Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 23 Fréttir Stórutjarnaskóli: Langaði í eldhúsið aftur - segir Hannes Garðarsson matreiðslumeistari DV, S-Þingeyjarsýslu: „Ég neyddist til að taka mér frí frá eldamennskunni eftir brjósklos- aðgerð sem ég gekkst undir og fór þá að vinna við kennslu í heimilis- fræðum við Laugalækjarskóla í Reykjavík síðasta vetur. Ég kunni ljómandi vel við kennsluna en mig var farið að langa í eldhúsið aftur og þá var málið tekið með stæl, far- ið út á land í mikla skorpuvinnu hér og þeir verða ekki mjög margir frídagarnir fram á haustið," segir Hannes Garðarsson sem í sumar starfar sem matreiðslumeistari á Edduhótelinu að Stórutjörnum í S- Þingeyjarsýslu. Hannes lærði matreiðslu á Hótel Borg á árunum 1967-1971 og starfaði nokkuð víða að því loknu, bæði til sjós og lands, var m.a. á Hótel Holti, í Brauðbæ og á Aski, auk þess sem hann rak um tíma eigin veitinga- stað í Reykjavík ásamt öðrum. Þá var hann einnig á togurum og það má því segja að hann hafi komið nokkuð víða við. „Ég byrjaði hér á Stórutjömum snemma í júní og verð að segja að mér hefur fundist mjög gaman að vera hér. Hér er maður alltaf á staðnum daga og nætur og starfar með yndislegu fólki þar sem allir hjálpast að. Þetta em talsverðar tarnir en ágæt frí á milli því elda- mennskan snýst að talsverðu leyti um aö elda handa hópum ferða- manna sem koma hingað. Fiskurinn er vinsælastur hjá út- lendingunum, steinbítur, lax og ýsa. Við eram einnig mikið með lamba- kjöt fyrir erlenda ferðafólkið en auðvitað er hægt að fá hér annan mat af matseðli. Svo útbúa konum- ar hér kaffihlaðborð um helgar sem er aldeilis frábært og er auðvitað ætlað öllum sem vilja koma hér við og eiga huggulega stund, hvort sem það em ferðamenn eða fólk úr ná- grenninu," segir Hannes. -gk Það er yfirleitt létt yfir Hannesi og sennilega verður hlegið af og til í eldhúsinu á Stórutjörnum í sumar. DV-mynd gk Þessir hressilegu krakkar skemmtu sér vel og fannst allt í lagi þó væri dálítið blautt. DV-myndir Júlía ^BÍLASALAN bíILis Leður, áifelgur, og fieira Glæsilegur og vel búinn bíll. Tilboð óskast í bifreiðina. Allar nánari upplýsingar á Bílasölunni Bill.is, sími 577-3777 Bílasalan bíll.is Malarhöfða 2 Sími: 577 3777 Fax: 577 3770 Netfang: bill@bill.is Heimasíða: www.bill.is Jaguar XJ6 Sovereign árg. 1993, ekinn 68 þús. km. Fjör á humarhátíð DV, Hö£n: Homfirðingar héldu sína árlegu humarhátíð nýlega. Að venju hófst hátíðin með skrúðgöngu frá hafnar- voginni að miðbæjarsvæðinu við Heppuskóla. Þrátt fyrir úrhellis- rigningu tók fjöldi fólks á öllum aldri þátt í göngunni, fór bara í regngalla og setti upp regnhlíf eða sjóhatt og tók votviðrinu með bros á vör. Þegar komið var að Heppuskóla setti Garðar Jónsson bæjarstjóri há- tíðina og síðan voru ýmis skemmti- atriði og dansleikir fram eftir nóttu. Ekki var þörf fyrir regnfótin á laug- ardeginum því þá var komið besta veður, sól og hlýtt og bæjarbúar og gestir skemmtu sér á hátíðarsvæð- inu og í íþróttahúsinu fram á nótt. Humargrillið var í umsjá Borgeyjar, Skinneyjar og Þinganess. Björgunarfélag Hornafjarðar, Karla- kórinn Jökull, Knattspyrnudeild Sindra og Leikfélag Homafiarðar sáu um hátíðina og allan undirbún- ing fyrir hana. -JI SeyðisQöröur: Gleðigjafar á fjölunum Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Bjarni Þór Jónatansson eftir tónleikana í kirkjunni. DV-mynd Jóhann Fjölmenni var á tónleikum Bláu kirki- unnar á miðvikudag í liðinni viku enda flytjendumir frábærir listamenn og gleði- gjafar - söngkonan Ingveldur Ýr Jóns- dóttir messósópran og Bjami Þór Jónatans- son píanóleikari. Söngskráin var að mest leyti blanda af íslenskri, bandariskri og spænskri tónlist og féll greinilega í góðan jarðveg hjá tónleika- gestum. Nú er það svo hér á Seyðisfirði á mið- vikudagskvöldum, yfir sumarmánuð- ina að margt erlendra ferðamanna gist- ir bæinn og er því sjálfsagt að tónlistar- framboð Sé með nokkuð alþjóðlegu yfir- bragði. Það gerir samt vafalítið nokkuð miklar kröfúr til flytjenda en hæfileik- aríkir hstamenn eins og þama komu fram valda því með ágætum. Tónleikastarfsemi Bláu kirkjunnar, sem byijaði í fyrrasumar, á greinilega vaxandi vinsældum að fagna og er sennilega þegar orðinn ómissandi þátt- ur í sumarlangri listasköpun á Seyðis- firði um ókomin ár. -J.J. DV, Seyðisfirði: Umsjón efnis er í höndum Höskuldar Magnússonar, blaðam. DV, í síma 550 5000 Auglýsendum er bent á að hafa samband sem fyrst við Sigurð Hannesson, auglýsingadeild DV, í síma 550 5728, netfang: sh@ff.is, eða Þórð Vagnsson í síma550 5722, netfang: toti@ff.is Auglýsendur, athugið að auglýsingum þarf aö skila til DV fyrír föstudaginn 16. júlí. Sérblað DV ÍMUQ!¥ dfcixribDa© ÖV Miðvikudaginn 23. júní nk. mun veglegt sérblað um ferðir innanlands fylgja DV. Ferðir innanlands hafa komið út í tæpa tvo áratugi og er löngu búið að festa sig í sessi hjá lesendum DV sem margir hverjir geyma blaðið sér til upplýsingar þegar ieggja á land undir fét.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.