Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 33 Sport Sport Vegur hefðin þungt í 8 liða úrslitum bikarsins 1999 Miðvikudagur 7. júlí 9 18 33,3% Spilaðlr lelklr i 8 llfta úrsl. □ Unnir leikir (og sigurhlutfall) 15 40% 6 Víkingur-IA Laugardalsvöllur kl. 20.15 Sindri-ÍBV Sindravellir, Höfn kl. 20.00 Fimmtudagur 8. júlí Breiðablik-Valur Kópavogsvöllur kl. 20.00 21 12 57,1% 31 19 61,3% & 33,3% 1 Stjarnan-KR 34 Stjörnuvöllur kl. 20.00 19 55,9% 8 liða úrslit bikarkeppninnar heflast í kvöld: Hefðin eða heimavöllur? - 4 af 5 sigursælustu liöum 8 liöa úrslita bikarsins á útivelli nú Atta liða úrslit bikarkeppninnar fara fram næstu tvo dagana, tveir í kvöld og tveir á fimmtudag. í kvöld mætast Víkingur og ÍA í Laugardal og Sindri og ÍBV á Höfn. Athygli vekur að fjögur af fimm sigursælustu liðum í 8 liða úrslitum bikarsögunnar leika gegn óreyndari bikarliðum á útivelli að þessu sinni en aðeins Fram komst ekki i 8 liða úrslitin af þeim liðum sem bestum árangri hafa náð þar í 40 ára sögu bikarsins. Grafið hér að ofan sýnir vel að átta liða úrslitin í ár snúast mikið um baráttu heimavallarins gegn hefðinnni en Sindri, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik hafa samtals komist 13 sinnum í undanúrslitin en andstæðingar þeirra fjórir 17,8 sinnum að meðaltali. 556 og 474 mínútur hjá ÍA og Sindra í síðustu leikjum Skagamenn eru enn ekki búnir að fá mark á sig í bikamum líkt og spútnikliðið úr 2. deild, Sindri, en bæði mæta þau tii leiks í kvöld og þá er spuming hvort Eyjamenn eða Víkingar ná að brjóta vamarmúr þeirra og koma boltanum í netið. Það em 556 mínútur liðnar frá því að íslenskt lið skoraði hjá Skaga- mönnum, heilir 6 leikir, en Sindra- menn koma þar ekki langt á eftir en þeir hafa haldiö hreinu í 474 mínút- ur síðan Leiknismaðurinn Arnar Freyr Halldórsson skoraði úr víti í 2. deildarleik liðanna 12. júní. Reyndar hafa Sindramenn aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 taplausum leikjum í sumar, mark Amars og hitt skoraði HK-maðurinn Hamish Marsh beint úr aukaspyrnu í leik liðanna á Höfn 29. maí en það em alls 778 mínútur síðan var skorað á Sindra í gangandi leik. KR-ingar oftast KR-ingar hafa oftast leikið í átta liða úrslitum bikarkeppninar en þetta er í 35. sinn sem KR-liðið kemst í þau í fertugustu bikar- keppninni. Það fylgir reyndar sög- unni að KR-liðið hefur einnig oftast verið slegið út úr 8 liða úrslitum eða 15 sinnum, einu sinni oftar en Keflvíkingar, og í þriðja sæti á þeim miður skemmtilega lista koma svo Víkingar sem hafa verið tólf sinn- um slegnir út úr 8 liða úrslitum. Skagamenn sigursælir Skagamenn hafa unnið leik sinn í 8 liða úrslitum í 67,7% tilfella og hafa oftast allra komist í undanúr- slitin eða 21 sinni. Þeir mæta í kvöld Víkingum sem em með næstslakasta árangur bikarliöa í 8 liða úrslitum eða aöeins 33%, hafa unnið 6 af 18 viðureignum sínum þar. Víkingar geta reyndar huggað sig við það að vera eina liðið sem hefur slegið Skagamenn tvisvar út úr bikarnum sama áriö en það gerðu þeir 1967, B-lið ÍA í 8 liða úr- slitum og A-liðiö í undanúrslitum. -ÓÓJ Frestað um fjóra mánuði Alþjóða knattspymusambandið ætlaði að ákveða með atkvæðagreiðslu í mars á næsta ári hvar heims- meistarakeppnin í knattspyrnu ætti að fara fram. Nú hefur FIFA frestað atkvæðagreiðslunni þar til í júlí á næsta ári þannig að Þjóðverjar og Englending- ar, sem taldir em líklegastir sem gestgjafar, verða enn að bíöa. Opna GR-mótiö: Ragnarog Jón fengu 94 punkta Opna GR-mótið í golfl fór fram um liðna helgi. Leikinn var 36 holu höggleikur, betri bolti (tveir í liði), punktakeppni og var hæst gefm forgjöf 18. Fyrri dagurinn var leikinn á Korpúlfsstaðavelli og sá seinni í Grafarholti. Verðlaun voru veitt fyrir 15 efstu sætin og nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum vall anna. Þátttakendur vom 178 veðrið var mjög gott og tókst mót ið í alla staði mjög vel. Til gam ans má nefna að Sigurður H Dagsson, GR, fór holu í höggi á annarri holu í Grafarholti á sunnudaginn. Úrslit urðu þessi: 1. Ragnar Gunnarsson, GR/Jón Ingþórsson, GR, 94 punktar. 2. Bjöm St. Árnason, GR/Jó- hannes Eiríksson, GR, 91 punktur. 3. Samúel Orri Stefánsson, GR/Þorkell Pétursson, GR, 90 punktar. 4. Jón Hilmarsson, GR/Björn Viðar Ólafsson, GOB, 89 punktar. 5. Ólafur Sigurjónsson, GR/Lár- us tvarsson, GR, 89 punktar. 6. Vignir Ágústsson, GO/Ög- mundur Máni Ögmundsson, 88 punktar. 7. Gestur Jónsson, GR/Gísli Hall, GR, 87 punktar. 8. Sæmundur Pálsson, GR/Sævar Pétursson, GR, 86 punktar. 9. Guðmundur Bragason, GR/Jón B. Stefánsson, GR, 86 punktar. 10. Vignir Hauksson, GR/Páll Ei- ríksson, GR, 85 punktar. 11. Guðmundur Sveinsson, GR/Brynjar Valdimarsson, GR, 85 punktar. 12. Hans Kristinsson, GR/Karl Bjamarson, GK, 85 punktar. 13. Gunnar Ámason, GR/Ámi Gunnarsson, GR, 85 punktar. 14. Gunnar Þorláksson, GR/Hjör- leifur Kvaran, GR, 85 punktar. 15. Páll Erlingsson, GR/Guðjón Steingrímsson, GK, 85 punktar. Nándarverðlaun: Korpúlfsstaðir: Hola 4. Guömundur Sveinsson, GR, l, 56 m. Hola 7. Reynir Baldursson, GR, 2,04 m. Hola 11. Sveinn M. Sveinsson, GR, 0,58 m. Hola 16. Gunnlaugur Jóhannsson, NK, 4,10 m. Grafarholt: Hola 2. Sigurður H. Dagsson, GR, hola í höggi. Hola 6. Ingi Bjöm Álbertsson, GR, 4,22 m. Hola 11. Gestur Jónsson, GR, 1,58 m. Hola 17. Kjartan Einarsson, GR, 1,65 m. nV'jTiýnríir fX.I, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR-ingur, laumar sér milli Rósu J. Steinþórsdóttur og Ernu Erlendsdóttur, Valsara. Á minni myndinni liggja þær íris Andrésdótt- ir og Erla Sigurbjartsdóttir með krampa en dómarinn þurfti að stöðva leikinn a.m.k. fjórum sinnum þegar leikmenn fengu sinadrátt. Mymorg færi en ekkert mark - þegar KR og Valur skildu jöfn í uppgjöri toppliðanna í kvennaknattspyrnunni að Hliðarenda „Þetta var mjög erfiður leikur, mjög erfiður, ég er alveg búin,“ sagði Iris Andrésdóttir, leikmaður Vals, eftir 0-0 jafntefli gegn íslandsmeisturum KR í úrvalsdeild kvenna í gær- kvöldi. „Ég er auðvitað ekki sátt við jafntefli, við áttum að hirða öll stigin og áttum okkar færi. Við erum ekk- ert búnar að gefa þetta mót, það er heil umferð eft- ir,“ sagði íris sem átti frá- bæran leik í liði Vals. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik, liðin fengu bæði nokkur góð færi en tókst ekki að skora. Ást- hildur Helgadóttir átti t.d. skot í stöng og Ragnheiður Jónsdóttir varði vel frá Guðlaugu Jónsdóttur undir lok hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en Valsvöllurinn hefúr undar- leg áhrif á KR og þangað hefur þeim gengið illa að sækja sigra og á því varð engin breyting í gærkvöldi. Þrátt fyrir mýmörg tæki- færi, t.d. átti Valsarinn Ema Erlingsdóttir, stang- arskot, tókst hvomgu lið- inu að skora og markalaust jafntefli varð niðurstaðan. „Þetta var hörkuleikur, ég er svekkt að við skyld- um ekki nýta eitt af þess- um fjölmörgu fæmm sem við fengum en leikurinn var mjög jafn og vonandi góð skemmtun fyrir áhorf- endur,“ sagði Vanda Sigur- geirsdóttir, þjálfari KR. Íris Andrésdóttir var best í liði Vals ásamt þeim Rósu Steinþórsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Rakel Logadótttir. Hjá KR léku Guðlaug Jónsdóttir og Edda Garðarsdóttir best. Jafntefli í Eyjum ÍBV og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í Vestmannaeyj- um. Kristrún L. Daðadótt- ir, sem var að leika sinn 150. leik í efstu deild, skor- aði fyrir Breiðablik á 59. mínútu og 12 mínútum fyr- ir leikslok jafnaði Kelly Shimmin fyrir ÍBV með skoti af 25 metra færi. Eyjastúlkur sóttu grimmt að marki Breiðabliks síð- ustu mínútur leiksins en Þóra Helgadóttir sýndi góða takta í marki Blika og kom í veg fyrir að ÍBV hirti öll stigin þrjú. Margrét Ólafsdóttir var best í liði gestanna en hjá ÍBV vora þær Karen Burke og Kelly Shimmin bestar. Stig til Grindavíkur Grindavík krækti sér í sín fyrstu stig í efstu deild þegar liðið vann sannfær- andi 5-0 sigur á Fjölni. Petra Rós Ólafsdóttir skor- aði 2 mörk og þær Sólný Pálsdóttir, Ólína Viðars- dóttir og Sara Davidson eitt mark hver. ‘h/RS Stefán til Akurnesinga Knattspyrnumaðurinn Stefán Þór Þórðarson er hættur að leika með norska liðinu Kongsvinger og er aftur genginn til liðs við Skagamenn. Stefán Þór er nú þegar laus allra mála hjá norska liðinu og mun væntanlega leika með Skagamönnum er þeir mæta Víkingum í bikarkeppninni í kvöld. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöld. Gullbjörninn ákvað að hætta Frægasti kylfmgur heims, Jack Nicklaus, veutö að hætta í opna bandaríska meistaramótinu fyrir eldri kylfinga í gær vegna eymsla í mjöðm. Nicklaus gekkst undir uppskurð á mjöðm á síðasta ári og hefur ekki fengið sig góðan af meiðslunum. Enginn kylfmgur hefur í sögu golfsins unnið fleiri stórmót eða átján talsins auk fjölda annarra móta. Dramatík í Garðabænum Dramatíkin var allsráðandi í Garðabæ í leik Stjöm- unnar og ÍA. Justine Lorton fékk sitt annað gula spjald á 87. mínútu fyrir að tefja og Rakel Óskarsdótt- ir jafnaði leikinn skömmu síðar og tryggði ÍA þar með annað stigiö en Rósa Dögg Jónsdóttir skoraöi fyrir Stjömuna á 18. mínútu. Justine Lorton verður því í leikbanni í bikarleiknum gegn KR 13. júlí. óÓJ/ih Skipti yfir í stífari kylfur Besti kylflngur Evrópu, Bretinn Colin Montgomerie, ákvað nýlega að skipta yfir í kylfur með stíféiri sköftum. Montgomerie hefur gengið illa á stórmótum undanfarið en um liðna helgi hafnaði hann í 7. sæti á opna írska mótinu. Montgomerie sagði í gær að hann væri himinlifandi með nýju kylfurnar og hann væri bjartsýnn á framhaldiö. Merlene Ottey er enn að og á dögunum sigraði hún með glæsibrag í 100 m hlaupi kvenna á móti í Luzern í Sviss á 10,97 sekúndum. írinn Ronnie O’Brien var keyptur til Juventus á dögunum og sést hér með boltann á fyrstu æfingunni hjá liðinu. Margt þekkt fólk úr skemmtanabransanum var á meðal áhorf- enda. Hér sést leikkonan Nicole Kidman á úrslitaleiknum. Ungur aðdáandi Manchester United bíður og vonar að sjá David Beckham og Victoriu Adams á brúðkaupsdaginn. Stúlkurnar í norska landsliðinu voru ekki upplitsdjarfar eftir 0-5 ósigurinn gegn Kína á HM kvenna í knattspyrnu. Tiger Woods sést hér vippa upp úr sandgryfju en hann sigraði á móti i Chicago um liðna helgi. Reuters-myndir Þýska stórliðið Bayern Múnchen ákvað á dögunum að kynna nýja búninga félagsins og þá stilltu leikmenn liðsins sér upp fyrir myndatöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.