Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JULI 1999 Fréttir Nauögunum í kjölfar deyfilyQa Qölgar: Skelfingin er algjör - segir starfsmaður Stígamóta um ástand fórnarlambanna Konum sem leita til Stígamóta vegna þess að þeim hefur verið gef- ið deyfilyf og þær síðan misnotaðar hefur farið fjölgandi, að sögn Þór- unnar Þórarinsdóttur, starfsmanns Stígamóta. Hún nefndi dæmi um konu sem rankaði við sér í húsa- sundi. Önnur var alblóðug heima hjá sér þegar hún kom til meðvit- undar. Þriðja dæmið er um konu sem dvaldi með manni sínum á hót- eli í borginni. Hún rankaði við sér þar sem hún var með annarri manneskju á hótelherberginu en vissi ekkert hvað hafði gerst í milli- tíðinni. Kona, sem ókunnugur mað- ur bauð upp á drykk, slapp fyrir hom þegar hún kastaði upp. Hún hafði drukkið eitt glas áður en fékk heiftarlegan höfuðverk og dofnaði upp eftir uppköstin. Maðurinn hafði ýtt mjög á hana að ljúka úr glasinu. „Það hefur komið fyrir að konur hafa farið út, drukkið einn drykk og ekki munað meir. Þær hafa vaknað einhvers staðar, vita ekkert hvað gerðist og skelfingin er algjör,“ sagði Þórann. „Konur sem lenda í þessu dofna upp. Þær ganga um, nánast eins og svefngenglar og muna síðan ekki hvað gerðist. Daginn eftir vakna þær upp við rosalega timburmenn en muna það eitt að þær höfðu ekki drukkið nema eitt glas kvöldið áður.“ Hún sagði að þetta hefði fyrst kom- ið upp í umræðunni hér 1992-1993. Um væri að ræða svefnlyfið Ryhopnol sem stundum er kallað „rape-drag.“ Ekki væra til tölur um þær konur sem leitað hefðu til Stígamóta vegna nauðgunar í kjölfar neyslu deyfilyfja. „En við vitum að þær sem leita til okkar eru bara brotabrot af þeim sem verða fyrir þessu,“ sagði Þórann. „Allar hinar eru einar með sína van- líðan. Við hvetjum þær sem telja sig hafa orðið fyrir þessu að hafa sam- band við okkur. Hingað geta þær hringt án þess að gefa upp nafn og valið 800-númer, sem kemur ekki ffam á símareikningum. Þær geta einnig farið upp á neyðarmóttöku vegna hugsanlegra kynsjúkdóma og þungunar. Okkar hvatning til fólks er að það eigi aldrei að skilja drykkina sína eft- ir eftirlitslausa á skemmtistöðum. Þetta lyf virðist hafa þau áhrif að fólk þarf að kasta af sér vatni eftir að hafa neytt þess. Okkar dæmi era oft þess efnis að vinkonur fara saman út. Önnur er að drekka úr fyrsta vínglas- inu, þarf að fara á snyrtinguna og kemm- ekkert aftur. Svo man hún ekki meir. Þetta bendir til þess að sá sem setur lyfíð út í drykk fylgist síð- an álengdar með og bíði færis.“ -JSS Miklar fram- kvæmdir á Blönduósi DV, Akureyri: „Við fengum þijú tilboð í holræsa- ffamkvæmdimar og munum innan nokkurra daga taka ákvörðun um það hvort við tökum ekki því lægsta sem var frá heimamönnum," segir Ásgeir Þór Bragason, forseti bæjarstjómar á Blönduósi, en þar stendur fyrir dyrum að ráðast í geysilega kostnaðarsamar framkvæmdir í holræsamálum fyrir ekki stærra sveitarfélag. Um er að ræða byggingu hreinsi- stöðvar og sniðræsa sem safna saman öllu skolpi austan Blöndu. Skolpið verð- ur hreinsað og síðan mun Blanda sjá um að koma því til sjávar. Kostnaðará- ætlun vegna þessarar framkvæmdar sem mun taka tvö ár var ríflega 100 milljónir króna, en lægsta tilboðið af þremur, sem kom frá heimafyrirtækjun- um Trésmiðjunni Stíganda, Steypustöð Blönduóss og Pípulagningaverktökum, hljóðaði upp á 82 milljónir króna. Af öðrum framkvæmdum í sumar nefnir Ásgeir Þór malbikun þriggja gatna í bænum og verður þá lokið mal- bikun allra gatna bæjarins. Hann segir að atvinnulífið á Blönduósi sé í miklum blóma og engin lognmolla rikjandi. Mik- ið hefur verið um ferðafólk í bænum og fer greinilega vaxandi að ferðalangar staldri við á Blönduósi en aki ekki rak- leiðis í gegn eins og verið hefur. -gk Hjólhýsið dregið á frauðplastkubbunum. Flothýsi á firði Hvað áttu til bragðs að taka ef þú átt eyju úti í Breiðafirði og þú þarft að koma hjólhýsinu þínu þangað. Krist- inn Nikulásson veit það. Kristinn á eyjuna Sviðnur á Breiðaflrði og nú um daginn dró hann hjólhýsið sitt þangað út. „Þetta var ekkert mál. Ég keyrði hjólhýsið niður í flöra í Flatey á trakt- or og þar skelltum við frauðplast- skubbum undir það. Síðan smíðuðum við smáramma utan um og drógum það á flot. Ferðin tók að vísu miklu lengri tíma en ég bjóst við, heila fimm tíma. En hjólhýsið lullaði á eftir og það vora engin vandræði, það flaut eins og það hefði aldrei gert annað,“ sagði Kristinn í samtali við DV í gær. „Þetta er tveggja tonna flykki, tutt- ugu og fimm fermetrar og alveg ótrú- lega þungt í sjónum. Við fengum smá- golu á leiðinni þannig að maður varð aðeins áhyggjufullur. En það blessað- ist allt. Síðan þegar við vorum loks komin á eyjuna þurftum við að toga það á land með handafli. Það var ansi mikið puð.“ Það leika þetta ekki allir eftir Kristni, að breyta hjólhýsinu í flothýsi. -hvs Útflutningur hrossa til Þýskalands og ann- arra Evrópulanda hef- ur verið ábatasamur og vaxandi. Að langmestu leyti hafa íslendingar, búsettir í Evrópu, ann- ast milligöngu og hrossaprangið og sjálf- sagt haft eitthvað fýrir sinn snúð eins og eðli- legt er. Þetta hefur ver- ið að þróast í ábata- saman atvinnuveg. Nú syrtir í álinn. Þýsk skattayfirvöld hafa gert rassíu hjá inn- flytjendum hrossanna í Þýskalandi og vflja gera samanburð á kaupverði og uppgefnu söluverði. „Þeir koma og hirða bókhald hjá mönnum sem síðan verða að sitja fyrir svörum," segir einn innflytjendanna. Þetta er hreinasta ósvífni af hálfu skattheimt- unnar í Þýskalandi, segir hestasalinn og ósvífnin gengur jafnvel svo langt að hestaviðskipti eru tekin til athugunar mörg ár aftur i tímann. Ekki verður annað skilið af ummælum hestaprangarans íslenska í Þýskalandi en að þessi rassía geti gengið af hestaviðskiptum dauð- um. Hér sé um stóra atvinnugrein að ræða og mikl- ir hagsmunir í húfl fyrir landbúnaðinn á íslandi og þess vegna verði íslensk stjómvöld að grípa í taumana og stöðva þessa rassíu í Þýskalandi. „Annars nennir hann þessu ekki lengur," segir hestasalinn. Það sem löggæslan í Þýskalandi er væntanlega að athuga er hvort uppgefið kaupverð sé það sama og söluverðið. Með öðram orðum, hvort menn séu að skapa sér tekjur sem ekki era gefn- ar upp. í þessu fellst svívirðan og aðförin. Menn fá ekki að vera í friði með að gefa upp rangt hesta- verð og ef þeir fá ekki að gefa upp eitt kaupverð og annaö söluverð, „þá nenna þeir ekki að standa í þessu“. Umsvifamikil atvinnugrein stendur sem sagt og fellur með þvi hvort menn fá að svindla pínu- lítið í viðskiptunum, sem er auðvitað skiljanlegt, því annars borgar þetta sig ekki og það er krafa hestaprangara og skylda islenskra stjórnvalda að tryggja að skattheimtan og lögreglan í Þýskalandi sé ekki að skipta sér af þessum viðskiptum og heimta pappíra fyrir viðskipti sem eru ábatasöm fyrir íslendinga, ef þeir fá að vera í friði með skattasvindlið. Undir þetta verður að taka, enda ótækt að ver- ið sé að „hirða pappíra langt aftur í tímann og jafnvel geta þeir fylgst með bankareikningum" og þá er auðvitað voðinn vís og bisnissinn búinn að vera. Hér verður að spoma við fótum, enda mikil hætta á að viðskiptabann verði sett á hrossin þeg- ar skattheimtan kemst að öllu saman og íslensku viðskiptajöframir í Þýskalandi verða uppvísir að skattasvindli. Við það verður ekki unað, ef marka má tals- mann þeirra. „Við látum ekki ofsækja okkur sem einhverja glæpamenn.“ Dagfari Buðu Jónasi Þegar Atlantsskip fógnuðu komu nýs flaggskips fyrirtækisins I ís- landssiglingum, gámaskipsins Radeplein, þá buðu forsvarsmenn fyrirtækisins ýmsu stórmenni til móttöku um borð í skipinu. í áhöfn Radeplein era engir íslendingar heldur menn af ýmsu þjóð- erni sem starfa samkvæmt öðrum kjarasamningum en þeim sem gUda um kjör íslenskra farmanna. Það vakti nokkra athygli að formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, Jónasi Garðarssyni, var boðið, en Jónas hefur barist hart gegn því að skip á vegum íslenskra skipafélaga séu mönnuð erlendum sjómönnum á mun lélegri kjörum en viðgangast hér á landi. Að bjóða Jónasi um borð þótti sumum jafnast á við það hafa með sér kaffi til BrasUíu, eða þá að hleypa mink inn í hænsnastíu... Til altaris Séra Örn Bárður Jónsson, fyrr- verandi ritari kristnihátíðarnefnd- ar, skrUaði i vor, sæUar minningar, smásögu í Lesbók Morgunblaðsins sem fór svo í taugar hins viðkvæma Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að Davíð gat ekki hugs- að sér að koma á fundi kristnihátíð- arnefndar nema að smásöguhöfundur væri þar hvergi nærri. Davíð leit- að því ásjár Karls Sigurbjörnsson- ar, biskups ríkiskirkjunnar, sem brást vel við og flarlægði ritarann hið snarasta, Séra Öm Bárður gegn- ir nú stöðu prests í Nessókn í Reykjavík. Þar með er Davíð Odds- son nú sóknarbarn hans. Ekki fer sögum af því hvort Davíð hafi geng- ið nýlega tU altaris... Leitar hófanna Innan úr R-listanum berast nú þær fregnir að Helgi Hjörvar leiti sér sem ákafast að bandamönnum og sé með fagurgala við ólíklegasta fólk, eins og harðlínuliðið í Alþýðu- bandalagsfélagi Reykjavíkur. Póli- tískt bakland Helga er hins vegar síst af öUu þar, heldur í Birtingu, sem harðlínumönnum finnast upp til hópa vera hinir verstu kratar og amlóðar. Þessa hegðan Helga túlka skarpskyggnir stjórnmálaskýrendur á þann veg að Helgi sé að tryggja sér stuðning í yf- irvofandi bardaga um borgarsflóra- stólinn þegar, eða ef, Ingibjörg Sól- rún stendur upp úr honum til þess að taka við sflóm Samfylkingarinn- Bitist um vegtyllu Sú saga gengur nú flöUum hærra í Samfylkingunni að Rannveig Guðmundsdóttir hamist nú við það að reyna að grafa undan sam- flokksmanni sínum, Össuri Skarp- héðinssyni, í Þing- vaUanefhd, þar sem hann á sæti. Rann- veig sjái fyrir sér mikinn vegsauka að setu í þessari nefnd þar sem miklum alþjóð- legum ljóma muni stafa á nefhdarmenn á hinni miklu kristnihátíð, sem haldin verður á sögustaðnum árið 2000. Össur er sagður afar tregur tU að gefa sætið eftir en Rannveig beiti þeim rökum á hann að formaður þingflokks sé miklu betur að nefndarsætinu kom- inn en óbreyttur þingmaður... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.