Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 33
J3V FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 37 Leikarar blanda geði við áhorf- endur með því að þjóna til borðs. Þjónn í súpunni Annað kvöld verður leikritið Þjónn í súpunni sýnt í Iðnó en það hefur slegið rækilega í gegn og er nú komið á fjalimar á ný. Leik- stjóri er María Sigurðardóttir sem leikstýrir einnig Sex í sveit en sýningar á því gengu fýrir fúllu húsi í Borgarleikhúsinu. Þjónn í súpunni er sérstakt að þvi leyti að það gerist á veitingahúsi og er sýningargestum boðið upp á mat og drykk meðan á sýningu stend- ur og má segja að allur salurinn og rúmlega það sé leiksviðið. í salnum eru bæði alvöruþjónar, sem og leikarar. Leikhús Leikaramir era ekki af verri endanum. Bessi Bjamason og Edda Björgvinsdóttir hafa í gegn- um tíðina skilað gamanhlutverk- um sem eftirminnileg em. Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Kjartan Guðjónsson era leikarar í yngri kantinum og léku meðal annars saman í Stonefree og Veðmálinu og Stefán Karl Stefánsson, sá yngsti i leikarahópnum. Víða eru vöxtulegir viðir í Hafnar- firði. Höfðaskógur skoðaður Sjötta skógarganga sumarsins f röð gangna á vegum skógræktarfé- laganna verður í kvöld kl. 20.30 í Höfðaskógi í Hafnarfirði. Skógar- göngumar era skipulagðar í sam- vinnu við Ferðafélag íslands og eru þetta árið helgaðar athygli verðum ræktunarsvæðum skógræktarfélag- anna á Suðvesturlandi. Fólk sem ann útivist í fögra umhverfi er hvatt til þess að mæta. Þetta eru léttar göngur, við hæfi allra aldurshópa. Útivera í þessari sjöttu skógargöngu sum- arsins, sem er í umsjón Skógræktar- félags Hafnarfjarðar, verður lagt af stað frá Gróðrarstöð félagsins við Kaldárselsveg. Gengið verður um trjásýnilundinn í Höfðaskógi, þar sem getur að líta fjölmargar tegundir trjáa og runna. Genginn verður hringm- um Hvaleyrarvatn, komið í Systkinalund og siðar í Ólafslund. Um leiðsögn sjá starfsmenn Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar. Að göngu lokinni verður boðið upp á veitingar við Höfða, hús Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar. Þær era í boði Fjarðarkaupa og skógræktarfé- lagsins. Boðið er upp á ódýra rútu- ferð (500 kr.) sem hefst kl. 20, frá húsi Ferðafélags íslands, Mörkinni 6. Kaffileikhúsið: Sigur Rós og rússnesk- ir Önnur uppákoman í tónleikaröð- inni Bræðingi, sem Kafflleikhúsið stendur fyrir í sumar, verður í kvöld kl. 21. Hljómsveit kvöldsins er einhver athyglisverðasta hljómsveit landsins, Sigur Rós, sem stöðugt hefur sótt í sig veðrið undanfarin misseri og er nú án efa ein „heitasta" hljómsveit sem íslending- ar hafa eignast. Sigur Rós er skipuð fjóram ung- um piltum sem hafa skapað sér sér- stöðu innan íslenskrar tónlistar með afgerandi og persónulegum stíl, jafnt í tónlist og söng sem fram- komu. Þriðja plata Sigur Rósar kom út fyrir skemmstu og hefur hún fengið frábæra dóma gagn- rýnenda. Þess má jafnframt geta að tvær fyrri plötur hljómsveitar- inar era um þessar mimdir að seljast upp hjá útgefanda. Skemmtanir Sigur Rós kemur fram á Bræðingstónleikum í kvöld. Ásamt Sigur Rós munu koma fram rússnesku harmoníkutví- buramir Jurí og Vatim, sem með- al annars skemmtu á landsmóti harmoníkuunnenda rnn siðustu helgi. Án efa verður mikil stemn- ing í Kaffíleikhúsinu á þessu öðra Bræðingskvöldi. Bræðingur verður fastur liður á dagskrá Kafiileikhússins á ftmmtudagskvöldum í sumar þar sem fjölbreytt tónlist mun bland- ast saman. Rigning eða súld með köflum Suðlæg átt og rigning eða súld með köflum en lengst af þurrt á Veðríð í dag Norðurlandi. Hiti yfirleitt á bilinu 9-19 stig, hlýjast norðaustan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður rigning eða súld með köflum og hiti 10-15 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.44 Sólarupprás á morgun: 03.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.01 Árdegisflóð á morgun: 02.28 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri mistur 13 Bergsstaðir Bolungarvík alskýjaó 11 Egilsstaóir 12 Kirkjubœjarkl. rigning og súld 10 Keflavíkurflv. þokumóða 11 Raufarhöfn alskýjaó 11 Reykjavík úrkoma í grennd 12 Stórhöfði skýjaö 10 Bergen léttskýjaö 12 Helsinki léttskýjað 17 Kaupmhöfn léttskýjaó 17 Ósló léttskýjaö 16 Stokkhólmur 17 Þórshöfn súld 11 Þrándheimur skýjaó 11 Algarve heiðskírt 23 Amsterdam skýjaö 17 Barcelona mistur 21 Berlín léttskýjaó 17 Chicago heiöskírt 21 Dublin skýjaö 18 Halifax heiðskírt 17 Frankfurt skýjað 17 Hamborg þokumóöa 15 Jan Mayen súld 5 London skýjaó 18 Lwcemborg skýjað 15 Mallorca skýjað 19 Montreal 14 Narssarssuaq New York heiöskírt 27 Orlando léttskýjaó 24 París skýjaö 16 Róm Vín rigning 16 Washington þokumóóa 22 Winnipeg heióskírt 16 Færð á vegum er víðast góð Færð á vegum er viðast góð. Vegir um hálendið era flestir orðnir færir. Þó er enn ófært um Eyja- fjarðardali á Sprengisand, í Fjörður og um Dyngju- fjalla- og Gæsavatnaleiðir. Þó að vegir um hálendið Færð á vegum séu sagðir opnir er yfirleitt átt við að þeir séu jeppafærir og fyrir fjallabíla. Vegimir um Kjöl, Kaldadal og i Landmannalaugar frá Sigöldu era þó færir öllum bílum. ^ Skafrenningur m Steinkast 02 Hálka QD Ófært Ástand vega 0 Vegavinna-aOgát 0 Óxulþungatakmarkanir Œl Þungfært © Fært fjallabílum Særún Erla eignast bróður Litli drengurinn á myndinni fæddist 28. júní kl. 15.16 á fæðingardeild Landspítalans. Við fæö- Barn dagsins ingu var hann fimmtán merkur og 51,5 sentí- metra langur. Foreldrar hans era Ólöf Kr. Guð- jónsdóttir og Baldur Sæ- mundsson. Fyrir eiga þau dótturina Særúnu Erlu. dagsíjpii r Rosie Perez leikur Perditu Durango. Perdita Durango Perdita Durango, sem Háskóla- bíó sýnir, fjallar um samnefnda stúlku sem leikin er af Rosie Per- ez. Þetta er hættuleg kona, með fortíð sem er böðuð í blóði og ástríðum. Þegar myndin hefst hittir Perdita, Romeo Dolorosa (Javier Bardem) sem er harðsvír- aður glæpamaður og einhvers konar prestur hjá satanistum. í Bandaríkjunum fær kauði vinnu hjá y///////z Kvikmyndir glæpaforingjanum Santos. Hann á að flytja fóstur og annað hold fyrir snyrtivörabransann. Meðan á þessu verkefni stendur lætur Perdita þá ósk í ljós að ræna ung- lingum eingöngu til þess að drepa. Fyrir valinu verða strákur og stelpa, dæmigerðir vmglingar úr velferðarþjóðfélaginu sem Perdita og Romeo þola ekki. Nýjar myndir í kvikmyndahusum: Bíóhöllin: Matrix Saga-Bíó: Entrapment Bíóborgin: Lolita Háskólabíó: Perdita Durango Háskólabíó: Hásléttan Kringlubíó: 10 Things I Hate about Her Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Never Been Kissed Stjörnubíó: Go Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 sáldur, 6 gelt, 8 leysa, 9 lausung, 10 beiðni, 11 karldýr, 12 bikkjan, 15 kökur, 18 elska, 20 mæl- ir, 21 höfða, 22 átt. Lóðrétt: 1 klók, 2 volk, 3 tré, 4 blðt, 5 sléttum, 6 vindur, 7 kærleikur, 13 hleyp, 14 gagnlega, 16 missir, 17 rennsli, 19 strax. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 spyma, 8 ollu, 9 ógn, 10 ras, 12 nagi, 13 Agnar, 15 ið, 16 laun, 17 önd, 19 örðugur, 21 geimur. Lóðrétt: 1 sora, 2 plagar, 3 yl, 4 run- an, 5 nóa, 6 agginu, 7 snið, 11 snuði, m 14 rögu, 16 lög, 18 dró, 20 um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.