Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 10
io mennmg MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 DV Lér konungur á asísku „Shakespeare hefði áreiðanlega haft gam- an af sýningunni, en líklega hefði hann ekki áttað sig á því að leikritið væri eftir hann,“ sagði hrifinn gagnrýnandi um sýningu lista- manna frá sex Asíulöndum á Lé konungi sem nú heillar áhorfendur í stórborgum Evr- ópu, síðast i Kaupmannahöfn í vikunni sem leið. Það er einna líkast því að japanski handritshöf- undurinn, Rio Kishida, hafi séð leikritið fyrir löngu og ekkert verið að hressa upp á minnið áður en hún skrifaði handritið. Svo tekur leikstjór- inn við, Ong Keng Sen frá Singapúr (frændi Jónas- ar?), og bætir við nokkrum smáatriðum og útkoman verð- ur nýtt verk, tímalaust í túlkun sinni á takmarkalausri valdagræðgi og baráttu kynj- anna. í Lear eftir Kishida og Sen eru systurnar bara tvær, Eldri dóttir og Yngri dóttir. Faðir þeirra dáir Eldri dótt- ur sem trúir á mátt orðanna og beitir þeim óspart. Yngri dóttir þegir aft- ur á móti og þögn hennar fer svo hrikalega í taugarnar á föðurnum að hann afneitar henni. Hann er orðinn gamall maður og Eldri dóttir hvetur hann í upphafi leiks til að fara í frí sér til upplyftingar. Þegar hann kemur aftur úr fríinu er hún sest í hásætið. Við tekur valdabarátta milli feðginanna þar sem öllum brögðum er beitt uns Eldri dóttir drepur - ekki aðeins föður sinn heldur líka systur, vegna þess að hún minnir hana á glæpi hennar, minningarnar verða að deyja, og ástmann sinn vegna þess að hann ásælist hásætið. Loks er Eldri dóttir ein eftir, búin að drepa allt og alla í kringum sig. Hvers virði er valdið þá? Nötrandi af ótta hvíslar hún út í myrkrið í lokin: „Hver er fyrir aft- an mig?“ Shakespeare enginn grikkur gerður Auðvitað er Shakespeare og leikrit hans um flókin mannleg samskipti innan fjöl- skyldunnar, valdabaráttu, blekkingu og sjálfsblekkingu, svik og morð, bara tálbeita hinna asísku listamanna. Ef leikritið héti Úr sýningu The Japan Foundation Asia Center á nýrri leikgerð um persónur Shakespeares f Lé konungi. Þar sjást eldri dóttir Lés og yfirmaður varðliðsins, ástmaður hennar, leggja á ráðin um morð og valdarán. Gamli maðurinn og dætur hans og væri eft- ir Rio Kishida tæki óratíma að auglýsa það upp í Evrópu og ná inn áhorfendum til að borga viðamikla og glæsilega uppsetning- una. En Shakespeare er enginn grikkur gerð- ur með því að tengja nafn hans við þessa sýningu. Það býr í henni neisti snilldarinnar og hún opnar á ýmsan hátt nýjan skilning á verkinu. Sjaldan hefur klisjan „veisla fyrir augað" átt betur við en hér. Japanskir og kínverskir búningamir og gervin eru augna- yndi þótt sjálfsagt fari táknræn merking þeirra fyrir ofan garð og neðan hjá vestræn- um áhorfendum. Engir sviðsmunir eru not- aðir og markviss lýsing kemur i stað leik- tjalda. Þeim tekst meira að segja að fela með ljósi. Lér er leikinn af Naohiko-Umewaka sem er japanskur leikari og leikstjóri, fæddur inn í Noh-leikhúshefðina og þjálfaður þar frá þriggja ára aldri. Eins og á dögum Shake-speares leika karlmenn báðar dætur hans; sú eldri er leikin af kínverska söngv- aranum Jiang Qihu, sem er stjama við Pek- ingóperuna, sú yngri af Peeramon Chomd- havat, ótrúlega fríðum ballettdansara frá Taílandi. Leikstjórinn hef- ur ekki blandað listgrein- unum saman heldur fær hver listamaður að beita listbrögðum úr sinni grein þannig að Noh-leikhús og Pekingópera njóta sín hlið við hlið á sviðinu. Fíflið er leikið á vestræna vísu af japönsku leikkonunni Hairi Katagiri; hún er í gervi fréttamanns sem hittir gamla manninn á ferðalagi hans, spáir því að hann muni missa völdin og myndar baráttu hans á mynd- bandsvél sína. Þegar hann tap- ar stríðinu við Eldri dóttur snýr fiflið baki við honum, full fyrirlitningar. Ógnandi hermenn Hinn asíski Lear er söng- leikur fremur en leiksýning, og umhverfis aðalpersón- urnar er fjöldi aukaleikara frá Singapúr, Malasiu og Indónesíu sem leika og syngja þjóna, hermenn og skugga af mikilli kúnst, einkum voru hermennimir glæsilegir og ógnandi tilburðir þeirra vel þjálfaðir. Hver talar sitt tungumál en þýðingum varpað á skjái báðum megin við sviðið. Utan við svið- ið sitja svo tónlistarmenn sem leika á kunn- ugleg og framandi hljóðfæri og syngja, og var þeirra þáttur kannski allra áhrifamest- ur. Sýningin er á sviðslistahátíðinni Sommerscene 99 í Kaupmannahöfn. Meðal annarra gestasýninga á þeirra vegum í sum- ar má nefna rómaða Hamletsýningu frá Lit- háen 12.-14. ágúst og sýningar norrænna ballettdansara á sama stað 4.-9. ágúst þar sem Lára Stefánsdóttir er einn af sólódönsur- um. -SA Hafmeyja og marbendill Leifur Þórarinsson tónskáld lést í fyrra og í minningu hans hefur nú verið gefinn út geisla- diskur með tónsmíðum hans. Verkin em frá ýmsum tímabilum, hið elsta frá árinu 1960 en hið yngsta frá árinu 1995 og því má líta á diskinn sem nokkurs konar þver- skurð af ævistarfi tón- skáldsins. Það eru fáeinir með- limir Caput-hópsins sem flytja tónlistina en þó veit maður ekki hverjir þessir meðlimir eru þrátt fyrir ítarlega leit á kápu disksins og í með- fylgjandi bæklingi. Þetta er stór galli á útgáfunni, hlustandinn hefur t.d. ekki hugmynd um hvort einleikspíanóverkið á diskinum, Preludio, Intermezzo & Finale, sé flutt af Helgu Bryndísi Magnúsdóttur eða Snorra Sigfúsi Birgissyni sem bæði em pí- anóleikarar og hafa jafnframt verið bendluð við Caput-hópinn. Og hver spilar á hörpuna í síðasta verkinu, Serenu viö sjóinnl Þetta eru sjálfsagðar upplýsingar á kápu hvers geisladisks, aö sleppa þeim er óvirðing við flytjendur sem standa sig allir með mikilli prýði. Fyrsta verkið á geisladiskinum er Tríó fyr- ir fiölu, selló og píanó, frá árinu 1960. Bæði það og hið næsta, Mósaikfyrirfiölu og píanó, Leifur Þórarinsson tónskáld íslendinga frá árinu 1961 era nokk- urs konar stílæfingar, enda verkin samin er Leif- ur var ungur að árum og enn að leita fyrir sér. Tríóiö og Mósaik em ótta- lega leiðinleg, enda í helj- argreipum seríalismans og lítill innblástur á ferð- inni. Persónulegur stíll í þriðja verkinu, sem er Tríó fyrir flautu, selló og píanó og er frá árinu 1974 fínnur maður að Leifur er búinn að móta sinn per- sónulega stíl. Tríóið er skemmtilega afslappað, lýrískt og leikandi með nýstárlegum hljómum sem láta vel í eyrum. Sömuleiðis er Pente X(1994) fyrir flautu, sembal, selló og tvö slagverk seiðandi og dul- Geislaplötur „eitt besta Jónas Sen arfullt, með skemmtilegri hrynjandi og óvæntum uppákomum. Preludio, Intermezzo & Finale er frá árinu 1995 og er nokkuð mistækt. Þetta er eitt verk í þremur köflum, sá fyrsti samanstendur af einmannalegum, hljómalausum röddum sem þreifa fyrir sér án teljandi árangurs, annar kaflinn er hins vegar innblásið næturljóð en stíganda vantar tilfinnanlega í síðasta kafl- ann, sem er fyrir bragðið hálfmarklaus. Síðust á geisladiskinum er Serena vió sjó- inn fyrir fiðlu og hörpu og er hún án efa langbesta tónsmíðin. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé eitt besta íslenska verk sem samið hefur verið á þessari öld, það er svo mikil snilld að maður fellur í stafi. Leifur hefur hér náð að galdra fram dularmátt hafsins með svo miklum ævintýraljóma að það er eins og hafmeyja og marbendill séu komin inn í stofuna til manns. Verkið er ró- legt út í gegn og svo tímalaust og annars- heimslegt að unaður er á að hlýða. Líkt og í píanótónsmíðinni að ofan er engin stígandi, engin stefna, en hér væri allt slíkt tilgangs- laust, því hafið er eilíft, bara er. Serena við sjóinn er tónlist sem skipar Leifi í sess fremstu tónskálda, því til að semja svona verk þarf snilligáfu og guðdóm- legan innblástur. Auðvitað var Leifur mis- tækur, eins og flest önnur tónskáld, en er fram líða stundir gleymast vondu verkin og hin góðu lifa. Leifur var án efa eitt besta tón- skáld íslendinga og til marks um það á Ser- ena við sjóinn og önnur góð verk tónskálds- ins eftir að heyrast oft í framtíðinni. Leifur Þórarinsson - lcelandic Chamber Music Hljóðfæraleikarar úr Caput-hópnum GIVI Recording, 1999 Umboð á íslandi: 12 tónar Verkamenn og kvenmannsbelg Ferðamenn á leið um Vesturland ættu ekki að láta hjá líða að líta inn í Safnahús Borgarflarðar i Borgarnesi, þar sem stendur yflr sýning á verk- um Kristjáns Jónssonar, þótt ekki væri nema fyrir yndislegt boðskortið sem listamaðurinn hef- ur sent um borg og bý (sjá mynd). Það sýnir ljósmynd af fjórum staffirugum, raunar einnig eilítið kyndug- um verkamönnum, í rækjuverksmiðju, upp- stilltum við hliöina á hráu málverki af kven- mannsbelg, væntanlega eftir Kristján sjálfan: í ljósmyndinni kristall- ast alþýðleg viðhorf til myndlistar, hugmjmdir um hámenningu og lágmenningu, gott ef ekki !v einnig þjóðsagan um Bakkabræður. Altént hefur v ljósmyndarinn, hver sem hann er, hitt á óska- stund. If Snorri og Þorvaldur á Blönduósi Fyrst listsýningar úti á landi eru til umræðu er ekki úr vegi að minna á sýningu á verkum Snorra Arinbjarnar og Þorvalds Skúlason- ar (sjá mynd) í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi en báðir em þessir lista- menn fæddir á staðnum. Eins og ýmsir aðrir íslenskir listamenn sem ólusfupp „á mölinni" á öðrrnn áratug aldarinnar, höföu þeir Snorri og Þorvaldur meiri áhuga á veruleika vaxandi bæjar- og borgarmenningar á landinu en landslagi og viðvarandi rómantík sem tengdist því. Þeir verða því að teljast meðal upphafsmanna hins svokallaða „þorpsmálverks" sem varð til á flórða áratug aldarinnar. Á sýningunni á heimaslóðum þeirra, Blöndu- ósi, er að flnna 21 málverk frá ýmsum tímabilum á ferli þeirra, 10 eftir Snorra og 11 eftir Þorvald. Era þau öll í eigu Listasafhs íslands. Sýningin stendur til 18. júlí og er opin alla daga frá 10-12 og 13-17. Síðasta kvöld- máltíð Warhols Og áfram með sýningar, í þetta sinn á erlendri grandu. Eins og mörgum er kunnugt rekur Guggen- heim-safhið í New York af- leggjara niðri í SoHo hverfi þar í borg, við 575 Broad- way og Prince Street. Tals- verðar breytingar hafa staðið yfir á þessum af- leggjai'a en nú er þeim að mestu lokið og er starf- semin hafin að nýju með sýningu á fiölmörgum tilbrigðum við Síðustu kvöldmáltíöina eftir Leon- ardo da Vinci, sem Andy Warhol ( á mynd ) dundaði við að gera síðasta árið sem hann liföi, þökk sé pöntun frá ítölskum banka sem stendur beint á móti kirkjunni í Mílanó, þar sem Síöasta kvöldmáltíöin er staðsett. Sögðum við einmitt frá því um daginn að nú væri loksins búið að koma þessari frægu veggmynd Leonardos í skaplegt horf. Eins og venjulega vann Warhol ekki út frá frummyndinni, heldur alls konar eftirmyndum hennar, ljósmyndum, teikningum, jafnvel þrívíð- um plastmódelum. í þessu var Warhol sam- kvæmur sjálfum sér, því honum þótti spennandi að vinna á mörkum svokallaðrar „æðri“ og „óæðri“ listar, auk þess sem verk hans fialla gjaman um vanda og trúverðugleika raunsæis- legra listaverka í samtimanum. Sýningin í Guggenheim SoHo er opin alla daga vikunnar, nema þriðjudaga og miðvikudaga, kl. 11-18. Sverrir í íremstu röð í nýjasta hefti hins virta tónlistar- tímarits Gramo- phone fiallar breski gagnrýnandinn Hillary Finch um nýja geislaplötu Sverris Guðjónsson- ar, Testament, sem franska útgáfufyrir- tækið Opus 111 gef- ur út. Sparar hún ekki lof og prís um tónlistina og söng Sverris. Er ekki annað á gagnrýnandanum að skfija en að með þessari plötu sé hann kominn í fremstu röð evrópskra kontratenóra. Sem við vissum auðvit- að mæta vel... Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.