Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 leiQ ðu falleg og sterk samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22 - slmi 544 5990 . Útlönd Hillary ætlar að safna einum og hálfum milljarði Ekki er talið að Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, verði í neinum vandræðum með að safna í sjóð fyrir baráttu sína fyrir öldungadeildarkosningarnar í New York. Samstarfsmenn forsetafrúarinnar segja hana ætla að setja markið á einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Talið er aö henni takist auðveldlega að fá ríka fólkið í New York til að láta fé af hendi rakna. Þó er talin hætta á að skoðanir Hillary og sjálfsánægja hennar geti farið í taugai'nar á þeim sem eru lengst til hægri. Þeir gætu því farið að ausa fé í Rudy Giuliani, borgarstjóra New York, sem talinn er verða líklegasti keppinautur Hillary. Fylgi þeirra nú er nokkurn veginn jafnt. Grunur styrkist í morðmáli Norska lögreglan hefur farið fram á framlengt gæsluvarðhald fjölskyldu Anne Orderud Paust sem var myrt í maí síðastliðnum ásamt foreldrum sínum. Segir lögreglan gruninn gegn ættingjum hinna myrtu hafa styrkst undanfamar íjórar vikur þrátt fyrir að DNA-rannsókn hafi sýnt að blóð á morðstaðnum hafi ekki verið úr hinum handteknu. Eldur í norskri farþegaferju utan við Gautaborg: 1300 bjargað úr brennandi ferju Mikill eldur kom upp í nótt í norsku farþegaferjunni Ragnhildi prinsessu þegar hún var á siglingu fyrir utan Vinga við vesturströnd Svíþjóðar. Nokkrum klukkustund- um síðar hafði nær öllum farþeg- um, á tólfta hundrað manns, verið bjargað um borð í önnur skip. Skip- verjar héldu kyrru fyrir í ferjunni. Samtímis var tilkynnt að eldurinn í Ragnhildi hefði verið slökktur. Neyðarkedl kom frá farþegaferj- unni, sem var á leið frá Kiel í Þýskalandi til Óslóar, rúmlega tvö í nótt að staðartíma. Þá var ferjan um 10 sjómílur vestan við Vinga fyrir utan Gautaborg. Ekki liðu nema 15 til 20 mínútur þar til fyrstu flutningaskipin vom komin á vett- vang. Stundarfjórðungi síðar var önnur ferja, Stena Danica, komin til aðstoðar. Alls voru um 20 skip við björgunarstörf. Þyrlur frá Sví- þjóð, Noregi og Danmörku flugu einnig á slysstaðinn. Fljótt gekk að flytja farþega frá borði. ímorgun höfðu engar fregnir borist af alvar- legum slysum á farþegum eða skip- verjum. Nokkrir voru fluttir á sjúkrahús með taugaáfall og reyk- eitrun. Talið er að eldurinn hafi komið upp í vélarrúmi skipsins. Hann breiddist svo hratt út í vélarrúminu að ákveðið var að flytja alla farþeg- ana frá borði. Það tókst þó að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út í önnur rými farþega- ferjunnar. „Við fundum lykt af reyk samtím- is því sem viðvörunarkerfið fór í gang,“ sagði Marit Stakvik-Jörgens- sen, einn farþeganna um borð í Ragnhildi prinsessu. „Áhöfnin stóð sig frábærlega. Við fengum björg- unarvesti og vornm sett í björgun- arbáta sem sigldu með okkur til Stena Danica. Þetta gekk allt mjög rólega fyrir sig. Nokkrir urðu þó sjóveikir í bj örgunarbátunum, “ sagði Marit við fréttamann sænska blaðsins Dagens Nyheter í morgun. Rannsóknarmenn frá sænsku lög- reglunni sigldu þegar í morgun út til norsku ferjunnar til að gera fyrstu könnun á upptökum eldsins. Ragnhildur prinsessa er smíðuð í Þýskalandi og var hleypt af stokk- unum 1981. Skipið getur tekið 1875 farþega. Kúrdískur piltur gerir sigurmerki þar sem hann tekur þátt i mótmælum vegna dauðadómsins yfir kúrdíska skæruliðaleiðtoganum Abdullah Öcalan. Mótmælin fóru fram fyrir utan byggingu Sameinuðu þjóðanna í Beirút í gær og mættu um tvö þúsund líbanskir og sýrlenskir Kúrdar til fundarins. Símamynd Reuter Byggð í Finn- landi fyrir 100 þúsund árum Fornleifarannsóknir í svo- kölluðum Úlfahelli í Finnlandi sýna að byggð var í landinu fyrir rúmlega 100 þúsund árum. Áður hafði verið talið að Finnland hefði fyrst byggst fyrir 10 þúsund árum. í hellinum hafa fomleifafræðingar fundið hluti sem taldir eru vera einfóld verkfæri. Einnig hafa fundist merki um notkun elds. Úlfahellirinn er að minnsta kosti 400 til 500 fermetrar að stærð. Hann gæti verið allt að 1000 fermetrum. Hingað til hefur aðeins hluti hellisins verið rannsakaður. Ibúar í grenndi við hellinn höfðu lengi reynt að vekja áhuga vísindamanna á honum. Vísindamennimir létu að lokum undan þrýstingi íbúanna, með vissum semingi þó. Stuttar fréttir i>v Óraníumenn mótmæla Félagar í Óraníureglu mótmæl- enda á N-írlandi eru æflr vegna banns við göngu þeirra um hverfi kaþólskra í næstu viku. Þeir hyggj- ast mótmæla kröftuglega næstkom- andi mánudag. Sættast við Líbýu Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, sagði í gær að stjórnmála- sambandi yrði aftur komið á við Lýbíu eftir ára- löng sambands- slit. Ástæðan er sú að Líbýumenn hafa fallist á sam- vinnu vegna rannsóknar á morði breskrar lögreglukonu fyrir utan libýska sendiráðið í London fyrir 15 árum. Bandaríkjamenn ætla ekki að feta í fótspor Breta í þessum efnum og segja málið ekki til umræðu fyrr en Líbýustjórn felst á bætur til aðstandenda fórnar- lamba Lockerbieslyssins. Kókaínfundur Spánverjar náðu mesta magni kókaíns í sögu landsins í gær. Um tiu tonn af kókaíni fundust í fragt- skipi og mun farmurinn, sem met- jnn er einn milljarð dala, hafa Lomið frá Kólumbíu. Látinn í háhyrningslaug Nakiö lík fannst I háhymings- laug í skemmtigarðinum Sea World í Flórída i gærmorgun. Mað- urinn mun hafa drukknað en ekki er vitað hvað honum gekk til með heimsókn sinni í laugina. Nálar í brauði Saumnálar hafa fundist í brauði sem framleitt er hjá verslunarkeðj- unni ASDA á Englandi. Allt brauð- meti í verslunum fyrirtækisins hefur verið innkallað. Farinn í frí Jóhannes Páll páfi yfírgaf Vatikanið í gær og hélt til ítölsku Alpanna. Þar ætl- ar páfi að dvelja í tvær vikur sér til hressingar. Páfi hefur átt við heilsubrest að stríða undanfarið og þjáðist meðal annars af slæmri flensu þegar hann heimsótti heimaland sitt, Pól- land, nýlega. Klámhundar handteknir Alls voru 28 manns handteknir á Englandi í gær vega gruns um að- ild að framleiðslu barnakláms. Fannst eftir fimm ár ítalskur eldri borgari fannst látinn í íbúð sinni í gær. Talið er að maður- inn hafi dáið fyrir fimm árum. Mannskæð hitabylgja Að minnsta kosti 44 hafa látist af völdum hitabylgju sem gengið hef- ur yfir austurströnd Bandaríkj- anna að' undanförnu. Hitabylgj- unni slotaði nokkuð í gær. Friður í Sierra Leone Lengsta borgarastríði í V-Afríku kanna að vera lokið eftir undirrit- un friðarsamkomulags í gærkvöld. Vill ekki í ESB Jack Lang, fyrrverandi menn- ingarmálaráðherra Frakklands, hefur afþakkað boð um að verða fulltrúi í framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins, ESB. Forseti framkvæmda- stjórnarinnar, Romano Prodi, var sagður hafa samþykkt tillögu franskra ráða- manna um þáttöku Langs. Lang er nú formaður utanríkismálanefnd- ar franska þingsins. Borgarstjóri drepinn Marxískir uppreisnarmenn eru grunaðir um að hafa myrt bæjar- stjórann í Canascordas í Kól- umbíu í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.