Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 8. JULI 1999 W. ib^Lnta^jÉHHfc -*GlEE2yij 25 nxHH Born b a rn u ngra mæðra Ungar mæður eru ýmist álitnar holdgerv- ingar dugnaðar eða blettur á samfélag- inu. Tilveran hitti að máli þrjár ungar konur og komst að því að ungar mæður eru ekkert öðruvísi en aðrar mæður. Pær Borghildur, Álfhildur og Björg voru allar á einu máli, það jafnast ekkert á við móðurhlutverkið. f Álfhildur Erla Kristjánsdóttir: Eg er óttaleg barnakerling * Á myndinni er Álfhildur með börn sín Alexöndru Dröfn og Kristófer Breka en í fanginu situr „aukabarn" sem hún passar. DV-mynd E.ÓI. Alfhildur Erla Kristjánsdóttir var nýorðin sautján ára þegar hún eignaðist dóttur sína, Al- exöndru Dröfn Veigarsdóttur, og rúm- lega tvítug eignaðist hún svo Kristófer Breka með kærasta sínum, Jóhannesi. „Ég held að það sé þannig með okkur flestar að þegar við erum á annað horð komnar með eitt bam þá er alveg eins gott að halda áfram.“ Álfhildur, eða Hildur eins og hún er oftast kölluð, vinnur fyrir sér sem dagmamma og kann því vel enda segist hún vera ótta- leg bamakerling. „Ég fékk náttúrlega rosalegt sjokk þegar ég komst að því að ég var ólétt að fyrsta baminu, en ég hef alltaf haft gaman af bömum þannig að ég var strax ánægð með þetta. Ég hef veriö ákveðin í því alveg frá því að ég var lítil að vinna f tengslum við böm.“ Hildur er sjálf einkabam og það gæti verið skýring á því hvað hún leggur mikið upp úr því að hafa böm í kring- um sig.Heldur hún að ungar mæður séu öðmvísi uppalendur en eldri? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það sé per- sónubundið eins og allt annað. Ég held að ég sé ekki sérlega ströng mamma en auðvitað reynir maður að setja reglur." Hún var í Fjölbrautaskólanum f Ár- múla á uppeldisbraut en hætti vegna bameignanna. Núna langar hana tO þess að verða fóstra en sér ekki fram á að fara í nám strax. „Það er kannski það eina sem ég sé eftir, að hafa hætt í skólanum, þvi að það er svo erfitt að byija aftur þegar maður hefur hætt. Ég átti erfitt með að fara frá dóttur minni, tímdi ekki að skilja við hana.“ Hildur tók þátt í mömmuklúbbum kirknanna en hætti því: „Þar vom all- ar mömmumar vel yfir tvítugt og við áttum bara ekki samleið. Svo fórum við að hittast reglulega, stelpumar sem vorum með bömin okkar á sama tíma niðri á Heilsuverndarstöð. Þegar m. krakkamir urðu eldri héldum við því áfram og hittumst alltaf eitt kvöld í viku í saumaklúbb, höfúm mömmu- kvöld.“ -þor Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir: Þrjú börn á fjórum árum Fóstureyðingum fjölgar Fóstureyðingum á íslandi hefur fjölgaö undanfarin ár en síðustu heild- artölur yfir þær em frá árinu 1997. Þá vora þær alls 919 talsins en voru 854 árið áður og er það talsverð aukning. Ef taldar era framkvæmdar fóstureyðing- ar á hverjar 1000 konur eftir mismun- andi aldursflokkum kemur í ljós að fóstureyðingar era flestar hjá yngri konum. í aldursflokknum 19 ára og yngri vora þær þannig 21,7 á hverjar 1000 konur, 26,6 hjá konum á aldrinum 20-24 ára en aðeins 9,6 í aldursflokkn- um 35-39 ára. ísland sker sig að engu leyti úr sé miðað við Norðurlöndin, tölurnar þar era sambærilegar en það vekur athygli hve háar tölumar frá Grænlandi era. Þar fór talan upp i 102,6 í aldursflokkn- um 19 ára og yngri sem er margfalt á við það sem gerist á Norðurlöndum. Borghildur Fjóla Kristjánsdótt- ir varð ólétt að sínu fyrsta barni 15 ára gömul og nú, fjórum árum seinna, á hún þrjú böm með kærasta sínum, Torfa Arasyni. Borghildur segist hafa fengið góðan stuðning hjá foreldr- um og vinum þegar hún varð ólétt en hún er engin frumkvöðull í þess- um málum í fjölskyldunni. Móðir hennar var sjálf ung þegar hún átti sitt fyrsta barn og sama ár og elsti sonur Borghildar, Máni Snær, var skírður hélt langamma litla drengs- ins upp á fimmtugsafmæli sitt. En hvaða áhrif hafði það að stofna fjölskyldu svona ungur, hvernig tóku vinirnir því? „Það hafa allir verið mjög skilnings- ríkir en auðvitað skilur leiðir. Maður er náttúrlega á allt annarri bylgjulengd, fer til dæm- is ekki mikið að skemmta sér því að það er einfaldlega enginn tími til þess. Óneitanlega hefur sambandið við marga af gömlu kunn- ingjunum minnkað en á móti kemur að ég hef kynnst nýju fólki. Við kynnt- umst nokkrar ungar mæður á Heilsuverndar- stöðinni og höfum verið í sauma- klúbbi núna i rúm tvö ár.“ Borghild- ur er i fæð- ingarorlofi sem stendur en dóttir hennar, Mar- Á myndinni sést Borg- hildur með yngri börn sín en það elsta var í heimsókn hjá ömmu sinni. DV-mynd E.ÓI. grét Sól, er fjögurra mánaða gömul. Að því loknu ætlar hún að vinna fyrir sér sem dagmóðir enda er það að hennar sögn eina úrræðið ætli hún sér á annað borð að vinna, þar sem pössun fyrir börn er svo dýr að það varla borgar sig fyrir barn- margar mæður að vinna úti. Þá er hún að velta því fyrir sér að verða ljósmóðir eða fara í hjúkrun enda hefur hún unun af bömum. Hefur Borghildur Fjóia . ' ■ fundið fyrir fordómum vegna ald- ursins? „Nei, það get ég varla sagt. Ég fann ekki fyrir neinu með elsta strákinn en svo þegar ég eignaðist seinni strákinn, Alex Una, þá fannst mér eins og fólki fyndist ég vera að gera sömu mistökin tvisvar. Það hvarflaði aldrei að fólki að við hefð- um ákveðið að eignast annað barn. Svo nú þegar bömin eru orðin þrjú dáist fólk að dugnaðinum, að ég skuli vera svona ung með öll þessi börn. Ég er fullkomlega sátt og jjjgv myndi ekki vilja breyta neinu. V Ég lifi einfaldlega mjög ham- SSa, ingjusömu lífi.“ -þor Björg Maggý með dóttur sinni Birgittu Lind sem var ekki plönuð en velkom- in. DV-mynd E.ÓI. Björg Maggý Pátursdóttir: Eldri konur horfa g man að okkur brá rosalega en þetta var eitthvað sem við þurft- um að taka á,“ sagði Björg Maggý Pétursdóttir, 19 ára gömul móðir, um það hvemig henni leið þegar hún komst að því að hún var með bami. Björg á Birgittu Lind með kærasta sínum, Aroni Halldórssyni, en húb fæddist þann 16. október í fyrra og eins og Björg orðar það var hún „ekki plön- uð en velkomin". Að sögn Bjargar gekk meðgangan eins og sögu og fæðingin ágætlega fyrir utan það að vatnsbólu- deyfing í bakið var mjög sársaukafull. En finnst henni eitthvað hafa breyst við það að verða móðir, eitthvað sem hún bjóst ekki við? „Nei, það held ég ekki. Óneitanlega þroskast maður við það að verða móðir. Ég hefði ekki gert neitt öðravísi, ég hef ekki þurft að sleppa neinu sem mig langaði til að gera áður.“ Björg ætlar að fara í kvöldskóla í vetur en hún hefur ekki gert upp hug sinn varðandi það hvað hana langar til þess að leggja fyrir sig. „Ég man að þeg- ar ég var lítil langaði mig mikið til þess að verða dýralæknir en núna get ég ekki hugsað mér það. Mig langar til þess að finna eitthvað sem mér finnst skemmtilegt að læra.“ Björg vinnur sem stendur hálfan dag- inn á hóteli og það segir hún ágætt en það hafi þó verið erfitt að skOja dóttur- ina við sig í fyrstu. „Það er allt í lagi núna, hún er hjá bamapíu sem ég treysti fúllkomlega og Birgittta dýrkar hana.“ Eru fordómar gagnvart ungum mæðrum? „Já, það kom mér svolítið á óvart. Það er ekki mikið en ég hef samt lent í því í verslunum að það er horft á mig. Konur gera þetta meira, sérstak- lega eldri konur en ég skil samt ekki hvers vegna. Núna er ég farin að horfa stíft á móti og það virkar ágætlega, enda er ekki eins og ég hafi eitthvað til þess að skammast mín fyrir." -þor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.