Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 2
18 Sjávarútvegur MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1999 Þorskur til vandræða við kolaveiðarnar: Hásetahluturinn væri 2,5 milljónir - ef við þyrftum ekki að leigja kvotann, segir Óskar Gíslason „Þetta er agalegt, það er svo mikill helv.... þorskur," sagði Óskar Gíslason, skipstjóri á Þorsteini BA frá Patreksfirði. „Þetta er til stórra vandræöa. Við höfum verið á snurvoð hér norðan við vita og úti í Nesdýpi og í kant- inum og alls staðar er þorskurinn til vand- ræða. Við erum nú út undir Hrygg og viljum helst sjá kola, en það er erfitt að ná honum fyrir þorskinum. Þetta er þó búið að vera mjög gott í sumar þrátt fyrir ótíð á köflum. Svo þegar kemur svona renniblíða, þá liggja menn bara í landi og spara kvótann. Ég held að kolinn sé að verða búinn i bili og það verði ekki fyrr en í ágúst sem hægt verður að reyna aftur.“ - Fer kolinn á markað? „Nei hann er allur sendur beint út. Þar fáum við svona 220 til 270 krónur fyrir kílóið. Við erum fjórir á og byrjuðum á snurvoðinni í endaðan apríl. Við verðum á snurvoðinni eitthvað fram á haustið, en förum þó í slipp í ágúst.“ - Er hátt leiguverð á kvóta í dag? „Já, þetta er ekki hægt lengur. Leiguverðið Ágætur afli á Patreksfirði: Lei^u- kvotinn á ævin- týralegu verði - mikið af fiskinum fer suður „Það gengur alveg hreint ágætlega hjá bát- unum,“ sagði Ingimundur Andrésson á hafn- arvoginni á Patreksfirði. í síðustu viku var landað hér tæpum 357 tonnum, mest af skak- og snurvoðarbátum. Það eru lika að koma hérna einn og einn að- komubátur. Gegnumsneitt er þetta þokkaleg- asti fískur sem fengist hefur hér út af víkun- um og víðar. í þrem höfnum Vesturbyggðar komu um 1200 tonn í síðasta mánuði. Mikið af þessum afla fór á markað. Þaðan fer hann síðan í stór- um stíl með bílum suður á land til vinnslu. Annars er maður að heyra af ævintýralegu verði á leigukvóta, allt upp í 110 krónur fyrir kílóið. Heyrði ég sagt að viðkomandi hefði haft 7 krónur upp úr krafsinu á kílóið eftir að hafa veitt og selt aflann." Blíða á Eldeyjarmiðum: Sá guli ^ fjarri góðu gamni Þótt ekki séu þeir margir, þá eru samt nokkrir færabátar sem róa flrá Grindavík í sumar. Eins og víðar af Suðumesjum, sækja þeir höröustu gjaman í aðra landshluta á sumrin. Óskar Jensson á Aski frá Grindavík er einn þeirra sem halda sig á heimaslóðum. Þegar DV sló á þráðinn til hans á mánudag var hann staddur á svokölluðum Skerjum við Eldey. „Ég hef það það ágætt í bliðunni," sagði Óskar. „Hann er þó tregur þessa dagana og það hefur verið lítið hjá handfærabátunum. Það er t.d. mun minna en í fyrra. Ég var að heyra að það væri mokfiskirí út af Skaga- strönd og það fóra tveir menn frá Grindavík með háta sína norður á hílum. Héma var ágætt í síðustu viku en rólegra núna. Það hefur verið blíða hér í rúma viku, en annars var leiðindatíð í júní. Mér finnst nú að þegar góða veðrið kemur, þá eigi sá guli að vera á staðnum," sagði Óskar og sagði að það hlyti að fara að rætast úr veiöinni. er komið í 118 krónur en við höfum verið að fá upp í 170 krónur fyrir stærsta fiskinn. Þetta er orðið hrein geðveiki og það geta menn þakkað kvótakerfinu. Menn kölluðu það geðveiki þegar verið var að leigja kvótann á 78 krónur kílóið í fyrra. Á miðvikudag í síðustu viku leigðum við 50 tonn á 115 krónur kílóið. Þetta er ekkert annað en bilun. Annars er þetta kvótaár búið að vera ægi- lega rólegt. Það er búinn að vera svo mikill fiskur að við höfum ekkert þurft að hafa fyrir þessu. Við erum búnir að leigja til okkar tæp 400 tonn. Það skilar einhverju, en ef það þyrfti ekki að leigja þorskinn í sjónum, þá væri sko gaman að lifa. Síðasti mánuður hefði þá ör- ugglega gefið okkur í hásetahlut 2,5 milljónir í stað einnar milljónar," sagði aflaskipstjórinn Óskar Gíslason frá Patreksfirði. Krókabátar úr Grindavík: Koma landleiðina að sunnan - í góöa veiði í Skagafirði „Það hefur verið ágætisveiði hjá bátum héma,“ sagði Vilhjálmur Skaftason hjá Skaga- fjarðarhöfn. Það hafa margir spurst fyrir um veiðina og tveir bátar komu á bílum hingað frá Grindavík. Hér eru nú nálægt 50 bátar alls staðar að af landinu. Veiðin núna byijaði miklu fyrr en í fyrrasumar. Þá var ágætt skot en bara tveim mánuðum seinna. Hann er alveg ágætur fiskurinn sem þeir fá en veröið er frekar lágt núna á mörkuðum. Það er mest um dagabáta sem núna róa enda lítið oröið eftir hjá kvótabátunum. Þá hefur verið ágætt veður, þó dálítil inn- lögn sé yfir daginn. Veiðin er líka ágæt og það lifnar mikið yfir mannlífinu þegar svo er,“ sagði Vilhjálmur. N# l 4 ■ «V' J % w • 'j/á iÉP^ Vestmannaeyjar: Ágætt kropp hjá pungunum - betra en fyrir tveim árum Flestir þeir færahátar sem eitthvað fiska í Vestmannaeyjum róa frá Tálknafirði á sumr- in. Að sögn Torfa Haraldssonar á hafnarvog- inni er ekki mikið um trilluútgerð frá Eyjum. „Þeir hörðustu sem eiga einhvem kvóta drifa sig vestur á sumrin. Hér þurfa menn að sækja það langt, og svæðið er erfitt og allt fyrir opnu hafi. Það era því ekki margir sem hafa lifi- brauð af trilluútgerð allt árið. Annars er ástandið þannig núna að flestir era að verða búnir með kvóta og margir að hætta eða eru þegar hættir. Það hefur þó ver- ið ágætt fiskirí hjá trollbátunum. Það er þá meira bundið því hvað menn mega taka. Það hefur verið erfiðara að eiga við ufsann og lítið af honum miðað við það sem var hér á árum áður. Þá era þónokkrir sem hanga enn við humarveiðamar. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið vel hjá þeim. Sumir bátanna era þó frekar litlir og hafa þvi ekki getað beitt sér til fulls. Veiðin hefur samt verið mjög þokkaleg og ágætt kropp á þessum pungum. Það er allt annað en í hittifyrra þeg- ar veiðin hrandi alveg niður.“ Stöðvarfjörður: Fiskur alveg inn á fjórá - segir Orri Harðarson Trilluútgerð er í miklum blóma á Stöðvar- firði. Síðasta hálfan mánuðinn hefur verið góður afli sem fengist hefur rétt við fjarðar- mynnið. „Nú var t.d. einn bátur að landa 3,4 tonnum eftir daginn en tveir menn era á þeim báti. Þannig hefur þetta verið hjá fleirum,“ sagði Orri Harðarson á hafnarvoginni þegar DV ræddi við hann á mánudaginn. „Þetta er mjög þokkalegur fiskur sem fæst mjög grunnt, héma rétt utan við fjarðarkjaftinn. Það er búið aö vera mjög þokkalegt núna síðasta hálfa mánuðinn eða svo. Það er engin lygi að segja að það hafi verið hér fiskur alveg inn á fjörð. Það róa einir átta til tíu handfærabátar héð- an og svo koma alltaf aðkomubátar hingað til löndunar, enda örstutt inn af miðunum. Aflinn fer svo til allur á markað. Þó era menn eitthvað famir að safna í gáma til sölu erlendis vegna þess að verðið hér heima hefur verið að falla.“ - Fer fiskurinn á markaðnum til vinnslu á Stöðvarfirði? „Nei, minnsti hlutinn af honum fer hér til vinnslu. Þaö má segja að hann sé sendur um allt land. Snæfell vinnur þó allan þorsk sem kemur hér aö landi en það er líka ekið með hann norður á Dalvík til vinnslu hjá fyrirtæki félagsins þar, lika þorskinum af togaranum Kambaröst. Það er samt full vinna í frystihús- inu hjá okkur og ekkert hægt að kvarta yfir því. Færabátamir era flestir á kvóta og margir eiga nokkuð drjúgt af honum. Hann drýgist líka talsvert þar sem á vetumar veiðist mikið af ýsu og steinbít. Ýsan byrjar svo að koma aftur svona í ágúst eða september," sagði Orri og var rokinn til að taka á móti næsta skak- báti. Trillukarlar á Raufarhöfn: Skreppa heim í há- degismat- inn Nokkrir smábátar hafa róið frá Raufarhöfn að undanfomu. Á hafnarvoginni fengust þær upplýsingar að þó rólegt væri þessa dagana hefðu verið fín aflabrögö hjá þeim sem hefðu verið á sjó. Fiskurinn hefur verið góður og menn verið að fá upp undir átta til níu hund- rað kíló á mann yfir daginn. Þeir þurfa ekki að sækja langt bátamir frá Raufarhöfn og því ekki óalgengt að þeir skreppi heim til sín í há- degismatinn. Helgi Hólmsteinsson er einn þessara gömlu sjósóknara sem man tímana tvenna í sjósókn frá Raufarhöfn. Hann rær nú á 6 tonna plast- báti. „Jú, ég er búinn að vera í þessu i hálfa öld,“ sagði Helgi. „Við vorum nú á grásleppu fram- an af sumri en veiðin var léleg og tíðarfarið leiðinlegt. Nú í júní hefur þó verið sæmilegt kropp á færi. Við sækjum hér rétt út fyrir og fiskurinn er sæmilegur þó smátt sé innan um. Menn hafa komist upp í tonnið á mann yfir daginn en cúgengara er þó að þeir séu með fjögur til fimm hundrað kUó. Það era fáir handfærabátar hér núna. Það fóra nokkrir á net eftir grásleppuver- tíðina og gerðu það nokkuð gott í fyrstu. Þeir náðu nú flestir kvótanum sínum þó þetta væri frekar stutt skot. Það er heldur skárri veiði núna en ver- ið hefur undanfarin ár. Hér hefur verið alveg helvítiseymd hjá okkur í nokkur ár þó gott hafi verið við Vestfirði og Grímsey. Jakob fiskifræðingur kennir kuldanum í sjón- um þar aðallega um. Það er svo skrítið að það virðist vera að sum svæði verði dauð á margra ára tímabUi en svo lifna þau við að nýju. Það var eins og í Skagafirði, þar var steindautt í 15-20 ár en nú er að koma fiskur upp þar aftur. Þegar Ula árar hafa menn mikið farið héðan vestur á firði og við höfum líka verið að skrölta hér austur fyrir Langanes og austur á Bakkafjarð- armið. Hingað hefur verið að berast loðna og svo eru útlendingamir famir að fá demantsUd í ís- lenskri landhelgi, þá eru íslendingarnir búnir meö kvótann. Ég hef aUtaf verið voðalega gagnrýninn á það hvað þeir byrja snemma. Þeir hafa verið að fá grindhoraða sUd langt norður í hafi og þetta er ekki nema tóm vit- leysa. Þetta passar ekkert við það sem var hér áður fyrr, þá var það í júní og fram í ágúst sem síldin var best, spikfeit og góð. Nú eru ís- lensku loðnuskipin að fá sUd í nætumar á loðnuslóðinni hér austur af Langanesi en þeir mega bara ekki taka hana. Ég er viss um að þeir naga sig margir í handarbökin yfir að vera búnir með sUdarkvótann," sagði Helgi Hólmsteinsson. Skakbátar frá Hornafirði: Sumir leggjast í víking - og róa frá Vestfjörðum Sigfús Harðarson á hafnarvoginni á Höfn í Homafirði sagði ágæt aflabrögð hafa verið hjá færabátum að undanfomu. Renniblíða hefur verið og því aUir á sjó sem vettlingi geta vald- ið. Hornafjarðarbátar hafa verið að sækja aUt vestur undir Ingólfshöfða og víðar. Afli færa- bátanna hefur verið þorskur og ufsi og alveg þokkalegasti fiskur. „Svo hafa menn líka lagst í víking og sumir farið á Vestfirðina og róið þaðan. Ólíkt því sem gerist í Vestmannaeyjum þá er nánast engin humarveiði frá Homafirði. „Það er svo skritið að það er eins og það fáist bara enginn humar þegar kemur fram í maí, þá er bara klippt á þetta," sagði Sigfús. Af stærri bátum var það helst að frétta að loönuskipið Jón Eðvalds var að fara tU loðnu- leitar en þar á bæ era menn búnir að taka sex þúsund tonn af sUd og nú má ekki veiða meira af þessu silfri hafsins í bUi. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.