Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 Utlönd Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir daga Milosevics talda: Svartfellingar óttast valdarán Yfirvöld í Belgrad neituðu Knut Vollebæk, yfirmanni Öryggisstofn- unar Evrópu (OSCE) og utanríkis- ráðherra Noregs, um vegabréfsárit- un til Svartfjallalands í gær. Vollebæk hugðist hitta Branko Per- ovic, utanríkisráðherra landsins. „Þetta sýnir glögglega viðhorf ráða- manna í Belgrad," sagði Vollebæk í gær. Yfirvöld í Júgóslavíu tjáðu Vollebæk að hann fengi áritun með því skilyrði að hann færi um Belgrad. Því hafnaði norski utanrík- isráðherrann og hitti Perovic í Makedóníu þess í stað. Ráðherrarnir ræddu vanda Svart- fjallalands og versnandi samskipti við yflrvöld í Belgrad. Svartfelling- ar óttast valdarán Serba og vilja gera allt til að auka tengslin við Vesturlönd. Vollebæk hét Svartfellmgum Knud Vollebæk hitti utanríkisráð- herra Svartfjallalands. stuðningi og sagði jafnframt að það væri mikilvægt að yfirvöld í Belgrad tækju upp nýja starfshætti þannig að Öryggisstofnunin og Vesturlönd almennt gætu komið serbnesku þjóðinni til hjálpar. Ekkert lát á mótmælum Andstaðan við Slobodan Milo- sevic fer vaxandi með hverjum deg- inum og í gær hófu stjórnarand- stæðingar að safna undirskriftum gegn forsetanum í borginni Nis. Lögregla reyndi að stöðva mótmæl- endur en án árangurs. Þá héldu öfl- ug mótmæli áfram í bænum Leskovac þriðja daginn í röð. Talsmaður Bandaríkjastjómar sagði í gær að dagar Milosevics væru taldir. Þá sagði hann mótmæli almennings minna á þegar Ferdi- nand Marcos var hrakinn frá völd- um á Filippseyjum á sínum tíma. Hinn 21 árs gamli nautabani Miguel Abellan komst í hann krappan þegar naut skellti honum í jörðina í gær. Abellan, sem varð ekki meint af skellnum, háði einvígi sitt í borginni San Fermin og felldi bola að lokum. Símamynd Reuter Dodge Caravan 1§ árg. 1996 og 1997, 7 manna fjölskylduvænn farkostur. Verð frá aðeins kr. 1.640.000. Þar sem viðskiptin gerast. wMATTHÍASAR MIKLATORGI VIÐ PERLUNA BJÖRGVIN HARÐARSON - INGI GARÐAR FRIÐRIKSSON -ELVAR VILHJAMSSON. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR Golfsett 02' fylgihlutir IDifoon ’GT HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 Kunnugt um hryðjuverkanet amerísku herforingj- anna. í skjölunum kemur einnig fram aö Argentína, Úrug- væ og Chile tóku virkastan þátt í sam- eiginlegum hryðju- verkum gegn stjóm- arandstæðingum. Meðal verkefn- anna var að taka af lífi stjómarandstæð- inga sem flúið höfðu til annarra landa. Einn þeirra var fyrr- verandi utanríkis- ráðherra Chile, Or- lando Letelier sem höfðu góða yflrsýn yfir mannrétt- varð fyrir bílasprengjuárás í Was- indabrotin í Chile og samvinnu s- hington árið 1976. Bandarískum yf- irvöldum var vel kunnugt um hryðju- verkanet s-amerísku herforingjanna á átt- unda áratugnum, að því er kemur fram í skjölum sem gerð voru opinber í Bandaríkjunum í síðustu viku. í þeim þúsundum skjala um mál Augu- stos Pinochets, fyrr- verandi einræðis- herra Chile, kemur greinilega fram að bandarísk yfirvöld Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðisherra Chile. ■fívoJíiö ko'mi'l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.