Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 Fréttir________________________________________pv Ökukennarar órólegir: Offjölgun í stétt ökukennara - helmingsQölgun umfram þörf, segir formaöur Ökukennarafélagsins Um 25 ökukennarar útskrifast nú annað hvert ár. Ökukennarar telja þetta vera of mikið og verulega um- fram eðlilega endumýjunarþörf stéttar- innar. Páll Andrésson ökukennari seg- ir í samtali við DV að þessi mikli fjöldi nýrra ökukennara hafi orðið til þess að undirboð séu nú algengari og þeir sem hafa ökukennslu að fullu starfi nái ekki lengur endum saman. Vegna hins mikla framboðs hafi mjög harðnað á dalnum hjá þeim sem era ökukennarar í fullu starfi. „Þetta er að minnsta kosti helmingi of mikið miðað við þörfina, auk þess sem námið sem nýir ökukennarar þurfa að fara í gegnum er undir helm- ingi þess sem gerist í nágrannalöndum okkar, sem er alvarlegt umhugsunar- efni,“ segir Guðbrandur Bogason, for- maður Ökukennarafélags íslands, í samtali við DV. Guðbrandur segir að gera megi ráð fyrir því að maður sem hefur öku- SkagaQöröur: Björn verður skólastjóri DV, Akureyri: Ákveðið er aö Björn Björnsson, skólastjóri grunnskólans á Hofsósi, verði skólastjóri sameinaðs grunn- skóla á Hofsósi, að Hólum og í Fljótum þegar skólinn tekur til starfa i haust. Er þar með að mestu lokið miklu deilumáli sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Björn sótti um stöðuna ásamt Guðrúnu Helgadóttur, skólastjóra Myndlista- og handíðaskólans í Reykjavík, og klofnaði meirihlut- inn í skólanefnd í afstöðu sinni til umsækjenda. Framsóknarmenn og fulltrúar Skagatjarðarlistans ætluðu að mæla með ráðningu Guðrúnar en sjálfstæðismenn með Bimi sem er yfirlýstur sjálfstæðis- maður. Áður en málið kom fyrir bæjarstjóm dró Guðrún hins veg- ar umsókn sína til baka og nú hef- ur skólanefnd ákveðið að mæla með ráðningu Björns. -gk kennslu að aðal- starfi þurfi að kenna um 80 nem- endum á ári. Sé gengið út frá því að hver nemandi taki 20 ökutíma þá eru það 1600 tímar á ári sem er fullt starf. Páll Andrésson segir að sá hópur ökukennara sem hefur kennslima að aðalstarfi hafi nú mun minna að gera og fáir þeirra nái nú orðið fullu starfi út úr kennsl- unni þar sem ár- legur fiöld nem- enda sé nú vart meiri en sem nem- ur hálfu starfi. „Auðvitað hlýtur þetta að hafa ein- hver áhrif á mark- aðinn, en hugsun- in var sú i byrjun að gefa þeim tæki- færi til að komast í þetta nám sem búa úti á landi, á stöðum þar sem ekki eru ökukennarar. En vissulega hefur öku- kennurum fiölgaö," sagði Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðar- ráðs, í samtali við DV. Sigurður sagði að viss kynslóða- skipti væru að eiga sér stað í hópi öku- kennara eftir rúmlega áratugs tímabil stöðnunar þegar enginn einasti nýr ökukennari útskrifaðist. Hann sagði að ökukennaranámið samkvæmt núver- andi fyrirkomulagi tæki um 15 mánuði samtals. Nemendumir sækja þá nokk- urra vikna námskeið en vinna auk þess að verkefnum þess í milli auk þess sem hluti námsins fer fram á Netinu. Náminu lýkur síðan með lokaprófi. -SÁ Guðbrandur Boga- son, formaður Ökukennarafélags Islands. Sigurður Helga- son, upplýslnga- fulltrúi Umferðarráðs. Hér sjást hausarnir þar sem þeir gapa fyrir ofan hjólageymsluna DV-mynd S íbúar í Vesturbergi ævareiðir: Nennum ekki að fjarlægja hræin - segja iðnaðarmennirnir íbúar í Vesturbergi 146 í Breiðholti hafa undanfama daga þurft að horfa upp á tvö fuglshræ sem lafa undan klæðningu utan á húsinu sem verið er að skipta um. íbúi í húsinu hefur margoft kvartað við iðnaðarmennina frá fyrirtækinu Fjölur hf. sem era að skipta um klæðningu. Þeir segjast hins vegar ekki nenna að standa í því að fiarlægja hræin. Svo virðist sem fuglarnir hafi far- ið á milli klæðningar og einangrun- ar í þeim tilgangi að búa sér til hreiður en það tókst ekki betur en svo að þeir hafa lent í sjálfheldu. Það er afar ógeðfelld sjón að sjá tvo hræhausa hanga niður beint yfir inngangi í geymslurnar sem eru þarna fyrir innan, þar á meðal er hjólageymsla sem börnin í húsinu sækja mikið í. -hvs sandkorn Æfir brageyrað Þegnar þingmannsins sigursæla á Suðurlandi, Árna Johnsens undr- ast nokkuð hve hæglátur hinn Ijóð- elski söngvavinur er orðinn. Vest- mannaeyingur, eindreginn stuðn- ingsmaður Áma, segir að það sé vegna þess að þing- maðurinn sé nú að æfa brageyrað og styrkja sig í stuðl- um og höfuðstöf- um, því að hann stefni að því að verða höfuð- þingskáld kjör- tímabilsins fyrst hann varð ekki ráð- herra. Stuðningsmaðurinn segir að Árna muni veitast það létt að skáka þeim Halldóri Blöndal, Hjálmari Jónssyni, Jóni Kristjánssyni og öðr- um þingskáldum út í horn. Ámi geti nefnilega líka sungið en þeir ekki. Erill Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Álversins, kom fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali í siöustu viku. Margir starfsmenn Álversins voru famir að hafa af því töluverðar áhyggjur að Hrannar myndi halda sig til hlés og urðu þvi fegnir að sjá strákinn á skjánum þegar fréttastofa Ríkissjónvai'psins, þar sem Hrannar var áður fréttamað- ur, birti um þriggja mínútna frétt fyrir piltinn. Tilefnið var eitthvað á þá leið að starfsmaður Álversins til 20-30 ára taldi aðbúnað hjá fyrirtæk- inu betri í dag heldur en þegar hann hóf störf hjá því... Stjórnunarvandi Ágúst Einarsson, fyrrverandi al- þingismaður, er ekki að skafa utan af því í grein í Fiskifréttum hver ástæða vandamála Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum er: - Stjóm- unarvandi. Ágúst segir að fiölmörg fyrirtæki hérlendis hafi búið við ná- kvæmlega sömu skil- yrði og Vinnslustöð- in og vegnað vel. Þeim sem þekkja til í sjávarútvegi sé fullkunnugt um þetta. Almenning- ur hafi hins vegar haft allt aðra mynd af Vinnslustöðinni enda verið í gangi snjöll auglýsingastarfsemi í sam- bandi við fyrirtækið, ekki hvað síst i tengslum við hlutabréfaviðskipti. Skilur þetta fólk ekki neitt? Hvað á eiginlega að gera viö þetta fólk, þarna á Þingeyri? Hvenær ætl- ar það að skilja út á hvað þetta gengur? Hvað þarf að stafa þetta lengi ofan í það að það er búið að af- skrifa það. Út af landa- kortinu, burt af staðnum. Þetta er búið. Finito. Fyrst era seldir togar- arnir. Svo eru seldir kvótarnir. Svo er lokað fyrir fiskvinnsluna. Svo er lokað i bönkunum, næst í Byggðastofnun og nú er bara það eitt eftir að ganga frá gjaldþrot- inu. Þingeyri er bara krummaskuð sem menn era hættir að púkka upp á. Allir þeir sem eiga eitt- hvað undir sér eru farn- ir. Löngu farnir og búnir að selja kvótana og koma sér fyrir í fasteignum á Laugaveginum eöa á Long Beach og stjómvöld- um kemur þetta ekki lengur við enda búa bara á Þingeyri nokkrar fiöldskyldur sem komast ekki þaðan vegna verðlausra eigna, fyrir utan Pól- verja sem vora plataðir þama vestur meðan ver- ið var aða undirbúa lokahnykkinn á gjaldþrotiö. Enda er ekki einu sinni haft fyrir því að borga þeim laun! Þingeyri er ekki lengur til á landakortinu. Þingeyri var sameinuð ísafiarðakaupstað fyrir nokkrum áram og þai- með lögð niður. Göngin vora byggð til að auðvelda fólkinu brottförina. Einhverjir þráuðust við og stofnuðu íbúasamtök þegar fiskvinnslunni var lokað. Þessi íbúasamtök fengu nokkra góðhjartaða forvígismenn til að senda bænarskrá til Byggða- stofnunar um aðstoð en Byggðastofnun hafnaði þeirri hjálparbeiðni með annarri hendinni. Aftur kom bænarskrá og alþingimenn kjör- dæmisins töluðu vinsamlega um lausn, rétt eins og aumingjagóðir stjómmálamenn í Evrópu tala um flóttafólkið frá Kosovo-Albaníu. Munurinn var bara sá, að meðan menn vora fengnir í það að útvega Kosovunum dvalarstaði og brýnustu nauðsynjar hefur enginn séð ástæðu til að rétta neina ölmusu til Þingeyringa. Þeir verða að sjá um sig sjálfir og aftur ullaði Byggðastofnun á íbúasamtökin og neyðarópin frá Þingeyri. Landsbankinn fékk lánsumsókn frá fólki á Þingeyri en sendi hana um hæl ásamt úrklippu úr dagblöðunum þar sem lýst var hörmungunum fyrir vestan. Þingeyringar heimta afsökunarbeiðni frá bankanum og vilja að Alþingi taki málið upp. En enginn hlustar enda nennir enginn að vera púkka upp á kjósendur sem era hvort sem er á leiðinni í burt. Nú eru þeir að sækja um byggðakvóta, greyin, og aftur era það íbúsamtökin, sem halda að ein- hver vilji hlaupa undir bagga. Hvenær ætlar þetta fólk að láta segjast? Hvenær ætlar það að skilja að þetta er búið spil? Sjónarspilinu er lokið. Það er bara eftir aö pakka saman. Dagfari Regla á óreglunni Svavar Gestsson, aðalræðismað- ur íslands i Winnipeg í Kanada, heldur enn, þótt brottgenginn sé úr íslenskum stjórnmálum, úti frétta- riti sínu og málgagni, Netblaðinu Hugmynd. Þegar þeir Davíð Odds- son og Halldór Ás- grimsson réðu Svav- ar sem sérlegan sendiherra í Kanada með aðsetur í skjóli Jón Baldvins Hannibalssonar í Washington en gerðu hann svo að aöalræðismanni þegar Kandamenn neituðu taka við sendiherra án þess að samið hefði verið um það fyrst, þá ritaði Svavar grein í netmálgagn sitt, 6. tölublað, 2. árgang. í greininni mær- ir Svavar þá Davíð og Halldór fyrir að skilja nauðsyn þess að minnast afreka íslendinga sem fundu Amer- iku og láta heiminn vita af því. Jafn- framt boðaði hann að eitthvað yrði útgáfa Hugmyndar óreglulegri á næstunni. Úmrædd grein birtist 18. febrúar sl. en síðan hefur ekkert nýtt birst á Netmálgagni Svavars. Það má því segja að þessi útgáfa hans sé ekki óregluleg, heldur miklu fremur í mjög föstum skorðum ... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.