Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 Fréttir Danskur ferðaþáttur á fslandi: Rúmlega 1,5 milljónir áhorfenda Hingað til lands er kominn fimm manna hópur danskra kvik- myndagerðarmanna. Þeir verða á landinu næstu vikuna að taka upp ferðaþátt fyrir DR 1, stöð eitt þeirra Dana. Kvikmyndagerða- mennimir eru búnir að vera hér við tökur í tvo daga. Þeir taka upp í Reykjavík, Bláa lóninu, á Þing- völlum, Sólheimajökli og á hinum og þessum stöðum á Suðurlandi. Þetta eru allt vanir menn, leik- stjórinn hefur gert ferðaþætti áður og nutu þeir gífurlegra vinsælda. Töfrum líkast „Þetta hefur gengið mjög vel. fs- land er síðasta landið af 5 sem við tökum upp í. Við finnum það allir hversu tengdir við erum landinu. Fyrir okkur er það mest heillandi staður norðursins vegna framand- leika þess. Fólkið, landið og nátt- úran eru töfrum líkust. Enda höfð- 5 þættir frá 5 löndum Danskir kvikmyndagerðarmenn hafa myndað hérlendis undanfarna daga fyrir ferðaþátt sem sýndur verður á besta tíma í danska sjónvarpinu. DV-mynd KE um við miklar væntingar áður en við komum hingað. Við reynum að finna nýjar hliðar á öllum málum, ekki að vera með venjulega, flata frásögn. Leikstjórinn hefur góða reynslu í því að gera þættina fyndna. Ef allt gengur síðan að óskum fljúgum við heim á sunnu- daginn," sagði Thomas Schindel, framleiðandi þáttanna. Þættimir eru flmm talsins og er hver þeirra tekinn upp í mismunandi landi, á íslandi, írlandi, í New York, á Mauritius (eyju rétt fyrir utan Madagaskar) og á Azoreyjunum portú- gölsku. Þetta eru ferðaþættir fyrir byrj- endur í ferða- mennsku, líflegir og skemmtilegir. Sá sem leiðir þáttinn áfram og talar við áhorfand- ann er danski leikar- inn Uffe Rorbæk. Þættir sem þessi eru gífúrlega vinsælir í Danmörku og er gert ráð fyrir að þessi verði sýndur kl. 20 á fimmtudagskvöldum, sem er vin- sælasti tíminn í sjónvarpinu. Horfa þá rúmlega 1,5 miiljónir Dana á hann. -hvs VViuUv Á myndinni eru keppendurnir ásamt þjálfurum. Talið frá vinstri Áskell Harðarson, Bjarni Kristinn Torfason, Stefán Ingi Valdimarsson, Pawel Baroszek, Guðni Ólafsson, Ingvar Sigurjónsson, Alfreð Kjeld, Geir Agnarsson. Ólympíuleikarnir í stæröfræöi: Sex keppendur frá Islandi DV, Akureyri: SJS-verktakar á Akureyri vinna nú að viðbyggingu við Háskólann á Akureyri sem taka á í notkun haustið 2000. Á byggingarlóðinni vekur athygli vinnuskúr starfs- manna sem er kirfilega merktur „ritstjóm", en skúrinn mun hafa fylgt starfsmönnum fyrirtækisins um nokkurt skeið. Karl Helgason, sem vinnur hjá SJS-verktökum, sagðist aö sjálf- sögðu vera „ritstjóri" á staðnum, en það verður að segjast eins og er að þessi „ritstjórnarskrifstofa" er með þeim óvenjulegri hér á landi og þótt víðar væri leitað. -gk Dagana 10. til 22. júlí fara fram 40. Ólympíuleikamir í stærðfræði og verða þeir haldnir í Búkarest í Rúmeníu. Leikarnir eru fyrir framhaldsskólanema og er skilyrði að keppendur séu yngri en 20 ára. Um 80 lönd senda keppendur en keppendur verða hátt í fimm hundruð. Keppnin fer fram á tveimur dög- um og eru þrjár þrautir lagðar fyr- ir á hvoram deginum og fá kepp- endur fjóra og hálfan klukkutíma til þess að leysa verkefnin. Þraut- irnar byggjast á stærðfræði sem kennd er í grunnskóla og fyrstu árum framhaldsskóla. Til þess að leysa þær þarf kunnátta og frum- leg hugsun að fara saman. is- lenska liðið hefur verið við stífar æfingar frá því í júní en æft er all- an daginn virka daga, auk þess sem keppendur fá heimadæmi sem þeir leysa um helgar. Keppendurn- ir sem fara utan heita Alfreð Kjeld, Bjarni Kristinn Torfason, Guðni Ólafsson, Ingvar Sigurjóns- son, Pawel Bartoszek og Stefán Ingi Valdimarsson. Allir keppend- urnir eru allir nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík. Dr. Geir Agnarsson og dr. Áskell Harðarson hafa haft umsjón með fulltrúi íslands í dómnefnd keppn- þjálfun keppenda og munu fara innar en Áskell verður liðsstjóri. með þeim út. Það mun Geir vera - EIS Karl Helgason „ritstjóri" í dyrum „ritstjórnar SJS“ við Háskólann á Akureyri. DV-mynd gk Akureyri: „Ritstjórnarskrifstofa“ á háskólalóöinni Formúla 1 Er Ralf Schumacher að kafkeyra „stóra bróður”? Nýjung í ferðaþjónustu: Netferða- skrifstofa - fyrsta FerðakaSið opnað Ný islensk ferðaskrifstofa, sem nánast einvörðungu starfar á Netinu, hefur verið stofnuð. Á vegum ferðaskrif- stofunnar, sem heitir Norður- ferðir, er nú unnið að því að koma upp upplýsinga- og sölu- miðstöðvum um allt land undir nafninu Ferðakaffi. Þá er í und- irbúningi að koma svipaðri starfsemi á fót erlendis. Fyrsta Ferðakaffið var opnað nýlega á Hótel Iðufelli í Laugarási i Biskupstungum. Stjórnarfor- maður Norðurferða er Jóhann- es Jónsson í Bónusi og fram- kvæmdastjóri er Birgir Sumar- liðason. Heimasíða Norðurferða er nat.is en að baki henni er öflug- ur gagnagrunnur með ítarlegum upplýsingum um stóran hluta ís- lenskrar ferðaþjónustu á lands- byggðinni og heimasíðum ferða- þjónustuaðila, upplýsingum um hvaðeina er lýtur að ferða- mennsku. Birgir Sumarliðason nefnir sem dæmi í samtali við DV að hægt sé að skoða flestalla möguleika sem gefast á landinu til stangaveiði í ám og vötnum, hvernig hægt er að komast til einstakra staða eða veiðisvæða. Síðan er hægt að panta veiði- leyfi, flug- eða rútufar til staðar- ins, gistingu og mat og annað sem ferðalangar þarfnast. Norð- urferðir kynna starfsemi sína á ferðakynningum í Útilifl í Glæsi- bæ á fimmtudögum í sumar.-SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.