Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 29 é Sport DV Lok hja Laufa Hestamolar Þegar ákveðið var á landsþingi hestamannafélaga að hafa landsmót annað hvert ár var þeim möguleika haldið opnum að halda fjórðungs- mót þeirra í millum á Austur- og Vesturlandi. Austlenskir hestamenn nýttu sér þann möguleika í ár og héldu þriggja daga fjórðungsmót í Stekk- hólma um helgina en mótin hafa verið haldin til skiptis á Fornu- stekkum við Höfn og Stekkhólma. Undirbúningur fyrir mótið var stuttur og bar mótshald þess merki. Keppt var í flestum helstu keppn- isgreinunum en fáir keppendur voru í skeiði. Töluverð þátttaka var í tölti og margir þekktir knapar og hestar í keppninni. Þar má telja fremsta Laufa frá Kollaleiru og Hans F. Kjerúlf sem hafa ekki tapað keppni frá því þeir rn-ðu íslands- meistarar i fyrra á Akranesi og þeir sigruðu einnig nú. Þeir félagar, sem keppa fyrir Freyfaxa, hleyptu heldur ekki nein- um hesti að efsta sætinu i B-flokki og stóðu þar efstir með 8,95 í ein- kunn. Hans er eigandi Laufa. Fönix frá Tjamarlandi (Freyfaxa) var ann- ar með 8,75 en knapi og eigandi var Guðrún Á. Eysteinsdóttir. Glúmur frá Reykjavík (Homfirðingi) var þriðji með 8,50. Knapi var Daníel Jónsson en hann, Guðbjörg I. Ágústsdóttir og Friðgerður Guðna- dóttir eiga Glúm. Ör frá Kyljuholti (Homfirðingi) var fjórða með 8,44. Knapi var Sigurður Sigurðarson en eigandi Kristinn Pétursson. Pegasus frá Mykjunesi (Homfirðingi) var flmmti með 8,44. Knapi var Ólafur Ó. Bjarnason en hann á Pegasus með Kristjönu Kjartansdóttur. Helj- ar frá Neðra-Ási (Blæ) var sjötti með 8,40. Knapi var Ragnar Hin- riksson en eigendur Guðbjörg Frið- jónsdóttir og Sigurður Sveinbjöms- son. Vinur frá Lækjarbrekku (Horn- flrðingi) var sjöundi með 8,39. Knap- ar vora Daníel Jónsson og Guðbjörg I. Ágústsdóttir en eigandi er Jónína R. Grímsdóttir. Silfurtoppur frá Lækjamóti (Goða) var áttundi með 8,38. Knapi var Ólafur G. Reynisson Hans Fr. Kjerúlf með Laufa. en eigandi Reynir Guðjónsson. í A-flokki sneru Hornfirðingar á Freyfaxamenn og áttu þar efstu hestana. Skör frá Eyrarbakka (Homfirðingi) sigraði með 8,63 en knapi var Daníel Jónsson og eigend- ur Ómar Antonsson og Ómar I. Ómarsson. Gróði frá Grænuhlíð (Hornfirðingi) var annar með 8,45 en knapi hans var Sigurður Sigurð- arson en eigandi Kjartan Hreinsson. Blika frá Glúmsstöðum (Freyfaxa), var þriðja með 8,44. Knapi var Ragn- heiður Samúelsdóttir en eigandi Hallgrímur Kjartansson. Stefnir Ketilsstöðum (Freyfaxa) var fjórði með 8,39. Knapi var Bergur Jónsson en eigandi er Jón Bergsson. Brún- blesi frá Bjamanesi (Hornfirðingi) var flmmti með 8,38. Knapi var Vignir Jónasson en eigandi Ægir Olgeirsson. Ringó frá Stóra-Sand- felli (Blæ) var sjötti með 8,14. Knapi var Sigurður Sveinbjörnsson en hann á hestinn með Guðbjörgu Friðjónsdóttur. Perla frá Höskulds- stöðum var sjöunda með 8,00. Knapi var Marietta Maissen en eigandi er Pétur Behrens. Punktur frá Nes- kaupstað (Blæ) var áttundi með 7,96. Knapi var Ragnar Hinriksson en eigendur eru Sigurður Svein- bjömsson og Guð- björg Friðjónsdótt- ir. -EJ Líkur eru á því að þrír heims- meistarar reyni að verja titla sina í Þýskalandi: Vign- ir Siggeirsson með Þyril, Sigurbjörn Bárðarson með Gordon og Styrm- ir Árnason með Boða. Logi Laxdal á éftir að kíkja á Sprengi-Hvell en heyrst hefur að hesturinn 'sé ekki alveg heill heilsu, hafi átt í erfiðleikum með að aðlagast loftslaginu og veðráttunni. Eimm ræktunarbú sýndu af- urðir sínar á fjórðungsmótinu í Stekkhólma. Brekkudómarar skipuðu þeim sæti og eru þau: Hross frá Hans Fr. Kjerúlf, Tjarnarland, Ketilsstaðir, af- kvæmahópur Storms frá Bjarna- nesi og Sléttu við Reyðarfjörð. Sigurbirni Bárðarsyni stend- ur Gordon frá Stóru-Ásgeirsá til boða á heimsleik- unum í Þýskalandi og hann hyggst fara og verja titla sína í gæðinga- skeiði og sem sam- anlagður meistari. Hann getur þá keppt í fjórum greinum: gæð- ingaskeiði, tölti, 250 metra skeiði og fimmgangi. Hann mun ræða við Sigurð Sæmundsson lands- liðseinvald um stöðu mála í næstu viku en líklegt er að hann fari með Gordon á mótið. \ Fáksmenn ætla í fjölskyldu- ferð við Leirabakka 16.-18. júli. Ferðirnar verða stuttar og mest tveir til reiðar. Þeir sem vilja fara með einn hest fá styttri ferðaleið. Enn era nokkur sæti laus enda er vítt til veggja í Rangárþingi. Ágúst Sigurðs- son landskynbóta- hrossaráðunautur sagði í Stekkhólma að ef Laufi frá Kollaleiru hefði komið í kynbóta- dóm hefði hann fengið 10,00 fyrir hægt tölt. -EJ Þruma frá Hofi I: Þruma í hæstu hæðum Sex stóðhestar og þrjátíu hryssur fengu kynbótadóm á fjórðungsmótinu í Stekk- hólma. Mörg hrossanna bættu við sig og hækkuðu jafnt fyrir byggingu og hæfl- leika. Tveir stóðhestar fengu dóm í hverjum flokki. í elsta flokknum stóð ofar Óðinn frá Reyðarfirði, undan Kjarki frá Egilsstaðabæ og Zolu frá Króki, með 8,13 í aðalein- kunn. Byggingin gaf 7,93 en hæfileikamir 8,33. Óðinn frá Sauðhaga, undan Hrannari frá Höskuldsstöðum og Hrefnu frá Mýnesi, fékk 8,05 í aðaleinkunn. í flmm vetra flokknum var ofar Léttir frá Lækjarmóti við Reyðarfjörð. Hann er undan Seimi frá Víðivöllum fremri og Stelpu frá Hoftúni og fékk 7,94 í aðaleinkunn. Byggingin gaf 7,73 en hæfi- leikamir 8,16. Reykur frá Sléttu fékk 7,73. í fjögurra vetra flokknum fékk Frakkur frá Mýnesi betri dóminn. Hann er undan Gusti frá Hóli II og Kötlu frá Báreksstöðum og fékk 8,00 fyrir byggingu og hæfileika og þvi 8,00 í aðaleinkunn. Krammi frá Kollaleira fékk 7,76 í aðaleinkunn. Þrama frá Hofl I stóð efst sex vetra hryssna með 8,32 í aðaleinkunn. Hún er undan Tvisti frá Krithóli og Sölku frá Syöra-Skörðugili og fékk 8,20 fyrir byggingu og 8,44 fyrir hæfileika. Hún kom inn á mót með 8,24 i aðaleinkunn og skaust upp í efsta sætið og fékk hæstu aðaleinkunn mótsins. Eir frá Fljótsbakka, undan Otri frá Sauðárkróki og Kommu frá Fljótsbakka, kom næst með 8,26 í aðalein- kunn og fékk 8,00 fyrir bygg- ingu og 8,51 fyrir hæfileika. Freyja frá Fremra-Hálsi fékk 8,10, Hugsjón frá Húsavík 8,09 og Kjalvör frá Hlíðarbergi cg Hrund frá Ketilsstöðum fengu 8,08. í fimm vetra flokknum stóð efst Perla frá Gautavík, und- an Gauta frá Gautavík og Freyju frá Röðli, með 7,98 í aðaleinkunn. Fyrir byggingu fékk Perla 7,83 en 8,13 fyrir hæfileikana. Rák frá Hvassa- felli fékk 7,90. Snilld frá Ketilsstöðum bætti verulega við sig frá fyrri sýningum, hækkaði um 0,60 fyrir hæfileika og 0,30 í aðaleinkunn og stóð langefst fjögurra vetra hryssnanna með 8,16 í aðaleinkunn. Hún er undan Gusti frá Hóli II og Hugmynd frá Ketilsstöðum og fékk 8,08 fyrir byggingu og 8,24 fyrir hæfileika. Hlín frá Ketilsstöðum fékk 7,94. -EJ Orn Bergsson með Þrumu frá Hofi I. hæst dæmdu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.