Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 14
, 30, Sjávarútvegur MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 Elfar Aðalsteinsson hjá Fiskimiðum: er lifandi grein - býst við verðhækkunum á mjöli á næstunni Hvar hefur þú haldiö þig til dagsins í dag? v „Ég er fæddur hér I Reykjavík en þriggja mánaða gamall fór ég til móð- urforeldra minna á Eskifirði, Aðal- steins Jónssonar og Guðlaugar Stef- ánsdóttur, og er alfarið alinn upp hjá þeim. Á unga aldri var ég ættleiddm' til þeirra og var í raun örverpið í fjöl- skyldunni. Eftir að hafa klárað Grunnskóla Eskifjarðar hélt ég til Reykjavikur og stundaði nám i Verzl- unarskólanum og útskrifaðist þaðan af hagfræðibraut." Hver er hjúskaparstaöa þín? „Ég er giftur Önnu Maríu Pitt hót- elrekstrarfræðingi og eigum við þriggja mánaða son, Hrafnkel Ugga. Eldri sonur minn heitir Alexander Sær og er rúmlega þriggja ára.“ Sex ár í brans- anum Hvenœr og af hverju fórstu út í þennan bransa? „Um mitt ár 1993 frétti ég af tveim- ur erlendum umboðsmönnum sem selt höfðu lýsi og mjöl frá íslandi í Evrópu en höfðu nýverið misst um- boðsmann sinn hér. Ég ákvað að grípa sýnilegt tækifæri og fljúga utan og •* hitta þá. Ég held að þeim hafi brugðið svolítið í brún er þeir sáu hve ungur ég var en ákváðu að láta slag standa og prófa mig í nokkra mánuði og sjá svo til. Eftir það varð ekki aftur snú- ið. Formleg stofnun Fiskimiða var í framhaldi af þessari ferð, 9. ágúst það sama ár. Auðvitað tók mikinn tíma og vinnu að koma fyrirtækinu á koppinn og í byrjun var oft ansi rólegt en smám saman fór síminn að hringja oftar og fyrirtækið er nú á góðu róli eftir tæp sex ár á markaðnum." Hvernig fyrirtœki er Fiskimiö og hvernig er þaö uppbyggt? „Fiskimið eru umboðsskrifstofa sem sérhæfir sig í sölu á fiskimjöli og lýsi. Hjá fyrirtækinu vinna ásamt mér Anna María, eiginkona mín, og Rut Magnúsdóttir sem sér um bókhald og úrvinnslu gagna. Yfirbyggingin er lít- il og nett og fyrirtækið er mjög með- færileg rekstrareining. Stjórnin er síðan skipuð okkur hjónum en Krist- inn Aðalsteinsson, bróðir minn frá Eskifirði, veitir henni formennsku." Ekki fastun víð skrifbonðið Hvers eölis er umboössala á mjöli og lýsi? „Fyrir umboðsmann snýst þetta auðvitað um að reyna stöðugt að tengja saman kaupendur og seljendur sem í sumum tilvikum gefst en öðrum ekki. Umboðsaðilinn sér síðan um fullvinnslu samningsins, þ.e. að leigja skip, tryggja hvern farm, innheimta reikninga o.s.frv. Greinin er mjög lif- andi að mörgu leyti, þó svo að þorrinn af viðskiptunum eigi sér stað í gegn- um símann. Viðskiptamenn koma iðu- lega í heimsókn og öfugt og við sækj- um innlendar og erlendar ráðstefnur sem haldnar eru til að fá betri heild- arsýn yfir markaðinn. Ég er því sem betur fer ekki reyrður við skrifhorð- ið.“ Flytup út fypip tvo milljapða áp- lega Hvað er útflutningsverömœti þessa geira mikiö? „Það er auðvitað mjög breytileg eftir framleiddu magni og verði hvers tima svo að mjög erfitt er að henda reiður á slíku nema taka út einhver sérstök tímabil. T.d. hefur verðmæti útflutts mjöls og lýsis á síðastliðnu ári að líkindum verið yfir 13 milljarðar." Hvaö flytja Fiskimiö út mikil verömceti árlega? „Síðastliðin ár höfum við verið með um tvo milljarða árlega í út- fluttum verðmætum." Telur þú botninum vera náð á mjölmarkaöinum? „Það er erfitt að fullyrða nokkuð um það en ég tel svo vera út þetta ár. Markaðurinn er mun stöðugri en i vor og tel ég að einhverjar verðhækkanir séu jafiivel í vænd- um á næstu mánuðum." Eifar Aðalsteinsson hjá Fiskimiðum Mikil gepjun í sjávapútvegi Hvernig sérö þú framtíó sjávarút- vegs á íslandi fyrir þér? „Ég er mjög bjartsýnn á hana. Þetta ræðst auðvitað mikið til af skynsam- legri fiskveiðistjómun og að greinin fái að dafna á frjálsan og eðlilegan hátt. Mikil geijun er nú í sjávarútvegi og mun hún halda áfram að leiða til þess að stærri og hagkvæmari eining- ar verði til. Ég tel að hlutverk sér- hæfðra miðlara og þjónustuaðila verði æ mikilvægara samhliða þess- ari þróun. Aukið framboð á sérmennt- uðu fólki i sjávarútvegi mun einnig hafa mikla verðmætasköpun í fór með sér. Því sýnist mér engin þörf á böl- móðssýki þegar við lítum til framtíð- ar.“ -hdm Véla- og skipaþjónustan Framtak: * tækjakostur Að sögn Kristjáns Hermannssonar hjá Framtaki er megináhersla lögð á þjónustu við skipaflotann þar sem mest er unnið við flutninga- og fiski- skip. Einnig er lögð áhersla á þjón- ustu við iðnað í landi þegar svo ber undir, auk þess sem dísilverkstæði fyrirtækisins er með þjónustu fyrh bíla og vinnuvélar. Stapfsmenn þjálfaöip eplendis „Þjónusta Framtaks skiptist í vélaverkstæði, dísilverkstæði, renniverkstæði, plötusmiðju og sölu- og markaðsdeild auk skrif- stofu. Vélaverkstæðið hefur á að skipa starfsmönnum með mikla reynslu af viðgerðum og vélstjóm. Verkstæðið er mjög vel tækjum búið, m.a. vélatölvu til stillingar og bilanagreiningar og sérstökum vél- um til að slípa ventla og ventlasæti. Vélaverkstæði Dalvíkur er einnig að mestum hluta í eigu Framtaks. Framtak er viðurkenndur þjónustu- aðili fyrh vélaframleiðandann MAK í Þýskalandi og hefur sent starfs- menn til þjálfunar þangað. Einnig hafa starfsmenn verið sendh til þjálfunar til Japans, Danmerkur, Bretlands og Spánar." □ísilvepkstæðið „Disilverkstæðið samanstendur í dag af tveimur þekktum verkstæðum sem Framtak hefur keypt. Eru þau dísilverkstæðið Bogi sem keypt var árið 1994 og Blossi sem sameinaðist Framtaki fyrr í mánuðinum. Þarna er saman komin mikil reynsla og góður tækjakostur til viðgerða. Plötuverk- stæðið er í mikilli uppbyggingu þessa dagana. Þar er verið að koma fyrir nýjum tækjabúnaði, s.s. klippum og beygjuvél fyrh plötustál, auk þess sem setth verða upp tveir hlaupakett- h sem auðvelda alla vinnu með þunga hluti. Efnavopup, vapa- hlutip og kpanap Sölu- og markaðsdeild sér um að út- vega varahluti og annan vélbúnað fyr- h skip. Einnig er þar lögð áhersla á sölu á rekstrar- og efnavörum fyrh skip og til iðnaðar frá UNIservice og seldh þilfars- og bílkranar frá MKG í Þýskalandi. í dag eru um 70 slíkir kranar á íslenskum skipum, þar af sjö á skipum Landhelgisgæslunnar. Staðl- aðir bryggjukranar með innbyggðri dælustöð eru einnig seldir hjá Fram- taki. Kraninn sjálfur kemur frá MKG en Framtak smíðar og gengur frá dælustöð og undhstöðu. Fimm kranar af þessari gerð eru nú þegar seldir og flehi í undirbúningi," seg- ir Kristján Hermannsson hjá Framtaki. -hdm Véla- og skipaþjónustan Framtak van stofnuð ánið 1 98S af þeim Magnúsi Aadnegand, Óskani Bjönnssyni og Þón Fónssyni. Stanfsemin hófst í leiguhúsnæði með fimm stanfsmönnum en en nú nekin í eigin húsnæði að Dnangahnauni 1 og 1 b í Hafnanfinði. Núvenandi fjöldi stanfsmanna en um 50 og samanlögð stænð húsnæðis um 25002. Bryggjukranar í framleiðslu hjá Framtaki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.