Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 11
FOSTUDAGUR 9. JULI1999 11 Fréttir Fosshótelið aö Laugum í Reykjadal: íslendingar koma í góðviðri DV, S-Þingeyjarsýslu: „Aðalmunurinn á hótelrekstri hér á sumrin og t.d. á Akureyri er sá aö hingað koma fyrst og fremst hópar erlendra ferðamanna, þótt auðvitað komi einnig hingað ein- staklingar á ferðalagi, bæði innlend- ir og erlendir. Það er þó ekki nægj- anlega mikið um að íslendingar komi hingað, í fyrra réð veðrið því auðvitað mikið en íslendingarnir eru frekar á ferðinni og koma í gist- ingu þegar vel viðrar," segir Sólveig Hallgrímsdóttir, hótelstjóri á Foss- hótelinu aö Laugum i Reykjadal í S- Þingeyjarsýslu. Sólveig tók við hótelstjórn að Laugum í sumarbyrjun á síðasta ári, en hótelið er rekið í skólahús- inu að Laugum. Hún hefur mikla reynslu af hótelstörfum, hefur m.a. starfað á Edduhóteli að Stóru- Tjörnum, á hótelum á Akureyri og í Lúxemborg og þá var hún hótel- stjóri að Flúðum. Að Laugum eru alls 120 rúm í fjórum húsum þar sem gamla skóla- húsið er hjarta starfseminnar og þar er móttakan, matsalurinn, bar- inn og einnig innisundlaug sem er sú elsta hér á landi. Nú standa yfir byggingaframkvæmdir að Laugum og í byrjun næsta sumars þegar þeim verður lokið bætast við mörg ný herbergi sem öll verða með baði. Sólveig segir Þjóðverja fjölmenna í gestahópnum, en einnig komi mik- ið af Bretum, Spánverjum, Frökk- um og gestum frá óðrum þjóðum. Hún segir að hvað matinn snerti þá sé fiskurinn og lambakjötið alltaf vinsælast, annan mat segist fólkið geta fengið heima hjá sér. „Það kemur hópur frá Noregi hingað ár eftir ár sem vill alltaf fá íslenskan mat, slátur, svið og þess háttar. Þegar þessi hópur kom hingað í fyrra og efnt var til ís- lenskrar veislu voru ferðamenn frá fleiri löndum í salnum, og það er óhætt að segja að íslenski matur- inn hafi vakið mjög mikla athygli. Þetta varð eins konar sýning t.d. á sviðahausunum og það voru ekki allir mjög hrifhir," segir Sólveig. -gk Nokkrir af væntanlegum afreksmönnum í íþróttum ásamt Magnúsi Gunnarssyni bæjarstjóra, Ellert Schram, forseta ÍSÍ, og fleiri forvígismönnum íþróttahreyfingarinnar Hafnarfjarðarbær: Efnilegir fá milljónir íþróttafólk í Hafnarfirði hefur fengið veglegan styrk frá Hafnar- fjarðarbæ, að upphæð 2 milljónir króna. Um er að ræða íþróttafólk sem á raunhæfa möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í Sidney á næsta ári. Styrkupphæðin er veitt til íþróttafélaganna í FH, Fimleika- félagsins Bjarkar og Sundfélags Hafnarfjarðar. .íþróttafólkið sem fær styrk er að keppast við að reyna að ná tilskild- um lágmörkum eða stefnir á íþrótta- mót erlendis, sem tilskilin eru til þátttöku í Ólympíuleikum. Er styrknum ætlað að veita íþróttafólk- inu tækifæri til að einbeita sér að æfingum og keppni í sumar. -JSS Sólveig Hallgrímsdóttir, hótelstjóri að Laugum í Reykjadal. DV-mynd gk Veöurklúbburinn Dalvík: Bjart og hlýtt í júlí - sænskur blaöamaður vildi fá spá fyrir Svíþjóð DV, Dalvík: í spá Veðurklúbbsins í júní var spáð að sumarið kæmi eftir sjó- mannadaginn. Það stóðst og veðrið hefur verið að mestu gott síðan. Betra en var 1998 á sama tíma. Það var ekki flókinn reikningur því 1998 lét sumarið lítið sjá sig. Hvað júlí varðar nú eru fiestir sammála um að veðrið verði nota- legt - hæglætis norðanátt, bjart og hlýtt fram til 13. júlí þegar nýtt tungl kviknar og hundadagar byrja. Helmingur klúbbfélaga er bjartsýnn á að veðrið verði áfram gott. Einhver breyting verður þó um miðjan mánuðinn - kannski vætusamara. En þó slakari dagar komi þá sjá klúbbfélagar fram á góðan ágúst. Veðurklúbburinn fær hringing- ar og bréf. Nýlega hringdi sænsk- ur blaðamaður frá stóru dagblaði þar. Spurði hann um klúbbinn og vildi síðan fá að vita hvernig veðr- ið yrði í Svíþjóð í sumar. Svo stór- tækt er veðurfólkið hér ekki - heldur sig við norðurhluta íslands og var sá sænski ekki ánægður með þau svör. -HIÁ 0$um°míi i JifNANKANG GÆÐI, ÖRYGGI, ENDING VDO Suöurlandsbraut 16, sími 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220. Suðurfirðir: Ferja fyrir ferðafólk DV Breiðdalsvík: Ferja til skemmti- siglinga hefur verið keypt til Breiðdals- víkur og verður hún i skemmtisiglinum fyrir ferðafólk um Suðurfirðina á Aust- urlandi. Það var Elí- as P. Sigurðsson sem keypti ferjuna af Sjó- ferðum Arnars á Húsavík og hlaut hún nafnið Áki. Báturinn er smíðaður í Hafnar- flrði 1983 fyrir Eyjaferðir í Stykkis- hólmi og er fyrsta farþegaskipið sem smíðað er á Islandi að sögn. Hann er búinn tveimur Volvo Penta vélum og er með sæti fyrir'22 farþega. Elías áætlar að vera með skoðunar- ferðir í sambandi við fugla- og dýralíf við Breiðdalseyjar - sigla umhverfis Elgandinn Elís P. Sigurðsson um borð í Aka. DV-mynd Hanna Skrúð, skoða Andey og Seley, með viðkomu í Skálavík. Farið verður i land á Fáskrúðsfirði og síðan siglt til baka til Breiðdalsvíkur. Fjöllin eru einstaklega falleg séð frá sjó á þeirri leið. Þá hefur Elías hug á aö leigja bátinn í sjóstangaveiði og jafnvel til svartfuglsveiða. -HI Sagt verður frá Ólafsvíkur-endurokeppninni sem byrjar við Öndverðarnes

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.