Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 Fréttir Seljendur íslenska hestsins í Þýskalandi í vanda: Tollarar í hörkurassíu - innflutningsbann ef ekki verður að gert, segja seljendur Þýskir tollstarfsmenn hafa að undanfömu verið með rassiu hjá seljendum íslenskra hesta i Þýska- landi. Þeir hafa athugað hvort upp- gefið kaupverð og endanlegt verð til seljenda sé hið sama. Að sögn Her- berts Ólafssonar, sem búsettur er í Þýskalandi og verslar með íslenska hesta þar, hafa umsvif þýskra toll- starfsmanna stóraukist að undan- fömu. Aðrir seljendur í Þýskalandi sem DV ræddi við staðfestu þetta. „Þeir koma og hirða bókhald og pappíra hjá mönnum sem síðan verða að sitja fyrir svörum,“ sagði Herbert. „Ef ekkert er að gert þá lognast þessi útflutningur smátt og smátt út af. Þetta truflar menn og þeir nenna ekki að standa í þessu. Það er heldur ekki svo mikið upp úr því að hafa. Framleiðsla íslands- hrossa er orðin það mikil hér á meg- inlandinu að menn fara frekar að snúa sér að því að kaupa hesta hér. Þeir eru að auki lausir við exem. Menn eru þreyttir á að láta ofsækja sig og elta eins og einhverja glæpa- menn.“ Herbert sagðist vita um marga ís- lendinga og Þjóðverja sem starfs- menn tollsins hefðu heimsótt að undanförnu, aðallega fólk sem væri smátt í sniðum í hestaviðskiptum. Þeir væru að leita eftir mismun á reikningsupphæð og endalegs verðs til seljanda. Greiðslur í gegnum banka væri t.d. hægt að rekja. Það virtist vera mikil harka í þessum aðgerðum. Einhverjir seljenda hefðu gripið til þess ráðs að kæra sig sjálfir tiltekin ár aftur í tímann. Þannig hlytu þeir vægari viðurlög. Tollstarfsmennirnir virtust tilbúnir til að athuga pappíra langt aftur i tímann. „Það virðast hreinar línur frá hendi yfirvalda að verði þessir hlutir ekki lagaðir, þá verði sett innflutningsbann á hross frá íslandi til Efnahagsbandalagslandanna. Það er kominn tími til að þeir ís- lensku ráðamenn, sem eru í forsvari fyrir íslenska ræktun, og hestamenn fari að gera eitthvað í þessum málum. Þeim hefur verið bent á hvað þeir geti gert í stöðunni en það virðist vera talað fyrir daufum eyrum. Fyrsta atriðið er að koma á diplómat- ískum viðræðum milli yfirvalda heima og hér um að leysa þessi tolla- mál og þessa rassíu sem verið er að gera. Síðan þarf að koma málinu í fastan farveg. Hestaútflutningur hef- ur alltaf verið olnbogabam í íslensk- um landbúnaði." -JSS KÞ borgar orlofið DV, Akureyri: Samningar tókust loks í gær milli forsvarsmanna Verkalýðsfélags Húsavíkur og Verslunarmannafé- lags Húsavíkur annars vegar og Kaupfélags Þingeyinga hins vegar um greiðslu kaupfélagsins á orlofsfé starfsmanna sem er ógreitt. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að þar með sé þetta leiðindamál komið í höfn en í miklu stappi hefur stað- ið undanfarnar vikur með að fá kaupfélagið til að samþykkja greiðslu á orlofi starfsmannanna. Upphæðin sem um ræðir mun vera á bilinu 12-14 milljónir króna og eru þeir starfsmenn sem eiga það inni á bilinu 300 til 400 talsins. Menn eiga þó mismikið inni af or- lofsfé eða allt frá nokkrum þúsund- um króna upp í upphæð sem er tals- vert á annað hundrað þúsund. Kaupfélagið hefur lofað að allar or- lofsgreiðslurnar skuli hafa verið inntar af hendi 17. júlí. -gk Ný húsakynni lögreglunnar í Reykjavík voru kynnt fjölmiðlum í gær. Almenn deild og umferðardeild hafa orðið sameiginlegt húsnæði sem nýtist lögreglunni mun betur og flýtir allri vinnslu. Á myndinni sjást Haraldur Johannessen og Böðvar Bragason takast f hendur. DV-mynd S Kennara FB dæmdur sigur í héraðsdómi: Áminning skólameistara dæmd ógild Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær að áminning, sem skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafði veitt kennara við skólann, yrði felld úr gildi og gerði skólanum að greiða stefn- anda 150.000 krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að kennarinn hafi dreift prófi fjölbrautaskólans sem sýningai-prófi í sumarskóla á fram- haldsskólastigi. Skólameistari Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, Kristin Amalds, veitti honum í framhaldi af því áminningu, þar sem hún taldi að hann hefði tekið gögn skólans í leyfis- leysi „og notað í eiginhagsmunaskyni", eins og segir í málavöxtum dómsins. Kennarinn taldi að áminning skóla- meistarans hefði byggst á ólögmætum forsendum þar sem honum var ekki gert kunnugt í fundarboði, þar sem honum var tilkynnt að veita átti hon- um áminningu, hvert tilefni fundarins var. Hann hafi þvi ekki getað leitað til stéttarfélags, trúnaðarmanna eða getað búið sig undir fundinn og þannig hafi andmælaréttar ekki verið gætt. Auk þess séu próf, sem notuð hafa verið op- inberlega, ekki gögn sem leynd hvíli yfir, skv. upplýsingalögum. Skólameistarinn taldi ljóst að alltaf hefði verið ljóst að til stæði að veita kennaranum áminningu og að reglur giltu í skólanum um meðferð prófa. í dómsniðurstöðu segir m.a: „MikOvæg- ur þáttur í öllu námi er að láta nem- endur spreyta sig á gömlum prófum svo þeim megi vera ljóst hvaða kröfur eru gerðar til þeirra." Áminning skóla- meistarans var felld úr gildi og Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti gert að greiða málskostnað kennarans eins og áður segir. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -EIS Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Stækkun Kringlunnar: Nýtt Borgarbókasafn og leikhússalur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri skrifaði fyrir hönd Reykjavíkur- borgar undir samning við Eignarhalds- félagið Kringluna hf. í gær. Samningur- inn er um byggingu leikhússalar, Borg- arbókasafns, bílageymslu, torga og tengibyggingar við verslunarmiðstöð- ina Kringluna. Hann felur í sér að Eignarhaldsfélagið Kringlan byggir og fjármagnar hús fyrir leikhússal og Borgarbókasafn. Reykjavíkurborg greiðir Eignarhaldsfélaginu síðan til baka byggingarkostnað hússins, eftir að fram- kvæmdum hefur verið lokið. Eignar- haldsfélagið með styrk frá Reykjavíkur- borg mun einnig byggja bUageymslu, tvö torg, lista- verk og yfir- byggða göngu- Tölvugerð mynd sem sýnir væntanlegt útlit nýrrar Kringlu. götu sem mun tengja saman Borgarleik- húsið, Borgar- bókasafnið og Kringluna. Óhætt er að segja að marg- ir eigi eftir að sakna Borgar- bókasafnsins af Þingholts- stræti en þeir geta huggað sig við það að hið nýja húsnæði þess eru yfir 600 fermetrar. Á sömu hæð mun einnig vera búnings- herbergi fyrir leikhúsið. Leikhússalur- inn verður síðan á efri hæðinni og verður salurinn sjálfur 374 fermetrar. Áætlað er að hann geti hýst 250 áhorf- endur í sæti. Nýbygging Kringlunnar verður alls 9.639 fermetrar og þar af verða útleigðir fermetrar 6.713. Á fyrri hluta árs var búið að leigja út allar ein- ingar í nýbyggingunni. -hvs Stuttar fréttir dv 700 milljóna tekjur Frá þvi að um- ferð var hleypt um Hvalfiarðar- göngin 11. júlí 1998 hafa nærri 900 þúsund öku- tæki ekið þar í gegn. Tekjur Spalar hf. af veggjaldi fi-á 21. júlí 1998 eru orðnar rúmar 700 milljónir króna að sögn Stefáns Reynis Kristinssonar, frarn- kvæmdastjóra Spalar, í Degi. Skoöa gamla kerfið íbúðalánasjóður og bankamir ætla að reyna að stytta afgreiðslu- tíma húsbréfaiána. Hugsanlegt er að taka upp gamla kerfið á ný ef það gengur ekki, að fasteignasalar fari með lánsumsóknir beint til íbúa- lánasjóðs og sæktu svo fasteigna- veðbréfin þangað. Sérfræöingar til Kosovo Ríkisstjómin ætlar að senda sér- fræðinga til Kosovo í um einn mán- uð til þess að aðstoða við að bera kennsl á líkamsleifar sem fúndist hafa í fjöldagröfum. Þetta er gert að beiðni Interpol. Um 60 manns fara á vegum Norðurlandanna. Yfir kostnaöaráætlun Stjóm Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tilboð verktaka í tvö verk. Ann- að verkið er svonefnt Lokahús á Öskjuhlíð og var lægsta tilboðið í það töluvert yfir kostnaðaráætlun. Hitt verkið er lenging Vogabakka í suður. Fá að sjá prófin Á fóstudaginn var þingfest mál gegn Háskóla ís- lands, sem varð- ar meinta hindr- un Háskólans á aðgangi þriggja tóknanema að gömlum prófum úr læknadeild. Úrskurðamefnd um upplýsingamál hafði úi'skurðað fyrr í vor að slík hindrun bryti í bága við lög. Páll Skúlason háskólarektor seg- ir málið misskilning. Dagur sagði frá. Fosshótel í Hólminn Fosshótel hefúr tekið yfir rekstru Hótel Eyjaferða í Stykkishólmi. Hót- elið verður rekið undir nafni Eyja- ferða í sumar. Söfnun Opnaður hefur verið reikningur í Landsbankaútibúinu á Reyðarfirði til styrktar fimm manna fjölskyldu sem missti ailar eigur sínar í hús- bruna sl. sunnudag. Þeim sem vOja styrkja fjölskylduna er bent á reikn- ing nr. 1500 í útibúinu. Atvinnulausir 230-240 manns hafa misst vinnu hjá Rauða hemum á Vestfjörðum. Þar af em um 130-140 erlent verka- fólk. Morgunblaðið sagði frá. Þingeyrarnefnd Þingeyramefhd á að taka til starfa í næstu viku og reyna að finna áhugaverð skammtímaverkefiú í at- vinnumálum á Þingeyri. Tæplega 100 manns era líklega án atvinnu þar, eftir að Byggðastofnun hafnaði láns- umsókn Rauðsíðu. Bæjairáð ísafjarð- ar samþykkti í gær að sækja um byggðakvóta. RÚV sagði frá. Staöfestu hækkun Borgarráð samþykkti í gær með 4 atkvæðum R-listans gegn 3 atkvæð- um Sjáifstæðisflokksins tillögu meirihluta stjómar Strætisvagna Reykjavíkur um gjaldskrárhækkun. Hækkunin tekur gildi á morgun. Hyggst kæra Þórólfur Áma- son, forstjóri Tals hf., hefur krafið samgöngu- ráðhema um skýr svör við því hvemig hann ætli að fara að tilmælum Sam- keppnisstofnunar í skýrslu stofnun- arinnar um samkeppni á fjarskipta- markaði. Verði ekki farið að tilmæl- um ráðsins muni Tal hf. kæra til ESA, Eftirlitsstofhunar EFTA. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.