Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 32
 Ltrn Jyrir kt. rö-í iLjig FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ1999 Kennaradeilan: Átta sóttu um 90 stöður Átta réttindakennarar sóttu um 90 stööur sem auglýstar hafa verið ^ lausar í sjö grunnskólum í Reykja- vík. Að auki sóttu tiu leiðbein- endur um stöð- umar. Þetta kom fram á fundi sem kennarar úr umræddum skól- um héldu síðdeg- is í gær. Að sögn Eiríks Brynjólfs- sonar, eins úr kjarahópi kenn- ara, hafa um 250 kennarastöður verið auglýstar lausar til umsókn- ar. Umsóknarfrestur rann út í gær. Aðeins lágu fyrir upplýsingar ^ úr hluta skólanna eins og áður sagði. Eiríkur sagði að þær tölur um umsóknir sem þegar lægju fyrir gæfu vísbendingu um stöðuna í heild. „Þetta er það sem við bjuggumst við, að skólarnir yrðu ekki mann- aðir án þeirra kennara sem nú hafa sagt upp.“ -JSS Sumarleyfisveðriö: , Úrkomafram yfir helgi - á suðvesturhorninu Landsmenn mega búast við vot- viðri út vikuna og fram yfir helgi, samkvæmt upplýsingum Veður- stofu íslands í morgun. Einkum verður þó úrkoma sunnan- og suð- vestanlands. Síðdegis í dag mun hvessa sunn- anlands með rigningu. Búist er við einhverri úrkomu um allt land. Því veldur lægð fyrir sunnan landið. Spáin gerir síðan ráð fyrir úrkomu suðvestanlands fram yfir helgi, en bjartara veðri norðan til á landinu. ~ Bílvelta í Fnjóskadal DV, Akureyri: Eiríkur Brynj- ólfsson. Ung stúlka missti stjórn á bifreið sinni á móts við bæinn Skarð í Fnjóskadal í gærkvöld, og er talið að bifreiðin hafi oltið fjórar veltur út af veginum þar sem nokkur bratti er. Stúlkan var -flutt á slysadeild og kvartaði undan meiðslum í baki og öxlum. Eins árs sonur hennar, sem var með henni í bifreiðinni, var bundinn í bílstól og sakaði ekki, og konan er talin hafa sloppið svo vel sem raun ber vitni vegna þess að hún var spennt í bílbelti. -gk Þessi föngulegi hópur var að hita sig upp fyrir Esjuhlaup þegar Ijósmyndara DV bar að garði. Ætlar hópurinn að hlaupa „Laugaveginn" svokallaða helgina 23. júlí til 25. júlí. Hópurinn stefnir að því að slá íslandsmetið á „Lauga- veginum" og því er æft 3-4 sinnum í viku og hlaupið minnst einu sinni í viku á Esjuna. DV-mynd Pjetur Eins og ég hafi lent undir valtara - segir Árni Stefánsson, fyrrum landsliösmarkvörður ingar á hvað hafði gerst. Sennilegt er að gamalt brjósklos í hálsi hafi færst til og haft þessi lömunaráhrif en nú er ég bara að jafna mig og verð að gefa þessu tíma. Núna er ég þannig að ég er rólfær, get orðið heilsað með hægri hendinni en vinstri höndina get ég ekkert hreyft enn þá,“ segir Árni. Hann var um árabil okkar besti markvörður í knattspyrnunni og lék 15 landsleiki. Hann hefur haldið sér vel við og helgina áður en hann lenti í óhappinu á Akureyri tók hann t.d. þátt í Mývatnsmaraþoni sem hann lauk með glæsibrag. „Ég er búinn að mæta nærri undantekningarlaust á Pollamótin á Akureyri og hef gefið það út að ég ætli þangað á næsta ári. í augnablikinu líður mér hins vegar eins og hnefaleikamanni sem hefur verið laminn í klessu," sagði Árni i gær og var lítill uppgjafartónn í hon- um. -gk Veðrið á morgun: Víðast hvar skýjað Suðaustan- og austanátt verður víðast hvar á morgun og vindur um 5-8 m/s. Rigning um sunnan- vert landið en skúrir eða rigning norðan til. Hiti verður á bilinu 8-16 stig en skýjað um mestallt landið. Veðrið í dag er á bls. 45. DV, Akureyri: „Það er allt í lagi með höfuðið á mér en skrokkurinn er allur þannig að það er eins og ég hafi lent undir valtara," segir Ámi Stefánsson, fyrr- um landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, en hann slasaðist illa á Polla- móti Þórs á Akureyri um helgina. Árni, sem er 46 ára, lék þar með Tindastóli i lávarðadeild „polla" sem eru 40 ára og eldri og voru menn felmtri slegnir er hann lenti í hörðum árekstri við einn leikmanna Víkings og gat sig ekki hreyft á eftir. „Okkur lenti saman og ég fékk ansi mikið spark ofan á höfuðið einhvem veginn en það er erfitt að lýsa þessu. Ég missti aldrei meðvitund en gjör- samlega allan mátt, gat t.d. ekki hreyft fæturna og reyndar ekkert nema augun og munninn, ég gat rifið kjaft eins og venjulega," sagði Árni þegar DV ræddi við hann í gær. Ámi Árni Stefánsson á heimili sínu í gær, illa lemstraður eftir áreksturinn á „Pollamótinu" á Akureyri. DV-mynd Þórhallur var þá við rúmið á heimili sínu á Sauðárkróki og sagðist vera frekar slappur en að braggast. „Ég var útskrifaður af sjúkrahús- inu á Akureyri um helgina en lækn- arnir gáfu ekki neinar algildar skýr- Formaður ASV: Markmið sam- einingar svikin „Þetta er langt frá þeim markmið- um sem menn settu sér þegar Olíufé- lagið og fleiri sterkir hluthafa í Tog- arafélaginu á sín- um tíma þvinguðu tram sameiningu fyrirtækjanna sem mynda Básafell með miklum fyrir- heitum. Ég tel að þau fyrirheit hafi verið svikin," sagði Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusambands Vestíjarða, við DV um ákvörðun stjómar Básafells að selja frystitogar- ana Sléttanes og Orra. Sala togaranna er framhald þess að ákveðið var í síðasta mánuði að selja eignir fyrir minnst einn og hálfan milljarð króna til að létta skuldabyrði Básafells. Pétur Sigurðsson segir að með þessari sölu á flotanum sé verið að selja störf úr plássinu á Þingeyri og veikja fyrirtækið. Það sé sérkennilegt að dásama samruna fyrirtækja eins og eitthvert kraftaverk, en síðan eftir sameininguna sé strax byrjað að reyta það í sundur. „Ég hefði haldið að ef fjármagn vantaði í fyrirtækið hefði átt að leita að því. Það hefði verið leiðin til að styrkja það í stað þess að styrkja það með því að brjóta það niður,“ sagði Pétur Sigurðsson í morgun. -SÁ Búnaðarbankinn: Kaupir 20 pró- sent í Atlanta Búnaðarbankinn Verðbréf hefur keypt rúmlega 20% hlut í flugfélaginu Atlanta. Fyrirtækin hafa samið um að innan eins og hálfs árs verði fyrirtæk- ið skráð á Verðbréfaþingi íslands. Búnaðarbankinn Verðbréf ætlar að selja hluta af bréfum sínum til stofn- anafjárfesta en ætlar að halda ein- hverjum hluta sjálfur. Kaupverð og gengi bréfanna fékkst ekki gefið upp. Um er að ræða 20% af nýju hlutafé og því er mikið fé að koma inn í fyrir- tækið. Það ætti að treysta fjárhagslega grundvöll félagsins. Rekstur og vöxtur félagsins hefur gengið vel frá því það var stofnað árið 1986 og mikil veltu- aukning verið siðastliðin tvö ár.-bmg Rændu hálfri milljón Skjalatösku með rúmlega hálfri milljón í peningum og ávísunum var stolið af Café Amsterdam rétt fyrir fnnmleytið í gær. Eigandi staðarins átti töskuna og var afrakstur nokk- urra daga í töskunni. Sást til tveggja manna hlaupa burt frá staðnum en þeir náðust ekki. Að sögn lögreglu eru tveir menn grunaðir en rannsókn málsins er ekki lokið. - EIS Pétur Sigurðs- son, formaður ASV. Parttið í tíma FIUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.