Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 DV Charlotte Nilsson í söngbanni Sænska söngkonan Charlotte Nilsson, sem sigraöi i Evrópu- söngvakeppninni, er komin með hnúta á raddböndin og hefur því veriö bannað að tala og syngja í heila viku. Charlotte átti að skemmta í Söderhamn í Svíþjóð í þessari viku á sérstakri hátíð danshijómsveita. Umboðsmenn Charlotte höfðu ekki fyrir því að láta skipuleggjendur hátíðarinnar vita. Það var dagblað á staðnum sem vildi fá viðtal við Charlotte sem fyrst fékk fregnina um erflð- leika söngkonunnar. Skipuleggj- endur neyddust til að lækka miðaverð á hátíöina þar sem ljóst var að Charlotte yrði ekki með. Whitney vissi alltaf að hún væri alveg sérstök Söngstjaman Whitney Houston segir í viðtali við blaðið Daily News að hún hafi í upphafi ferils síns vitað að hún væri alveg sér- stök. Hún hafi því verið sjálfsör- ugg og viss um eigið ágæti þegar frægðin knúði dyra. „Ég vissi að cillt myndi ganga vel,“ segir söng- konan. Eitt er það sem hefur valdiö Whitney Houston heilabrotum. Það er hvemig slúðurblöðin virðast stundum vita meira um það sem gerist í svefnherbergi hennar en hún sjálf. Naomi naut lífsins á Sardiníu Ofurfyrirsætan Naomi Camp- bell, sem er 28 ára, tók sér frí frá tískubransanum á dögunum til þess að njóta sumars og sólar á eynni Sardiniu í hlýju Miðjarðar- hafinu. Með Naomi var unnusti hennar, ítalinn Flavio Briatore sem er þónokkuð eldri en hún eða 49 ára. Hún hefur sennilega ekki verið kappklædd í sumarhit- anum og enn fáklæddari verður hún í fyrsta tölublaði Playboy á næsta ári. Þar situr hún fyrir nakin og þykir það til marks um að dagar hennar í fyrirsætu- bransanmn séu brátt á enda. Sviðsljós Leonardo haslar sér nýjan völl: Rekur hótel fyrir elskendur Hótelrekstur er nýjasta ævintýri hjartaknúsar- ans Leonardo DiCaprios en sá mæti piltur lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna nú frekar en fyrri daginn. Hötelið, sem er við Sunset Strip í Los Angel- es, er hugsað sem athvarf elskenda og þar er vel hugað að þörfum þeirra. Fint og frægt fólk á þannig að geta notið alls hins besta og munu herbergin sérútbúin til rómantískra ástarleikja. Til að mynda er að finna í hverju herbergi ótölulegan fjölda kerta auk þess sem fullorðinsmyndir kváðu ekki vera langt undan. Hafi menn hugmynda- flug umfram þetta má alltaf skokka niður í gjafavöruverslunina sem sel- ur ýmis hjálpartæki ást- arlífsins. „Þetta er frábært hótel. Leonardo finnst einfald- lega gaman að skemmta sér og hvers vegna ekki að leyfa öðrum að njóta þess líka,“ sagði starfs- maður hótelsins i samtali við fjölmiðla. Það kemur vart á óvart að hótelið er komið í hóp þeirra vinsælustu í Los Angeles. Meðal gesta sem hafa dvalið hjá Leonardo má nefna Matt Dillon og Umu Thurman. Þær stöllur Jenni- fer Lopez og Gloria Estefan koma víst næstum daglega í sundlaug hótelsins og þá varð leikkonan Cameron Diaz svo hrifin af hótelinu að hún hætti ekki fyrr en Leonardo fékkst til að selja henni litinn hlut í því. Tll í að kyssa konur en bannar hvítlauk Kvikmyndaleikkonan Sharon Stone getur vel hugsað sér að kyssa konu svo framarlega sem hún lykti ekki af hvítlauk. Þetta skilyrði setti hún fyrir þáttöku sinni í sjónvarps- þáttaröðinni If these walls could talk. Þáttaröðin er skrifuð af Anne Heche sem er sérfræðingur á svæð- inu því hún býr með Ellen DeGeneres. Anne Heche hefur hem- il á afbrýðisemi sinni í þágu listar- innar og reynir að láta sér fátt um finnast þótt Ellen kyssi Sharon Sto- ne ástríðufullum kossum. En það er ekki bara hvítlaukur sem er í banni hjá Sharon heldur einnig grænn pipar og chili. Ellen verður einnig að neita sér um blá- ber því tennumar verða mislitar af þeim. Að þessum skilyrðum upp- fylltum er Sharon tO í tuskið. 9270- 5C%afsí 27 Sftnc 587 9699 MED 5 GESTASTJORNUM FRÁ EISTLANDI HATIt)ARSyNINb FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 1100 kr. fyrir fullorðna 700 kr. fyrir börn LAUG. 10/7+ SUN. 11/7 KL. 14.30 ^ A HÁSKÓLABÍÓ ^ / • Miíasala opin fpa kl. 16.30-23.15 Slltll 530 1919 ^ TaJrtu DV jjj sð þur í friið Fáið DV sent í sumarbústaðinn: Til þess aö fá DV til sín í fríinu þarf ekki annað en að hringja í 550 5000 og tilkynna um dvalarstað og þú færð DV sent sent sérpakkað og merkt á sölustað nærri dvalarstað. Sölustaðir sem þjónusta áskrifendur í sumarbústöðum: Árborg, Gnúpverjahreppi Baula, Stafholtstungum, Borgarfirði Bjarnarbúð, Brautarhóli Bitinn, Reykholtsdal Borg, Grímsnesi Brú, Hrútafirði Hlíðarlaug, Úthlíð, Biskupstungum Hreðavatnsskáli Laugarás, Biskupstungum Minni-Borg, Grímsnesi Reykjahlíð, Mývatnssveit Shell, Egilsstöðum Shellskálinn, Stokkseyri Skaftárskáli, Klaustri Staðarskáli, Hrútarfirði Varmahlíð, Skagafirði Veitingaskálinn, Víðihlíð Verslunin Grund, Flúðum Verslunin Hásel, Laugarvatni Þrastarlundur DV safnað og afhent við heimkomu Áskrifendur sem fara að heiman í sumarfríinu og verða í burtu í lengri eða skemmri tíma geta fengið pakka af DV afhentan við heimkomu. Það eina sem áskrifendur þurfa að gera er að hringja í 550 5000 og tilkynna hvenær þeir verða að heiman. Starfsfólk DV safnar blöðunum saman á meðan og afhendir þau þegar áskrifandinn kemur heim aftur. v k r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.