Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. JULI 1999 7 Fréttir Gífurlegir erfiöleikar í vestfirskum sjávarplássum: Hrun Vestfjarða - liggur í loftinu og flestir togararnir farnir. Bjartsýni á Patreksfiröi eftir erfiða tima í flestum byggðarlögum á Vest- fjörðum er mikiU atvinnuvandi og sum þorpanna eru við hrun. Verst er ástandið á Þingeyri þar sem langstærstur hluti kvótans er farinn og fjöldi fólks er atvinnulaus vegna lokun- ar Rauðsíðu. Á Bíldudal er einnig bág- borið ástand vegna þess að annað fyrir- tæki Rauða hersins, Rauðfeldur, er einnig lamað og í greiðslustöðvim. Kvóti og skip eru farin eða á fórum. Frystihúsin lokuð Á ísafirði, þar sem útgerð og vinnsla hefúr blómstrað frá því þéttbýli mynd- aðist á eyrinni við Skutulsflörð, eru miklir umbrotatímar. MikU skuttogar- útgerð blómstraði þar allt frá árunum á eftir 1970 þegar fyrstu skipin komu ný. Tvö frystihús, íshússfélagið hf. og Norðurtanginn hf., voru á þessum árum rekin með miklum afköstum og reisn. Frystihús Norðurtangans er lok- að eftir að fyrirtækið rann inn í Bása- fell. Hið nýja fyrirtæki úrelti frystihús- ið og lögum samkvæmt má aldrei hefla vinnslu þar aftur. Þá lokar frystihús ís- hússfélags ísfirðinga á næstunni þegar fyrirtækið sameinast Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal. Þar með verður ekkert frystihús af þessari stærðargráðu í höf- uðstað Vestfirðinga. Um tíma voru reknar 5 rækjuverksmiðjur á staðnum en nú er aðeins ein eftir. Þar er um að ræða verksmiðju Básafells þar sem unnið er á einni vakt. Togarafloti ís- firðinga er ekki svipur hjá sjón í dag. Niðurtalningin hófst með þvi að afla- skipið Guðbjörg ÍS fór undir hatt Sam- herja hf. á Akureyri við yfirtökuna á Hrönn hf., útgerð „gula skipsins" svo- kallaða. Þrátt fyrir loforð um að Gugg- an yrði áfram gul og gerð út frá ísafirði er hún nú farin úr landi. Með henni fór rúmlega þrjú þúsund tonna kvóti. Nú eru enn blikur á lofti því Básafell hyggst selja frystitogarana Orra ÍS og Sléttanes ÍS til að koma til móts við kröfur viðskiptabanka síns og lækka skuldir um 1,5 milljarð króna. Loks er talið að Hraðfrystihúsið í Hnífsdal muni selja einn til tvo togara. Þar kemur Bessi ÍS sterklega til greina sem og annaðhvort Framnes eða Stefnir ÍS sem áður hét Gyllir og var gerður út frá ísafirði. Af þeim 5 tog- urum sem gerðir voru út frá ísafirði yrðu því eftir tveir, Páll Pálsson ÍS og Júlíus Geirmundsson ÍS. Flateyri í blóma Þrátt fyrir að mikil fjölmiðlaumfjöll- un hafi orðið í kringum það þegar hinn aflasæli togari Gyllir ÍS var seldur frá Flateyri til Ishússfélagsins á ísafirði þá virðast mál vera í góðu lagi á staðnum. Kambur hf. var fyrirtæki heimamanna sem sameinað var Básafelli. Mikil vinnsla hefur verið á Flateyri þar sem Básafell hefur lagt áherslu á saltfisk- vinnslu. Nú er svo að sjá að fyrirtækið muni með sölu frystitogaranna leggja enn meiri áherslu á saltfiskinn heima- mönnum þar til góðs. Boðað hefur ver- ið að fiskverkunarhúsið verði stækkað 9g þungamiðja rekstursins verði þar. ísfirðingar eru sumir mjög ókátir með þessar ákvarðanir og telja að verið sé að svipta þá lifibrauðinu til að halda við velmegun á Flateyri. Til eru þeir sem segja að Einar Oddur Krisfjáns- son, alþingismaður og einn eigenda Básafells, ráði ferðinni og ekki sé nein tUviljun að hann hafi haldið á lofti því óréttlæti sem landvinnslan búi við í samanburði við frystitogarana þegar litið sé tU nýtingastuðla. Súgfirðingar gerðu út á sínum tíma togarann Elínu Þorbjamardóttur ÍS. Þegar erfiðleikar sliguðu útgerðina Freyju hf. var fyrirtækið sameinað Norðurtanganum hf. og Frosta hf. í Súðavík. Elín var seld suður og togara- lausir Súgfirðingar stórefldu smábáta- Guggan er ennþá gul en farin frá ísafirði. Fleiri togarar fylgja f kjölfarið. útgerð á staðnum. Nú er frystihúsið á Suðureyri rekið undir merkjum Bása- fells hf. og að hluta með verkafóUci frá ísafirði. Það er því óhætt að segja að ástandið hafi oft verið verra á staðnum og ákveðið jafnvægi ríkir í atvinnumál- um. Á ísafirði heyrast sömu raddir og varðandi Flateyri þar sem menn telja að forsvarsmenn Básafells séu að fóma hagsmunum ísfirðinga. Kvótinn farinn Uppistaða kvóta Bolvíkinga er far- inn suður til Grindavíkur eftir að Bakki hf. sameinaðist Þorbimi hf. Miklir erfiðleikar hafa verið í Víkinni allt frá því ættarveldi Einars Guðfinns- sonar fór yfir um. Gjaldþrot og erfið- leikar hafa verið viðvarandi og reynd- ar má segja að uppgjöfin hafi orðið al- gjör þegar kvóti Ósvarar hf. fór suður. Nasco hf. keypti rækjuverksmiðjuna á staðnum og hefur haldið uppi vinnslu þar. í Víkinni er Bolfiskur hf. sem er móðurfyrirtæki Rauða hersins lokað og í greiðslustöðvun. í Bolungarvik er því afar ótraust ástand og ekki fyrirséð hver framvindan verður. í Súðavík er rekin rækjuverksmiðja en forræði veiðiheimildanna er í ísaflarðarbæ eft- ir að Frosti hf. sameinaðist Hraðfrysti- húsinu hf. í Hnífsdal. Þaðan var togar- inn Bessi ÍS gerður út en óvíst er um framhald þeirrar útgerðar og hvort hann verði seldur. Súðvikingar era áhrifalitlir í Hraðfrystihúsinu og því má segja að kvótinn sé farinn. Það er síðan komið upp á náð ísfirðinga hvort rækjuverksmiðjan heldur áfram starfsemi. t Bjartsýniskast bænda Á Þingeyri er atvinnulífið nánast lamað eftir að Rauðsíða hf. hætti starf- semi fyrir nokkrum vikum. Rúmlega 100 starfsmenn fyrirtækisins mæla göt- umar og bíða þess hvort fyrirtækið verði gjaldþrota eða rétti úr kútnum. Af starfsfólkinu eru um 70 Pólverjar og enginn hefur fengið greidd laun síðan í maímánuði. Erfiðleikar á Þingeyri hófust árið 1983 þegar togarinn Slétta- nes var smíðaður. Bjartsýniskast bændanna sem stjórnuðu Kaupfélagi Fréttaljós Stefán Ásgnmsson Dýrfirðinga réð þvi að fyrirtækið, sem átti fyrir togarann Framnes, fór út í smíði annars togara. Samhliða nýsmíð- inni var lagt í gífúrlega fjárfestingu við stækkun frystihússins sem átti að geta tekið við 15 þúsund tonnum á ári. Síð- an byijað var að borga af þessum fjár- festingum hafa Þingeyringar vart séð til sólar hvað atvinnulifið varðar. Árið 1987 komu flárhagsleg vandamál upp á yfirborðið hjá hinu foma kaupfélagi sem fram að því hafði verið i farsælum rekstri. Reynt var í örvæntingu að skipta rekstrinum upp í einingar og stofnað var til sérstakrar rekstrarein- ingar um útgerð og vinnslu. Fáfnir hf. skyldi verða mjólkurkýrin sem héldi öllu kaupfé- lagsbatteríinu á floti. Þegar þessar ráð- stafanir héldu ekki var gripið til þess að selja helming í togaranum Framnesi til ísafjarðar. Það dugði ekki til og þá seldu bændumir allt Framnesið en aJlt kom fyrir ekki. í örvæntingu var grip- ið til þess að breyta Sléttanesi ÍS í frystitogara og frystihúsið hafði ekki lengur möguleika á hráefnisöflun. Fáfnir hf., langstærsti atvinnurekand- inn á staðnum, fór í gjaldþrot. í fram- haldi þess keypti Rauðsíða hf. frysti- húsið af Byggðastofnun og farið var af stað með krafti í vinnslu á Rússafiski. Sléttanes hf., félag heimanna um frysti- togarann Sléttanes, var stofnað og gekk reksturinn ágætlega. Þrátt fyrir það var ákveðið að sameina rekstur nýja fé- lagsins rmdir merkjum Básafells hf., hins nýja óskabams Vestfirðinga. Nú er staðan sú að Rauðsíða er lokuð og í loftinu liggur að Sléttanesið verði selt undan Básafelli. Þar með er enginn at- vinnurekstur á staðnum utan Unnar ehf. hvar um 20 manns vinna. Þar hef- ur verið sagt upp fólki og ekki sýnt að reksturinn haldi áfram. Eina von Þing- eyringa er sú að Byggðastofnun nái að laða að nýja aðila í fiskvinnslu með því að veifa byggðakvótanum sem gulrót. Ekkert er þó í hendi þar um og meðan óvissan varir flytur fóik í burtu. Sorgarsaga Bíldudalur á sér langa sorgarsögu gjaldþrota og erfiðleika. Aðeins eitt hinna stærri fyrirtækja hefur staðið af sér öll él en það er Rækjuver ehf. sem starfrækt hefur verið um árabil. Frysti- húsið á staðnum hefur gengið í gegn- um hvert gjaldþrotið af öðru. Á gullald- arárum vest- firsku Búið er að loka báðum frystihúsunum á Isafirði og aðeins ein rækjuverksmiðja er eftir af fimm. Myndin er af Norðurtanganum á Isafirði. togaranna var Sölvi Bjamason BA gerður út með góðum árangri en hann var seldur suður við gjaldþrot Sæfrosts hf. Þá hóf Trostan hf. rishtinn rekstur í húsinu og um tíma Oddi hf. á Patreks- firði sem stoppaði stutt. Allar götur frá því Sæfrost var og hét hefur frystihús- ið verið rekið á Rússafiski. Rauðfeldur hf. hóf vinnslu í húsinu fyrir um tveim- ur árum en allt er stoþp eins og á Þing- eyri. Aðeins er um að ræða smærri fiskvinnslu á staðnum og rækjuverk- smiðjuna sem þrífst á innfjarðarrækj- unni. Kvóti rækjunnar er byggðatengd- ur og úthlutað á útgerðir tiltekinna staða. Meginhluti þeirra fiskiskipa sem gerð em út frá Bíldudal er gerður út á rækju og mörg dæmi em um að útgerð- ir þeirra leigi frá sér þorskkvóta sína með miklum hagnaði. Þórsberg á uppleið Á Tálknafirði var Hraðfrystihús Tálknaflarðar stærsti atvinnurekand- inn. Það fyrirtæki átti togarann Tálkn- firðing BA sem gerður var út með glæsibrag um árabO. Valfellssystkini áttu fyrirtækið en íyrir nokkrum árum drógu þau sig út úr rekstrinum. í fram- haldinu var togarinn seldur Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum og Meitlin- um í Þorlákshöfn. Loks keypti Rauði herinn frystihúsið og stofnaði til rekst- urs þar um vinnslu Rússafisks. Rauð- hamar hf. heitir fyrirtækið en úthaldið var lítið og nú liggur reksturinn niðri svo sem annars staðar þar sem Rauði herinn á hlut að máli. Nú er Þórsberg hf. stærsta fyrirtækið á staðnum og gerir út nokkra báta. Fyrirtækið, sem er að mesti í saltfiskvinnslu, hefur rétt úr kútnum en átti í nokkrum erfiðleik- um, m.a. vegna galdþrots dótturfyrir- tækisins Þórslax sem var í fiskeldi. Það fyrirtæki varð gjaldþrota og ábyrgðir féllu á Þórsberg. Bjartsýni á Patró Á Patreksfirði eru tvö stærstu fyrir- tækin Oddi hf. og Straumnes hf. Sá frægi togari Sigurey BA var gerður út frá staðnum en Stálskip hf. í Hafnar- firði keypti skipið svo sem frægt varð á sínum tíma. Fleiri togarar hafa verið gerðir út frá staðnum og seldir en út- gerð þeirra hefur ekki gengið. Nú gerir Straumnes út togarann Guðrúnu Hlín BA sem áður hét Kolbeinsey. Skipið er gert út á veiðar á Flæmska hattinum og aðrar úthafsveiðar en kemur lítið við sögu heima fyrir. Þá var Oddi um tima a.m.k. aðili að útgerð rússnesks togara en því samstarfi er lokið. Loks má nefna hið fræga skip Vatneyrina BA sem er mini-togari en liggur án veiðileyfis í Reykjavíkurhöfh eftir að hafa fyrir opnum tjöldum veitt tugi tonna án þess að eiga fyrir því kvóta. Þrátt fyrir að Patró hafi glímt við gífur- lega erfiðleika er bjart hljóð í atvinnu- rekendum þar. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf., segir að staðurinn hafi náð botninum og endur- reisn sé hafin. Fyrirtæki sitt hagnist nú á landvinnslu og útgerð línubátsins Núps sé að skila hagnaði. “Við erum með tvö 100 tonna skip í smíðum í Kína og það er bjartara yfir þessu en verið hefur lengi. Ég tel hik- laust að staðurinn eigi sér lífsvon og við erum klárlega á uppleið," segir Sig- urður. Það er ljóst að Vestfirð- ingar á norðanverðum Vest- fjörðum hafa ekki séð það svartara í atvinnulegu til- Uti. Jafnframt er spuming hvort sá viðsnúningur að hverfa frá frystitogaraút- gerð og hefja landvinnslu af fuUum þunga muni bjarga byggðinni frá algjöm hruni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.