólinu Vulcan 1500 frá Kawasaki sem fékk nafnið Classic. DV-bílar fengu fyrsta hjólið af þessari gerð hér á landi til próf- unar um daginn en hjól með þessu útliti hafa selst vel að undanfórnu. Verðið hefur líka batnað á síðustu árum og því algengara að keypt séu hjól í stærri kant- inum. Vulcan-hjólið er þar, auk Yamaha 1600 og Suzuki Intruder 1500, tvímælalaust í sérflokki hvað stærð áhrærir. Hls. 36 ¦ ¦ Okumenn stóru bílanna areiðanlegir Undirritaður ók frá Akur- eyri til Reykjavíkur síðari hluta miðvikudags í vikunni og dró á leiðinni uppi ansi marga stóra bíla, flesta með tengivagna í eftirdragi. Það var eftirtektarvert og þakkarvert að verða þess áskynja að öku- menn þessara bíla sýna sér- staka ábyrgðartilfinningu og gefa til kynna með stefhuljós- um þegar öruggt er að fara fram úr þeim og tefla ekki í neina tvísýnu með það. Aðeins ökumaður á einum stórum bil sýndi ekki þessa til- litssemi. Sá var á stórum hóp- ferðabíl frá þekktu hópbílafyr- irtæki í Reykjavík og var einn í bílnum. Kannski voru stefnu- ljósin hjá honum biluð. Á mjóum þjóðvegi 1 er það ómetanlegt fyrir ökumenn minni bíla að geta treyst á öku- menn stóru bílanna með þess- um hætti. Jafnframt er áríð- andi að þeir séu vel vakandi og fari umsvifalaust fram úr þeg- ar „þeir stóru", sem fyrir utan miklu meiri þjálfun í akstri hafa mun betri yfirsýn yfir það sem fram undan er, gefa merki um að nú sé lag. Það er bara eitt, strákar á stóru bilunum: Það kemur fyr- ir að ljósin hjá ykkur eru svo drullug að það er erfitt að greina þau! -SHH Hvar er best aö gera bílakaupin? VW Polo 1400, f. skrd. 04/96, ekinn 69.000 km, bsk., 1-rauður. Verð 850.000. MMC Pajero 2800 dísil, f. skrd. 05/98, ssk., ekinn 29.999 km, beigelitur. Verð 3.450.000. Pontiac Transporter 3100, f. skrd. 06/91, grár, ekinn 103.000 km, ssk., 7 manna. Verð 1.280.000. Toyota Corolla 1600, f. skrd. 07/97, svartur, ekinn 25.000 km, bsk. Verð 1.320.000. Velkomin á Laugaveg 174 og www.bilathing.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16 Nissan Patrol 2800 dísil, f. skrd. 07/98, d-grænn, ekinn 6.000 km, bsk., með tölvukubb í vél, Ieðri og fleira. Verð 4.390.000. VW Polo, árg. 1998, ekinn 12.ooo km, álfelgur, spoiler, 3 dyra. Verð 1.220.000. BÍLAÞINGÍEKLU Numc-r c-'rtt f nofv^vm bíkm^ Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.biiathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.