Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Page 7
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 7 Fréttir Nýr skíðaskáli í Tungudal á ísafirði: Stefnt að vígslu um áramótin - óvissa um framtíð skíðasvæðis á Seljalandsdal DV, Vestfjörðum: Nýr skíðaskáli er nú i byggingu í Tungudal á ísafirði og er orðinn svo gott sem fokheldur. Það er Skíðafélag ísflrðinga ásamt for- eldrafélagi skíðabarna og fleira áhugafólki sem drifið hefur bygg- ingu skálans áfram með aðstoð verktakans, Eiríks & Einars Vals ehf. Skiðaskálinn er á nýju skíða- svæði í Tungudal og mun leysa af hólmi gömlu Skíðheima á Selja- landsdal. Eftir ítrekuð snjóflóð á Selja- landsdal og eyðileggingu lyftu- mannvirkja telja flestir að hætt verði við frekari uppbyggingu á því svæði og starfsemin að mestu flutt niður í Tungudal. Nefnd á vegum bæjarins hefur þó verið að skoða þessi mál, en litið hefur enn heyrst frá henni, að sögn Páls Stur- laugssonar, áhugamanns um bygg- ingu skíðaskála. I nýja skálanum, sem hannaður er af Einari Ólásyni, verður gistiað- staða með 16 rúmum í herbergjum og svefnpokaplássi fyrir 29 gesti. Þá er gert ráð fyrir veitingaaðstöðu í húsinu. í steypum kjallara er tækja- geymsla fyrir snjótroðara og við- gerðaraðstaða. Að sögn Páls hefur mikil vinna sjátfboðaliða verið lögð í þessa byggingu og stefna menn að því að hægt verði að vígja skálann um næstu áramót þegar árið 2000 gengur í garð. Þetta veltur þó allt á því hvort fjármagn fæst til áfram- haldandi framkvæmda. -HKr. Nýi báturinn Gyllir tilbúinn til veiða. DV-mynd Kristjana TálknaQöröur: Sá áttundi í flota Þórsbergs DV.Tálknafirði: Sjósett var ný trilla í lok júní á TálknEifirði, Gyllir BA-214 sem er sex tonna plastbátur í eigu Þórs- bergs ehf. Þetta er 8. báturinn sem fyrirtækið eignast en smábátar eru uppistaða bátaflotans á Tálknafirði yfir sumarið. Þessir átta bátar Þórsbergs hf. leggja upp hjá fyrir- tækinu. Skrokkur bátsins er framleiddur hjá 'Trefjum ehf. Hafnarfirði, en um frágang og niðursetningu vélar og annars búnaðar sá fyrirtækið Allt í jámum ehf. hér á Tálknafirði og tók um þrjá mánuði að fullklára bátinn. -KA Jón Arason, starfsmaður í sorphirðingarstöð Hornafjarðar, við kurlarann. DV-mynd Júlía Frægur bíll í kurli DV, Höfn: Mikið af timbri og trjám úr görð- um berst til sorphirðingarinnar hjá Homafjarðarbæ þar sem það er kurlað og kurlið notað m.a. á göngustíga. Tækið sem notað er við þessa endurvinnslu er athyglis- vert. Það er gamall bíll sem gegnt hefur ýmsum hlutverkum, til að mynda verið notaður sem mjólkur- bíli þegar brúsamir voru í notkun. Þetta var fyrsti vöruflutningabíllinn sem fór milli Hornafjarðar og Reykjavíkur og eins var ekið á hon- um til Akureyrar. Seinna var hann notaður sem olíubíll og þar næst vatnsbíll til götuúðunar. Færibönd- in og annan búnað smíðuðu og hönnuðu Sigurður B. Halldórsson og Jón Stefánsson, starfsmenn í áhaldahúsinu. -JI Nýi skíðaskálinn sem verið er að byggja í Tungudal. DV-mynd Hörður Nýir eigendur taka viö Prikinu: Haldið í gamlar hefðir Nýir rekstraraðilar hafa tekið við kafflhúsinu Prikinu við Banka- stræti en húsnæðið verður enn í eigu sömu aðila. Aðilarnir fjórir, þeir Ámi Þór Vigfússon, Kristján R. Kristjánsson, Gísli Ingi Gimn- arsson og Eggert Birgisson segja að haldið verði í gamlar hefðir en kafflhúsið hefur staðið á sama stað í 48 ár og er orðið hluti af miðborg- inni. Þá hafa nýju aðilamir einnig tekið á leigu efri hæð hússins að Bankastræti 9 og ætla að stækka húsnæðið sem nemur rúmlega helmingi þannig að gegnt verði milli efri og neðri hæðarinnar. Ámi Þór Vigfússon sagði í samtali við DV að ætlunin væri að nýr og bættur matseðill yrði tekinn í gagnið en margir hafa um áraraðir og jafnvel sumir í áratugi tekið morguninn snemma og fengið sér Fastagestir á Prikinu. Sumir hafa sótt staðinn nánast á hverjum degi í ára- tugi en Prikið hefur staðið í 48 ár á sama staðnum og virðist ekki vera á leið- inni þaðan. hressingu á Prikinu. Hann sagði að staðurinn væri sá eini í mið- borg Reykjavíkur sem væri opnað- ur kl. 7 að morgni. „Við höldum að sjálfsögðu í gamlar hefðir og engar breytingar verða gerðar á gömlu góðu innréttingunum á staðnum," sagði Árni. -hb (ijL-ðiiegt Su^arver𠻧á Hinn eini sanni Big Mac* á ótrúlegu sumarverði! AA McDonaids Austurstræti 20 Aðeins í takmarkaðan tíma. Suðurlandsbraut 56 Sjáumst Sem fyrst! 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.