Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 Fréttir Ibúar Grjótaþorps: Rændir næturhvíld - berjumst fyrir lífi okkar Oddur Björnsson, íbú! í Grjótaþorpi, með börn sín Hildi og Baldvin. Mæiirinn er fullur, segir hann. DV-mynd Pjétur Ibúar Grjótaþorps telja borgina gera í því aö ræna þá nætursvefni. Við Fischerssund eru reknir tveir skemmtistaðir, hinn erótíski Club Clinton í gamla Duus-húsinu og Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum. Miklir árekstrar hafa einkennt sam- búð skemmtistaða og íbúa í Grjóta- þorpinu. Fyrir rúmu ári síðan sagði Ingibjörg Sólrún borgarstjóri í Morgunblaðinu rekstur í Duus-húsi vera fullreyndan vegna árekstra við íbúa. Þeir telja sig vera illa svikna. Útkastarar eða melludólgar? „Fólk hefur verið að berjast fyr- ir lífi sínu upp á síðkastið. Við höfum setið á okkur og reynt að vinna að okkar málum í hljóði en nú er mælirinn fullur. Upp á síðkastið erum við búin að hringja aftur og aftur í lögregluna vegna hávaðasamra dansleikja í Hlað- varpanum en allt kemur fyrir ekki. Þetta er allt bamafólk hérna í hverfinu og bömin þurfa að horfa upp á menn frá Club Clinton vera að sendast til og frá með stúlkurnar daginn út og inn. Mað- ur veit ekki hvort þetta eru útkast- arar eða melludólgar eða hvað. Þeir leggja bílimum þannig að þeir loka götuna af, oftast beint fyrir neðan stofugluggann hjá okkur. Svo ræsa þeir bílana og skella hurðum fram á rauða nótt með til- heyrandi látum. Það var nú bruni hérna fyrir þremur vikum. Hvað ef slökkviliðið hefði ekki komist fram hjá illa lögðum bílunum? í Club Clinton er að vísu miklu minni hávaða en i Hlaðvarpanum vegna þess að þeir vita að þeir eru undir stöðugu eftirliti lögreglu en þegar þeir heyra lætin í Hlaðvarp- anum hækka þeir líka hjá sér,“ sagði Oddur Björnsson, íbúi í Grjótaþorpi í samtali við DV í gær. Löng saga íbúar Grjótaþorpsins hafa lengi átt í deilum vegna skemmtistað- anna í kring. Fyrir árið 1992 átti Hlaðvarpinn það til að leigja fram- haldsskólunum húsnæðið til dans- leikjahalds í miðri viku. Lögregluyf- irvöld tóku á þessu dansleikjahaldi með íbúum og í nokkur ár var Kaffi- leikhúsið rekið í fullkominni sátt við íbúa. Frá árinu 1997 hafa hins vegar verið haldnir dansleikir þar um helgar við litlar vinsældir ná- grannanna. Sömu sögu er að segja um Duus-húsið. Mikil óánægja var með skemmtistaðinn Tetriz sem var þar um stuttan tíma og svo Club Clinton sem hefur verið starfræktur í rúmt hálft ár. Viljum hafa hverfið „Þetta er mjög skrítið, annars vegar hefur borgin hjálpað fólki að kaupa og gera upp þessi hundrað ára gömlu hús hér í Gijótaþorpinu. Hins vegar er skemmtistöðum leyft að halda uppi skralli hér allar næt- ur,“ sagði Oddur Bjömsson. „Borg- arráð verður að gera upp hug sinn hvort hér á aö vera íbúahverfl eða rautt hverfi. íbúasamtökin og ein- staklingar eru búnir að senda bréf til helstu ráðamanna þjóðarinnar og borgarinnar. Mikið af svömm hafa borist en það fyrsta sem maður tek- ur eftir er að engin þeirra em frá borgarráðamönnum. Við emm ekki að leitast við að hafa stjóm á nætur- lífinu hér í Reykjavík. Við viljum bara hafa okkar hverfl." -hvs Trolliö lagfært. Pétur Árnason, starfsmaður Hampiðjunnar, t.h., og Brynjar Jakobsen, skipverji á togaranum Baldvin Þorsteinssyni á Akureyri, unnu höröum höndum við viðgerð á flottrolli togarans á bryggjunni á Akureyri. Togarinn var þá nýkominn í höfn eftir veiðiferð þar sem m.a. var reynt við karfa á Reykjaneshrygg með misjöfnum árangri. DV-mynd gk Norðurland: Ferðamenn fjölmennir í blíðviðrinu DV, Akureyri: „Ég hef ekki tölur handbærar, en það er alveg ljóst að ferðamanna- straumurinn er miklu meiri en í fyrra. Þetta á sérstaklega við um ís- lendingana sem ferðuðust lítið um Norðurland í fyrra vegna þess hversu veörið var slæmt þá, en era mjög mikið á ferðinni núna enda hef- ur veðrið verið mjög gott,“ segir Hrafnhildur Karlsdóttir, aðstoðar- hótelstjóri Fosshótelanna þriggja á Akureyri, KEA, Hörpu og Bjarkar. „Lausaumferðin" svokallaða, þ.e. umferð innlendra ferðamanna, fer mikið eftir tíðarfari, og þar sem segja má að allan júnímánuð og það sem af er júlí hafi verið mjög gott veður á Noröurlandi hefur verið mun meira um íslenska ferðamenn en í fyrra. Hrafnhildur hjá Fosshótel- um á Akureyri segir vel bókað fram undan, en þó sé alltaf hægt að sinna „lausaumferðinni" svokölluðu. Aðrir aðilar í ferðaþjónustu á Norðurlandi sem DV ræddi við sögðu sumarið í ár vera miklu betra en í fyrra, enda veðrið með allt öðr- um hætti en þá var þegar það heyrði til stórtíðinda þegar hitinn fór í tveggja stafa tölu. Innlendir ferðamenn haga ferðum sínum eftir veðri og veðurspám, og ferðaþjón- ustuaðilar á Norðurlandi hafa notið góðs af því í sumar. „Það er aðallega gaman þegar veðrið er svona gott. Auðvitað þýð- ir það að íslendingar era miklu meira á ferðinni. Þeir hafa hins veg- ar lítið vægi í öllum rekstrinum yfir sumarmánuðina hjá okkur, útlend- ingar era í miklum meirihluta," segir Pétur Snæbjömsson, hótel- stjóri á Hótel Reynihlíð við Mývatn. Pétur segir mjög vel bókað fram undan, fullbókað sé fram til 22. júlí nema einn sólarhring, og yfirleitt sé mjög vel bókað í sumar á hótelinu. -gk Tveir sóttu um Tveir sóttu um stöðu skóla- stjóra Grunnskóla Vesturbyggðar, að sögn Jóns Gunnars Stefánsson- ar bæjarstjóra. Báðir umsækjend- ur eru kennarar. Undir skólann mun heyra skólahald í fjórum grannskólum í Vesturbyggð. Gert er ráð fyrir að fráfarandi skóla- stjóri grunnskólans á Patreksfirði fái 12 mánaða biðlaun. Skólastjór- ar hinna skólanna munu veröa aðstoðarskólastjórar eða deildar- stjórar ef um semst, að sögn bæj- arstjóra. -JSS Undur veraldar Landinn leggur nú æ meira upp úr því að gera ísland að ferðamannapara- dís. Hvert það náttúruundur sem kann að laða túristana að er því kærkomið. Fossar, hverir, eldíjöll og svoleiðis fyr- irbæri verða leiðigjöm til lengdar. Hættan er sú að „íslandsvinirn- ir“, eins og við nefn- um gjarnan þá út- lendinga sem vita hvar ísland er á hnettinum, hætti að koma hingað og fari eitthvað annað. Það var því sem himna- sending þegar uppgötvaðist að við eig- um tvö einstök undur sem talið er að túristar verði vitlausir í að skoða. Annað er Keikó í Vestmannaeyjum, hitt er eini nemandinn á Patró sem náði samræmdu prófunum... Flokknum óviðkomandi Á flokksráðsfundi í Frjálslynda ílokknum nýlega bar Sverrir Her- mannsson formaður upp þá tillögu að flokkurinn styrkti Valdimar Jó- hannesson i lagatæknilegri herför hans gegn gjafakvóta- kerfinu. Valdimar hef- ur sem kunnugt er staðið í ströngum málaferlum gegn rík- inu og allt kostar slíkt amstur mikið fé og fyrirhöfn. Vildi Sverrir að flokkurinn tæki einhvem þátt í þessu basli með Valdimar, enda snúist mál- in um sjálfan tilverugrunn Frjáls- lynda flokksins. Þessu var varafor- maðurinn, Gunnar Ingi Gunnars- son, ekki sammála. Hann mælti ein- dregið gegn tillögu Sverris og rökin voru þau að þetta kæmi flokknum ekki hið minnsta við, heldur væri einkamál Valdimars. Niðurstaðan var sú að visa málinu frá ... Bræla frá Gunnlaugi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur sett Faxamjöl hf. á skil- orð vegna mikils óþefs sem itrekað leggur frá verksmiðjunni í Örfirisey yfir vesturborgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gunn- laugur S. Gunnlaugs- son, er sagður æfur yfir þessu og túlkar skrifin sem tilraunir borgarstjórans til að lama fyrirtækið. Gunnlaugur, sem einnig er formaður Útvarpsráðs, er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum þegar hann telur að sér vegið. Hann er sagður í baráttu- hug og hugsa borgarstjóra þegjandi þörfina fyrir tilskrifin. Það eru líka Vesturbæingar sem fagna hörku borg- arstjóra gagnvart Gulla brælu, eins og þeir nefna hann sumir ... Föðurleg áminning Ýmsir sem lásu Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina telja sig geta lesið út úr niðurlagi þess föður- lega áminningu til Davlðs Oddsson- ar forsætisráðherra að hafa sig eilítið hægari í umgengni við fólk. Birt er bréf eigin- konu Churchills, fyrrverandi forsætis- ráðherra Breta, til manns síns árið 1940. í því lætur hún mann sinn vita að nndirmenn hans séu almennt famir að kunna il vegna grófrar kaldhæðni hans og yfir- gangs. Hann sé sagður oröinn svo hrokafullur aö meðal samstarfs- manna hans komi engar hugmyndir lengur fram, hvorki góðar né slæmar. Sjálf hafi hún tekið eftir því að fram- koma hans hafi versnað. Hann muni ekki ná mestum árangri með þvi að vera uppstökkur og dónalegur. Slík framkoma muni geta af sér annað- hvort andúð eða þrælslund ... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.