Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1999 Myndasögur w w cö }H —H —I 3 3 M W • H o Komstu aö þvi aö þú elskaöir hana ennþá? Rangt! Eg komst aö því aö ég haföi ■ ekki efni á aö borga meö henni á þessum launum sem þú borgar mér. Svart kaffi. takk. ________41 4 Veiðivon Laxá í Dölum: 60 laxar á land - 16 pund sá stærsti „Laxá í Dölum er að komast í 60 laxa og hann er 16 pund sá stærsti, síðasta holl veiddi 6 laxa, en það hefur sést lax víða í ánni,“ sagði Gylfi Ingason í veiðihúsinu Þránd- argili við Laxá í gærdag. „Það væri ekki verra ef færi aðeins að rigna," sagði Gylfi enn fremur. Flekkudalsá, 12 laxar á þurrt „Það hafa verið þrjú holl hjá okk- ur í Flekkudalsánni og það eru komnir 12 laxar á land. Sá stærsti er 14 pund, en flestir eru laxamir 8 til 12 pund,“ sagði Jón Ingi Ragnars- son í gærdag er við spurðum um stöðuna í Flekkudalsá á Fellsströnd. „Vatnið er mikið í ánni, en eitt- hvað hefur sést af laxi og þá helst neðarlega i henni,“ sagði Jón i lok- in. Veiðivon G. Bender Veiðieyrað Boltalax í opnun Víkurár Víkurá í Hrútafirði opnaði um helgina og fyrsti laxinn var vænn, en hann veiddi Guðmundur Örn Ingólfsson, einn af leigutökum ár- innar. Fiskurinn var 22 pund og veiddist í Langabakka á maðk. Bar- áttan við hann var feiknaskemmti- leg. Líka veiddist 15 punda fiskur þar er áin var opnuð. Þetta er góð byijun og laxamir vel vænir. Erflleikarnir að ná í maðk þessa dagana era famir að fara í fmu taugamar á sumum veiði- mönnum. Menn skilja alls ekki í þessu ástandi. Það rigndi og rigndi fyrir sunnan í maí og langt fram í júní. Nóg ætti því að vera til af maðki, fmnst mönnum, en það er nú öðru nær.Varla er hægt að fá einn maðk og ef maður nær sér í hann er hann á okurverði. Við fréttum af einum sem fékk nóg af maðkaleysinu og vildi bjarga málinu. Hann fór út í næstu veiðibúð, keypti sér gervimaðka og setti þá í maðkakassann sinn. Síðan fór hann í veiðitúrinn með nóg af möðkum. Veiðifélögunum þótti einkennilegt að vinurinn ætti nóg af maðki, mörg hund- ruð, þegar aðrir áttu ekki neitt. Sendu þeir út leiðangur þegar hann var sofnaður og kíktu ofan í kassann og viti menn, þar var nóg af maðki. En eitt þótti þeim skrítið, hvað maðkurinn hreyfði sig lítið, og innan stundar kom sannleikurinn í ljós. Þetta vora gervimaðkar. Enda veiddu menn lítið í þessum veiðitúr og hann veiddi minnst sá sem kom með allan gervimaðkinn und- ir hendinni heim að veiðihús- inu þegar allir vora komnir út í glugga til að athuga málið. Laxinn frekar en bleikjan í fyrra var eitthvert besta bleikjuár í manna minnum og það verður vonandi gott í sumar. Eitt hefur vakið athygli veiðimanna og það er lax núna í þó nokkrum mæli í byrjun sumar. Þetta hefur gerst vestur í Dölum eins og í Hörðudalsá þar sem laxinn mætt- ur og það nokkrir, í næstu veiðiá viö Miðá hefur þetta gerst lika. En bleikjan mætti kannski vera aðeins meiri. En hún kemur. Jafet Ólafsson með tvo væna. —OG ÞU SAMEINAR VEIÐIVESTIOG JAKKA. 9 100% vatns- og vindheldur 9 Áföst hetta með skyggni 9 Stórir vasar (framan/hliðar) 9 Míttisteygja 9 Stangarhaldari 9 Stór renndur vasi á baki Útloftun í baki 9 Hagstætt verð Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND SPORTVORU GERÐIN HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.