Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgafustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stjórnlausir sniglar Vegamálastjóri og borgarverkfræðingur hafa valdið íbúum höfuðborgarsvæðisins og öðrum þeim, sem þar eiga erindi, gífurlegum kostnaði í eldsneyti og töfum vegna umferðarteppu, einkum á leiðum úr Borgarholti, Mosfellssveit og utan af landi til Reykjavíkur. Ekki er unnt að sjá, að embættismennimir hafi tekið neitt tillit til óþæginda notenda við skipulag og útboð framkvæmdanna. Á hverjum stað standa þær yfir mán- uðum saman og valda reglubundnum töfum á helztu álagstímum sólarhringsins og vikunnar. Á sunnudaginn keyrði óreiða embættismanna um þverbak, þegar biðröðin á leiðinni til Reykjavíkur náði upp að Hvalfj arðargöngum. Sú klukkutíma töf er þó smælki í samanburði við samanlagðar tafir fólks, sem daglega þarf að þola ástandið á leið í og úr vinnu. Ekki er unnt að verja þetta með því að segja, að stór- framkvæmdir taki tíma. í Bandaríkjum eru umferðar- brýr reistar á einum degi. Þar er steypan forunnin og ekki látin harðna á staðnum. Þar er unnið dag og nótt alla daga vikunnar, þegar mikið liggur við. í Bandaríkjunum eru brúarstöplar reistir og brúargólf lögð, án þess að þrengja að umferð fyrir neðan. Þannig hefði með hæfilegri forvinnu verið hægt að reisa Skeið- arvogsbrú yfir Miklubraut án þess að fækka á meðan akreinum á Miklubraut úr þremur í tvær. Auðvitað þarf að hanna mannvirki með tilliti til tækni og tíma við úrvinnsluna. Hönnun verður flóknari og framkvæmd verður dýrari, þegar taka þarf tillit til fólks. En kostnaðaraukinn skilar sér margfalt til þjóðfélagsins, þegar þjónustulund fær að ráða ferðinni. Hvernig ætla vegamálastjóri og borgarverkfræðingur að fara að, þegar þeim verður falið að hanna og bjóða út mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbraut- ar, þar sem umferðin er þyngst á höfuðborgarsváeðinu? Ætla þeir að senda þjóðina í sumarfrí í tvö ár? Ábyrgðin á óhæfum embættismönnum hvílir að sjálf- sögðu á pólitískum yfirmönnum þeirra, samgönguráð- herra og borgarstjóra. Þeir eiga að taka í lurginn á starfs- mönnum, sem skaða umbjóðendur hinna pólitísku leið- toga með getuleysi, þekkingarleysi og áhugaleysi. Erfitt er að flýta þeim framkvæmdum, sem þegar hafa verið boðnar út á forsendum snigilsins og eru unnar samkvæmt þeim. En samgönguráðherra og borgarstjóri geta veitt embættismönnum sínum skriflega og opinbera áminningu og beðizt afsökunar fyrir þeirra hönd. Embættismenn fara ekki að þjóna fólki fyrr en þeir byrja að fá opinberar ákúrur fyrir skipulagsóreiðu. Fram að þeim tíma hrærast þeir og starfa í tómarúmi, þar sem hönnun framkvæmda lýtur engum utanaðkomandi hömlum neins raunveruleika utan tómarúmsins. Eftir hrapallega reynslu af stórframkvæmdum ársins í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu er mikilvægt, að svona verði aldrei aftur staðið að skipulagi slíkra fram- kvæmda. Senda verður menn til Bandaríkjanna til að læra, hvemig forðast megi óþægindi almennings. Þar vestra og raunar víðar í heiminum eru margfalt stærri umferðarmannvirki reist á broti af íslenzkum framkvæmdatíma og með broti af íslenzkum umferð- artöfum. Að baki liggur hugsun og tækni, sem íslenzkir vegaverkfræðingar verða að tileinka sér. Fílabeinsturna vegamálastjóra og borgarverkfræðings þarf að rífa. Bjóða ber út hönnun mannvirkja og gera kröfu um, að framkvæmdir tefji ekki fyrir fólki. Jónas Kristjánsson Það er rétt ég trúi þessu, sagði hún amma mín og krossaði sig þegar þvotta- vélin kom á heimilið og hús- ið var ekki lengur eins og Bláa lónið á þvottadögum, svo að rétt grillti í krakkana í gufumekkinum. Ekki krossaði hún sig minna þeg- ar síminn kom og systir hennar sem bjó i Reykjavík þurfti ekki lengur að brjót- ast til Hafnarfjarðar og dveljast á heimilinu í hálfan mánuð heldur gat hún nú fylgst með velferð hennar með því að hringja. Hún náði að sjá á bak súrri mjólk og signum flski með tilkomu ísskápsins á heimil- ið en þá var henni allri lok- ið, enda á tíræðisEddri. Enginn er lengur einsamall Hún amma vissi ekkert skelfilegra en að verða ein- sömul. Það varð nú aldrei hennar vandamál, þar sem fjórtán manns bjuggu á heimilinu, en hún gerði sér Símtæknin sér til þess að enginn þarf lengur að vera einsamall. Menn geta hringt hvar sem þeir eru staddir og hvenær sem er hvert sem þeir vilja. Enginn skyldi gera lítið úr tækninni. - ef þú ert fullur og reiður út í ríkisstjórnina grein fyrir að síminn gæti breytt miklu fyrir hina einsömlu. Og þar hafði hún rétt fyrir sér. Enginn er lengur einsamall. Fólki þarf ekki lengur að leiðast á gangi á götum úti. Þá hringja menn bara í vinina og ræða málin á hraðferð sinni um bæinn. Jafnvel elju- samir heilsuræktar- menn, sem hlaupa dag- lega móðir og másandi um göngustíga borgar- innar, sem er kannski ekkert sérstaklega skemmtilegt, geta and- að í eyrnatækin og borið sig saman við aðrar hetjur á öðrum „Símsvarínn. Sú skepna er tekin aö stjórna því hvort hinir ein- sömlu ná sambandi við umheim- inn eða ekki. Fólk beinlínis ræð- ur því hvort það vill tala við mann eða ekki.“ Kjallarinn Guðrún Helgadóttir rithöfundur og stjórnmálamaður stígum eða spjallað við krakkana heima. Þessi mikilvægu mannlegu samskipti skyldi enginn vanmeta. En að þeim sækir nú óvinur sem enginn sá fyrir. Símsvarinn. Sú skepna er tekin að stjóma því hvort hinir einsömlu ná sambandi við umheiminn eða ekki. Fólk beinlínis ræður því hvort það vill tala við mann eða ekki. Ég varð illilega fyr- ir barðinu á þessu sl. laugardag. Ég hugðist komast að því hversu lengi væri opið í einu ágætu fyrirtæki hér í borg og ég hringdi, hress og glöð í sól- inni, og átti von á að mér yrði ákaft fagnað. Ýttu á einn fyrir upplýsingar, sagði nefmælt kona, hvað ég og gerði. Ýttu á tvo fyrir sölu- deOd, og ég gat svo sem gert það. Ýttu á þrjá fyrir vörulager, og ég ýtti á þrjá. Ýttu á einn fyrir upplýsingar, sagði sú nefmælta og mér heyrðist hún sjúga upp í nefið. Og þá var ég komin á byrj- unarreit og gerði mér grein fyrir að þetta fyrirtæki hafðí engan áhuga á mér þennan yndislega laugardag. Frábær símsvari heima hjá mér Eftir að hafa þusað svolítið yfir þessu, runnu upp fyrir mér enda- lausir möguleikar þessarar dásam- legu tækni. Ég gæti nefnilega nýtt mér hana sjálf. Eins og allir vita eiga stjómmálamenn sér marga aðdáendur, sem eiga það til að hringja á öllum tímum sólar- hrings ef yfir þá þyrmir, og vísl gæti verið þægilegt að sleppa stöku símtali eða fresta því þar til sólin rennur upp. Það er nefnilega ekki gott að taka símann úr sam- bandi, því í honum gæti verií gömul frænka eða lítil rödd sem vildi bara segja að hún elskaði ömmu. En nú kemur símsvari á heimil ið. Hann gæti gefið aðdáendun mínum ýmsa mögleika. Til dæmis þessa: •k Ýttu á einn ef þú vilt koma : pössun. * Ýttu á tvo ef þú vilt koma mat. * Ýttu á þrjá ef þú ert fullur o£ reiður út i ríkisstjórnina. * Ýttu á fjóra ef þú ert bar? fullur. ■k Ýttu á fimm ef þú heldur ai ég sé enn á þingi. •k Ýttu á sex ef þú veist að ég ei eina manneskjan í heiminum sen legg á mig að hlusta á rausið í þér Ég geri mér grein fyrir ai skokkaramir hafa enga takka, ei þeir hringja þá bara þegar þer koma heim. Og minnug orð; ömmu minnar tek ég símsvaram stundum úr sambandi svo að é| verði ekki einsömul. Ég hef þá ai minnsta kosti tölvupóstinn og ge kvalið fólk til að heyra í mér hvor sem það vill eða ekki. Er þett; ekki frábært? Guðrún Helgadótti: Skoðanir annarra Virða verður lög um samskipti á vinnumarkaði „Þær ólögmætu hópuppsagnir sem dunið hafa yfir launafólk undanfarið og samræmdar fjöldaupp- sagnir ýmissa hópa á opinberum vinnumarkaði til þess að þvinga fram breytingar á kjarasamningum undir friðarskyldu, ógna réttindum alls launafólks og samskiptareglum á vinnumarkaði, sem þó eru nógu slæmar fyrir. Hvort sem likar betur eða verr verður að virða lög og reglur um samskipti á vinnumarkaði, þar með talin lög og samninga um framkvæmd hópuppsagna. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, í grein um ólögmætar hópuppsagnir, í Mbl. í gær. Unaðsreitir og náttúruperlur „Nú er svo komið að varla er þverfótað um land- ið fyrir náttúruperlum. Tæknivædd orkunýting er andstæð náttúruperlum og meðferð verðbréfa og sköpunarmáttur hugbúnaðar mun standa undir vel- megun framtíðar að ógleymdri þjónkun við ferða- fólk, sem hefur gaman af að skoða náttúruperlur. Nokkur þúsund ungmenni flluðu Þórsmörk í botn og fegurö Húsafells er aldrei áhrifameiri en þegar hennar er notið í vímu bjartra sumarnátta, þegar græjurnar glymja og yfirgnæfa kvakið í món- um og hvellan lofsöng lóunnar. „Krakkarnir mæta til að drekka," sagði lögreglumaður um unaðshelg- ina í frægri náttúruperlu og í blaðaviðtali upplýsti hann að ungur ökumaður hefði svarað spurning- unni um hvort hann hefði verið að drekka: „Hvern fjandann heldurðu að ég hafi verið að gera í Þórs- mörk?““ Oddur Ólafsson, í Degi í gær. Börnin og Barnasáttmálinn „Ætli börnum á íslandi finnist þau fái að starfa og lifa í samræmi við þessar greinar Barnasáttmál- ans? Alla vega kom í ljós á málþingi sem haldið var á vegum Umboðsmanns barna sl. haust, að börnum og unglingum finnst að margt mætti betur fara, ekki síst i skólastarfinu." Bryndis Kristjánsdóttir, í stjórn Sambands foreldra- félaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, í Mbl. í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.