Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 9. JULI1999 Fréttir Nýr skíðaskáli í Tungudal á ísafirði: Stefnt að vígslu um áramótin - óvissa um framtíð skíðasvæðis á Seljalandsdal DV.Vestfjörðum: Nýr skíðaskáli er nú í byggingu 1 Tungudal á ísafirði og er orðinn svo gott sem fokheldur. Það er Skiðafélag ísfirðinga ásamt for- eldrafélagi skíðabarna og fleira áhugafólki sem drifið hefur bygg- ingu skálans áfram með aðstoð verktakans, Eiríks & Einars Vals ehf. Skíðaskálinn er á nýju skíða- svæði í Timgudal og mun leysa af hólmi gömlu Skíðheima á Selja- landsdal. Eftir ítrekuð snjóflóð á Selja- landsdal og eyðileggingu lyftu- mannvirkja telja flestir að hætt verði við frekari uppbyggingu á því svæði og starfsemin að mestu flutt niður í Tungudal. Nefhd á vegum bæjarins hefur þó verið að skoða þessi mál, en lítið hefur enn heyrst frá henni, að sögn Páls Stur- laugssonar, áhugamanns um bygg- ingu skíðaskála. í nýja skálanum, sem hannaður er af Einari Ólásyni, verður gistiað- staða með 16 rúmum í herbergjum og svefnpokaplássi fyrir 29 gesti. Þá er gert ráð fyrir veitingaaðstöðu í húsinu. í steypum kjallara er tækja- geymsla fyrir snjótroðara og við- gerðaraðstaða. Að sögn Páls hefur mikil vinna sjálfboðaliða verið lögð í þessa byggingu og stefna menn að því að hægt verði að vígja skálann um næstu áramót þegar árið 2000 gengur í garð. Þetta veltur þó allt á þvi hvort fjármagn fæst til áfram- haldandi framkvæmda. -HKr. Nýi báturinn Gyllir tilbúinn til veiða. DV-mynd Kristjana Tálknafjörður: Sá áttundi í flota Þórsbergs DV.Tálknafirði: Sjósett var ný trilla í lok júní á Tálknafirði, GyUir BA-214 sem er sex tonna plastbátur í eigu Þórs- bergs ehf. Þetta er 8. báturinn sem fyrirtækið eignast en smábátar eru uppistaða bátaflotans á Tálknafirði yfir sumarið. Þessir átta bátar Þórsbergs hf. leggja upp hjá fyrir- tækinu. Skrokkur bátsins er framleiddur hjá Trefjum ehf. Hafnarfirði, en um frágang og niðursetningu vélar og annars búnaðar sá fyrirtækið AUt í járnum ehf. hér á Tálknafirði og tók um þrjá mánuði að fullklára bátinn. -KA Jón Arason, starfsmaður í sorphirðingarstöð Hornaf jarðar, við kurlarann. DV-mynd Júlía Frægur bíll í kurli DV Höfn: Mikið af timbri og trjám úr görð- um berst til sorphirðingarinnar hjá Hornafjarðarbæ þar sem það er kurlað og kurlið notað m.a. á göngustíga. Tækið sem notað er við þessa endurvinnslu er athyglis- vert. Það er gamall bíll sem gegnt hefur ýmsum hlutverkum, til að mynda verið notaður sem mjólkur- bíll þegar brúsarnir voru í notkun. Þetta var fyrsti vöruflutningabíllinn sem fór mUli Hornafjarðar og Reykjavikur og eins var ekið á hon- um tU Akureyrar. Seinna var hann notaður sem olíubill og þar næst vatnsbíll tU götuúöunar. Færibönd- in og annan búnað smíðuðu og hönnuðu Sigurður B. HaUdórsson og Jón Stefánsson, starfsmenn í áhaldahúsinu. -JI Nýi skíðaskálinn sem verið er að byggja í Tungudal. DV-mynd Hörður Nýir eigendur taka við Prikinu: Haldið í gamlar hefðir Nýir rekstraraðUar hafa tekið við kaffihúsinu Prikinu við Banka- stræti en húsnæðið verðiu- enn i eigu sömu aðUa. AðUarnir fjórir, þeir Árni Þór Vigfússon, Kristján R. Kristjánsson, Gísli Ingi Gunn- arsson og Eggert Birgisson segja að haldið verði i gamlar hefðir en kaffihúsið hefur staðið á sama stað í 48 ár og er orðið hluti af miðborg- inni. Þá hafa nýju aðUarnir einnig tekið á leigu efri hæð hússins að Bankastræti 9 og ætla að stækka húsnæðið sem nemur rúmlega helmingi þannig að gegnt verði mUli efri og neðri hæðarinnar. Árni Þór Vigfússon sagði í samtali við DV að ætlunin væri að nýr og bættur matseðUl yrði tekinn í gagnið en margir hafa um áraraðir og jafnvel sumir í áratugi tekið morguninn snemma og fengið sér Fastagestir á Prikinu. Sumir hafa sótt staðinn nánast á hverjum degi í ára- tugi en Prikið hefur staðið í 48 ár á sama staðnum og virðist ekki vera á leið- inni þaðan. hressingu á Prikinu. Hann sagði að staðurinn væri sá eini í mið- borg Reykjavíkur sem væri opnað- ur kl. 7 að morgni. „Við höldum að sjálfsögðu í gamlar hefðir og engar breytingar verða gerðar á gömlu góðu innréttingunum á staðnum," sagði Árni. -hb á McD° Hinn eini sanni Big Mac á ótrúlejm sumarverðií Austurstræti 20 Aðeins í takmarkaðan tíma. Suðurlandsbraut 56 Sjáumst Sem fyrst!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.