Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 8. JULI 1999 19 Grískt félag á eftir ívari og Jóni Gríska B-deildarliöiö Panelefsini- akos frá Aþenu hefur lýst yfir áhuga fyrir þeim ívari Jónssyni úr Fram og Jóni Þ. Stefánssyni. Viðræður hafa farið fram milli gríska liðsins og íslensku liðanna en lengra er málið ekki komið. Ekkert formlegt tilboð hefur borist en rætt hefur verið um lánssamning sam- kvæmt heimildum DV. -JKS Bikarkeppnin: Gunnleifur í KR-markinu íkvöld Síðustu leikirnir í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu verða háðir í kvöld. Stjarnan, sem leikur í 1. deild, tekur þá á móti KR í Garðabænum og í Kópavogi leika Breiðablik og Valur. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20. Samkvæmt öruggum heimildum DV hefur Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, ákveðið að Gunnleifur Gunn- leifsson taki stöðu Kristjáns Finn- bogasonar í marki KR-inga í leiknum i kvöld gegn Stjörnunni. Sem kunnugt er varð nokkur há- vaði í vesturbænum í vor er Gunn- leifur missti sæti sitt til Kristjáns og heimildarmenn DV segja að margir KR-ingar séu allt annað en ánægðir með þessa ákvörðun þjálfarans. -SK/-JKS Islendingar á skotskóm íslenskir knattspyrnumenn i Nor- egi voru á skotskónum með sínum liðum í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Stabæk í 2-1 sigri á Ströms- godset. Heiöar Helguson skoraði tvö marka Lilleström í 6-2 sigri á Kongsvinger. Ríkharður Daðason skoraði eitt marka Viking sem sigraði Molde, 4-1, og Tryggvi Guð- mundsson skoraði eitt marka fyrir Tromsö sem sigraði Válerenga, 1-3, á útivelli. -JKS/-SK KR og hornin m Stefán til SogndaH Norska fyrstudeildarliðið Sogndal vill fá Stefán Þórðarson í sínar raðir. Forsvarsmenn Sogndals segjast munu leita eftir kaupum á Stefáni frá Kongsvinger í dag, 7. júlí. Sogndal féll úr úrvalsdeildinni í fyrra og er nú í fjórða sæti fyrstu deildar, sex stigum á eftir toppliðinu. Það er líka sagt i norskum fjölmiðlum að lið í fyrstu og annarri deild í Englandi hafi áhuga á Stefáni. Stefán kostaði Kongsvinger 600 þúsund norskar krónur og í bæjarblaðinu í Kongsvinger er sagt að þeir peningar séu tapaðir. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.