Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1999, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 8. JÚLl 1999 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 21 Sport Sport Frá leik Sindra og ÍBV á Höfn í Hornafirði í gærkvöld. Eyjamenn sækja að marki heimamanna. DV-mynd Sigurður Mar Bikarmeistarar ÍBV slógu „spútniklið“ Sindra út úr bikarnum: Ævintýrið uti - Eyjamenn skoruðu þrívegis á Hornafirði og Sindri átti aldrei möguleika Islands- og bikarmeistarar ÍBV eru komnir áfram í Coca-Cola-bik- arnum eftir góðan útisigur á Sindra frá Homafirði, 3-0, í gær- kvöld. Þar með lauk stórkostlegu ævin- týri Hornfirðinga í bikarkeppninni að þessu sinni en frammistaða Sindra hefur vakið verðskuldaða athygli og verið leikmönnum liðs- ins og Hornfirðingum til mikils sóma. Vestmannaeyingar byrjuðu leik- inn af krafti og áttu skot í stöng eft- ir hálfrar mínútu leik og fór þá um marga áhorfendur á heimavelli Sindra. Leikmenn Sindra virtust ekki vera með í leiknum til að byrja með og greinilegt á leik þeirra að þeir töldu andstæðingana of sterka fyrir sig. Heimamenn báru of mikla virð- ingu fyrir andstæðingunum en smátt og smátt komust Sindramenn betur inn í leikinn og náðu þá að sína sínar réttu hliðar. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru Vestmannaeyingar meira með bolt- an og á 23. mínútu fékk ÍBV auka- spyrnu rétt utan vítateigsins hjá Sindra. Skotið fór fram hjá. Fyrsta færi Sindra leit dagsins ljós á 26. mínútu þegar litlu munaði að Ár- mann Smári slyppi í gegnum vöm- ina og svo aftur stuttu síðar en Hlynur Stefánsson, sem var eins og klettur í vörn Vestmannaeyinga, náði að afstýra hættunni. Á 36. mínútu skorað Steingrímur Jóhannesson glæsilegt mark með skoti utan úr vítateig Sindra. Rétt eftir markið átti Sindri gott færi, og undir lok fyrri hálfleiks bjargaði Birkir naumlega eftir gott gegn- umbrot Ármanns Smára. Staðan í leikhléi því 1-0 fyrir gestina og gátu heimsamenn verið sæmilega sáttir við þá stöðu. Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og sköpuðu bæði lið sér nokkur marktækifæri. Á 70. mínútu spiluðu Vestmanna- eyingar sig skemmtilega í gegnum vörn Sindra og skoraði Guðni Rún- ar Helgason af stuttu færi. Við þetta mark dró mjög af leik- mönnum Sindra og tíu mínútum fyrir leikslok innsiglaði Ingi Sig- urðsson svo öruggan sigur Vest- mannaeyinga og þar með var bikarævintýri Homflrðinga á enda runnið. Þrátt fyrir ósigurinn geta leikmenn Sindra borið höfuðið hátt. Liðið er tvímælalaust það lið sem komið hefur mest á óvart í sumar og frammistaða liðsins í bikarnum verið skemmtilegt krydd í bikarkeppnina. -SK Skagamenn auðveldlega í undanúrslitin í bikarnum: - er ÍA vann slakt liö Víkings, 0-5, á Laugardalsvelli Skagamenn áttu ekki í miklum vandræðum með að slá slaka Vík- inga út úr átta liða úrslitum bikar- keppninnar, en liðin mættust á Laugardalsvelli i gær. Skagamenn, sem nutu liðsstyrks Stefáns Þórðarsonar í fyrsta sinn í sumar, sýndu það strax á upphafs- mínútum leiksins að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur í þessum leik. Á 5. mínútu slapp Kári Steinn Reynisson inn fyrir vörn Víkinga, þar sem Ögmundur Rúnarsson markvörður braut á honum. Gylfi Þór Orrason, góður dómari leiks- ins, dæmdi vítaspyrnu sem Pálmi Haraldsson tók, Ögmundur varði spyrnuna en missti boltann frá sér og Stefán Þórðarson sendi boltann í markið. Víkingar reyndu hvað þeir gátu að koma vörn Skaga- manna í vandræði en vörnin var þétt fyrir og hleypti Víkingum ekki nærri markinu. Alain Prentrece var næst því að koma boltanum í netið þegar skot hans úr auka- spymu fór rétt fram hjá markinu. Alexander Högnason skoraði annað mark ÍA á 26. mínútu eftir að Kenneth Mahjane fleytti boltan- um áfram inn í teig eftir horn- spymu. Hafi yfirburðir ÍA verið miklir í fyrri hálfleik, þá voru þeir Edgjörir í þeim síðari. Kenneth Mahjane skoraði þriðja mark ÍA á 57. mín- útu og Stefán Þórðarson íjórða markið tveimur mínútum síðar. Víkingar reyndu að bæta í sóknina en Ólafur Þór Gunnarsson stóð vaktina vel í marki ÍA og varði allt sem að marki kom. Varamenn ÍA, þeir Unnar Valgeirsson og Ragnar Hauksson, gulltryggðu síðan stór- sigur ÍA á 90. mínútu þegar Ragnar skoraði eftir laglega sendingu frá Unnari. Stefán með nýja vídd „Við áttum engan veginn von á því að vinna þá 5-0 en það er þannig í þessum fótbolta að það getur allt gerst. Leikur þeirra riðl- aðist nokkuð við það að fá mark á sig svona snemma og við gengum á lagið og spiluðum fínan fótbolta. Menn vom ákveðnir í að leggja sig alla fram. Við vitum hvemig bikar- keppnin getur verið og í kvöld var að duga eða drepast. Stefán kemur með nýja vídd inn í okkar leik með þessum krafti og liðið er allt að koma til. Við erum til alls líklegir í framhaldinu," sagði Alexander Högnason, fyrirliði ÍA. Var ekkert erfitt aö koma inn í þennan leik, vitandi af Evrópu- leiknum á laugardaginn? „Nei, það er alltaf verið að tala um álag. En þetta fækkar æfingum, þær verða léttari og það er bara miklu skemmtilegra að hafa nóg að gera.“ íslandsmótið fór ekki glæsilega af stað hjá ykkur Skagamönnum, eruð þið komnir á beinu brautina? „Það spilaði inn í það óheppni i sumum leikjunum, en það þýðir ekkert að gefast upp þó að illa gangi i byrjun, það verður bara að snúa bökum saman og gefa allt í framhaldið. Við erum bjartsýnir og höfum fulla trú á því að okkur eigi eftir að ganga vel i framhaldinu," sagði Alexander. Það var ekki laust við að það væri meistarabragur á Skaga- mönnum í þessum leik og Ijóst að stemningin í liðinu í dag er allt önnur heldur en hún var við upp- haf íslandsmótsins. Stefán Þórðar- son styrkir liðið mikið og Kenneth Mahjani fellur betur og betur inn i lið sem er vel mannað í öllum stöð- um. Víkingar hafa nú lokið þátttöku sinni í bikarkeppninni og geta ein- beitt sér að því að halda sér uppi í deildinni, og miðað við leikinn í gærkvöldi þá þurfa þeir að nýta tíma sinn vel til þess verks. -ih Kenneth Mahjane átti góðan leik með ÍA gegn Vikingi í gærkvöld og hér er hann í þann veginn að skora með glæsilegum skalla. DV-mynd E.ÓI. Rallökumennirnir Þorsteinn P. Sverrisson og Witek Bogdanski: í kennslu hjá einum besta rallara heims Rallökumennirnir Þorsteinn Páll Sverrisson og Witek Bogdanski eru nýkomnir frá Póllandi þar sem þeir voru í læri hjá pólska rallmeistaranum Krzysztof Holek. Þeir félagar hafa nú selt Mözduna sem þeir hafa ekið á undanfarið og verða þvi ekki með í þriðja ralli sumarsins í nágrenni Hólmavíkur um helgina. Krzysztof Holek er atvinnumaður, ekur á Subaru Impreza, og hefur skilað góðum alþjóðlegum árangri, m.a. oft unnið Pólska rallið, og á síðasta ári varð hann 10. í Portúgalska rallinu og 8. í RAC-rallinu breska en hvort tveggja er heimsmeistarakeppni. Þorsteinn og Wi- tek telja Holek hiklaust meðal 10 til 15 bestu rallöku- manna heims. 180 milljónir í veganesti Rallið í Póllandi er í uppsveiflu núna, áhugi almenn- ings mikill og styrktaraðilapakki Holeks leggur sig á 2,5 milljónir dollara fyrir árið. Hann er svona hálfguð í sínu heimalandi og snýr sér varla við öðruvísi en að gefa eiginhandaráritun. Æfingabíllinn er einnig Subaru Impreza og á afskekktum sveitavegi í Póllandi opnaði hann Þorsteini Sverrissyni nýja vídd í rallinu, því eins og Þorsteinn lýsti því: „Þegar Holek bremsaði loks fyrir beygjur var ég löngu búinn að bremsa og var að rífa af dagatalinu, slíkur var munurinn á okkur.“ Stefna hærra í rallinu Þorsteinn og Witek ætla sér stærri hluti í rallinu í framtíðinni. Mazdan, sem er fyrrverandi keppnisbíll rallfeðganna Rúnars og Jóns og nú komin í eigu Fjölnis Þorgeirssonar, er núna aðeins í 7. sæti yfir bestu bíla ís- lenska rallflotans; þeir hafa fullan hug á að fá sér öflugri bíl fljótlega og sáu marga góða gripi úti í Evrópu. Fróðlegt að sjá hverju kennslan skilar Kaupin á rallbílum í Evrópu eru auðveldari nú en áður vegna tollfrelsis á keppnisbílum sem eru þá á grænum númerum og eingöngu notaðir til íþróttaiðkun- ar, en eins og svo oft þá er aðalspurningin um fjármögn- un. Það verður fróðlegt að sjá hvort kennslustundir hjá Holek hinum pólska skila þeim Þorsteini og Witek góð- um árangri í framtíðinni er þeir verða komnir á öflugri bíl. Þriðja rallið á Hóimavík um helgina Þriðja Esso-rall sumarsins fer fram í nágrenni Hólma- víkur og hefst klukkan 21.00 á fóstudagskvöld með smá upphitun þegar ekin verður rúmlega kilómetra sérleið, kölluð Strákaskarð, og er um 7 km frá Hólmavík. Á laugardagsmorgun klukkan 8.00 hefst alvaran og eknar verða sérleiðirnar Kaldrananes og Balar sín í hvora áttina. Eftir matarhlé á Hólmavík verður Trölla- tunguheiði ekin tvisvar í hvora átt auk Strákaskarðsins stutta og keppninni lýkur mlli klukkan 16.00 og 17.00. Sérleiðakílómetrarnir eru samtals 109 og eru 14 ökutæki skráð til keppni. -ÁS Knattspyrna Það er ekki glæsileg lesning sem blasir við knattspyrnuaðdáendum á íþróttasíðu DV þriðju- daginn 6. júli, Jónas Þór- hallsson, knattspyrnu- frömuður í Grindavík hættur. Það undrar mig ekki að sá mæti drengur Jónas sé orðinn þreyttur á vinnibrögðum dómara í knattspyrnunni í ár. Það eru ekki ófá skipti sem dómarar hafa hrein- lega tekið stig af Grinda- víkingum, því liði sem Jónas hefur starfað fyrir og byggt upp síðastliðin ár. Það er sorglegt tO þess að vita að hugsjónamenn eins og Jónas Þórhalls- son sjái sér ekki annað fært en að láta af störf- um tO þess að reyna að vekja forystu KSÍ tO meðvitundar um hversu dómaramál í íslenskri knattspymu eru í mikl- um ólestri. Sjónvarpið hefur sýnt svo ekki verð- ur mótmælt að Grindvík- ingar hafa oft og tíðum verið að berjast við 14 manna hóp andstæðing- anna inni á veOinum, þegar dómari og aðstoð- ardómarar em taldir með. Þetta hefur gengið svo bæði í úti- og heima- leikjum liðsins. Þorsteinn Páll Sverrisson og Witek Bogdanski hafa ekið þessari Mözdu undanfarið en hafa nú selt bílinn. Þeir félagar hyggjast fá sér öflugri bíL og eiga örugglega eftir að mæta sterkir til leiks eftir kennsluna í Póilandi. Rangt varfarid með dagsetning- ar í gær á tveimur aðalfundum, handknattleiksdeOdar HK og að- alstjórnar sem era haldnir 13. og 14. júlí klukkan 20.00 í Hákoni digra en ekki í kvöld og á morg- un eins og stóð í blaðinu í gær. Randy Wittmann var í gær ráð- inn þjálfari hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deOdinni í körfuknattleik. Hicham El Guerrouj frá Marokkó setti í gærkvöld nýtt heimsmet í mOuhlaupi er hann kom í mark á 3:43,13 mínútum. E1 Guerrouj setti heimsmet í 1500 metra hlaupi á sama veUi í Róm á síðasta ári. Heimsmet- hafinn í 100 metra hlaupi karla, Maurice Greene frá Bandaríkj- unum, sigr- aði í 100 metra hlaupi á sama móti og fékk tímann 9,85 sekúndur. Þar með jafnaði hann þriðja besta tíma sem náðst hefur í 100 metra hlaupi karla frá upphafi. Michael Johnson sigraði í 200 metra hlaupi á 19,93 sek. Annar varð Abodele Thompson frá Barbados á 20,12 sek. og þriðji heimsmeistarinn Ato Boldon, Trínidad, á 20,14 sek. -SK/-JKS iðkuð Vlððf en I Rfijrnjavin Svo virðist stundum að þessi vinnubrögð dómaranna sé hreinn ásetningur þeirra. Sá sem þessar línur skrifar hefur staðið í sömu spor- um og Jónas er í dag, þá sem formaður knatt- spyrnudeildar Reynis í Sandgerði. Aðalástæða þess að ég hætti afskipt- um af knattspyrnumál- um er sú sama og Jónas ÞórhaUsson stendur frammi fyrir í dag. Þegar framámönnum KSÍ er bent á þessar stað- reyndir eru svörin aUtaf þau sömu. „Þið eru bara sárir yfir að hafa tapað leiknum." Þessi orð hafa forráðamenn KSÍ látið faUa í þeim tilfeUum þar sem ég sá mig knúinn tO að kvarta yfir vinnu- . brögðum dómara í leOtj- um míns liðs, þau ár sem ég var í forystu fyrir knattspyrnudeild Reyn- is. Ekki verið að segja að aUt sé slæmt í dómara- gæslumálum KSÍ, en sá skammtur sem Grinda- vík hefur fengið í ár er hliðstæður bví sem við hjá Reyni fengum hjá dómurum í mörgum leikjum okkar í 1. deOd árið 1997. Starfsmenn KSÍ geta ekki endalaust falið sig á bak við það að menn séu „bara sárir“ þegar for- ustumenn félaganna utan Reykjavikur sjá sig knúna tO að finna að vinnubrögðum KSÍ og þeirra sem þar starfa, dómara og annarra. Fyr- ir nokkrum árum síðan gengum við Jónas á fund þáverandi formanns KSÍ EUerts B. Schram vegna hliðstæðra mála sem sneru að liðum okkar beggja. Eftir þann fund virtist verða breyting á dómgæslumálum til batnaðar, því miður virðist þetta hafa snúist tO verri vegar á ný. Það er von min að knattspyrnan á íslandi þurfi ekki að sjá á eftir fleiri slíkum stoðum úr íslenskri knattspymu vegna mála eins og hér koma upp. Er ekki kom- inn timi tU að KSl-for- ystan skOji það að það er iðkuð knattspyna á fleiri stöðum en í Reykjavík. Að lokum vO ég lýsa yfir fuUum stuðningi við Jónas ÞórhaUsson og óska honum aUs hins besta í framtíðinni. Sigurður Jóhanns- son, fv. form. knatt- spymudeildar Reyn- is Sandgerði. Úrvalsdeild kvenna 1999: Sigurgangan var stöðvuð - Valskonur fyrstar til að halda hreinu gegn Vöndu Sigurgeirsdóttur Valskonur stöðvuðu 13 leikja sigurgöngu KR-kvenna í úrvals- deOd kvenna á þriðjudag og urðu jafnframt fyrsta liðið til að halda hreinu gegn KR-liðinu i 37 leikjum og enn fremur fyrsta liðið sem heldur hreinu gegn liði undir stjórn Vöndu Sigurgeirsdóttur, þjálfara KR. Nákvæmlega ár frá síðasta stigatapi KR-stúlkna KR-konur töpuðu síðast stigi fyrir nákvæmlega einu ári, þá líka á Hlíðarenda, nema að heimastúlkur tóku þá öll stigin. KR-konum hefur aldrei gengið vel á Hliðarenda, aðeins unnið tvo sigra þar í síðustu 14 leikjum og þar af aðeins einn (2-0,1997) síðan sumarið 1994. KR-liðið hafði fyrir leikinn unn- ið 13 leiki í röð og 36 af síðustu 37 leikjum og einnig skorað að minnsta kosti eitt mark í 37 deild- arleikjum í röð. Síðust til að halda hreinu gegn KR, líkt og Ragnheið- ur Jónsdóttir, markvörður Vals, gerði á þriðjudag, var Blikinn Sig- fríður Sophusdóttir 20. ágúst 1996 en þá stjórnaði einmitt Vanda Breiðabliksliðinu. Fyrsta núllið í 48. leik Lið undir stjóm Vöndu höfðu unnið 24 leiki í röð í efstu deild og aUtaf náð að skora þar tO gegn Val á þriðjudag að það kom loks að því í 48. leik hennar sem þjálf- ari í efstu deUd að boltinn vUdi ekki inn hjá hennar liði. -ÓÓJ Opna Falbory-ísboltamótið verður haldið á golfvelli Golfklúbbs Setbergs laugardaginn lO. júlínk. ("Glæsileg verðlaun, með og án forgjafar?\ 1. sæti 30.000 kr. vöruúttekt 2. sæti 20.000 kr. vöruúttekt 3. sæti 10.000 kr. vöruúttekt V^______Þrenn nándarverölaun____J Skráning í síma 565 5690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.