Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaSur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritstí&ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Gys gert að ferðalöngum Samgöngur til og frá höfuðborgarsvæöinu eru hálfgert grín. Hvernig staðið er að verklegum framkvæmdum á götum og vegum í höfuðborginni og nágrenni er skóla- bókardæmi um hvernig ekki skuli standa að verki. Um liðna helgi sátu þúsundir þreyttra ferðalanga fast- ar í umferðaröngþveiti. Margra kílómetra langar raðir bíla mynduðust enn eina helgina þegar höfuðborgarbúar gerðu tilraun til að snúa til síns heima. Samgöngukerfið er fyrir löngu sprungið og til að bæta gráu ofan á svart hafa framkvæmdir við götur og vegi myndað tappa sem allt stífla. Heilu göturnar eru lokaðar eða þrengdar vik- um eða mánuðum saman. Á meðan bílstjórar og farþeg- ar eru strandaglópar nútimans í umferðinni er farið hægt í að klára þau verk sem vinna þarf. Tími þeirra sem sitja fastir í umferðinni er hvort sem er ekki talinn mikils virði. Arðsemi vegaframkvæmda hefur yfirleitt ekki skipt máli þegar kemur að ákvörðun um hvar skuli ráðast í að bæta samgöngur. Þess vegna situr höfuðborgarsvæðið á hakanum en þingmenn velta í fullri alvöru fyrir sér og rífast um hvar næstu jarðgöng skuli boruð. Barátta fyr- ir jarðgöngum eða vegarspottum (með bundnu slitlagi) hingað og þangað um landið er hluti af því að vera þing- maður. Hvernig til tekst í baráttunni er orðin einhvers konar mælistika á dugnað og elju þingmanna. Á meðan geta ferðalangar til og frá höfuðborgarsvæðinu setið í sinni bílaröð og haft gaman af samferðamönnum sínum. Birtir yfir Margt bendir til þess að nú sé mun bjartara yflr alþjóð-- legum efnahagsmálum en áður. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn telur að hagvöxtur í heiminum verði 2,5% eða meiri á þessu ári, ekki síst vegna þess að efnahagslíf í Suðaust- ur-Asíu og Suður-Ameríku hefur náð sér meira á strik en reiknað var með. Það eru því merki um að versta efna- hagskreppa heims í hálfa öld sé að baki. Japan glímir að vísu enn við vanda en hægt og bítandi hafa Japanir öðlast á ný trú á framtíðina, þó deilt sé um hvort botni niðursveiflunnar sé náð. Einkaneysla er á uppleið og aukin bjartsýni er ríkjandi innan fyrirtækja, sem eykur þeim kjark og þor til efnahagslegra verka. í Evrópu eru flest sólarmerki um að velsæld sé að aukast þó ekki sé allt eins og það gæti best verið. Þannig hefur Þjóðverjum ekki tekist að fækka atvinnulausum þrátt fyrir nokkurn uppgang í efnahagslífinu. Á móti kemur að tiltrú viðskiptalífsins á betri tíma hefur aukist og áætlun um fjárfestingar fyrirtækja í Evrópusamband- inu hefur hækkað töluvert. Fyrir íslendinga er 2,5% hagvöxtur ekki mikill enda hefur vöxtur efnahagslífsins hér á landi síðustu íjögur ár verið um eða yfir 5% sem er ótrúlegur vöxtur og sýnir hve hagsæld er mikil. Þjóðhagsstofnun hefur endurmet- ið efnahagshorfur fyrir þetta ár og telur að hagvöxtur verði 5,1% sem er nokkru meira en stofnunin reiknaði með í mars síðastliðnum. Gangi spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hins vegar eftir mun það skipta miklu fyrir efnahagslegan viðgang hér á landi. Það eru því allar forsendur til þess, ef rétt er á mál- um haldið, að góðæri undanfarinna ára á fyrstu árum nýrrar aldar haldist. Óli Björn Kárason I kvikmynd meistara Kubrick berjast tveir mannapahópar um yfirráö; einum einstaklingi datt allt í einu í hug að grípa til lærleggs af dauðum stórgrip og nota hann sem barefli í átökunum. Hugmyndagen Flestir hafa tekiö eft- . ir því að ákveðnum Kiallfll'mn hugmyndum skýtur tljaiiai lllll upp kollinum af og til; fyrr en varir hafa þær smitast út og eru á allra vörum. Þetta get- ur átt við um málfar, takta, siði, tísku, at- vinnunýjungar, verk- mennt, hugmennt, vís- indi, listgreinar, átrún- að og sitthvað fleira. Orðatiltæki eins og-að eitthvað „gangi eftir“, „á stundum" í stað stundum, að „finna flöt“ á einhverju, eitt- hvað er „inni í mynd- inni“, ganga allt í einu „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Sumir menn eru áber■ andi á tilteknum sviöum og ganga fram eins og hross með augnspjöld; þeir eru eins og ryksugur og sjúga til sín hug■ myndir annarra og þykjast mikl- ir.u Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur ljósum logum í mæltu máli og rit- uðu. Taktar frægra og mikils- virtra manna smitast út meðal dýrkenda þeirra og fyrr en varir eru þeir famir að apa eftir. Ákveðin þemu í tónlist þröngva sér inn í eyru fólks hvar sem kom- ið er, hvort sem þvi líkar betur eða verr. Meginþemu Abba-, Prestley-, Bítlalaga gengu í áratugi eða lengur. Óðurinn til gleðinnar úr fjórða kafla 9. symfóníu Beet- hovens hefur prentast inn í fólk á Ólympíuleikum og ratað inn í áróður Samfylkingar. Einstakar vísindahugmyndir breyta heims- myndinni varanlega, Edison og Einstein þóttu ungir engin sjéní en þeir mótuðu framtíðina. Svo ekki sé minnst á tískuna, sem tröll- ríður skyndilega öllu og allir verða að fylgja; hugrekki, dlrfsku og styrk þarf til að synda gegn straumnum eða láta ekki flæm- ast með honum. Hvaðan koma hugmyndir? Oftast þarf ekki vitnanna við þegar um list almennt er að ræða hvar hug- mynd kviknaði. Þeg- ar reynt er að grennslast nánar eft- ir öðrum hug- myndasmiðum get- ur það orðið örð- ugt; stundum verð- ur kveikja til i hópi manna sem móta hvem annan. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Sumir menn em áberandi á tiltekn- um sviðum og ganga fram eins og hross með augn- spjöld; þeir eru eins og ryksugur og sjúga til sín hug- myndir annarra og þykjast miklir. Ekki þarf mikla hugmyndaauðgi til að ganga hart fram og sölsa undir sig völd með því að beita bola- brögðum og skríða upp eftir bak- inu á öðrum. Sú aðferð byggist á einni elstu hugmyndinni og var hún einnig gædd risaeðlum fortíð- ar sem ösluðu um og átu allt sem á vegi varð. Margir hugmyndasmiðir em aftur á móti lítt áberandi; þegar vel er að gáð hrýtur frá þeim einn og einn gimsteinn eins og leiftur- ljós frá ljósflugum i næturhúmi. Árið 2001 Stanley Kubrick leikstýrði myndinni „Ævintýraferð um geim og tíma“ (2001: A Space Odyssey). Þar lýsir-hann í 30 ára gamalli kvikmynd sinni hvernig hinn viti- borni maður varð til. Tveir mannapahópar börðust um yfir- ráð; einum einstaklingi datt allt í einu í hug að grípa til lærleggs af dauðum stórgrip og nota hann sem barefli í átökunum. Hug- myndin var sáraeinföld en bráð- snjöll og viðkomandi hópur bar sigur úr býtúm. Ein og ein hugmynd hefúr síðan bæst við sem markað hefur spor á þróunarbraut mannkyns og senn náði frummaðurinn að nýta sér eldinn með því að læra að tendra hann og næra. Hér má sjá þróun- arkenningu Darwins í skýru ljósi og framfarabraut hins vitiboma manns fram til nútíðar. Lifa hugmyndir eigin lífi? Sálfræðingurinn Susan Black- more skrifaði nýlega bók um hug- myndagen (“huggen", „The Meme Machine") en þar lýsir hún þeim eigindum hugmynda að fjölga sér eins og um erfðaeindina gen væri að ræða (sjéní eða genius og gen eru hugsanlega skyld orð, hið fyrra er rakiö til gotnesku en hið seinna til grísku). „Huggen not- færa sér manninn sem útbreiðslu- tæki“ og fjölga sér eins og um veiru væri að ræða; önnur deyja út. Stór huggenakerfi geta orðið til og varið sig eins og um lífveru væri að ræða. Einkenni á varanlegum hug- myndakerfum eru þau að hvorki er unnt að sanna þau né afsanna. Þannig urðu helstu trúarbrögð til; pólitísk hugmyndakerfi sem svip- ar til trúabragða hrynja allt í einu innan frá. Hugmynd Blackmore er ekki ný en hún býður upp á skemmtilega aðferð til að virða fyrir sér mannlífið. Setja má nýj- an gagnagrunn á laggimar sem nota má til að finna hugmynda- smiði! Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Hópuppsagnir virka ekki lengur „Ljóst er að í Reykjavík að minnsta kosti eru upp- sagnir í gangi sem tengja má kerfisbundinni kjara- baráttu. Meintar hópuppsagnir utan Reykjavikur hafa vissulega skilað kennurum ágætum kjarabót- um, en óháð því hvaða skoðanir menn hafa á fjölda- uppsögnum kennara sem einstaklinga er ljóst að vegur þeirrar baráttuaðferðar er nánast á enda geng- inn. Það er einfaldlega afar ólíklegt, eins og umræð- an upp á síðkastið sýnir, að sveitarfélög, þ. á m. Reykjavík, samþykki að stíga þennan hringdans í framtíðinni. Það er komin upp þráskák í stöðunni." Birgir Guðmundsson í leiðara Dags í gær. Guðríður merkilegri en Leifur „Guðríður Þorbjamardóttir fæddi fyrsta bamið af íslensku og Evrópubergi í Vesturheimi. Hennai’ saga er stórum merkilegri en saga Leifs Eiríkssonar. Sagnir eru líka til um íslendinginn Bjarna Breiðvik- ingakappa sem villtist í hafi á ferð frá írlandi og rak af leið til landsins Mexíkó hvar frumbyggjar tóku hann fúlskeggjaöan í guðatölu. Skírðu hann eitthvað sem hljómar eins og Quetzalcoatli og þýðir víst Loddfánir eða Fljúgandi Slanga." Ásgeir Hannes Eiríksson skoðar söguna í Umbúða- lausu í Degi í gær. Þórarinn V. líka sjónvarpsstjóri „Meðal þeirra fyrirtækja sem Þórarinn (V. Þórar- insson) gerist nú ríkisforstjóri fyrir er Ríkissjón- varpið Breiðvarp, sem er deild í Landssímanum rhf. Sá flokkur sem hæst hefur talað um frelsi í fjölmiðl- un hefur nefnilega hægt og hljótt komið upp nýju ríkissjónvarpi, sem selur áskriftarsjónvarp til heim- ila er tengjast breiðbandinu. Friðrik Friðriksson, forsprakki „frjálshyggjumanna" er þar deildar- stjóri/ríkissjónvarpsstjóri. Eins og margir aðrir sjálfstæðismenn var hann settur á launaskrá án aug- lýsingar. Forsætisráðherra taldi reynslu Friðriks af rekstri fjölmiðlafyrirtækja myndu nýtast vel, sem og hefur komið á daginn." Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, í grein í Morg- unblaðinu í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.