Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 á vatninu Pegar við dýfum tánum í Bláa lónið eða svömlum í sundlaugum tökum við sjaldan eftir strand- og sundlaugarvörðunum sem eru með vakandi auga á vatninu. Þeir eru líka með vakandi auga á okkur. „Aðalmálið er að passa að ósynd börn fari ekki í djúpu laugina. Annars þarf mest að passa börnin sem eru í renni- brautinni." DV-mynd Teitur Þar buslar æskan Brúmt hálft ár hefur hann setið í turni í þriggja metra hæð í vinnutímanum, fylgst meðal annars með æskulýðnum busla í Árbæjarlauginni eða fá sér salí- bunu í rennibrautinni. Hann heitir Gunnar Már Jóhannsson og er 23 ára. Áður en hann hóf störf sem sundlaugarvörður hafði hann lokið námi frá Kvikmyndaskóla íslands. í haust sest hann aftur á skólabekk í viðskiptadeild Háskóla íslands. Pen- ingana sem hann hefur unnið sér inn á laugarbakkanum notaði hann fyrir stuttu til að kaupa íbúð með systur sinni í vesturbænum. Fyrir þann tíma bjó hann í Árbæ. Hann hefur aldrei æft sund og syndir sjaldan. „Það er helst eftir að ég er búinn að þrífa pottana." Ástæða þess að hann hóf störf sem sundlaugarvörður er að hann hafði starfað eitt sumar í búningsher- bergi karla. Eitt leiddi af öðru. „Aðalmálið er að passa að ósynd böm fari ekki í djúpu laugina. Ann- ars þarf mest að passa börnin sem eru í rennibrautinni." Gunnar Már er barnlaus og er viss um að hann muni fara með böm sín í laugarnar ef hann á eftir að eignast þau. Eitt, tvö eða þrjú. -SJ Lónið orðið partur af henni sdís Ester Kristjánsdóttir sjúkraliði hefur undanfarin þrjú ár starfað sem strand- vörður við Bláa lónið. „Þetta er mjög lifandi, gefandi og fjölbreytt starf.“ Hún er vaktstjóri og er strand- varðarþátturinn hluti af starfinu. „Það felst fyrst og fremst í að vakta svæðið og fylgjast með gestum og veita þeim upplýsingar. Strandverð- imir em í mesta lagi úti i tvo tíma í einu en eru svo sama daginn til dæmis í miðasölu og í mynjagripa- verslun." Lónsgestir spyrja strandverðina gjarnan ýmissa spurninga, svo sem um uppruna og sögu Bláa lónsins. „Við spjöllum því við gestina sem biðja okkur stundum að taka mynd- ir af sér. Einnig kemur fyrir að gest- ir vilja láta taka myndir af sér með okkur. Þeim þykir skemmtilegt að fá mynd af sér með íslenskum strandverði sem gjarnan er mun betur klæddur heldur en strand- verðir á öðrum baðströndum.“ Tveir strandverðir eru á vakt í einu á bakkanum og þegar skyggni er slæmt er einn starfsmaður úti í lóninu þar sem í því getur verið mikil gufa. Starfsmaðurinn er því nær gestunum ef eitthvað kemur upp á. Strandverðir fara reglulega á skyndihjálparnámskeið þar sem þeir þurfa að vera við öllu búnir. „Ég hef einu sinni þurft að nota þá þekkingu en þá þurfti ég að gefa gesti súrefni." Ásdís segir að eftir annasaman dag sé ekkert yndislegra en að fara ofan í lónið og slaka aðeins á. Hún er Grindvíkingur og áður en hún hóf störf í Bláa lóninu fór hún þang- að reglulega. í huga hennar er Bláa lónið æðis- legur staður og mikil náttúruperla. „Ég er búin að vinna þar það lengi að mér finnst lónið vera orðið part- ur af mér.“ „Þetta er þó ágætt á morgnana þegar ég er nývaknaöur og þreyttur og nenni ekki að gera neitt. Þá sest ég niður og hlusta á útvarpið. Þetta er ekki draumadjobbið." , . DV-mynd ÞÖK Sæta kvenfólkið heillandi Sundkappinn Jóhannes Páll Gunnarsson hefur starfað í þrjú sumur sem sundlaugar- vörður í Sundhöllinni við Baróns- stíg. Hann lauk stúdentsprófi frá MR í vor og í haust er stefnan sett á viðskiptafræði við Háskóla ís- lands. Hann hefur farið á skyndihjálp- arnámskeið hjá Rauða krossinum. „Svo þarf að taka laugarvarðarpróf þar sem maður þarf til dæmis að geta synt ákveðnar vegalengdir á ákveðnum tíma og gert ýmsar kúnstir." Meðal kúnsta sem Jó- hannes Páll hefur á takteinum er að geta verið í kafi í tæpar þrjár mín- útur. Enginn turn er í sundhöllinni þannig að Jóhannes Páll heldur sig við laugarbakkann. „Það getur ver- ið mjög leiðinlegt. Þetta er þó ágætt á morgnana þegar ég er nývaknað- ur og þreyttur og nenni ekki hlusta á útvarpið. Þetta er ekki draumadjobbið." Hann spjallar stundum við gest- ina. „Það eru aðallega gamlir karlar sem tala oftast um veðrið.“ Nokkra þessara gömlu karla kallar Jóhann- es Páll vini sína. „Ég er búinn að kynnast einum það vel að ég er bú- inn að fara með honum í köfun - einu sinni í laugina og einu sinni í sjóinn - og það stendur til að gera það aftur.“ Jóhannes Páll æfir sund með Ár- manni en það hefur hann gert I rúm 15 ár. Stefnan er sett á landsliðið. „Það vantar einhverjar sekúndur." Hann er spurður hvað sé mest heillandi við sundlaugamar. „Ætli það sé ekki sæta kvenfólkið." Hann er síðan spurður hvort sundlaugar- verðir eigi að horfa svona mikið á kvenfólkið í sundlauginni. „Sjálf- sagt ekki. En ég læt það eftir mér.“ -SJ „Þetta er mjög lifandi, gefandi og fjölbreytt starf.“ DV-mynd Arnheiður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.