Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1999, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1999 Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum: læti hjá LÍÚ - en hjá Jafnréttisráði „Mig dreymdi ekki fiskinn sem lítil stúlka. Ég hugsa að mínir draumar hafi verið hefðbundnir stúlkudraumar. Mér fannst allt við leikhús mjög spennandi enda var mikið talað um leiklist á heimil- inu. Ég hafði engan áhuga á að verða leikkona, ég hugsa að ég hafi gert mér grein fyrir því að það var óraunhæfur draumur en sminkið fannst mér heillandi. Með því var hægt að gera ótrúlegustu hluti eins og að breyta ungu fólki í gamalt,“ sagði Guðrún Lárusdótt- ir, sem er eigandi Stálskipa ásamt eiginmanni sínum Ágústi Sigurðs- syni, þegar hún var spurð um æskudrauma sina. Guðrún er ein fárra kvenna sem gegnir „hárri ■j. stöðu“ innan sjávarútvegsins og eini kvenmaðurinn sem setið hef- ur í stjóm LÍÚ. „Við hjónin byrjuðum 1970 og ári seinna hófst útgerðin. Ég hef alltaf séð um fjármálin og við höf- um alltaf unnið vel saman. Ég held ekki að það sé hægt að segja að kvenmenn stjórni öðruvísi en karlmenn. Ég er kannski smá- smugulegri en karlar og fer varleg- ar. Ég hef reynt að vinna eftir því mottói að færast ekki meira í fang en við ráðum við. Það sem við höf- . um gert hefur yfirleitt verið út- hugsað en þó erum við opin fyrir tækifærum. Stundum gerast hlut- irnir hratt og þá verða menn ein- faldlega að grípa gæsina." Rán og Ýmir Guðrún og Ágúst eru í dag með um 52 menn í vinnu og eru með tvö skip, Rán og Ými. „Okkur finnst gott að vera bara með tvö góð skip. Þau eru bæði vinnslu- skip, vinna allan afla úti á sjó. Hugmyndin með kvótakerfinu á sínum tíma var að sameina afla- heimildir á færri skip og það höf- um reynt að gera. Við höfum átt fjórar Ránir og tvo Ými, þessi nöfn hafa reynst okkur vel og þess vegna höldum við okkur við þau.“ Tengjast nafngiftirnar ef til vill hjátrú? „Ég er ekki hjátrúarfull og þó að hjátrú sé vissulega tengd sjó- mennskunni að einhverju leyti held ég að hún fari minnkandi. Það er bara í kringum nöfnin sem að ég er hjátrúarfull. Ég vil til dæmis skira skipin sjálf en ég veit ekki almennilega hvers vegna það er. Mér finnst kannski að það sé mitt hlutverk að skíra skipin, þetta er tilfinning sem ég hef.“ í stjórn LÍÚ En hvemig ftnnst sjómönnum að vera með konu sem stjórnanda? „Ég hef aldrei litið á mig sem yfir- mann karlanna. Þetta er miklu frekar samvinna, það gengur ekk- ert öðruvísi. Starf mitt felst mikið til í skipulagningu og ég ræði frek- ar við menn en að skipa þeim fyr- ir.“ Guðrún og Ágúst fengu árið 1993 viðurkenningu Frjálsrar verslun- ar sem menn ársins. „Það var gerð undantekning, það er yfirleitt bara einn valinn en við vorum tekin saman af því að við erum svo sam- tvinnuð. Ég held að við séum mjög gott dæmi um jafnrétti því að hvorugt okkar ræður.“ Guðrún hefur um árabil setið í stjórn LÍÚ og verið þar eina kon- an. „Ég held að það sé ekkert öðru- vísi en að vera bara með konum. Ég er einnig varamaður í Jafnrétt- isráði þar sem við erum nær ein- göngu konur og ég get ekki séð að það sé neinn munur þar á, nema að það er kannski aðeins betra meðlæti á öðrum staðnum." Guðrúnu finnst sú skoðun að það sé merkilegt að konur gegni tilteknum störfum vera að hverfa en hefur frekar áhyggjur af æsku- dýrkun þjóðfélagsins. „Mér finnst vera ríkjandi leiðinlegt viðhorf um aldurinn, það er alltof mikil æskudýrkun. Nú þykir ekki leng- ur tiltökumál að konur séu stjórn- arformenn heldur að menn eru vinnufærir eftir fimmtugt. Að mínu viti eru margir af bestu starfskröftunum eldri en 45 ára.“ -þor I SjÓKRANAR Hafið samband við okkur OG FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR Þekktir fyrir þjónustu siat Plöstunarvélar ■ & -A.L-S, grUnig Pallrílar fyrir útgerðina Aukahlutir fyrir lyftara: • VÉLSÓPAR • SNÚNINGAR • KASSAKLEMMUR • HLIÐARFÆRSLUR VÉLAR& ÞJéNUSTAhF Lyftarar JUNGHEINRICH Lyftlingar Flutningarílar í ÖLLUM STÆRÐUM Járnhálsi 2 iio Reykjavík Sími 587-6500 Fay 567-4274 www.velar.is ♦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.