Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 Viðskipti Þetta helst: - Mikil viðskipti á Verðbréfaþingi 1.326 m.kr. ... Bankavíxlar 782 m.kr. ... Hluta- bréf 121 m.kr. ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,67% ... Mest með Tryggingamiðstöðina 27 m.kr. ... Eimskip 17 m.kr. ... Járnblendifélagið hækkaði um 9% ... SÍF lækkaði mest eða 1,5% ... Skuldir heimilanna vaxa hröðum skrefum - margar hugsanlegar skýringar á aukningunni í árslok 1998 námu skuldir heimil- anna um 139% af ráðstöfunartekjum heimilanna. Þetta er 3% hærra en árið á undan en hafa ber i huga að ráðstöf- unartekjur hafa vaxið óvenju mikið hér á landi á þessu tímabili. Því er ljóst að um verulega skuldaaukningu er að ræða. Að nafnviðri jukust skuldir um 13,2% milli áranna. Ails ekki má gleyma að veruleg eignaaukning hefur einnig átt sér stað. Hlutfall skulda á móti eignum hefur þó farið vaxandi og námu skuldir í lok síðasta árs 44,4% af eignum án lífeyrissjóða, sem er næst- um helmingi hærra hlutfall en fyrir áratug. Eignir og skuldir Eins og við er að búast er stærstur hluti eigna bundinn í íbúðarhúsnæði eða um 44,7%. Því næst eru lífeyris- eignir sem nema 28,5%. Lífeyriseignir er sá eignaflokkur sem vaxið hefur einna mest því árið 1980 voru lifeyris- eignir aðeins 6% af heildareignum heimilanna. Sérfræðingar Seðlabank- ans telja þó að eignir heimilanna séu verulega vantaldar vegna þess hve margir eiga ótryggð innbú en eignir eru metnar út frá vátryggingum. Skuldir við lánakeríið jukust um 12% á fóstu verðlagi milli áranna 1997 og 1998 en árið áður jukust skuldimar um 9%. Skuldastaða endurspeglast af eignum og því er stærstur hluti skulda vegna húsnæðis, eða 53,5%. Einnig eru lífeyrissjóðslán vinsæl því um 9% af skuldum eru við lífeyrissjóði. Þá skulda margir námslán enda eru skuld- ir við lánasjóðinn um 9% af heildar- skuldum heimilanna. Skuldir heimil- anna í hlutfalli við ráðstöfúnartekjur hafa vaxið jafnt og þétt því árið 1980 námu þær aðeins 21% af ráðstöfunar- tekjum samanborið við 44,4% 1998. Hins vegar hefur greiðslubyrði vaxið mun hægar en skuldaaukning. Ástæð- an er fyrst og fremst af því að lánstími hefur lengst, vextir lækkað og framboð af lánsfé hefur stóraukist. Eiginfjár- hlutfall heimilanna hefur lækkað veru- lega og breytir þar litlu hvort lífeyris- sjóðseign er tekin með í myndina eða ekki. Áhyggjuefni? Þó svo að þessar tölur sé sláandi þeg- ar á þær er litið er margt sem hafa ber í huga áður en þær eru túlkaðar og sér- staklega áður en erlendur samanburð- ur er gerður. Sem dæmi má nefna að á Ítalíu er hlutfall skulda af ráð- stöfunartekjum aðeins 35% sam- anborið við 139% á íslandi, 103% í Banda- ríkjunum og 109% í Japan. Þetta ber alls ekki að skilja sem svo að ítalir séu betur settir en hin löndin, síður en svo. Framboð á láns- fjármagni, lítil verðbólga og skilvirkni á lánsfjármörkuðum gera það að verk- um að fólk getur dreift og jafnað neyslu sína og tekið lán og gert áætl- anir fram í tímann. íbúar ís- lands og Bandarikjanna hafa um langt skeið búið við stöðugt verðlag og það gerir fólki kleift að gera raunhæfar áætlanir. Slíkt er ekki hægt þegar stjóm- mála- og efnahagsástand er ótryggt eins og verið hefur á Ítalíu lengi. Áður en hægt er að fullyrða hvort háar skrddir íslenskra heimila séu vandamál þarf líka að skoða vanskil heimilanna og líkur á fólk lendi í vanskil- um. Það er ekkert að því að taka lán og stofna til skulda þegar fjár- festingin er góð og greiðslugetan nægj- anleg. Vanskil heimila fylgja efnahags- ástandi og á meðan það er gott er lítið um vanskil. Hins vegar era upp- lýsingar um vanskil af skoraum skammti en ljóst er að til að meta hvort skuldir séu áhyggjuefni þarf að kanna greiðslugetu og vanskil. Enn fremur skiptir miklu máli að á íslandi býr miklu hærra hlutfall íbúa í eigin húsnæði. Víðast hvar erlendis er miklu algengara að fólk búi í leiguhús- næði og þetta skekkir myndina vafa- laust þegar skuldir eru metnar. Kannski skekkir það myndina fyrir Island í erlendum samanburði hversu hratt íslenskur lánsfjármarkaður hefur byggst upp. Fólk hefur einfaldlega gengiö á lagið og svalað neysluþörf sinni í krafti þess verðlagsstöðugleika sem ríkt hefur hér. Vel er hægt að hugsa sér að verulega dragi úr skulda- söfnun heimilanna þegar ijármagns- og lánsfjármarkaður hér á landi nær sama þroska og i nágrannalöndum okkar. Þó svo að vafi leiki á að hér sé um al- varlegt vandamál að ræða er fúll ástæða til að fylgjast vel með þróuninni og grípa inn í ef teikn eru á lofti um að veruleg vandræði séu að skapast. -bmg Skipting skulda heimilanna - við lánakerfið 1998 Eignaleigur í-- 1,6% LÍN 9,0% Trygglngafélög' 2 8% ’ Lifeyrissjóöir' 28,5% Nýtt hlutafé boöið út í SÍF hf.: Styrkir eiginfjárstöðu dótturfélaga f gær hófst forkaupsréttartímabil í hlutafjárútboði SÍF hf. og stendur það til og með 21. júlí 1999. Boðið er út nýtt hlutafé að nafnverði 165 milljónir króna og hefur Búnaðar- bankinn Verðbréf umsjón með út- boðinu fyrir hönd SÍF hf. Markmið útboðsins er að styrkja eiginfjár- stöðu dótturfélaga. Á forgangsrétt- artímabilinu býðst þeim hluthöfum sem áttu skráða hlutafjáreign 1 SÍF hf. í lok dags 2. júlí 1999 að kaupa hlutabréf á genginu 6,20 í réttu hlut- falli við lilutafjáreign sína. Það hlutafé sem kann að vera óselt í lok forgangsréttartimabilsins -verður selt í almennri sölu á tímabilinu 22.-28. júlí 1999 á genginu 6,70. Styrkir eiginfjárstöðuna Tilgangur SÍF hf. með hlutafjárút- boðinu er að styrkja eiginfjárstööu dótturfélaga, þróun á vörumerki dótturfélagsins Jean Baptiste Delpi- erre s.a. í Frakklandi og afla fjár til að greiða fyrir fjárfestingar félags- ins í dótturfélögum. Vöxtur SIF hf. hefur verið mikill síðastliðin ár og er félagið nú stærsta fyrirtækjasamstæðan í heiminum í sölu og markaðssetn- ingu á söltuðum fiskafurðum. Heild- arvelta samstæðunnar var 18,8 milljarðar árið 1998 í samanburði við 11,7 milljarða árið 1997, sem er um 61% aukning í veltu milli ára. SÍF hf. og dótturfélög þess hafa fjárfest í fjórum félögum það sem af er þessu ári: Norðurhafi hf., Comercial Heredia á Spáni, Christi- ansen Partner í Noregi, E&J Armengol á Spáni. SÍF hf. hefur undirritað samning um kaup 70% hlutafjár í síðastnefnda félaginu og verður endanlega gengið frá kaup- unum í lok þessa mánaðar. E&J Armengol s.a. hefur hingað til verið einn stærsti samkeppnisaðili SÍF hf. á Spáni og er félagið að styrkja stöðu sína verulega á Spánarmark- aði, einum mikilvægasta saltfisk- markaði í heiminum, með þessum kaupum. -bmg íslenskir aðalverktakar með skuldabréfaútboð íslenskir aðalverktakar hf. og Kaupþing hf. hafa gengið frá sam- komulagi um að Kaupþing hafi umsjón með sölu skuldabréfa fyr- ir 1.000 milljónir króna til 7 ára með tveimur árlegum vaxtagjald- dögum. Tilgangur útboðsins er að fjármagna nýfjárfestingar og mæta auknum umsvifum ís- lenskra aðalverktaka hf. og dótt- urfélaga þess. íslenskir aðalverk- takar hafa eignast meirihluta í tveimur stórum byggingarfélög- um að undanfömu. Varað við halla Seðlabankastjóri ísraels sendi í gær skýr skilaboð til Ehuds Barads, nýkjörins forsætisráð- herra ísraels, að taka þyrfti til hendinni í fjármálum hins opin- bera. Hann varaði sér- staklega við miklum halla og sagði nauð- synlegt að takast á við hann. Einnig kom fram að nauðsynlegt væri að skipuleggja efnahagslega framtíð ísraels. Álftárós sameinað Ármannsfelli Stefnt er að því að sameina verktaka- og byggingarfyrirtækin Ármannsfell og Álftárós og alla byggingarstarfsemi sem íslenskir aðalverktakar hafa haft með höndum, undir hatti Ármanns- fells, samkvæmt heimildum Við- skiptablaðsins. Á skömmum tíma hafa íslenskir aðalverktakar eign- ast meirihluta í bæði Ármanns- felli og Álftárósi. Viðskiptavefur VB á Vísi greindi frá í gær. Mannabreytingar Selma Filippusdóttir hefur ver- ið ráðin framkvæmdastjóri Hluta- bréfasjóðsins hf. Selma hefur ver- ið forstöðumaður Reikningshalds VÍB frá árinu 1989. Einar Bjarni Sigurðsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri Hlutabréfasjóðsins hf. hjá VÍB Ingólfur Guðmundsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Aðal- banka hjá Landsbankanum. Krist- ján Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- sviðs Landsbankans. Tómas Hall- grímsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Breiðholtsútibús og Þór Þorláksson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra rekstr- arsviðs Landsbankans. Það er mikilvægt ai taka vel ígrundaða ákvörðun* Nýjustu ISDN-símstöðvarnar frá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis. Því bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni. Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval, þráðlausar lausnir og margt fleira, nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig. SIEMENS *... það gerðu þau: • Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp • Félagsþjónustan í Reykjavík • Skeljungur* ISAL* íslenskir aðalverktakar • Rugmálastjórn • Ræsir hf • Domus Medica • Mjólkursamsalan • Hallgrímskirkja • Grimsneshreppur • Magnús Kjaran • Hótel Keflavík • Rafiðnaðarskólinn • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • St. Jósepsspítali • Taugagreining • Tölvu- og verkfræðiþjónustan • Dagvist barna • Rauði kross íslands • Plastprent • Ölgerð Egils Skallagríms • íslensk miðlun hf. o.fl. o.fl. SMITH & NORLAND V Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.